Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2000, Blaðsíða 29
33 FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 2000 I>V Tilvera Erin Brockovich í bíó: Sviösljós I Sönn saga k j arnakonu Á morgun verður frum- sýnd myndin Erin Brockovich í Laugarásbíói, Stjörnubiói og Borgar- biói á Akur- eyri. Myndin er byggð á sannri sögu kjarna- kvendisins Erin Brockovich sem af ástríðu og staðfestu barð- ist gegn kerfinu og hafði að lokum sigur. Erin Brockovich er ein- stæð, atvinnulaus móðir sem komin er í klípu. Hún fær vinnu á lög- fræðistofu til að leysa úr fjár- hagskröggum sin- um eftir bílslys. í vinnunni rekst Erin fyrir tilviljun á læknaskýrslur sem geymdar höfðu veriö inni í fasteignaskjöl- um. Þetta vekur forvitni hennar og að lokum fær hún lög- fræðinginn sinn, Ed Masry, til að leyfa sér að rannsaka málið. Upp úr dúrnum kem- ur að reynt hefur verið að hylma yfir mengun f neysluvatns í nálægu byggðarlagi sem hefur valdið hræðileg- um sjúk- dómum á meðal íbúa þess. Með dyggum stuðn- ingi nágranna síns, George, vek- ur Erin athygli íbúanna á ástand- inu og fær þá smám saman í lið með sér. Haíln er fjársöfnun og mál höfðað í kjölfarið gegn mengunar- völdunum sem end- ar með sigri Erin og bæjarbúa. Með því að berjast gegn ofurefli tekst henni að sanna sjálfa sig og hefja nýtt líf. Leikstjóri myndarinnar er Steven Soder- bergh sem hefur einnig leikstýrt myndum á borð við Out of Sight og The Limey. Með hlutverk Erin Brockovich fer leikkon- önnur hlutverk fara meðal annars Albert Finney (The Dresser) sem leikur lögfræð- inginn Ed Masry og Aaron Eckhart (In the Brjóstamikil Brockovich Aö sögn tók heila klukku- stund aö líma upp barm Juliu Roberts fyrir myndina. Lögfræöingurinn og hjálparhellan Aaron Eckhart og Julia Roberts í hlutverkum sínum í myndinni um hörkukvendiö Erin Brockovich. The Limey frumsýnd: Company of Men) sem fer með hlut- verk George, mótorhjóla- töffara og nágranna Erin. Framleið- endur myndar- innár eru Danny DeVito, Stacy Cher og Michael Sham- berg. Hugmynd- in að kvikmynd- kviknaði þegar Carla Santos Sham- berg, kona Michaels, var stödd hjá lækni sínum. Læknir- inn, sem enn- fremur var læknir Erin Brockovich, sagði Sham- berg söguna af baráttu Brockovich fyrir réttlæti og hreifst hún svo af henni að hún nefndi það við eiginmann sinn að hér væri komið efni í kvikmynd. Sú mynd er nú orðin að veruleika. -EÖJ Faðir leitar hefnda lllskeyttur Englendingur Wilson heldur til Los Angeles til aö hefna dóttur sinnar Bíóborgin frumsýnir á morgun mynd- ina The Limey. Myndin fjallar um Wilson, enskan harð- jaxl, sem heldur til Los Angeles til að leita hefnda vegna dauða dóttur sinnar. í leit sinni að vís- bendingum um hvað olli dauða hennar lendir hann í útistöð- um við her ill- skeyttra glæpa- manna sem lúta forystu Terrys nokkurs Val- entine. Eftir að hafa komist í hann krappan, verið næstum barinn til bana, fleygt fram af háhýsi og hund- eltur um fjallvegi, ákveður Englend- ingurinn að snúa vörn í sókn. Áður en ferðin er á enda hefur nærvera Limeys ekki farið fram hjá neinum borgarbúa. Með hlutverk Englendingsins Wilsons fer leikarinn Terence Stamp (The Adventures of Priscilla, Queen of the Desert). Af öðrum stór- leikurum sem koma fram í mynd- inni má nefna Lesley Ann Warren (Victor/Victoria) og Peter Fonda (Easy Rider) sem leikur Valentine. Leikstjóri er Steven Soderbergh, sá hinn sami og leikstýrir myndinni um Erin Brockovich sem fjallað er um hér að ofan. Hann hefur getið sér gott orð í Hollywood á undan- fómum árum og á að baki margar góðar myndir, svo sem Kafka, King of the Hill, The Underneath og síð- ast en ekki síst tímamótamyndina Sex, Lies and Videotape. Fyrir hana hlaut hann gullpálmann í Cannes árið 1989. -EÖJ *!* Llósmvndastola RevKiavíkur Hverfisgötu 105-2. hæð 101 Reykjavík, Sími 562 1166-862 6636 E-mail: arnah.@tv.is Rnnbogi Marinósson Ljósmyndari Meðlimur í Ljósmyndarafélagi íslands Being John Malkovich ★★★★ Þvílík afbragðsskemmtunl Það er auðvelt að láta dæluna ganga meö hátt- stemmdum lýsingarorðum en ég skal reyna að stilla mig. Og þó. í þessari súrrelísku kómedíu um sjálfsmyndar- krísu, refilstígu frægöarinnar og leitina að eilífðinni rekur hver kostulega uppá- koman aðra og eins og góðum myndum sæmir vekur hún miklu fleiri spurning- ar en hún svarar. -HK The Insider ★★★★ The Insider er einhver besta kvik- mynd sem gerð hefur verið um fjölmiðlun og tekst leikstjóranum, Michael Mann (The Last of the Mohicans, Heat), að ná upp góðri spennu i kvikmynd sem hefur sterkan boðskap og mikið raunsæi. The Insider er einnig kvikmynd um fjölmiðlun, baráttu um fréttir og baráttu við eigendur sem hugsa öðruvísi heldur en fréttamenn. Mann fær góða hjálp hjá frábærum leikur- um, Russel Crowe og A1 Pacino. -HK American Beauty ★★★★ Til allrar hamingju fer American Beauty vel með þetta margþvælda efni, gráa fiðringinn, óttann við að eldast og lífsins allsherjar tilgangsleysi. Styrk og hljóölát leikstjóm ásamt einbeittum leik- arahópi lyftir þessari mynd yfir meðal- mennskuna og gerir hana að eftirminni- legu verki. -ÁS Man on the Moon ★★★ Það er kvikmyndinni Man on the Moon til mikils lofs að hún fylgir hinni einstrengingslegu sýn grínistans Andy Kaufmans á tilveruna allt til enda. Jim Carrey sýnir fantagóðan leik í aðalhlut- verkinu. Við gleymum því tiltölulega fljótt að Carrey er ein mesta stjama kvikmynd- anna um þessar mundir og sogumst inn í þennan karakter sem um leið er aldrei ráðinn eða útskýrður með sálfræðilegum vísunum. -ÁS Magnolia ★★★ Hér er áherslan lögð á þau skemmd- arverk sem unnin era í skjóli fjölskyld- unnar, vanrækslu, misnotkun og skeyting- arleysi. Það sem heppnast afar vel er sam- spil þessara þráða sögunnar svo úr verður fallegur samhljómur og hjartnæm lýsing á eðli mannlegra samskipta. Samkenndin með persónunum á rætur sínar í þeirri vitneskju að við erum öll tengd en það sem tengir okkur er sú staðreynd að öll emm við stök. -ÁS Summer of Sam ★★★ Það er mikill kraftur í Summer of Sam og sem fyrr er Spike Lee ekkert að hlífa persónum sínum heldur rifur 1 ær niður jafnóðum og hann er búinn að upp- hefja þær. Þrátt fyrir að sumar hveijar séu ýktar þá era þær trúveröugar, í meira lagi orðljótar og í samræmi við það um- hverfi sem þær alast upp í. Lee byggir mynd sína ekki upp í kringum eina eða tvær sögur heldur keðjuverkandi atburði sem stundum virðast eins og tilviljana- kenndir, en allt stenst þetta nánari skoð- un. -HK Fíaskó ★★★ Aðal Fíaskó er hvemig á galsafullan en um leið vitrænan hátt þijár sögur um ólík viðhorf til lifsins tengjast. Myndin er fyndin og um leið mannleg. I sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd fer Ragnar Braga- son vel af stað. Það er viss ferskleiki í kvikmynd hans og enginn byrjendabragur á leikstjóminni sem er öragg og útsjónar- söm. Honum tekst að láta smáatriðin vera mikilvæg fyrir framvindu sögunnar, þá hefur hann góð tök á leikuram sem upp til hópa era í sinu besta formi. -HK Græna milan ★★★ Vel gerð og spennandi kvikmynd með áhugaverðum söguþræði á mörkum raunsæis og þess sem enginn kann skýr- ingu á. Leikstjórinn, Frank Daramont, sem einnig skrifar handritið, fylgir sögunni vel eftir og er lítið um breytingar hjá honum. Þar af leiðandi er myndin mjög löng, nán- ast engu er sleppt, og hefði aö ósekju mátt stytta hana aðeins. Hún hefði þá sjálfsagt orðið skarpari og með sterkari áherslum á hið góða og illa. -HK The Winslow Boy *★★ Á okkar tilfmningalegu Qöllyndistim- um, þegar lenskan er að spýja öllu úr sálar- kimunni í slúðurblöðum og sjónvarpsþátt- um, þegar þjartans mál sæta stöðugri geng- isfellingu vegna offramboðs, er sérlega Ijúft að fylgjast með frásögn sem skilur gildi þess að tjá sig undir rós. Þegar dulmálið er hnyttið og krefjandi eins og hér verður ráðning þess eins og Ijúfur forleikur. -ÁS The Hurricane ★★★ Hinn margreyndi leikstjóri, Norman Jewison, hefur gert áhrifamikla og góða kvikmynd þar sem réttlæti og óréttlæti er f deiglunni. Myndin er byggð á reynslu hnefaleikakappans Rubins „Hurricane" Carters sem sat átján ár í fangelsi. Leikur Denzels Washingtons í hlutverki Carters er stórbrotinn og vel verðugur tilnefning- arinnar til óskarsverðlauna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.