Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 35 Tilvera Sigrún Þorsteinsdóttir hyggur ekki á nýtt forsetaframboð: Ekki skelfilegt að tapa „Það er ekki á döfinni hjá mér að fara aftur í forsetaframboð. Mér finnst hins vegar full þörf á að hrista svolítið upp i embættinu og með nýjum forseta gætum við séð áherslumar og embættið í heild sinni breytast,“ segir Sigrún Þor- steinsdóttir framkvæmdastjóri en hún bauð sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur í forsetakosning- unum árið 1988. Aöspurð um hvemig henni finn- ist Ólafur Ragnar hafa staðið sig í embætti segist Sigrún á þeirri skoðun að hann hafi hvorki staðið sig betur né verr en fyrri forsetar. „Mér finnst hins vanta verulega á að forsetinn standi með þjóðinni í stórum málum. Það virðist oft gleymast að það er þjóðin en ekki alþingi sem velur forsetann hverju sinni. Forseti beitir aldrei neitun- arvaldi sínu þegar skrifa á undir lög en auðvitað getur hann og á að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þegar stór mál eru í húfi, mál sem skipta þjóðina miklu. Hér efna menn einungis til þjóðaratkvæða- greiðslu þegar hundahald eða áfengisútsölur eru til umræðu, segir Sigrún. „Það er alltaf talað um að for- setaembættið eigi að vera samein- ingartákn þjóðarinnar en ég spyr á móti er það tákn um sameigin- lega afstöðu þjóðarinnar að bilið milli fátækra og ríkra skuli sífellt breikka. Forsetinn á að skipta sér af stærri málefnum í stað þess að vera bara handbendi alþingis- manna.“ Á þessari stundu þykja ekki miklar líkur á mótframboði gegn Ólafi og segir Sigrún það nei- kvætt. „Það væri afar ákjósanlegt ef það kæmi fram góður frambjóð- andi gegn Ólafi. Þó ekki væri nema til að fá í gang umræður um ýmis mál. Það er mikið til af hæfi- leikafólki sem ég gæti séð fyrir mér í þessu embætti og fólk á ekki að óttast það að tapa forsetakosn- ingum. Það er ekkert skelfílegt við það,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir. -aþ Ætlar ekki aftur í framboö Sigrún Þorsteinsdóttir segir fulla þörf á að hrista upp í embætti forseta. Útsaumuð guðsmóðir Elsa E. Guðjónsson sýnir nú fimmtán útsaumaðar smámyndir, byggðar á frásögn Biblíunnar um lif Maríu meyjar. Sýning Elsu er í kafíistofu Listasafns Kópavogs, Gerðarsafni, og lýkur henni 21. maí. Elsa var sérfræðingur og síðar deildarstjóri textíl- og búningadeild- ar Þjóðminjasafns íslands í rúm 30 ár þar til hún fór á eftirlaun 1994. oo IflWIlil Fyrirlestur í Gerðubergi kl. 20 Aðgangseyrír kr. 1000 - Dyrnar að undirmeðvltundinni. - Hvemig hugurinn starfar í raun og veru. - Aðferðir til aö auka sköpun og velgengni. Fyrirlesari: Jóhann Ðreiðfjörð - Starfaði sem hönnuður fyrir LEGO f fimm ár. Framboðsmál Guðmundar Rafns í biðstöðu: Heitur fyrir fram- boði til forseta „Ég er heitur fyrir framboði, á því er engin launung. Framboðs- málin eru í biðstöðu og ég hef ekki afskrifað neitt,“ segir Guðmundur Rafn Geirdal sem hyggur jafnvel á framboð til forseta íslands I kom- andi kosningum. Fyrir síðustu forsetakosningar, árið 1996, hætti Guðmund Rafn við framboð þar sem hann var ekki kominn með tilskilinn fjölda með- mælenda. „Það er afar mikilvægt að stuðningurinn sé sjálfsprott- inn úti í samfélaginu og ég fer ekki út i þetta nema ég finni mikinn meðbyr. Margir hafa haft samband við mig og tjáð mér persónulega að þeir vilji sjá mig á forseta- stóli en það er óraunhæft að stíga næsta skref nema undirskriftalistar liggi fyrir. Ég hef tekið þá ákvörðun að vaða ekki sjálfur af stað til að safna nöfnum á lista heldur finnst mér að það verði að koma ut- anfrá,“ segir Guðmundur Rafn. Hann segist ekkert hafa við störf Ólafs Ragnars að athuga og fínnst frammi- staða hans í það heila tekið góð. „Ólafur hefur verið ágætur forseti en ég óttast að þjóðin verði lengi að taka nýju konuna hans í sátt. Það er ekkert vafamál að margir sem kusu Ólaf á sinum tíma gerðu það ekki sist vegna Guðrúnar Katrínar heitinnar sem var mikil sómakona. Ég gæti trúað að það eigi eftir að íþyngja þjóðinni ef for- setaembættið verður ekki lengur íslenskt en forsetinn verður auð- vitað að ráða sínu einkalífi." Mánuður til stefnu Mótframboð við sitjandi forseta er mikil- vægt að mati Guð- mundar Rafns ekki síst vegna þess að þá þarf forsetinn enn frekar að sanna sig. „Jafnvel þótt slíkur frambjóðandi hefði ekki raunhæfa vinningsmöguleika þá held ég kosningabarátta væri til þess fallinn að vekja umræður um málefni sem skipta þjóð- ina máli. Enn sem kom- ið er hefur ekkert framboð komið fram en það er aldrei að vita hvað gerist, það er jú rúmur mánuð- ur þar til framboðs- frestur rennur út. Sjálfur er ég reiðu- búinn að takast á við þetta embætti og ef ég býð mig ekki fram nú er aldrei að vita nema ég helli mér í slaginn árið 2004,“ segir Guð- mundur Rafn Geir- dal. -aþ DV-MYND HARI Utilokar ekkl framboö 2004 Guðmundur Rafn Geirdal greiðir atkvæði í síðustu forsetakosningum. háþrýstidælan - fer betur með bílinn þinn * Hobby compact 500 (þrýstingur 100 bör) 11.888 kr. ► Hobby Dynamic Elite 7650 X-tra (þrýstingur 130bör) Ein með öllu 31.994 kr. Með KEW Hobby færðu hagkvæma lausn á hreingerningar- þörfum þínum. Undirvagnsspúll - Snúningsbursti - Bílasápa - Bílabón o.fl. — f Fyrir sólpallinn, stéttina, grindverkið o.fl. Rekstrarvörur - svo þú getir sinnt þínu Réttarhálsi 2*110 Reykjavík • Stmi 520 6666 • Fax 520 6665 Iðavöllum 3 • 230 Keflavfk • Sími 421 4156 • Fax 421 1059 <^> R V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.