Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Fréttir Hjónaleysin til borðs með kóngum og prinsum í Hvíta húsinu: Dorrit og forsetinn ferðast sem hjón - ástarævintýrið á Bessastöðum springur út í Washington Dorrit Moussaieff, ástkona for- seta íslands, er á gestalista Clintons Bandaríkjaforseta vegna hádegis- verðarboðs sem haldið verður í borðstofu Hvíta hússins í Was- hington á morgun. Þar mun Dorrit sitja til borðs með Noregskonungi og Danaprinsi, svo einhverjir séu nefndir, auk Bandaríkjaforseta og Hillary eiginkonu hans í sinni fyrstu opinberu ferð við hlið Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta ís- lands. Hádegisverðarboð Clintons er haldið í tengslum við opnun vík- ingasýningar í Smithsonian-safninu í Washington í dag að viðstöddum öllum þjóðhöfðingum Norðurlanda. Sendiráð landanna í Bandaríkjun- um höfðu lagt mikla áherslu á að hádegisverðarboðið yrði haldið í dag, á opnunardegi sýningarinnar í Smithsonian, en vegna anna Clint- ons Bandaríkjaforseta reyndist ekki unnt að verða við þeim óskum. Há- degisverðurinn í Hvíta húsinu verð- ur því á morgun. Vissu ekki um Dorrit Undirbúningur hádegisverðarins hefur tekið marga mánuði og þegar hann stóð sem hæst og verið var að útbúa gestalista var sendiráðstarfs- mönnum alls ókunnugt um sam- band forseta íslands við Dorrit Moussaieff. Þurfti því ýmsu að hnika tU og vinna málið upp á nýtt þegar ljóst varð að forseti Islands yrði ekki einn á ferð í hádegisverð- arboði Clintons. Samkvæmt heim- Udum DV hafa starfsmenn Hvíta hússins svarað seint og treglega óskum manna um breytingar vegna nýrrar stöðu málsins og þegar sið- ast fréttist í gærkvöldi voru boðskortin í veislu Clintons ókomin í hendur gesta. DV-MYND GUÐLAUGUR TRYGGVI I heimsókn til Clintons • Forseti íslands og fylgdarliö hans héldu í gær vestur um haf. Þar mun Ólafur Ragnar Grímsson ásamt fylgdarkonu sinni Dorrit Moussaieff væntanlega eiga stund meö Bill Clinton, forseta Bandaríkjannna. Elns og hjón Forseti íslands og Dorrit Moussaieff voru væntanleg tU Was- hington í gærkvöldi að staðartíma og ferðast um sem hjón væru. Sam- kvæmt ströngustu siðareglum stjómvalda víðast hvar í hinum vestræna heimi þykir ekki við hæfi að bjóða ógiftu sambýlisfólki f þjóð- höfðingjaveislur og eru fordæmi fyrir því i íslenska stjórnkerfmu að makar boðsgesta hafl þurft að sitja heima vegna hjúskaparstöðu sinn- ar. Ef íslenskum prótókoUsreglum hefði verið beitt við hádegisverðar- boð Clintons á morgun hefði Dorrit ekki verið boðið vegna eðlis sam- bands hennar við félaga sinn og vin, forseta íslands. En eins og reyndur sendiráðsmaður orðaði það í sam- tali við DV: „Engar reglur eru án undantekninga og það á einnig við um prótókoUsreglur utanríkisráðu- neytisins. Svo er alkunna að Clint- on Bandaríkjaforseti mngengst op- inberar siðareglur með frjálslegri hætti en margir aðrir á æðstu stöð- um.“ Sex sæti Þar sem hádegisverðarboð Clint- ons er haldið öUum þjóðhöfðingjum Norðurlanda tU heiðurs þurfti að tak- marka mjög gestafjölda hverrar þjóð- ar vegna stærðar borðstofuborðsins í Hvíta húsinu. í hlut íslands komu sex sæti við borð Clintons og þau munu skipa: Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra og frú Bryndís Schram, Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og frú Rut Ingólfsdóttir og Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti íslands, - og Dorrit Moussaieff. -EIR Lokslns út Sakborningar í stóra fikniefnamálinu mættu í héraösdóm í gærmorgun. DV-MYND S. Ákærur í stóra fíkniefnamálinu: Svipbrigðalausir sakborningar Níu sakborningar í stóra flkni- efnamálinu sýndu engin svipbrigði þegar þeim voru birtar ákærur í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær- morgun. Þrír þeirra tóku þó tU máls og kærðu framlengdan gælsu- varðhaldsúrskurð tU Hæstaréttar. „Ef Hæstiréttur staðfestir úr- skurð dómara þá verða mennimir í gæsluvarðhaldi áfram tU 28. júní en sjálft málið verður þingfest 9. maí,“ sagði Kolbrún Sævarsdóttir, settur saksóknari í stóra fíkniefna- málinu. „Þá hefur lögreglunni í Reykjavík verið falið að birta þrjár aðrar ákærur og svo á ríkislög- reglustjóri eftir að birta sínar,“ sagði Kolbrún. Nimenningarnir sem færðir vora í héraðsdóm í gærmorgun hafa flestir setið inni frá því I sept- ember í fyrra. Sjö þeirra sitja á Litla-Hrauni en tveir í fangelsinu í Kópavogi. -EIR Frumvarp um vitnavernd og refsingar: Vitni varin gegn hótunum og ofbeldi „Megináherslaní þessu er lögð á vitnavemdina og það er verið að herða refsirammann, refsingar verða þyngdar við því að áreita vitni, hóta því og beita það ofbeldi. Síðan er lika verið að verja vini og vandamenn vitnisins sem geta haft áhrif á það við skýrslugerð. Þannig að ef einhver hótar eða beitir þá ofbeldi þannig að þeir geti haft áhrif á vitnið þá er það ólögmætt. Verknaðurinn er auk þess refsiverður, hvort sem brotið er framið fyrir eða eftir skýrslugerð vitn- is,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður aUsheijamefndar Alþingis, um framvarp um breytingu á lögum um meðferð opin- berra mála sem samþykkt verður á Alþingi í dag. Þetta kemur í beinu framhaldi af morðmálinu í Keflavík þar sem fómarlambið hafði verið áreitt um skeið. Frumvarpið felur annars vegar í sér miklar breytingar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir „Þaö er ekki ver- iö aö skylda fólk til aö bera vitni en þaö er veriö aö verja fólkiö, verja þá al- mannahagsmuni aö fólk beri vitni og þori aö gera þaö." á lögum um vitnavemd og bendir Þorgerður á að lögin nái einnig tU almennra borg- ara sem bera þurfi vitni í mikUvægum málum. „Það er ekki verið að skylda fólk tU að bera vitni en það er verið að verja fólkið, verja þá al- mannahagsmuni að fólk beri vitni og þori að gera það.“ Hitt meginefni frumvarps- ins eru hertar refsingar við að framleiða, selja, dreifa og hafa í vörslu sinni bamaklám. Þar er refsiramm- inn ekki einungis hertur heldur einnig víkkaður tU muna. „Frumvarpið gengur enn lengra að því leyti að þó fólk hafi ekki endUega bamaklám í fóram þínum, heldur hafi t.d. pantað það að utan og það sé sannanlega hægt að rekja það tU þess, þá er það líka refsivert," segir Þorgerður Katrin Gunnarsdóttir. Þá verður fyr- ir þinglok einnig afgreitt framvarp um nálgunarbann sem margir telja mjög tímabært. -hdm Þrumar úr salnum Sá fágæti atburður gerðist á Alþingi í gær að ræða var Uutt úr sæti úti í þingsaln- um. Þar var Stein- grímur J. Sigfússon á ferðinni en hann sleit hásin á fótbolta- æfingu. Verið var að rseða kvótakeríið og framtíð þess eftir Vatneyrardóminn. Ársverkum fjölgar Ársverkum iðnaðarmanna hefúr Qölgað mikið og era nú 12.000 verk á ári. Þetta er mikU fjölgun ársverka frá síð- asta áratug en þá var deyfð í greinum iðnaðar i heU tíu ár. Stöð 2 sagði frá. Áhrif í ferðaþjónustu Gengi evrunnar hefur faUið um 5% miðað við gengi íslensku krónunnar frá áramótum. Þetta hefúr áhrif á Is- landi, ekki síst í ferðaþjónustu. Engin umframáhrif Nú er lokið athugun Skipulagsstofn- unar á mati á umhveríisáhrifúm fyrir- hugaðra framkvæmda við dýpkun Sundahafnar í Reykjavik. Helsta nið- urstaða málsins er sú að mati skipu- lagsstjóra að dýpkunarframkvæmdim- ar muni hvorki hafa áhrif á fúglalíf né hugsanlegar hrygningarstöðvar um- fram það sem núverandi haftiarstarf- semi og byggð í Reykjavík hefúr haft fram að þessu. Orðusóun Ástþór Magnússon hjá Friði 2000 hefur sent Ólafl Ragnari Grímssyni, forseta ís- lands, bréf þar sem forsetaframbjóðand- inn fyrrverandi ósk- ar eftir ferðaaáætlun forseta um Bandarík- in svo „heiðra megi hinn fyrrverandi friðarsinna með viðeigandi hætti.“ Á það erminnt í bréfi Ástþórs að foret- inn hafi veitt um 30 hershöfðingjum orður. Sameining könnuð Eins og DV greindi frá fyrr í vetur þá fór hreppsnefnd Saurbæjarhrepps fram á viðræður um hugsanlega sameiningu Saurbæjarhrepps, Dalabyggðar og Reyk- hólahrepps en Reykhólahreppur taldi það ekki tímabært. Nú hefúr málið ver- ið tekið upp að nýju og samþykkti Hreppsnefnd Dalabyggðar að fela odd- vita og sveitarstjóra að kanna mögu- leika þess að ganga til sameiningarvið- ræðna við Saurbæjarhrepp. Merkasta flaskan Merkasta viskíflaska sem komið hefur tfl íslands var opnuð á Hótel Holti í gær. Um var að ræða 50 ára gamalt vískí af tegundinni Glenfiddich en ein slik flaska berst til Norðurland- anna á ári hverju. Stöð 2 greindi frá. ísland í tísku Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra íslands í Bandaríkjunum, seg- ir ísland vera í tisku í Bandaríkjunum og að önnur af Norður- < löndunum fái ekki jafh mikla umfjöllun. ísland fái meiri umfjöllun en þau öll til samans. Sjónvarpið greindi frá. Dæmd í sektir Fjögur ungmenni á Akureyri á aldrin- um 20 til 22 ára hafa í Héraðsdómi Norð- urlands eystra verið dæmd til að greiða sektir vegna fikniefnabrota. Einn fjór- menninganna er dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur, einn 40 þúsund og tvö ungmennanna eiga að greiða 31 þúsund krónur hvort. Upptæk eru gerð tæp 16 grömm af hassi og 2,25 grömm af am- fetamíni. Dagur greindi frá. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.