Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 I Leiddir inn í réttarsalinn Foad og félagar hans rifu í sundur pappír sem þeir kveiktu í viö stóiinn. Kveikti í stól og drap 63 á balli Hinn 19 ára gamli Foad kveikti í samkomuhúsinu í Gautaborg, þar sem 63 ungmenni létu lífið í elds- voða, vegna þess að honum fannst vera komið illa fram við sig á dans- leiknum. „Þetta snýst ekki um pen- inga heldur hvemig var komið fram við drenginn," sagði lögfræðingur Foads. „Hugmyndin var að kveikja í stól og valda með því tjóni,“ sagði lögræðingurinn enn fremur. Þetta ásamt fleiru kom fram á öðrum degi réttarhalda í dómsmáli gegn fjórum ungmennum sem sökuð eru um að hafa kveikt i umræddu samkomu- húsi með fyrrgreindum afleiðing- um. Varð eitur Napóle- oni að aldurtila? Franskur meinafræðingur, sem þykir fremstur á sinu sviði, setti fram tilgátu að hugsanlegum dauð- daga Napóleons á fimmtudaginn. Var Napóleoni byrlað eitur eða át hann skelfisk skömmu áður en hann lést? Um þetta snýst kenning- in um hugsanlegan dauða Napóle- ons sem byggð er á því að á sínum tíma fannst arseník í hársverði hans. Þessi umræða komst í hámæli eftir að það sannaðist á dögunum að sonur Loðvíks XVI hefði látið lífið í fangelsi en ekki verið sleppt úr haldi eins og margir höfðu haldið fram. Vilja Frakkar nú einnig kom- ast að hinu rétta í máli Napóleons. Kenning vísindamannsins mun að mestu leyti vera byggð á hársýni sem tekið var eftir dauða hans og er nú í vörslu FBI. Jiang Zemin Hefur veriö viö völd síöan 1992. Umskipti innan kínverska komm- únistaflokksins South China Moming Post greindi frá því að Jiang Zemin, for- seti Kína, myndi segja af sér frá og með 2002 þegar kjörtímabili hans lýkur. Zemin, sem er 73 ára gamall, hefur þegar tilnefnt eftirmann sinn, hinn 57 ára gamla Hu Jintao sem gegnir embætti varaforseta lands- ins. Hefur Zemin auk þess lagt til að fjórir af sjö meðlimum Politbureau, valdamesta kjama Kommúnista- flokksins, segi af sér og fari á eftir- laun. Ekki hefur verið greint frá hverjir muni koma í þeirra stað. Landamæraátök ísraela og Líbana halda áfram: EK' Arabaráðið boðar neyðarfund í Kaíró Átök milli ísraela og Líbana hafa haldið áfram nær linnulaust síðan ísraelar svöruðu árás skæruliða- samtaka Hizbollah í fyrradag þegar um 40 Katyusha-flaugum var skotið á hernumin svæði ísraela í Suður- Líbanon. fsraelar, sem hafa hafst við á landsvæðinu síðastliðin 22 ár, höfðu áður en til átakanna kom íhugað alvarlega að yfirgefa svæðið en aðeins klukkustund eftir að gagnárás ísraela hófst var von á sérlegum sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna til að miðla málum i deil- um ríkjanna. Hizbollah segir í fréttatilkynn- ingu að þeir séu „ákveðnir í að verja fólkið sitt, land og innri bygg- ingu þess“. „Við vömm óvini okkar við að nauðga landinu okkar því við mun- um mæta þeim og svara fyrir okk- ur,“ sagði talsmaður skæruliðasam- takanna. Sams konar viðbrögð hafa komið frá ísraelsmönnum og sagði Eyöileggingarmáttur stríösins ísraelskir lögreglumenn róta í braki íbúöarhúss sem Líbanar skutu á. ísraelsforseti, Ezer Weizman, í gær að ísraelsþjóð myndi færa myrkur yfir Hizbollah fyrir eldflaugaárásir þeirra á ísrael. Frönsk og bandarísk yfirvöld hafa hvatt báða aðila til að hætta átökum og Arabaráðið hefur boðað neyðarfund í Kaíró í dag til að ræða ástandið. Palestínumenn hvöttu ísraela á óformlegum fundi sem þjóðimar áttu í gær til að láta hernumdu landsvæðin af hendi svo að unnt yrði að komast að raun- verulegu samkomulagi þjóðanna. Fleiri fundir milli ísraela og Palest- ínumanna eru ráðgerðir í vikunni en einn ráðamaður úr röðum Palestínumanna komst svo að orði að útgöngupunktur viðráeðnanna yrði að vera sá að ísraelar væru til- búnir að færa landamæri sín til baka þangað sem þau voru árið 1967. Á sama tíma og landamæra- átökin eiga sér stað minnka vin- sældir Ehud Baraks heima fyrir. Dansaö í New Orleans Nú stendur yfir árlegjasshátíö í New Orleans í Bandaríkjunum. Þessi hátíö, sem nú er haldin í 31. sinn, laöar aö sér fjölmenni ár hvert en hún mun standa út helgina. Á myndinni sést hvar gestir skemmta sér i hópdansi. Hvetur Mugabe til að miðla málum I deilunni Thabo Mbeki, forseti Suður Afr- íku, hitti Robert Mugabe, forseta Simbabve, í gær, en Mbeki hefur kosið að standa gegn alþjóðlegum þrýstingi um að fordæma fram- göngu stjómvalda í málum svokall- aöra landtökumanna gegn hvítum bændum þar í landi. Fleiri býli hvítra voru tekin eignamámi í gær og að sögn er andrúmsloftið þrúgað og hlaðið spennu. Bónda og konu hans var haldið í gíslingu af land- tökumönnum í stuttan tíma í gær en síðan sleppt að loknum samn- ingaviðræðum. Á fundi Afríkuleið- toganna tveggja hvatti Mbeki Mugabe til að miðla málum milli hvítra og svarta í deilunni. í ræðu sem Mbeki flutti af þessu tilefni gerði hann að umtalsefni Mugabe og Mbeki Mbeki ráölagöi forsetanum að miöla málum í deilum hvítra og svartra. mikilvægi friðar, stöðugleika, lýð- ræðis og félagslegrar þróunar í samfélagi þjóðanna. „Sem mann- eskjur hljótum við að vera sann- færð um að það sé fyrir bestu að þetta mikilvæga mál sé leyst á sam- eiginlegan og átakalausan hátt af öllum þegnum þessa þjóðfélags, bæði svartra og hvítra, og sýna þar með fram á árangur samtakamáttar þjóðarinnar," sagði Mbeki meðal annars. Á síðastliðnum vikum og mánuð- um hafa landtökumenn lagt hald á um 700 býli hvítra en þar fer fremstur i flokki leiðtogi uppgjafa- hermanna, Chenjerai Hunzvi. Mugabe hefur haldið hlífiskildi yflr Hunzvi og sagt opinberlega að hann muni ekki krefja skæruliða um að skila jörðum hvítra. Á sama tíma hefur efnahagur landsins hrið- versnað. Vilja stýra Tsjetsjeníu Dómsmálaráðu- neyti Rússlands undirbýr nú laga- frumvarp sem myndi gera Vladmiír Pútín, for- seta landsins, kleift að stjóma Tsje- tsjeníu beint frá Moskvu. Tsjetsjenía er sem kunnugt er ekki sjálfstæð þjóð heldur lýð- veldi innan sambandslýðveldisins Rússlands. Eiga Rússar mikilla hagsmuna að gæta í Tsjetsjeníu sem státar m.a. af auðugum olíuauðlind- Sprenging í Karachi Einn lét lífið og flmm særðust þegar sprengja sprakk í námunda við lögreglustöð i borginni Karachi. Árásin kemur í kjölfar fjölmargra árása á lögreglusveitir þar í borg. íhaldsmenn tapa fylgi Verkamannaflokkurinn tapaði um 600 fulltrúum á landsvísu í sveita- og borgarstjórnarkosningum á Bretlandi í gær. Hefur Verka- mannaflokkurinn ekki mælst með svo lítið fylgi eftir að Blaire komst til valda árið 1997. Er sigur Kens Livingstones í borgarstjómarkosn- ingum í London túlkaður sem ósig- ur fyrir Blair. Nýr forseti í Tyrklandi Ahmet Necdet Sezer var i gær kos- inn forseti Tyrk- lands en hann var tilnefndur af for- sætisráðherra landsins, Bulent Ecevit. Er hann 10. forseti landsins. Með Brittney í fríið í niðurstöðu könnunar sem Walt Disney lét gera meðal barna og ung- linga í Bretlandi og birtar voru í gær kemur fram að um þriðjungur aðspurðra myndi taka söngkonuna Brittney Spears með sér í sumarfrí. Þingkosningar í íran EÖnnur umferð þingkosninganna í íran hófst í gær en stuðningsmenn for- seta landsins, Mo- hammad Khatamis, gera sé vonir um að fylgi hans mælist jafn sterkt og í fyrri umferð kosninganna. Beitti hæfilegu ofbeldi Miklar umræður hafa farið af stað að nýju í Bretlandi eftir að dómari þar í landi ályktaði nýverið í dómsúrskurði að í lagi væri að lú- berja innbrotsþjóf með hafnabolta- kylfu. „Ég hef enga samúð með þeim sem þjást fyrir aö fremja af- brot,“ sagði dómarinn. Atkvæöagreiðsla Stjórnvöld í Austurríki segjast reiðubúin til að leggja pólitískar þvinganir gegn Austurríki fyrir at- kvæðagreiðslu til að kanna afstöðu þjóðarinnar til málsins. Hafa stjórn- völd í hyggju að atkvæðagreiðslan fari fram næstkomandi haust en 14 þjóðir Evrópubandalagsins hafa slit- ið stjómmálatengslum við Austur- ríki eftir að Jörg Haider komst í kanslarastólinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.