Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Fréttir Piltur ákærður fyrir skyndilega en stórfellda líkamsárás á brú í Mosfellsbæ: Gapandi sár eftir að flösku var barið í höfuð - þolandinn fer fram á rúmlega einnar milljónar króna skaðabætur SúuuMr Ert þú ab leita ab ódýrum, vel búnum og sérlega sparneytnum bíl? Ólafur J. Kolbeins Sölufulltrúi Þú færb þriggja dyra SUZUKI Swift á aáeins 980.000 kr. Swift er fyrir þá sem eru að leita sér að liprum, ódýrum og áreiðanlegum bíl. Hann er með gott innanrými og er vel búinn með vökvastýri, rafmagn í rúðum og speglum, hita í sætum, samlæsingar og margt fleira. Swift er ekki hvað síst þekktur fyrir sparneytni og hagkvæmni í rekstri og kemur jafnan út með eina lægstu bilanatíðni allra bíla í könnunum. Það er því engin furða að hann sé afar góður í endursölu, hann bara einfaldlega endist og endist! $ SUZUKI //■ Swift - Spameytni bíllinn TEGUND: VERÐ: SWIFT GLS 3-d 980.000 KR. SWIFT GLX 5-d 1.020.000 KR. SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. Isafjörður: Bflagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bílakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, slmi 482 37 00. 18 ára piltur úr Mosfellsbæ hef- ur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þar sem fómarlambið krefst rúmlega einnar milljónar króna í skaðabætur. Atburðurinn átti sér stað nálægt göngubrú yfir Vesturlandsveg skammt frá Reykjavegi í Mosfellsbæ. Piltinum er gefið að sök að hafa fyrst slegið þolandann, 16 ára pilt, með krepptum hnefa í höfuðið þannig að hann féll á jörðina. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa stuttu siðar slegið piltinn með tómri bjórflösku í höfuðið sem brotnaði við höggið. Við þetta hlaut yngri pilturinn djúpan skurð sem náði frá kinn fyrir framan annað eyrað og niður fyrir eyra. Þannig gapti sárið mjög og þurfti að sauma það saman í tveimur lög- um. Aðrar afleiðingar þessarar árásar, sem ríkissaksóknari heim- færir til lagaákvæðis sem þýðir stórfellt brot, urðu m.a. blæðing í heilaberki, minnkaður máttur í andlitsvöðvum öðru megin og minnkaður máttur í hægri hand- legg. Sá sem varð fyrir árásinni krefst ekki einungis rúmlega einnar milljónar króna í skaðabætur auk vaxta heldur fer hann einnig fram á 98 þúsund krónur vegna lög- mannsþóknunar í málinu. Málið verður tekið fyrir á næstunni hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Hinn að baki, samkvæmt upplýsingum ákærði í málinu á ekki sakarferil DV. -Ótt Hornfirðingar kaupa fleiri fiskiskip - fjölgað hefur um fjögur ný skip á stuttum tíma Frá slysstaðnum Unga konan hefur nú veriö í öndun- arvét hátt á aöra viku. Enn á gjörgæslu: Líðan konunnar óbreytt Líðan konunnar sem lá við drukknun í Hólmsá þann 16. april er óbreytt. Konan, sem er 24 ára, liggur á gjörgæsludeild og er henni enn haldið sofandi i öndunarvél. Konan var farþegi í bifreið sem lenti á hvolfi úti í Hólmsá við Suð- urlandsveg á sunnudagsmorguninn. Talið er að ökumaðurinn hafi sofn- að. Hann komst út úr bifreiðinni að mestu ómeiddur en stúlkan var fost í bílnum í nærri 25 mínútur. Hún var meðvitundarlaus og nærri drukknuð þegar björgunarmenn náðu henni úr ánni. Mikill ís var í ánni og lá hluti af brúarhandriðinu í gegnum bílinn sem gerði björgunarstarfið erfiðara. -SMK DV, HQFN I HORNAFIRDI: Nýlega voru keypt þrjú fiskiskip til Hornafjarðar. Útgerðarfélagið Stapaklettur keypti Dagfara GK-70, útgerð Eskeyjar keypti Hafóm EA- 955 og útgerð Jóa Bjama hefur, ásamt Esjari Stefánssyni og Reyni Guðbergssyni í Garði, keypt Valdi- mar Sveinsson VE sem hlotið hefur nafnið Beggi í Tóftum. Stutt er síð- an útgerðarfélagið Þingey keypti skoskt veiðiskip sem nú ber nafniö Ásgrímur Halldórsson SF. Nýtt útgerðarfélag á staðnum, Sólhóll ehf., hefur keypt Erling SF af útgerð Eskeyjar ehf. og um næstu mánaðamót fær útgerðin Gústi í Papey 70 tonna fiskibát. Góð atvinna hefur veriö í fisk- vinnsluhúsum á staðnum í vetur þrátt fyrir umhleypingasamt tíðar- far sem oft hefur hamlað veiöum. Ekki er annað að sjá og heyra en homfirskir útgerðarmenn séu fullir bjartsýni. -JI Hrein viðbót við skipaflotann Það vekur óneitanlega gteöi og ánægju bæjarbúa þegar nýtt skip kemur - og enn meiri er ánægjan þegar ekki fara skip af staönum í stað þeirra nýju. Hér er eitt nýju skipanna við bryggju í nýrri heimahöfn. o\U mllli' hirr,jnx Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.