Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Helgarblað Leitaði morðingja dóttur sinnar í sex ár: Lést eftir að hafa fundið morðingjann Karkutfjölskyldan 1 Gel- senkirchen í Ruhrhéraði í Þýska- landi var samheldin og hamingju- söm fjölskylda. Þegar fjölskyldu- faðirinn Franz og Edith kona hans áttu silfurbrúðkaupsafmæli létu þau taka margar myndir af sér ásamt dætrunum Claudiu og Sil- viu í tilefni dagsins. Þá grunaði ekkert þeirra að þetta yrðu sið- ustu myndirnir sem teknar yrðu af allri fjölskyldunni. Nú eru Claudia og faðir hennar látin. Claudia var myrt á grimmi- legan hátt en faðir hennar veslað- ist upp af sorg og lést að iokum af völdum heilaæxlis. Áður hafði Franz Karkut varið sex árum i leit að morðingja dótt- ur sinnar. Hann ók frá einum bænum til annars með mynd af dótturinni og stöðvaði fólk á götu úti. Hann reyndi að afla sér upp- lýsinga á kaffihúsum og veitinga- húsum og spurði ails staðar hvort einhver vissi eitthvað um dauða Claudiu og hver morðingi hennar gæti verið. í mörg ár fékk hann engin svör við spumingum sínum. Þegar hann gat að lokum farið á fund lögreglunnar með kæru var hann svo langt leiddur af sjúkdómi sín- um að hann lést stuttu síðar. Ljósiö logaði stööugt Claudia Karkut hafði lært blómaskreytingar og var flutt í eigin íbúð í aðeins nokkurra kiló- metra fjarlægð frá bústað foreldra sinna. Hún átti kærasta, Gúnter, og var hann oft með Claudiu og vinkonum hennar. Ciaudia var einnig í stöðugu sambandi við for- eldra sína. Hún heimsótti þá að minnsta kosti annan hvern dag í ibúð þeirra í Fritz Reuterstrasse. Moröinginn Udo Bausch, til hægri, gekk laus í sex ár. Moröstaöurinn Claudia var myrt í íbúö sinni i þessu húsi. Föstudaginn þann 30. júní 1989 var Claudia í heimsókn hjá for- eldrunum sínum. Allt var eins og það var vant að vera. En eftir þessa síðustu heimsókn heyrðist ekkert frá Claudiu í þrjá daga og það var mjög óvenjulegt. Edith og Franz höfðu samband við Silviu, dóttur sína. Hún lofaði að koma við hjá systur sinni. Sil- via tók strax eftir því að það log- aði ljós í íbúðinni og skipti þá ekki máli á hvaða tíma hún ók framhjá. Nú voru þau öll orðin óróleg og á miðvikudagskvöldið um 20 leyt- ið fóru þau öll til íbúðarinnar. Franz hafði tekið verkfæri með sér svo að hann gæti brotið upp dymar ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Enginn kom til dyra þegar þau börðu að dyrum eða hringdu dyrabjöllunni. Franz braut upp lásinn og gekk inn í íbúðina. Stífnaöi af geöshræringu Enginn svaraði kalli hans. Hann gekk í gegnum anddyrið, inn í stofuna og stífnaði af geðs- hræringu. Claudia lá látin á gólf- inu. Hún lá á bakinu, hún var nakin og með brostin augu. Franz Karkut féll næstum því 1 yfirlið. Hann brast í grát og varð að styðja sig við dyrakarminn. Edith og Silvia urðu að hringja í lög- reglu og á sjúkrabíl. Þegar sjúkraiiðsflutningamenn- irnir komu staðfestu þeir lát Claudiu og lögreglan hóf þegar morðrannsókn. Krufning leiddi í ljós að Claudia hafði verið bundin i svefnherberginu. Henni hafði jafnframt verið misþyrmt og nauðgað. Því næst var hún dregin inn í stofuna þar sem hún hafði verið kyrkt. A banabeöinum Franz Karkut var lagöur inn á sjúkrahús skömmu eftir aö hann fann moröingja dóttur sinnar. Augasteinn fööur síns Franz Karkut varö veikur af sorg yfir grimmilegum dauödaga dóttur sinnar. Kaffibollar í stofunni Lögreglan gerði ráð fyrir því að Claudia hefði þekkt morðingjann. Þau höfðu augsýnilega drukkið kaffi saman. í stofunni voru tveir kaffibollar og hálffull kaffikanna. „Morðingjarnir hljóta þá að hafa verið tveir,“ sagði Franz Karkut. „Claudia drakk aldrei kaffi, bara te.“ Lögreglan yfirheyrði alla sem þekktu Claudiu. En allir höfðu „Franz haföi tekið verkfæri með sér svo hann gæti brotið upp dyrnar ef ekki yrði opnað fyrir þeim. Eng- inn kom tii dyra þegar þau börðu að dyrum eða hringdu dyrabjöll- unni.“ pottþétta fjarvistarsönnun. Og það fundust engin fingraför í íbúðinni. Það var greinilegt að morðinginn eða morðingjarnir höfðu fjarlægt þau. Grimmilegur dauðdagi Claudiu var áfall fyrir alla í fjölskyldunni, ekki síst fyrir föður hennar. „Sorgin vegna örlaga Claudiu og vanmáttug reiði vegna voða- verksins gekk nærri Franz,“ segir eiginkona hans nú. Hann missti matarlystina og svaf illa. Hann hugsaði dag og nótt um þennan óskiljanlega og óupplýsta glæp. Lögreglan gafst að lokum upp á rannsókn málsins. En það sætti Franz Karkut sig ekki við. Hann hélt áfram sinni eigin rannsókn og notaði til þess allan frítíma sinn. Hann gekk um alla ná- grannabæi með mynd af Claudiu í þeirri von að hann fyndi morð- ingjann. Dag nokkurn, sex árum eftir morðið, kom hann á kaffistofu þar sem menn gátu tippað. í einu horni kaffistofunnar sat Emil Hohlmeister, 44 ára, sem Franz þekkti lítils háttar til. „Þú þekktir líka hana Claudiu okkar og þú kemur oft í bæinn. Veist þú ef til vill eitthvað um það hver myrti dóttur okkar?“ spurði hann. Flóttalegt augnaráö Augnaráð Emils Hohlmeisters varð flóttalegt en svo sagði hann: „Ég er með verulega slæma samvisku og verð að játa svolítið fyrir þér. Já, ég veit hver myrti Claudiu. Það gerði Udo Bausch, slátrarinn, þú veist. Ég reyndi að halda aftur af honum en hann var of sterkur." Franz Karkut flýtti sér til lög- reglunnar sem samstundis hand- tók Udo Bausch. Hann bjó reynd- ar rétt hjá ibúð Karkut-fjölskyld- unnar. Udo Bausch var ákærður fyrir morðið á Claudiu. Sæðisleifar tengdu hann við glæpinn og hann var dæmdur i lífstíðarfangelsi. Óþreytandi leit Franz leiddi til þess að morðinginn fannst og var dæmdur. En langur og kvalafullur biðtími hafði gengið nærri hon- um. „Ég er sannfærð um að örlög Claudiu brutu niður líkamlegt og andlegt mótstöðuafl Franz og leiddu til veikinda hans,“ segir Edith Karkut. Heilsu hans hrakaði eftir því sem árin liðu og loks greindist hann með heilaæxli. Það leiddi til dauða hans, stuttu eftir handtöku Udos Bauschs. „Syrgið mig ekki,“ sagði Franz við eiginkonu sína og dóttur á banabeðinum. „Gleðjist í staðinn yfir því að morðingi Claudiu skuli vera fundinn. Nú get ég dáið í friði.“ Óp að næturlagi Systurnar þögðu í tuttugu ár yfir hræðilegum glæp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.