Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 18
18 + 23 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson RHstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Spilað með lífeyri Kominn er tími til, að Alþingi þrengi svigrúm lífeyris- sjóða til að spila með peninga, sem eiga fremur að veita sjóðfélögum áhyggjulaust ævikvöld heldur en að gefa sjóð- stjórum tækifæri til að gera sig breiða í fjármálaheimin- um, því að til þess hafa þeir enga burði. Dæmi sýna, að sjóðstjórar hafa stundum hætt sér út á of hálan ís. Frægast var, þegar stórir lífeyrissjóðir seldu hlutabréf í banka, af því að sjóðstjórnarmaður fékk ekki stjórnarsæti í bankanum. í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í bankanum og sjóðfélagar töpuðu töluverðu fé. Persónulegur metnaður má ekki stjórna fjárfestingum lífeyrissjóða. Stjómarmenn í lífeyrissjóðum verka- og verzlunarfólks eiga ekki að geta notað aðstöðu sína til að kaupa sér stóla til að spila fína menn í stjórnum fyrir- tækja, sem lífeyrissjóðimir eiga hlutabréf í. Alvarlegasta dæmið er aðild sjóðstjóra verzlunarfólks að vonlausu íjármáladæmi undirbúningsfélags álvers á Reyðarfirði. Allir nema sjóðstjórar og nokkrir starfsmenn Landsvirkjunar vissu, að fyrirhugað álver lífeyrissjóða gæti ekki staðið undir sér án niðurgreiddrar orku. Norsk Hydro hafði fyrst og fremst áhuga á álverinu sem milliliður, ætlaði að selja þvi hráefnið og kaupa af því af- urðirnar. Norska fyrirtækið ætlaði að ginna íslenzka líf- eyrissjóði til að bera hitann og þungann af sjálfri áhætt- unni við rekstur fjárhagslega vonlauss álvers. í sjávarplássum landsins þekkjum við dæmi þess, að líf- eyrissjóðir hafa verið misnotaðir til vanhugsaðra tilrauna til að blása lífi í dauðvona fyrirtæki. Það hefur leitt til þess, að fólk, sem missti atvinnuna og tapaði hlutafé, glat- aði líka hluta af uppsöfnuðum rétti til lífeyris. Það er ekki hlutverk lífeyrissjóða að styðja staðbundin fyrirtæki, ekki frekar en það er hlutverk þeirra að fjár- magna íbúðir sjóðfélaga. En sjóðstjórum hefur reynzt erfitt að átta sig á, að áhætta er utan við verksvið sjóða, sem stofnaðir eru til að varðveita lífeyri fólks. Ríkið hefur fyrir hönd ríkissjóðs mikilla hagsmuna að gæta. Ef lífeyrissjóðakerfið gengur ekki upp og siunir líf- eyrissjóðir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar vegna óráðsíu sjóðstjóra, verður ríkisvaldið beitt þrýst- ingi til að hlaupa fjárhagslega undir bagga. Af fenginni reynslu er tímabært, að Alþingi taki tillit til þeirra dæma, sem rakin hafa verið hér að ofan, og setji sjóðstjónun þrengri skorður við spilamennsku með ævi- kvöld sjóðfélaga. Reglurnar þurfa að vera svo traustar, að ríkissjóður þurfi ekki að gyrða upp um sjóðstjóra. Þrengri reglur mega þó ekki draga úr möguleikum líf- eyrissjóða á að dreifa áhættunni með því að festa hluta af peningum sínum í útlöndum. Slík dreifing áhættunnar kemur að gagni, ef verr gengur á íslandi en í öðrum lönd- um, enda reynir þá meira á lífeyrissjóði en ella. Reglur um fjárfestingu lífeyrissjóða erlendis ættu að þjóna sama hlutverki og reglur um fjárfestingu þeirra inn- anlands, takmarka svigrúm sjóðstjóra til að taka óþarflega mikla áhættu og takmarka svigrúm þeirra til að misnota aðstöðuna til að spila fína menn úti í bæ. Ekki má reka lífeyrissjóði með sama hugarfari og aðr- ar fjármálastofnanir. Miða verður við tilgang sjóðanna. Þess vegna verður öryggi að vera í fyrsta, öðru og þriðja sæti. Lífeyrissjóðir mega ekki láta hleypa sér út í kapp- hlaup um sem mesta ávöxtun á sem stytztum tíma. Reynslan sýnir, að sjóðstjómir og sjóðstjórar hafa ekki burði til að taka einir ábyrgð á þessu án aðstoðar laga, sem þrengi svigrúm þeirra til að spila með lífeyri. Jónas Kristjánsson ________________________________________FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000_FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 DV Skoðun Hvert er gildi stjórnarskrárinnar? „Mikilvcegt dæmi er sjálfsagt lénskerfið í Evrópu á mið- öldum, þar sem lénsherrar konungs réðu skógum, ökrum, veiðilendum o.s.frv. Annað dæmi væri ef Norðmenn út- hlutuðu olíulindunum til ákveðinna olíufélaga...“ Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu ætti með réttu að leiða til ítarlegrar umræðu meðal lögfróðra manna um ákvæði stjóm- arskrárinnar. Nokkrir lög- fróðir menn hafa kveðið upp úr um það að Hæsti- réttur eigi í raun ekki að taka á máli sem sé pólitiskt deilumál. Mér skilst að í málflutningi saksóknara hafi mikill þungi verið á þessu atriði, að löggjafinn geti ákveðið kerfi með við- tækum efnahagslegum áhrifum og Hæstiréttur sé ekki vettvangur til að breyta því. Hvar eru atvinnuréttindi fólks í sjávarplássum? í huga leikmanns vakna margar spurningar. ítrekað er efnahagslegt mikilvægi kerfisins. Ég heyrði Markús Möller hagfræðing flytja ágæta ræðu á fundi fyrir nokkru þar sem hann vitnaði í kunna hag- fræðinga, jafnvel nóbelsverðlauna- hafa. Niðurstaða þeirra var sú að þegar um takmörkuð gæði eða verð- mæti væri að ræða, kæmust verð- mætin ekki til þjóðfélags- ins með því að úthluta ákveðnum einstaklingum eða lögaðilum aðgöngumið- um að verðmætunum en útiloka aðra. Eina leiðin til þess að slik verðmæti skil- uðu sér til þjóðfélagsins væri að aðgangur væri heimill öllum, t.d. á mark- aði. Hér er um gríðarlega mikilvægt atriði að ræða. Mikilvægt dæmi er sjálf- sagt lénskerfið i Evrópu á miðöldum, þar sem léns- herrar konungs réðu skógum, ökrum, veiðilendum o.s.frv. Annað dæmi væri ef Norðmenn úthlutuðu olíulindunum til ákveðinna olíufé- laga af því að þau störfuðu í grein- inni á ákveðnum árafjölda. Annað mikilvægt atriði i þessari umræðu er sá greinarmunur sem menn gera á atvinnufrelsi og at- vinnuréttindum. Atvinnuréttindi í sjávarútvegi eru ekki bara réttindi útgerðarmanna. Hvað með sjómenn, fiskvinnslufólk? Hvað með fólkið í sjávarþorpum þar sem allt byggist á fiskveiðum? Eru atvinnuréttindi út- gerðaraðilans svo rík að hann geti selt burt lífsviðurværi allra hinna? Eru atvinnuréttindi þeirra engin? Reglugerð Evrópska Efna- hagssvæðisins. í mínum huga vakna margar spurningar um ákvæði stjórnar- skrárinnar þegar Hæstiréttur telur að það sé í samræmi við hana að út- hluta öllum veiðiréttindum við ís- land til þeirra sem áttu skip á þrem árum á níunda áratugnum. Enn fleiri spurningar vakna ef það er grunnur dómsins að Hæstréttur telji að pólitískur meirihluti á Alþingi geti hagaö málum á þennan hátt þrátt fyrir stjórnarskrá. Nú fyrir stuttu var ákvörðun um- hverfisráðherra um umhverfismat vegna framkvæmda við svínabú talin óréttmæt vegna þess að lög stönguðust á við stjórnarskrá. Fjölmiðlar sögðu okkur jafnframt að allt hefði þetta gengið ef við hefðum verið búin að staðfesta ákveðna reglugerð Evrópu- bandalagsins. Þá hefðu ákvæði stjóm- arskrárinnar ekki gildi lengur, þetta hlýtur að kalla á frekari skýringar. Grundvallarspuming er: Er það i samræmi við ákvæði stjómarskrár- innar að úthluta um aldur og ævi öll- um fiskveiðiréttindum við landið til þeirra sem áttu skip í 3 ár fyrir margt löngu? Eða er það á færi póli- tísks meirihluta að taka ákvæði stjómarskrár úr gildi ef um er að ræða mál með víðtæk efnahagsleg og pólitisk áhrif? Hvar skyldu þá mörk- in liggja? Gilda ákvæði reglugerða EES þó þau stangist á við stjómarskrá, sbr. umhverfísmatið á svínabúinu? Eða skiptir ef til vill ekkert af þessu neinu máli? Guðm. G. Þórarinsson Hversu mikils virði erum við? „Þótt hér sé ekki sama sára fátœktin og sums staðar annars staðar þá er samt ömurlegt að horfa upp á það í þjóðfélagi þar sem er til nóg af öllu handa öllum að sumir fái allt margfalt en aðrir sitji eftir með sárt ennið. “ Stundum gerast hlutir af sjálfu sér, þeir þróast í tímans rás og eng- inn einn stjórnar því né hefur neitt um það aö segja. Skyndilega er síðan staðið frammi fyrir einhverju sem virðist vera einhvers konar náttúru- lögmál þótt það sé alls ekki svo. Áður fyrr ákvarðaðist gæfa manna við fæðingu. Hverjir voru foreldr- arnir og hvað áttu þeir. Ef ekkert stórkostlegt kom til dóu menn við sömu aðstæður og þeir fæddust. Svo kom iðnbylting með daglaunavinnu, vinna manna varð mismikils virði. Og kvenna að sjálfsögðu mest lítils. Lægst launaðir eins og holdsveikir forðum Allt er í lífrnu hverfult og ýmis konar breytingar eiga sér stað sem valda því að kaupið verður að hækka. Þá stendur maður frammi fyrir „náttúrulögmálinu“: Þegar maður er lentur á einhverju þrepi þá er ekki nokkur leið að komast þaðan. Þeir lægst launuðu eru alltaf að reyna að brjótast upp um þrep og stundum er hent í þá örlít- illi hækkun. En að vera lægst launaður jafnast á við að vera holdsveikur á fyrri tíð því allir æsast er þeir nálgast. Það næsta sem ger- ist er að hækkunin gengur upp stigann. Þannig að munurinn á milli þrepanna, sem átti að minnka, eykst stöðugt. Það er aö sjálfsögðu einstakur barnaskapur að halda að allir eigi að vera jafnir. Að heimurinn tilheyri okkur öllum og að allir eigi sama rétt á lífsins gæðum. Sumir eru nægjusamari en aðrir, sumir ekki eins menntaðir, klárir eða útsjónar- samir. Sumir eru einfald- lega ekki eins heppnir. En það er sjálfsagt að verð- launa þá sem vinna meira og/eða bera meiri ábyrgð. En það er erfitt að meta það hverjir skara fram úr. Og yfirleitt eru það ein- hverjir flokksbræður eða einkavinir sem sitja að kjötkötlunum. Strákpjakkar sem stjórna banka fengu 6 milljarða af okkar peningum upp í hendurnar og þeim tókst að búa til 20 milljarða úr þeim. Rosalegt, með snefil af við- skiptamenntun í bullandi góðæri þyrfti fæðingarhálfvita til að klúðra málinu. Nýjasta nýtt er að arðsemistengja Svavarsdóttir bókmenntafræöingur Búa til milljarða úr milljörðum launin. Skelfílega sniðugt ef maður vinnur hjá fjármálafyrirtæki. Hvemig á að arðsemistengja laun starfsfólks menntastofhana og sjúkrahúsa? Er það ekki frumskylda hvers samfélags að mennta þegna sína og hjúkra þeim? Hvemig á að manna einskis metnar stöður? í kosningabaráttunni fyrir ári síðan héldu stjórnarflokkarnir því linnu- laust fram að góðærið væri komið til að vera og engin hættumerki við sjón- deildarhringinn. Staðan var svo góð að þeir fengu veglega launahækkun daginn eftir kosningar. Nokkmm mánuðum seinna þegar samningar vora að losna voru óveðurskýin farin að hrannast upp. Verkalýðshreyfmgin fær það ítrekað í andlitið að það megi ekki ógna stöðugleikanum. Það er sem sagt ekki sama hver er. Það hefur lengi loðað við að mað- urinn sé metinn af vinnu sinni. Eða öllu heldur, kaupi sínu. Því meira sem maðurinn þénar því meira virði er hann. Auðvitað vitum við öll að þetta er kjaftæði en svona er þetta samt og okkur finnst það líka innst inni. Af hverju það er okkur svona mikið kappsmál að eiga meira af dauðum hlutum en náunginn er verkefni fyrir sálfræðinga. Mig grun- ar að við þykjumst betri á einhvem hátt. Auðvitað er tilveran innhalds- laus og aum þegar verðmætamatið er svona. Það breytir því engu að síð- ur ekki að öll höfum við sama rétt til þess að njóta lífsins. Þótt hér sé ekki sama sára fátæktin og sums staðar annars staðar þá er samt ömurlegt að horfa upp á það í þjóöfélagi þar sem er til nóg af öllu handa öllum að sumir fái allt margfalt en aðrir sitji eftir með sárt ennið. Ásta Svavarsdóttir Með og á móti á enda Vaggan er í vesturbænum Lánuðum titilinn í eitt ár j 1 mínum huga er það ekki spuming E að einokun liða af Suöumesjum er nú rofln og ekki þarf að koma á óvart að það var KR sem skaut þessum liðum ref fyrir rass. Vagga körfuboltans er og hefur alltaf verið í vesturbænum, þó svo að hún hafi um tíma fundiö sér næturstað í Reykjanesbæ og Grindavík. Framtíðin er í vesturbænum. Við höfum ötullega að uppbyggingu flokkanna og góð störf fjölmargra manna og kvenna eru ljóslifandi í íslands- meistaratitlinum sem vannst á þriðjudaginn. Við settum traust okkar á unga, uppalda stráka sem stóðust prófið og í mínum huga er ljóst að KR mun ekkert gefa eftir. Þar fyrir utan erum við með flottasta þjálfarann í korfuknattieiksdeiid deildinni svo að framtíðin er — KR-inga og engra annarra. unnið Viö þá sem verða að flytja til yngri Færeyja segi ég: „Góða ferð.“ Ottar Magni Jóhannesson stjórnarmaöur í rSuðurnesjaliðin eru með besta mannskapinn þannig að því fer fjarri að einokunin sé rofm. Það koma ár þar sem lið annars staðar af landinu koma sterk upp og það er gott fyrir körfuboltann að höfuðborgarprinsamir fái titilinn einu sinni á tíu ára fresti. Við tökum bikarinn á næstu ári og geymum hann í önnur tíu ár. Við eram með mesta efniviðinn og hefðin fyrir því að Birgir Már Bragason formaöur körfuknattleiksdeild ar Keflavíkur vinna er gríðarlega sterk. Suðumesin eru mekka körfuboltans á íslandi og þar eru gerðar miklar kröfur um árangur. Við eigum að vera bestir og verðum bestir um ókomna tíð. Það er ekkert lið á íslandi sem getur skákaö liðunum á Suðumesjum þegar til lengri tíma er litið. Ég vil að lokum nota tækifærið og óska KR-ingum til hamingju með íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru með besta liðið að þessu sinni. Islandsmeistaratitill KR í körfuknattleik karla er sá fyrsti sem félag utan Suöurnesja vinnur síöan 1990. Síöan þá hefur Suöurnesjaþrenningin ógurlega, NJarövík, Keflavík og Grindavík, borið æglshjálm yfir önnur llð á íslandi. Nú hafa KR-ingar roflö 10 ára gamla hefö og spurningin er hvort einokun Ummæli Óþolandi óréttlæti „Þannig er tekið dæmi af bamabótum tveggja einstæðra mæðra sem era báðar með þrjú börn á fram- færi og hafa sömu árs- tekjur. Önnur býr í eigin húsnæði og fær vaxtabætur en hin er í leiguhúsnæði og fær húsaleigubætur. Þar sem húsa- leigubætur skerða bamabætur en ekki vaxtabætur er mismunur útborgaðra bamabóta hjá þessum einstæðu mæðr- um sem era með sömu tekjur og sama bamafjölda, 29.040 krónur. Einstæða móðirin sem býr í leiguhúsnæði verð- ur því fyrir skerðingu bamabóta um tæpar 30 þúsund krónur á ári vegna húsaleigubóta fyrra árs, en hin fær enga skerðingu á vaxtabótum. Þetta misræmi er óþolandi og bitnar með fullum þunga á lægst launaða fólkinu sem ekki hefur efni á að koma sér þaki yfir höfuðið." Jóhanna Siguröardóttir, alþingismaöur Samfylkingar, vitnar í skýrslu Ráögjaf- arstofu heimilanna á vefsíöu sinni. Frelsun úr faðmi ættingja „Sú ákvörðun að frelsa Elian úr faðmi ættingjanna var sú eina rétta. Þar með voru hagsmunir Elians loks látnir sitja í fyrir- rúmi en ekki póhtískir hagsmunir kúbverskra útlaga og stjórnmálamanna er vilja gera út á þeirra mið.“ Lokaorö leiöara Morgunblaösins í gær um málefni kúbverska drengsins Elian Gonzales. Gatan meðfram glæpavegi B„Ef dómara Hæsta- réttar greinir svo al- varlega á um sína eig- in dóma hljóta fleiri að efast. En niðurstaða meirihluta Hæstarétt- ar, þ.e. fjögurra af sjö dómuram, varð sú að 7. gr. laganna stæðist ákvæði stjómar- skrárinnar og valdhafarnir hafa því fengið sinn dóm. Aðferðin er lögleg. En hún er siðlaus og óréttlát og í andstöðu við fólkið í landinu. Undirrituðum finnst hending út gömlum húsgangi lýsa best framgangi þess meirihluta á Alþingi sem enn fer sínu fram eftir þessi úrslit: „Ekki gekk hann glæpaveg en götuna meðfram honurn." Mín skoð- un og meirihluta þjóðarinnar breytist ekki við þennan dóm.“ Jóhann Ársælsson, alþingismaöur Samfylkingar og nefndarmaöur f sjáv- arútvegsnefnd Alþingis, f Mbl. í gær FTRRMHkNSTEKCJDR: ÖKKRR ERU 160-000 K<?ÓNUR Ö MðNUQI 06 OKKDR ER 6ERT W 6RFI9R SLÉTrRM \ö'/> SKffTT RF 33EIRRI UPPHÆ9 L LÍPEVRISTEKJUR OKKRR ERU160-000 KRÓNUR ft MftNOPI 0& OKKllR ER SERT R0 6REI0fl NÆR Hö PRÓSENT SKRTt RF BEIRRT UPPHÆD Ar/J/ nc/ M/aJésr- Stes/rjy/gyya : Lýðræði er skrifræði Utanríkisráðherra lagði nýlega fram skýrslu um stöðu íslands í Evrópusam- starfi. Þar er fjallað fyrst og fremst um ástand mála nú og reynslu af verunni í EES. Þótt vikið sé aöeins að helstu breytingum sem yrðu við inngöngu í ESB er það með öllu ófullnægjandi til að geta áttað sig á þvi hvort innganga er æskileg I víðum skilningi. Borið hef- ur á því að þingmenn hafi verið að slá um sig á móti aðild með frumstæðu debet-kreditspjalli um fyrirsjáanlegan kostnað íslands vegna aðildar að frádregnum þeim tekjum sem kæmu á móti frá ESB eft- ir inngöngu. Slík umræða nær vita- skuld ekki nokkurri átt í ljósi þess að málið er geysilega mikilvægt og flók- ið en röng ákvörðun gæti skipt sköp- um fyrir þjóðina í framtíðinni. Allt breytist Ef Noregur gengur í ESB, eins og nú virðist líklegt, er nánast ekkert eftir af EES, þ.e. ísland og dvergríkið Lichtenstein. Ámi Páll Ámason hrl. lýsti þeirri skoðun sinni 11. apríl í út- varpi í þá veru að EES-samningurinn yrði nánast marklítill eftir útgöngu Noregs, m.a. vegna þess að núverandi eftirlitsstofnanir með EES-samningn- um misstu smám saman mátt sinn því ESB hefði mjög lítilla hagsmuna að gæta. Fjórfrelsið svokallaða mun þá væntanlega rýma smám saman til mikils tjóns fyrir Island. Þvi er beinlinis lífsnauðsynlegt að taka ESB-umræðuna á dagskrá undanbragðalaust i öllum flokkum og undirbúa viðræður við ESB og sjá hvert komist verður i sjáv- arútvegsmálum, sem flestir stjórnmálamenn hafa sett fyrir sig. Ef farið verður að taka veiðigjald af allri út- gerð við ísland, er augljóst að lítil tilhliðrun varðandi nokkur ESB-fiskiskip gæti hugsanlega leitt til þess aö ESB aðild yrði talin mjög fysileg eða beinlínis lífsnauðsynleg fyrir mörg ný atvinnu- svið, sérstaklega þegar til lengri tíma er litið. Öfug vistarbönd Það er mjög virðingarvert og ekki síst fréttnæmt að utanríkisráðherra skyldi opna umræðuna með skýrslu sinni, verandi formaður þeirra stjórnmálaafla sem áður voru talin íhaldsöm, þjóðernisleg og fremur einangrunarsinnuð, reyndar sprott- in upp úr gömlum vistarböndum landbúnaðar og forræðishyggju. Til langs tíma hefur t.d. landbúnaðar- ráðuneytið verið nokkurs konar skattheimtustofnun sem hefur í reynd haft skattlagningarvald og hef- ur þannig ráðskast með matseðil al- mennings með gjöldum og innflutn- ingstakmörkunum á samkeppnisaf- uröum íslensks landbúnaðar. Þrátt fyrir EES-aðild hefur innflutningur á jurtaafurðum, grænmeti, ostum og kjöti verið í skötulíki. Þaö er næsta víst að íslenskir neytendur muni njóta góðs af verð- lækkunum á matvælum og öðrum nauðsynjavörum ef til aðildar að ESB kemur. Matvælaverð er hér með því hæsta sem gerist i heimin- um. Önnur fákeppnissvið munu einnig verða að horfast í augu við aukna samkeppni. Góöir hlutir gerast hægt Sumir menn óttast skrifFinnsku og reglugerðafargan. ESB er að þróast og lýðræðislegar ákvarðanir í fjöl- skrúðugmn hópi landa eru allar tímafrekar. Hvaða lýðræðisland hef- ur ekki mikla skriffinnsku? í Banda- ríkjunum er verulegt skrifræði á vegum alríkisstjórnarinnar en ein- stök fylki landsins fara þó með stjóm margra mála. Ekki eru nema rúm hundrað ár síðan borgarastyrj- öld ríkti í landinu. Nú þarf stöðugt eftirlit með framkvæmd laga og sí- fellt er verið að brjóta mannréttinda- lög og ýmis önnur þrátt fyrir skrif- finnskuna sem á að tryggja réttarfar. Ætli að það sé ekki hræðsla ís- lenskra stjórnmála- og embættis- manna gagnvart breytingum og hugs- anlegum valdamissi sem er nú aðal- hindrun fyrir því að málið verði tek- ið upp til alvarlegrar umræðu. Svo eru það líka margir hagsmunahópar sem vilja geta áfram vaðið inn í „sitt ráðuneyti" og fengið sitt reíjalaust. Jónas Bjarnason Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur „Það er nœsta víst að íslenskir neytendur muni njóta góðs af verðlœkkunum á matvœlum og öðrum nauðsynjavörum ef til aðildar að ESB kemur. Matvœlaverð er hér með því hœsta sem gerist í heiminum. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.