Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 58
66 _____LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Tilvera jov 1 í f Í Ö Skagfirska söngsveitin á vortónleikum Hinir árlegu vortónleikar Skagíirsku söngsveitarinnar i Reykjavík verða haldnir í Lang- holtskirkju kl. 17. Efnisskráin er fjölbreytt en þess má geta að þar verða tvö ný lög eftir kórstjór- ann, Björgvin V. Valdimarsson, frumflutt við texta Bjarna Stef- áns Konráðssonar. Klassík ■ KAMMERKOR KOPAVOGS Kammerkór Kópavogs heldur út- gáfutónleika sem bera yfirskriftina Gömul vísa um vorið. Tónleikarnir hefjast í Selfosskirkju klukkan 16. ■ TRÉSMIÐIR SYNGJA Samkór Trésmlöafélags Reykjavíkur heldur tónlelka í Bústaöakirkju klukkan 17. ■ VORTÓNLEIKAR KARLAKÓRS REYKJAVIKUR Islands lag er yfir- skrift vortónleika Karlakórs Reykja- víkur að þessu sinni. Tónleikarnir eru sex talsins og er það kórnum sérstakt fagnaöarefni að geta nú haldið vortónleika i hinu nýja og glæsilega tónleikahúsi sínu, Ýml, í Skógarhlíö 20. ■ VORTÓNLEIKAR TÓNUSTAR- SKOLA GARÐABÆJAR Vortónleik ar Tónllstarskóla Garöabæjar verða haldnir í sal skólans að Kirkjulundi 11 og hefjast þeir meö tónleikum forskóladeilda kl. 13. Sama dag, kl. 16, mun Margrét Ásgeirsdóttir sópran halda burtfarartónleika sína en Margrét lýkur 8. stigi frá skólan- um nú i vor. ■ ÞRESTIR SYNGJA Karlakórinn Þrestir heldur tónleika ? Glerárkirkju klukkan 17. Stjórnandi Karlakórsins Þrasta er Jón Kristinn Cortez og undirleikari Sigrún Grendal. Einsöng með Þröstum syngur Þorgeir J. Andrésson tenór. ■ STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Stór- sveit Reykjavíkur efnir til stórsveit- arveislu í Ráöhúsinu klukkan 16. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Kabarett ■ FI.ÓAMÁRkÁÍ)UR i MÓSO íbúar í Mosfellsbæ hafa veriö að laga til í geymslunum hjá sér og ætla að selja það sem þar fannst á flóa-, markaöi í risatjaldi fyrir framan Ála- fossföt bezt í dag. Ágóöinn rennur til yngri deildar Aftureldingar í knatt- spyrnu. ■ UPPBOÐ Á ÓSKILAMUNUM Lög reglan heldur uppboö á óskilamun- um aö Eldshöfða 4 kl. 13.30. Þar er hægt aö gera góð kaup, m.a. á reið- hjólum, kerrum og úrum. Fínt að næla sér í reiöhjól fýrir sumarið á góðu veröi. Opnanir ■ BARNAUST Leikskólar Reykja- víkur eru meö opiö hús þar sem listsköpun barna í tengslum við verkefniö 2000 börn í Reykjavík, veröur til sýnis. ■ FÓLK ÚR RUSLIÍ PERLUNNI Keflvíkingurinn Jóhann Maríusson opnar skúlptúrsýningu á 4. hæð Perlunnar í dag. ■ HAFNARBORG Sýning á verkum Elsu Stansfield og Madelon Hooykaas veröur opnuð í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, kl. 16. Sjá ná.iar: Líflö eftir vinnu á Vísi.is I gær voru 8 reikistjörnur í beinni línu sem gerist aöeins á margra þúsunda ára fresti Hugleitt meðan heiðlóan syngur Umhverflð í kringum samkomu- húsið Garðaholt á Álftanesi hefur óneitanlega dulúðugan blæ. Víðáttan er grá, sjórinn úflnn og himinninn þungur; nokkrar rollur eru á beit við sveitabæ skammt frá og handan við þær grillir í álverið i Straumsvík. Á hægri hönd er sveitakirkja en út úr dyrunum á samkomuhúsinu berst sterkur reykelsisilmur og nokkrar konur birtast sem eru þama til að hugleiða vegna stöðu átta reikistjarna sem liggja í beinni línu þennan dag- inn en það gerist aðeins á nokkurra þúsunda ára fresti. Konurnar heOsa glaðlega og skora samstundis á mig að setjast inn í hugleiðslusalinn og upp- lifa andrúmsloftið persónulega. Ég þigg vitanlega boöið enda er okkur ekki fært aö festa sjálfa hugleiðsluna á mynd svo eina ráðið er að lýsa henni í orðum. Gat á tánni Það má ekki fara inn á skónum og mér til mikillar hreOingar er ég í sokkum hvorn af sinni sortinni og auk þess með gat á tánni. Konurnar láta þó eins og ekkert sé og vísa mér til sætis i hugleiðsluherberginu. Þar em margir stólar og fólkið situr dreift með lokuð augu og djúpa tóna í eyrun- um, sem hljóma indverskir. Yst trónir altari með kertum, appelsínugulum rósum í vasa og innrömmuðum mynd- um af andlitum sem virðast indversk. Þetta er óneitanlega frábrugðið um- hverfinu úti og skyndOega heyri ég söng í heiðlóu sem berst inn í gegnum vindinn og bárujárnið. Það er þægi- legt að sitja þarna, tónlistin hljómar róandi, líkaminn slaknar, reykelsis- lyktin er sefjandi og mig langar ósjálfrátt tO að gleyma mér í hug- leiðslu en slík óskhyggja gengur ekki meðan meðvitundin er fóst við ljós- myndarann sem bíður óþolinmóður og sötrar te, svo ekki sé minnst á mismunandi sokka og gatið á tánni. Vakning í andlegum málum Eftir hugleiðsluna koma konumar fjórar með mér inn á klósett i viðtal því hávaði er óæskOegur meðan fólk hugleiöir. Fyrir vikið hvislum við og þær segja mér nöfnin sín: Kristbjörg Kristmundsdóttir, Guðfmna Svavars- dóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og RagnhOdur Gísladóttir. Þær stunda hugleiðslu reglulega og hafa adar fengið leiðsögn hjá Guru Maha Ma- harishi, dr. Paranjothyar, en hann sagði þeim frá sérstöðu dagsins og var hvatamaður hugleiðslusamkomunnar vegna stöðu stjamanna. Stjömumar skipta þó ekki höfuðmáli því aðalat- riðið er að ólíklegasta fóLk komi sam- an tO að hugleiða. Samkvæmt útskýr- ingum kvennanna felst hugleiðsla að miklu leyti í því að yfirvinna órólegar kenndir og hugsanir þar tO maður nær því stigi að „vera bara“ og þá hefst hin raunverulega hugleiðsla. Hún gefur fólki m.a. meiri meðvitund svo að það verður frekar eigin örlaga- valdur en leiksoppur atburða og að- stæðna. Aðspurðar viðurkenna kon- umar að það sé geysOeg vakning í andlegum málum - og álíta að það sé þörf sem knýi fólk áfram í nútíman- um, sem sé fudur af fylgikvidum á borð við stess, aukna glæpi, vímuefni, svo fátt eitt sé upptalið. -AJ Ný sýning opnuð í Þjóðarbókhlöðunni: Klerkar, kaupmenn og karfamið - varpar ljósi á samskipti íslendinga og Brimara í þúsund ár Klerkar - kaupmenn - karfamið: íslandsferðir Brimara í 1000 ár heit- ir sýning sem opnuð var í gær í Þjóðarbókhlöðunni. Sýningin, sem er framlag Brimarborgar til Reykja- víkur menningarborgar árið 2000, skiptist í þrjá hluta og fjadar sá fyrsti um tengsl íslendinga og Brima í kringum árið 1000. Þau tengsl voru einkum trúarleg en fyrsti íslenski biskupinn, ísleifur Gissurarson, var vígður í dóm- kirkju borgarinnar árið 1056. Fyrir- ferðarmesti sýningargripurinn í þeim hluta er einmitt dkan af dóm- kirkjunni eins og hún leit út á tíma ísleifs. Einnig má þar sjá eftirlíking- ar af súluhöfðum sem standa í graf- hvelfingu kirkjunnar og menn telja að tengist eddukvæðunum. Annar hluti sýningarinnar er helgaður verslun Hansaborgara viö íslendinga á 15. og 16. öld en þá voru viðskipti þjóðanna mjög blómleg. Meðal annars getur þar að líta gamla viðskiptabók sem varpar ljósi á hvaða vörur voru fluttar frá Evr- ópu td íslands og ýmsan verslunar- vaming frá tímabilinu, svo sem skó, hnífa og búsáhöld. Þriðji hlutinn tengist síðan flsk- veiðum Brimara við Islandsstrend- ur en þær hófust seint á 19. öld og allar götur síðan hafa Islendingar átt í miklum samskiptum við Brim- ara í tengslum við sjávarútveg. Meðal annars voru margir togarar íslendinga smíðaðir í borginni við Weser-fljót og íslensk fisksölufyrir- tæki hafa bækistöðvar þar. Sýningargripimir koma frá ýms- um söfnum, bæði hér á landi og í Þýskalandi, og er í flestum tdvikum um upprunalega muni að ræða. Um hönnun sýningarinnar sér Peter Gössel en hann þykir i fremstu röð á sinu sviði í Þýskalandi. Sýningin stendur td 28. maí. -EÖJ DVA1YND HILMAR ÞÓR Sýning um tengsl Brimara og íslendinga Uwe Beckmeyer, formaöur þýsk-íslenska félagsins í Bremer- haven/Bremen, er einn af þeim sem stendur aö sýningunni í Þjóöarbók- hlööunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.