Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls flölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjölfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Gr»n númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafrœn útgáfa: Helmasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Nú reynir á Össur Össur Skarphéðinsson alþingismaður var kjörinn for- maður Samfylkingarinnar á stofnfundi hennar í gær. Hann sigraði Tryggva Harðarson, mótframbjóðanda sinn, með yfirburðum. Þrír af hverjum fjórum greiddu Össuri atkvæði sitt. Úrslitin eru góð stuðningsyfirlýsing við hinn nýja formann en koma ekki á óvart. Þótt Tryggvi gerði Samfylkingunni gagn með framboði sínu var hann hann aldrei raunverulegur keppinautur Össurar um for- mennskuna. Eðli máls samkvæmt er þingflokkur stjórnmálaflokks helsta forystuafl hans. Það kom ekki á óvart þegar Össur Skarphéðinsson tilkynnti um framboð sitt til formennsku en hitt var óvæntara að hann fékk ekki mótframboð úr þingflokki Samfylkingarinnar. Það var veikleikamerki í aðdraganda stofnunar hins nýja flokks. Össur er hins veg- ar vel að þessum sigri kominn. Hann er vaskur maður, baráttuglaður og enginn veifiskati. íslensku stjórnmálalífi er því fengur að slíkum manni í forystu og raunar verður ekki séð að nokkur maður innan Samfylkingarinnar hefði skákað Össuri í formannskjöri. í ræðu sinni, eftir að úrslit í formannskosningunni lágu fyrir, sagði Össur að Samfylkingin væri reiðubúin að taka við stjórnartaumunum hvenær sem er, hvort heldur væri á þessu kjörtímabili eða eftir næstu þingkosningar. Hvað sig varðaði hæfist kosningabaráttan strax í dag. Ekki er að efa að festa verður meiri í starfi flokksins eftir að hann er orðinn að formlegu afli með kjörinni forystu. Hitt verð- ur ekki séð að hann taki við á þessu kjörtímabili. Til þess er þingflokkur hans einfaldlega of veikburða. Áður en Samfylkingin getur gert tilkall til meiri valda þarf hún að skerpa á stefnumálum en ekki síður að styrkja liðssveit sína. Kosningaúrslit voru ekki viðunandi miðað við vænt- ingar þeirra sem að sameiningu flokkanna stóðu og úr- ræðaleysi eftir kosningar augljóst. Vandræðræðagangur þingflokksins opinberaðist síðan með eftirminnilegum hætti þegar burðugur mótframbjóðandi gegn Össuri Skarphéðinssyni fannst hreinlega ekki. Nýrrar forystu Samfylkingarinnar bíður mikið starf en hún fær um leið fágætt tækifæri til þess að ná árangri. Skoðanakannanir sýndu að stöðugt dró úr fylgi Samfylk- ingarinnar eftir kosningar þar til í síðustu könnun DV undir lok marsmánaðar. Þá náði fylkingin kjörfylgi sínu á ný enda var umræða þá komin á skrið um væntanlegan stofnfund sem og formannskjörið. Því verður fróðlegt að fylgjast með gengi hins nýstofnaða flokks næstu misserin. Össur Skarphéðinsson hvatti flokkssystkini sín til dáða í ræðu sinni í gær. Þar reifaði hinn nýkjörni formaður helstu baráttumál og dró þá víglínu sem liggur milli flokksins og ríkisstjórnarflokkanna. Sú lína þarf að vera skýr svo kjósendur hafi kosti og viti að hverju þeir ganga. Um leið má vænta meiri festu í stjórnarandstöðuna sem hefur verðið, með fáum undantekningum, bragðdauf lengi. Það kemur í hlut hins nýja formanns Samfylkingarinn- ar að reyna að ná markmiðum flokksins og vinna að því að flokkurinn geti orðið raunverulegt mótvægi við sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins. Það hlutverk er ekki auðvelt. Hins nýja jafnaðarmannaflokks bíður í senn að skapa sér sérstöðu en um leið að róa að hluta á sömu mið og Sjálf- stæðisflokkurinn, ætli hann að ná fjöldafylgi. Slíkur flokkur þarf að þola innri átök og rúma mörg sjónarmið. Þar reynir-á Össur Skarphéðinsson í leiðtogahlutverkinu. Jónas Haraldsson Vladimir Pútín: Pilturinn frá Péturs- borg sem varð leiðtogi Vladimir Pútín, tilvonandi forseti Rússlands, verður settur inn embætti við hátíðlega athöfn sunnudaginn 7. maí. Fram til þessa hefur lítið verið vitað um bakgrunn og einkalíf þessa tilvonandi leiðtoga en nú verður reynt að bæta úr þvi. Forsetafrúin tilvonandi heitir Ljúd- míla. Þau kynntust á svokölluðu blindu stefnumóti í leikhúsi í Péturs- borg árið 1980. Þá var Vladimir njósn- ari fyrir hina illræmdu leyniþjónustu Rússa, KGB en þar starfaði hann um árabil. Ljúdmíla vann sem flugfreyja hjá ríkisflugfélaginu Aeroflot. Það fór strax vel á með Vladimir og Ljúdmílu en hann sagði henni samt ekki sann- leikann um starf sitt fyrr en þremur árurn eftir að þau kynntust. Þau giftust rúmum þremur árum eftir að þau kynntust og eignuðust tvær dætur saman sem nú eru á tán- ingsaldri og stunda skóla eins og hverjir aðrir unglingar. Þær heita Masha og Katya. I Rússlandi er lítið vitað um forsetafrúna og dæturnar en þó er vitað að hún hefur lítið kært sig um sviðsljósið þrátt fyrir framapot Vladimir Pútín Maöurinn sem er leiötogi einnar stærstu þjóöar heims er mörgum ráögáta. Lítið er vitaö um bakgrunn hans og fjölskyldulíf. Vladimir fœddist á friðartím- um og stóð sig vel í skólanum en var samt aldrei yfir meðal- lagi. Hann þótti góður í tungumálum og sýndi þá þeg- ar mikinn áhuga á júdó og fleiri slíkum sjálfsvamar- og bardagaíþróttum. í dag talar Vladimir ensku og þýsku reiprennandi og er með svarta beltið í karate. eiginmannsins. Haft er fyrir satt að hún hafi grátið fógrum tárum þegar hún frétti að Borís Jeltsín, fyrrver- andi forseti, hefði valið Vladimir, eig- inmann hennar, sem eftirmann sinn. Hún vissi að það myndi binda enda á friðhelgi einkalífs hennar. Dæturnar hafa enn ekki sést opinberlega í Rúss- landi og engir vita hverjar þær eru. í byrjun þessa árs kom Ljúdmíla fram ásamt eiginmanni sínum og var það í eitt af fyrstu skiptunum sem hún sást opinberlega eftir að hann tók við leiðtogahlutverkinu. Hún fylgdi þá manni sínum til Tsjetsjeniu þar sem rússneskir hermenn börðust við uppreisnarmenn upp á líf og dauða og forsetinn tilvonandi mætti á staðinn til að stappa stálinu í sina menn. Pútín heitir reyndar fullu nafni Vladimir Vladimirovich Putin og hann fæddist 7. október 1952 í merki vogarinnar sem spekingar segja að séu alveg sérlega friðelskandi og leiti alltaf jafnvægis i öllum hlutum. Hann fæddist í Leníngrad sem nú heitir Pét- ursborg. Vladimir eldri gegndi her- þjónustu um borð í sovéskum kafbát- um í seinni heimsstyrjöldinni þar til hann særðist og hélt heimleiðis til konu sinnar, Maríu, sem hafði þá mátt þola hið iOræmda 900 daga um- sátur herja Þriðja rikisins um borg- ina. Fjölmargir íbúar Pétursborgar létust í þessu umsátri bæði úr kulda, sjúkdómum og hungri. María og Vla- dimir misstu tvo elstu syni sina úr hungri og blóðkreppusótt. Vladimir fæddist á friðartimum og gekk vel í skólanum en var samt aldrei yfir meðaUagi. Hann þótti góð- ur í tungumálum og sýndi þá þegar mikinn áhuga á júdó og fleiri slíkum sjálfsvarnar- og bardagaíþróttum. í dag talar Vladimir ensku og þýsku reiprennandi og er með svarta beltið í karate. Þegar Vladimir var sextán ára ákvað hann að velja sér starfsferU sem njósnari og hélt á fund KGB og sótti um inngöngu. Honum var Ula mm tekið í fyrstu því KGB-menn sögðust ekki taka sjálfboðaliða, hvað þá svo unga og ómenntaða. Vladimir settist því á skólabekk í háskólanum í heimaborg sinni og lauk námi í lög- fræði. Fleiri þjóðarleiðtogar hafa lært lögfræði og nægir að minna á Davíð Oddsson. Á árunum frá 1975 tU 1991 starfaði Pútín sem njósnari fyrir KGB og bjó meðal annars í Austur-Þýskalandi í nokkur ár með fjölskyldu sinni. Hann ferðaðist á vegabréfi sendiráðstarfs- manna um aUa Evrópu og beitti sér einkum að njósnum á sviði tölvu- tækni og gervigreindar en Rússar fylgdust grannt með framförum á því sviði á Vesturlöndum. 1985 var hann Uuttur tU Dresden og þar varð hann vitni að því þegar Berlinarmúrinn féU og ríki sósíalism- ans leið undir lok. Hann sneri aftur heim tU Rússlands eftir faU múrsins og fór að starfa með Anatoli Sobchak, stjómmálamanni í Pétursborg, sem bauð sig fram tU borgarstjóra þar og var kjörinn. Hann vakti athygli fyrir innsýn sína i efnahagsmál og það var Anatolí Chubais, hægri hönd Jeltsíns, sem kvaddi hann til Moskvu árið 1994. Hann vann fljótt traust Jeltsíns sem átti við versnandi heilsufar að stríða þegar þarna var komið sögu og slíkt varð traust hans á pUtinum frá Pétursborg að hann útnefndi hann sem eftirmann sinn á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.