Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
Fréttir I>V
Stóðhestaeigendur og útlendingar slást um Syðri-Reyki í Biskupstungum:
msím
Bóndinn vill 120 milljónir
- jörðin á stærð við furstadæmið Mónakó, segja sveitungar
„Ég vil fá 120 milljónir fyrir jörð-
ina. Þetta eru 800 hektarar og með
fylgir þriöjungur af öðrum stærsta
hver landsins. Aðeins Deildartungu-
hver er stærri," sagöi Grétar Gríms-
son, bóndi á Syðri-Reykjum í Bisk-
upstungum, sem hyggst bregða búi
og selja jörð sína sem er ein sú
stærsta og best staðsetta í nágrenni
höfuðborgarsvæðisins. I Biskups-
tungum er haft á orði að Syðri-Reyk-
ir séu á stærð við furstadæmið
Mónakó.
Grétar bóndi á Syöri-Reykjum hef-
ur átt við lungnasjúkdóm að stríða
og er það ástæða sölunnar á jörðinni.
Grétar dvelur nú á Vífilsstöðum sér
til lækninga:
„Það eru hestamenn og ferðaþjón-
Bóndinn
Grétar Grímsson vill selja bullandi
hver og mikiö land.
ustufólk sem sýnt hafa jörðinni
áhuga og meðal þeirra eru tveir er-
lendir aðilar. Hvað úr verður er
ómögulegt að segja á þessari stundu.
Eitt er víst að fyrir þetta verð hefur
enginn hefðbundinn búskap á Syðri-
Reykjum þvi allur kvóti er farinn,"
sagði Grétar sem þegar hefur skipu-
lagt sumarhúsabyggð á jörð sinni,
auk þess sem þar hefur verið komið
upp vísi að gróðurhúsahverfi.
Samkvæmt heimildum DV hefur
eigandi eins þekktasta stóðhests
landsins sýnt Syðri-Reykjum áhuga í
félagi við aðra og hyggst koma þar
upp hrossarækt í áður óþekktum
mæli, enda jörðin í aðeins örskots-
fjarlægð frá höfuðborginni. Áhugi út-
lendinga á jörðinni nú nýverið hefur
sett strik í þann reikning og hækkað
verðið verulega því fyrir nokkrum
mánuðum voru Syðri-Reykir falir
fyrir 100 milljónir króna.
-EIR
Össur Skarphéðinsson á stofnfundi Samfylkingar:
Munum berjast með oddi og eggju
- gegn einkavæðingu grunnþátta í skóla-, mennta- og heilbrigðiskerfi
Össur Skarphéðinsson sagðist í
ræðu, þegar kosning hans sem fyrsta
formanns Samfylkingarinnar var ljós,
hvorki spara kraft, tíma, nótt né dag
til að byggja upp flokkinn.
Ekki var annað að heyra á fundin-
um en að sátt væri um niðurstöðu for-
mannskosningarinnar og þökkuðu
frambjóðendur hvor öðrum fyrir heið-
arlega baráttu. Var góður rómur gerð-
ur að orðum Tryggva Haröarsonar við
þetta tækifæri en síðan tók nýkjörinn
formaður til máls.
Hóf á græðginni
össur kom víða við í ræðu sinni og
lýsti því yfir aö kosningastarf hans
vegna næstu kosninga væri hafið.
Hann vék orðum m.a. að nýríkum
fjármálamönnum og sagði að þeir sem
gerðu út á fjármálamarkaði yrðu að
hafa hóf á grægi sinni og starfa innan
ramma samfélagsins sem þá elur.
„Þeir geta ekki leyft sér að skilja sig
úr lögum við venjulega íslendinga."
össur telur nauðsynlegt að verja
Alþingi gegn yfirgangi framkvæmda-
valdsins. Þá þurfi skýrari leikreglur
og lög um staifsemi stjómmálaflokka.
Hann sagði einnig að ríkisvaldið
ætti að taka afstöðu með neytendum í
stað þess að leggja áherslu á einka-
væðingu og verndaraðgerðir sem
leiða til fákeppni og jafnvel nýrrar
einokunar. Hann sagðist þó ekki
hræddur við að samkeppnisvæða
Landsbanka og Búnaðarbanka, en
sagði svo:
„En ég hafna þvi alfarið að einka-
væða grunnþætti í skóla- og mennta-
kerfi eða í heilbrigðiskerfi þjóðarinn-
ar. Á þessum sviðum má fjármagnið
ekki hafa forgang. Þar er okkur að
mæta. Gegn því munum við berjast
með oddi og eggju.“
Össuri var tíðrætt um netvæðingu
þjóðarinnar og vill innleiða beint lýð-
ræði í gegnum Netið til viðbótar hinu
DV-MYNDIR E.ÓL.
Össur Skarphéðinsson
Spara hvorki kraft, tíma, nótt né dag til aö byggja upp flokkinn.
hefðbundna lýðræði. Með aðstoð Nets-
ins verði hægt að taka upp þjóðarat-
kvæðagreiðslu um mikilvæg mál. Öss-
ur sagðist hafa bent á að rökrétt væri
að andvirði af sölu samkeppnishluta
Landssímans yrði nýtt til að koma á
fót upplýsingaskóla. Annaðhvort sem
sjálfstæðri stofnun eða í tengslum við
þær háskólastofnanir sem fyrir eru.
Eítt kjördæmi
„Annaö brýnt verkefni okkar á
næstu árum er að gera landiö að einu
kjördæmi. Núverandi kjördæmaskipt-
ing og atkvæðamisvægi hefur ekki
stuðlað að jafnvægi í byggð landsins."
Á móti gjafakvóta
Um fiskveiðistefnuna sagði Össur
m.a.: „Ég er algjörlega andvígur nú-
verandi gjafakvótakerfi stjómarflokk-
anna. Gjald fyrir nýtingu auðlinda á
Frá stofnfundi Samfylkingarinnar.
Nýi formaðurinn var knúsaöur inni-
lega eftir aö niöurstööur lágu fyrir.
að mínu mati meðal annars að nýta til
þess að lækka tekjuskatt launafólks."
Össur sagði í ræðu sinni að kostir
aðildar að Evrópusambandinu gætu
reynst þyngri en gallarnir. Hann telur
að næsta skref eigi að vera að skil-
greina samningsmarkmið íslendinga í
hugsanlegum aðildarviðræðum.
-HKr.
Össur sigraði örugglega
- hlaut 76 prósent gildra atkvæða
Stofnfundur Samfylkingar hófst í
Borgarleikhúsinu í gærmorgun og var
mikil stemning í húsinu. Hæst bar
kosningu fyrsta formanns hins ný-
stofnaöa flokks, Össurar Skarphéðins-
sonar sem kjörinn var með 76 prósent-
um gildra atkvæða.
Kosningaþátttaka var um 45 pró-
sent í formannskjörinu. Alls voru
10.192 á kjörskrá en af þeim greiddu
4574 atkvæði. Auðir og ógildir seðlar
vom 82, en auk þess voru 175 atkvæða-
seðlar sem bárust ekki samkvæmt
settum leikreglum. Gildir seðlar vom
því 4401 og skiptust þau atkvæði
þannig að Tryggvi Harðarson fékk 956
atkvæöi, eða tæplega 22 prósent, en
Össur Skarphéðinsson hlaut 3363 at-
kvæði, eða rúmlega 76 prósent gildra
atkvæða. Var hann því rétt kjörinn
fyrsti formaður Samfylkingarinnar.
Mikil stemning rikti í þéttskipuð-
um sal Borgarleikhússins. Var klapp-
að mikið og lengi fyrir nýja formann-
inum og keppinaut hans. -HKr.
tafnumtefkir)
Ossur Skarphéðinsson
Fyrsti formaöur Samfylkingarinnar
fagnar sigri í formannskjörinu.
Afmæli Tals:
Sími á túkall
Símafyrirtækiö Tal átti tveggja
ára afmæli í gær og af því tilefni
bauð fyrirtækið nokkra Nokia og
Ericsson GSM-síma á tvær krónur í
verslunum sínum og hjá umboðs-
mönnum um allt land. Þegar versl-
un Tals í Síðumúla var opnuð í
morgun hafði þegar myndast löng
röð af fólki fyrir framan hana sem
gerði sér vonir um að næla í síma á
kostakjörum. Afmælistilboð Tals
fyrir ári fékk svipaðar viðtökur en
þá kostaði síminn ekki nema krónu
og hefur því tvöfaldast í verði á
einu ári. Má fastlega gera ráð fyrir
að fyrirtækið endurtaki leikinn aö
ári og bjóði þá síma á þrjár krónur
eða svo.
Auk þess aö selja ódýra GSM-
síma bauð fyrirtækið viðskiptavin-
um sínum í ókeypis heimsókn í
Bláa lónið og á bíósýningar í Há-
skólabíói í tilefni dagsins. Nægði
mönnum að sýna GSM-síma frá fyr-
irtækinu til að nýta sér þessi boð.
Örtröö innandyra
Eins og búast mátti viö ruku simarnir út á stuttum tíma.
DV-MYNDIR S
Sjálfkjörin
Margrét Fri-
mannsdóttir var
sjáifkjörin varafor-
maður Samfylking-
arinnar í gær og
sömu sögu er að
segja af öðrum
helstu trúnaðar-
stöðum innan
flokksins, nema að kosið verður í
embætti ritara í dag.
Ágúst Einarsson prófessor verður
formaður framkvæmdastjómar og
Eyjólfur Sæmundsson gjaldkeri.
Tvær í framboði
Steinunn V. Óskarsdóttir og
Katrín Júlíusdóttir, varaformaður
ungra jafnaðarmanna, falast báöar
eftir embætti ritara framkvæmda-
stjórnar hinnar nýstofnuðu Sam-
fylkingar.
Byggðastofnun á vefinn
Byggðastofnun hefur að undan-
fömu unnið að þróun vefsíðu fyrir
fiarvinnslu og var hún opnuð form-
lega af iðnaðarráðherra á fimmtu-
dag. Þessi vefsíða er ætluð þeim að-
ilum sem hafa hugsað sér að starfa
við fiarvinnslu og einnig þá sem að
þurfa að láta vinna verkefni fyrir
sig.
Eldur skemmdi bíl
Eldur kviknaði i bíl á Leifsgötunni
skömmu fyrir klukkan 20 í fyrra-
kvöld. Lögreglan í Reykjavík og
slökkviliðið voru kölluð á staðinn.
Greiölega gekk að slökkva eldinn, sem
talinn er hafa kviknað út frá miðstöð
í bifreiðinni.
Billinn var mikið skemmdur og var
fiarlægður með dráttarbíl. Engin slys
urðu á fólki. -SMK
Gengi deCODE hrynur
Gengi hlutabréfa
í deCODE genetics
hefur lækkað mikið
á gráa markaðnum
eftir að tilkynnt var
að hlutabréf félags-
ins yrðu skráð á
genginu 14-18 doll-
arar. Rétt fyrir kl.
16 í gær var síðasta viðskiptagengi
með bréf deCODE um 30, en það er
um 25% lægra gengi en verið hefur
undanfarna daga.
Fjórir teknir fullir
Fjórir ökumenn vora teknir í
Reykjavík granaðir um ölvun á einni
klukkustund í fyrrinótt. Þótt ölvaðir
ökumenn séu ekki sjaldséðir hjá lög-
reglunni, þá era fiórir á einni nóttu í
miðri viku óalgengt, hvað þá þegar all-
ir era teknir á sama klukkutímanum.
Það var á milli 2 og 3 um nóttina sem
lögregluþjónar stöðvuðu ökumennina.
Bílar þeirra vora kyrrsettir en fólkið
tlutt á lögreglustöðina i skýrslutöku og
svo á slysadeild í blóðprufu. Síðan var
þeim fijálst að fara, en bflamir vora
kyrrsettir. -SMK
lan Rush á íslandi
Liverpool-klúbburinn á Islandi hef-
ur komið því í kring í samstarfi við
Þrótt að Ian Rush, fyrrverandi leik-
maður Liverpool og velska landsliðs-
ins, muni heilsa upp á aðdáendur
Liverpool hér á landi á sunnudag. Frá
þessu er greint á vef Liverpool-klúbbs-
ins. Á sunnudag mun hann ávarpa
viðstadda fyrir leik Liverpool og Sout-
hampton í Ölveri sem hefst kl. 15.00.
Miklu flottara
Samningur við
fyrirtækið Öldung
hf. - nýtt fyrirtæki í
eigu Securitas og ís-
lenskra aðalverk-
taka - um að leggja
til og reka hjúkrun-
arheimili fyrir 92
aldraða í Sóltúni í
Reykjavík hefur verið undirritaður af
Geir H. Haarde fiármálaráðherra og
Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðis-
ráðherra.
Á batavegi
Pilturinn sem ekið var yfir á
þriðjudagskvöld eftir páska við Sól-
heima í austurborg Reykjavikur er á
batavegi.