Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 22
a gTTOAfTtfAOTTA T nno<? 1A Tv/ 22 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Helgarblað________________________________________________py Lesblindir fá sjónina - með aðstoð Gyðu Stefánsdóttur, sérkennara við Iðnskólann OV-MYNO ÞOK Arnfinnur Þór Jónsson og Arnar Richardsson „ÞaO er óvíst aö viö heföum kláraö heföum viö ekki veriö greindir lesblindir - a.m.k. heföi þaö oröiö mjög erfitt." Lesblinda, eða dyslexía, háir mörg- um úti í samfélaginu án þess að þeir geri sér nokkra grein fyrir því. Blind- an getur verið á afskaplega misjöfnu stigi en oft vefjast stafirnir svo fyrir lesandanum að hann les þá vitlaust og þreytist fljótt við lestur. Það segir sig sjálft að þetta háir lesblindum mjög og sérstaklega við ástundun náms. En það eru til leiðir til að sigrast á vand- anum og margir hafa tekið stórstígum framfórum í námi eftir að hafa verið greindir lesblindir. Þeirra á meðal eru Arnfinnur Þór Jónsson og Arnar Ric- hardsson sem útskrifast sem prentar- ar frá Iðnskólanum 19. maí næstkom- andi. Sest aftur á skólabekk Þeir félagar flosnuðu báðir upp frá námi á sínum yngri árum en settust aftur á skólabekk um þrítugt. Arnar byrjaði reyndar einnig í prentun á sínum tíma: „Ég sá alltaf eftir því að hafa hætt og var búinn að vera með í maganum yfir því nokkuð lengi þegar ég dreif mig loksins aftur. Minn gamli meistari, Kjartan Kjartansson, prent- smiðjustjóri ísafoldarprentsmiðju, vildi endilega taka við mér aftur sem var ánægjulegt." Amfinnur hafði ver- ið í kvöldskóla í Fjölbraut í Breiðholti en gekk illa: „Ég hætti eftir eina önn. Ég fór að vinna við prentun 1993 og komst svo á samning í ísafoldarprent- smiðju. Þegar við byrjuðum í náminu þekktumst við Amar ekki neitt en ákváðum strax að hjálpast að og bakka hvor annan upp.“ Arnar bætir við að þeir hafi verið taugastrekktir innan um unga fólkið og hræddir við að standa sig ekki. Þær áhyggjur reyndust óþarfar því Gyða Stefánsdóttir, sérkennari við skólann, greindi þá strax með les- blindu. Þeim þykir mikið til framlags hennar koma: „Hún er sú eina sem greinir lesblinda og hjálpar þeim að læra. Það var Ingvar Ásmundsson, fyrrverandi skólastjóri, sem áttaði sig á vanda lesblindra og réð hana. Hann á því mikinn heiður af þessu starfi, en í því kennir Gyða manni að læra upp á nýtt. Stuðst er við hjálpartæki eins og litafólíur sem lagðar eru yfir síður og námsefnið er spilað af spólum, fengnum frá Blindrabókasafninu, samfara lestri. Þá er makanum einnig úthlutað aðstoöarhlutverki." Þeir segja þessa aðstoð hafa verið afskap- lega mikilvæga og með henni hafi námsgeta þeirra tekið stakkaskiptum: „Sjálfstraustið var ekki mikið fyrir og maður taldi sig jafnvel hálfgerðan vit- leysing. Nú aftur á móti var maður uppfullur sjálfstrausts og lagði sig all- an fram. Þegar maður hefur fengið hjálp sem þessa sættir maður sig ekki við minni árangur," segir Amflnnur og kinkar Arnar kollinum til stuðn- ings. Hann bætir síðan við: „Það er óvíst að við hefðum klárað hefðum við ekki verið greindir lesblindir - a.m.k. hefði það orðið afskaplega erfitt. Áður hefði ég rétt eins getað verið að lesa kínversku eins og ís- lensku. Guðni Kolbeinsson, fyrrver- andi íslenskukennari við skólann, var einnig afskaplega hjálpsamur. Hann er algjör perla.“ Hjálpin þyrfti að koma fyrr Námsárangur þeirra hefur batn- að til mikilla muna. Þeir keppa nú sin á milli um að dúxa í prentun- inni. Gyða kallar þá orðið tíkallana með vísan til námsárangurs þeirra. Þeir leggja áherslu á að þeir séu ekkert einsdæmi og nær allir þeir sem Gyða hafi rétt hjálparhönd hafl bætti námsárangur sinn mjög. Þeir segja hana sinna starfi sínu af ein- stakri alúð: „Hún er alltaf tilbúin að hjálpa og hægt er að hringja í hana hvenær sem er. Hún býður manni jafnvel heim til sín. Hún er orðin 68 ára en óskandi væri ef hún gæti starfað áfram að þessu eftir að hún fer á ellilífeyri. Þetta starf verður að halda áfram með einhverjum hætti.“ Þeir furða sig á þvi að ekki skuli tekið á vandamálum les- blindra strax í grunnskóla og Arn- finnur er sannfærður um að það myndi minnka vandamál margra unglinga: „Krakkar sem eiga erfitt með nám gefa sig oft út fyrir að vera hörkutól og leiðast jafnvel út í vit- leysu. Lesblindir halda oft að þeir séu treggáfaðir en staðreyndin er jafnan þveröfug. Ef hægt væri að hjálpa þessum krökkum strax skipti það miklu.“ Þeir ráðleggja því öll- um sem telja sig kunna að vera les- blinda að leita til Gyðu og athuga hvort hún geti ekki aðstoðað þá. Sjálfir segja þeir hjálp hennar hafa létt þeim lífið og hvað framtíðina varðar er aldrei að vita nema þeir skelli sér í frekara nám. -BÆN Reykjavík, ó Reykja- vík, þú yndislega borg 88% landsmanna flnnst Reykja- vík vera falleg borg. 96% íbúanna flnnst gott að búa þar og meirihluti aðspurðra á landsbyggðinni, 51%, gæti hugsað sér að búa þar. Þetta kemur fram í könnun sem er í þann veginn að birtast í tímarit- inu Skýjum sem er haft farþegum í innanlandsflugi til afþreyingar. Það var markaðsdeild Vöku-Helgafefls sem gerði könnunina sem náði til 600 manna bæði innan Reykjavíkur og utan. Umræðan um byggðamál hverfist oft um Reykjavík og hvort gott sé að búa þar, hvort þar sé fallegt og þar fram eftir götunum. Borgin stækkar hratt eins og hún hefur reyndar gert síðustu 120 árin og virðist ekkert lát vera þar á. Þótt flest höfuðskáld þjóðarinnar fram til loka aldarinnar hafl ort um Dettifoss hafa fá skáld mært Reykja- vík i ljóðum nema auðvitað Tómas Guðmundsson sem orti um fátt ann- að. Það var pönkhljómsveitin Von- brigði sem gerði ljóðlínurnar i fyrir- sögninni ódauðlegar í kvikmynd- inni Rokk í Reykjavík þegar þeir sungu um hina yndislegu borg. Spurt hvaða hús sé helsta kenni- leiti Reykjavíkur og gefinn kostur á að velja fimm frægar byggingar. Hallgrímur burstar þar aðra þátt- takendur en 58% fannst það merkasta kennileitið. Perlan, sem er hluti af sjóndeildarhring Reykja- víkur, fékk aðeins 19%, Alþingis- húsið 14%, Höfði 5% og Ráðhúsið 4%. Af þessu má ráða að aldur húsa skiptir ekki máli þegar staða þeirra er annars vegar í hugum þjóðarinn- ar. Hallgrímskirkja er óumdeilan- - hvað finnst okkur um höfuðborgina? lega Eiffeltum Reykjavíkur. Vonda og góða Reykjavík Engin rós er án þyma og það var spurt um galla Reykjavíkur. Þar var umferðin efst á blaði en 65% töldu það vera hinn stærsta galla okkar góðu borgar. 18% nefndu slæmar al- menningssamgöngur sem höfuðgall- ann en 7% minntust á skort á græn- um svæðum í borginni. 5% fannst borgin of lítil og 5% fannst hún of stór. Einnig var spurt um kostina og þar skoruðu fjölbreytt verslun og þjónusta hæst með 31% en gott framboð af söfnum, leikhúsum og tónleikum fékk 24% og fjölbreytt at- vinnutækifæri fengu líka 24%. Af þessu má ráða að svarendur séu heldur meiri neyslugarpar en menningarvitar og duglegir að vinna. 13% töldu nálægð við náttúr- una til kosta og 8% nefndu næturlíf- ið. Af þessu má enn fremur ráða að bæði útilífsfíkn og skemmtanagleði íslendinga sé ef til vill eitthvað orð- um aukin. Hallgrímskirkja Þetta er skv. skoöanakönnun helsta kennileiti Reykjavíkur, bæði að mati tandsbyggöarmanna og borgarbúa. Sam- kvæmt sömu könnun er miöbær Reykjavíkur hættuiegur staöur og aö mati 5% þátttakenda er borgin ofstór. Fallega Reykjavík Það var samdóma álit allra þátt- takenda að Reykjavík væri falleg borg. Það fannst 88% íbúanna og 86% landsbyggðarbúa. Hvað þetta segir um fegurðarsmekk landans eða vit á byggingarlist og skipulagi er erfitt að segja. Bæði íbúar og landsbyggðarbúar voru sammála um að miðbær Reykjavikur væri hættulegur stað- ur um helgar að næturlagi. Þetta fannst 62% heimamanna en 66% sveitamanna. Hér verður hver að dæma fyrir sig hversu rétt þetta álit er en miðað við dræman áhuga á næturlífinu kann þetta að byggja á þekkingarleysi. Þegar spurt var hvort væri betra að ala upp böm í Reykjavík eða úti á landi svöruðu 98% landsbyggðar- búa að það væri betra úti á landi en aðeins 43% þéttbýlisbúa að það væri betra í Reykjavík. Hér vil ég búa Landsbyggðarbúar vora spurðir sérstaklega að því hvort þeir gætu hugsað sér að búa á höfuöborgar- svæðinu. 51% svaraði játandi en 49% neitandi sem telst varla mark- tækur munur en sýnir svo ekki verður um villst að borgin er fyrir- heitna landið í augum að minnsta kosti helmings þeirra sem ekki búa þar nú þegar. Landsbyggðarbúar voru einnig spurðir að því hvað drægi þá helst til Reykjavíkur og ættingjar og vinir vora þar efst á blaöi með 52% en verslun og þjón- usta fékk 29%. Fáir nefndu listir og menningu og næturlíf í þessu sam- hengi. Til samanburðar sögðust 33% borgarbúa geta hugsað sér að búa annars staðar og af þeim hópi voru 64% að hugsa um annan stað á ís- landi en hinir um útlönd. Þetta sýn- ir að hugmyndin um að grasið sé grænna hinum megin girðingarinn- ar á sér víða fylgi en þó talsvert meira úti á landl en í Reykjavík. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.