Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 DV Café París Vantar ekki fjármagn Ég hef í meira en hálfa öld veriö stað- fastlega þeirrar skoöunar að maður sé manns gaman, það er að segja ef menn eru ekki tiltakanlega leiðinlegir. Þess vegna hef ég gert mér far um að hitta fólk svona af og til einsog til að stað- festa þessa grundvallarskoðun að maður sé manns gaman. Þegar ég fer í kaupstaðarferðir geri ég mér far um að leita uppi staði þar sem hugsalegt er að einhverjir sem eru manns gaman séu að fá sér kaffisopa. Café París í Kvosinni í Reykjavík státar af stammgestum sem óvéfengjanlega eru manns gaman. Sá sem ætlar að taka púls samtíðarinn- ar, komast að því hvað er títt og leita uppi reglulegt manns gaman, leggur tvímæla- laust leið sína á Café París. Þarna getur maður valið sér menn og málefni því kaffigestir skiptast í grúppur og stundum tala aliir í einu og enginn hlustar á neinn. Þá má segja að hver mað- ur sé manns gaman. Þegar mig bar þarna að í gærmorgun voru bankafulltrúi og barnakennari í hörkusamræðum um greinarkorn sem bankafulltrúinn hafði lesið í Berlinske Tidende. Greinin fjallaði um það að í Rússlandi hefði maður nokkur verið tekinn fastur fyrir aö nauðga ungum stúlkum, drepa þær svo og éta þær síðan, eða selja ketið af þeim sem svínaket á fínustu hótelin og matsölustaðina í nágrenninu. Út við gluggann sátu rithöfundur, alt- múlímann og lögfræðingur í hrókasam- ræðum um sauðburðinn á Akureyri og hvaö kæmi undan rollunum sem Akureyr- ingurinn hefði sloppið inn til um fengitím- ann í vetur. Maður þessi var sífellt, um fengitímann í vetur, að svala ástarþrá sinni og likams- losta á sauðkindum Akureyringa og undr- uðust bæjarbúar athæfið stórlega þar til skýringinn kom. Hér var um aðkomu- mann að ræða. Einsog þyrfti að taka það fram? Þarna voru menn semsagt á Café París að taka á púlsi samtíðarinnar og skegg- ræða um afbrigðilega ástarþrá og þá sem áður voru kallaðir „öfuguggar" en eru í dag kallaðir „kynhneigðir", svona eftir því hvert kynhvötin hneigist. Rússinn og „aðkomumaðurinn" á Akur- eyri voru mjög til umræðu. - Það er nú meira andskotans fúlmenn- ið þessi Rússadjöfull að fara að éta stúlk- urnar, sagði bankafulltrúinn. - Ekkert skárri en Akureyringurinn, sagði kennarinn - Hann er þó skárri en Rússinn, sagði heildsalinn. Hann drepur þær þó ekki, þó hann éti þær kannske einhvern tímann seinna, af því að hann veit bara ekki að þetta eru þær. Svo var farið að tala um sjónvarpið og einhvern þátt um afbrigðilega ástarþrá þar sem annarsvegar Gunnar - antíhommi - í Krossinum og hinsvegar talsmaður samkynhneigðra gátu ekki orðið sammála. Og nú fannst mér kominn tími til að ég segði nokkur orð um þau málefni sem hér voru efst á baugi: - Persónulega hefur mér alltaf fundist hommar og lespíur jafn sjálfsagður hluti af mannfélaginu einsog Brímar Proppear og Tórsarar. Þegar ég var yngri, höj og slank og svo- lítið meira tælandi en ég er núna, döðruðu hommar stundum við mig, en þeir áttu aldrei neinn séns, því ég var svo þræl lespískur allan tímann að það háifa hefði verið nóg. Ég átti þá ósk eina og heitasta að stelp- urnar sýndu mér meiri áhuga, en á því gat stundum verið misbrestur einsog ger- ist og gengur þegar misfríðir menn eiga í hlut. Aldrei man ég eftir því að hommar yllu mér minnstu óþægindum. Ég held að þeir hafi fljótlega fundið að það sem þeir voru að pæla var ekki á mínum óskalista og þá - segir Árni Þór Vigfússon, sjónvarpsstjóri SkjásEins féll allt í ljúfa löð. Þeir fóru að reyna við aðra stráka og ég við stelpurnar. í hópi homma voru líka menn, bæði lífs og liðnir, sem ég hafði mikið dálæti á og virti umfram aðra menn. Nægir þar að nefna Njál og Gunnar, Gög og Gokke. Á þessum nótum enduðu uppbyggilegar kaffiborðsumræður á Café París í gær- morgun. Allir voru sammála um að það væri hrein fúlmennska að borða konu sem búið væri að nauðga. Sömuleiðis voru menn á einu máli um það að aðkomumönnum sem taka sauð- kindur Akureyringa frillutaki bæri að refsa með því að gera þeim að ganga að eiga þá hina sömu sauðkind og setjast að á Akureyri. Flosi Sjónvarpsstöðin SkjárEinn hefur hleypt lífi í íslenska sjónvarpsmark- aðinn og vex í vinsældum ef marka má nýja fjölmiðlakönnun Gallups. Árni Þór Vigfússon sjónvarpsstjóri er afskaplega ánægður með útkom- una. Hröð uppbygging Um tilurð þess að hann keypti sjónvarpsstöð segir Ámi: „Það var ágóðinn af Hellisbúanum sem gerði mér og Kristjáni Ra. Kristjánssyni kleift að kaupa SkjáEinn. Stöðin var búin að vera í loftinu í nokkum tíma en var svo sem ekki að gera merkilega hluti. Við sáum sóknar- færi fyrir sjónvarpsstöð sem keyrði aðallega á íslensku efni. Peningar eru hreyfiafl og þeir eiga að vera notaðir til þess að skapa eitthvað nýtt, hvort sem það er sjónvarps- stöð, kvikmyndir eða eitthvað af allt öðrum toga, og því kom aldrei til greina að láta hagnaðinn af Hellis- búanum liggja óhreyfðan í banka- kerfinu." Þess má geta að Árni Þór og félagar vinna nú hörðum hönd- um að uppsetningu á Hellisbúanum víðs vegar um Norðurlöndin. Fréttir stöðvarinnar nutu aftur á móti ekki sömu hylli og erótíkin. Ámi er þó ekki tilbúinn að gagn- rýna fréttastefnu stöðvar- innar eða starfsmenn hennar. Ámi og Kristján eiga saman rétt rúmlega 40% í SkjáEinum, 3P-Fjár- hús tæplega 30%, Jón Amalds 20% en aðrir minna. í fjölmiðlum hefur komið fram að fyrirtækið sé fjár- þurfi og leiti nýrra fjárfesta. Þetta segir Ámi Þór af og frá og gefi mjög ranga mynd af fyrirtækinu: „Okkur vantar ekki nýja fjárfesta í þann rekstur sem nú er i gangi. Við erum í raun á undan áætlun í rekstrinum og gerum ráð fyrir að skila hagnaði eftir tvo eða þrjá mánuði. Ef farið verður í hlutafjáraukningu verður það til að víkka út starfsemina. SkjárEinn yrði þá gmnnur sem margvísleg önnur starfsemi byggð- ist á. Þetta er þó allt á mótunarstigi enn þá.“ Erótíkin heiliar Það dagskrárefni SkjásEins sem mestrar hylli naut í könnun Gallups var sjónvarpsmyndin Leyndardóm- ar Skýrslumálastofnunar. Það er að vísu orðum aukið að þetta sé fyrsta erótíska myndin sem gerð er hér- lendis en væntanlega sú fyrsta sem tekur sig ekki alvarlegar en raun bar vitni. Ekki verður annað séð en að þetta hafi verið klókt útspil af hálfu sjónvarpsstöðvarinnar sem fékk gríðarmikla athygli út á mynd- ina: „Við viljum sýna líf - alls kon- ar líf. Lika kynlíf. Barði Jóhanns- son kom til okkar með hugmynd að erótískum gamanþáttum og okkur leist strax mjög vel á hana.“ Spurð- ur um hvort framhald væri fyrir- hugað svarar Árni: „Það var mjög skemmtilegur hópur sem vann þessa mynd og því aldrei að vita með framhald á því.“ Svipurinn á honum gefur nú til kynna að gera megi ráð fyrir meiri erótík þótt hann vilji ekkert fullyrða um það. Hann segist ekki vilja ganga skrefið til fulls og sýna „alvöru" klám þótt hann sé í sjálfu sér ekki andvígur klámi sé því haldið fjarri þeim sem hugnast það ekki: „Það er auðvitað hægara sagt en gert að koma því við á sjónvarpsstöð og því stendur ekki til að ganga lengra í þá átt.“ Fréttir stöðvarinnar nutu aftur á móti ekki sömu hylli og erótíkin. Árni er þó ekki tilbúinn að gagn- rýna fréttastefnu stöðvarinnar eða starfsmenn hennar: „Það tekur af- skaplega langan tíma að byggja upp fréttaáhorf. Við tókum strax þá stefnu að leggja áherslu á annars konar fréttir en hinar stöðvamar og höfum enn fulla trú á því sem við erum að gera. Fréttastofan er á góðri leið.“ Að lokum segir Árni spennandi breytingar fylgja sumar- dagskránni, sem kynnt verði innan tíðar, og að henni fylgi nýir þátta- stjórnendur sem muni vekja mikla eftirtekt. -BÆN DV-MYND ÞÓK Ámi Þór er bjartsýnn á framtíö SkjásEins „Gerum ráð fyrir að skila hagnaöi eftir tvo eða þrjá mánuöi. “ í kTi » Amer- ískur sækó 2? Bret Easton Ellis er höfundur skáldsögunnar American Psycho, einnar hrottafyllstu og áleitnustu skáldsögu seinni tima. Slíkur er við- bjóðurinn í henni að margir voru þeirrar skoðunar að seint yrði gerð kvikmynd eftir sögunni - en það fór á aðra leið. Hinn ágæti leikari Christian Bale var fenginn til þess að fara með hlutverk aðalpersón- unnar Bateman, en undir glansyfir- borði hennar leynist hrottafenginn morðingi. Myndin hefur fengið af- bragðsdóma erlendis og býður sviðsljósið spennt eftir komu henn- ar á klakann. Annars hefur komist sú kjaftasaga á kreik að framhald sé fyrirhugað en rithöfundurinn Ellis á að hafa fullyrt að svo sé. Bale sem þykir afar góður í myndinni og lagði á sig mikið líkamlegt erfiði (og eflaust andlegt líka) svo hann yrði sannfærandi í hlutverki morðingj- ans, tekur þó slikum sögusögnum með miklum fyrirvara - segir myndina ekki vera þess eðlis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.