Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 59 * DV__________________________________________________________Tilvera Hún kyngdi ósköpunum brosandi - en sagöi mér síðar hversu hræðilegt þetta hefði verið Stefnum á stóra hluti í framtíöinni „Þetta er fjölskyldufyrirtæki og þaö kemur fyrir aö ég elda ofan í kvikmyndatökutiöiö. “ Bragi Þór Hinriksson er tuttugu og fimm ára leikstjóri. Hann er eig- andi Hreyflmyndasmiðjunnar sem framleiðir sjónvarpsþætti, kvik- myndir og sjónvarpsauglýsingar. Það er meira en nóg að gera hjá þessum unga manni og þegar blaða- maður náði tali af honum var hann á fullu í að vinna að auglýsingu fyr- ir auglýsingastofuna Birtingu en gaf sér þó tíma til að spjalla eilítið og segja sitt litið af hverju um hvað drífur á daga hans. „Núna er ég að vinna að auglýs- ingu fyrir auglýsingastofuna Birt- ing. Ég hef verið að leikstýra aug- lýsingum í rúm tvö ár. Meðal þess sem komið hefur frá Hreyfimynda- smiðjunni eru auglýsingar fyrir Intersport, Pop Secret, Sinalco, Sam tónlist, Teymi og Humarhúsið. Við vinnum auglýsingar fyrir auglýs- ingastofur og fyrirtæki. Ég er ný- kominn frá Los Angeles þar sem ég var viðstaddur frumsýningu á minni fyrstu kvikmynd í fullri lengd þar sem ég stjómaði upptök- um. Hún var frumsýnd í SUNSET 5 í Hollywood og hefur verið vel tek- ið. Það eru fullt af hlutum í gangi hvað þetta varðar og við í Hreyfi- myndasmiðjunni stefnum á stóra hluti í framtíðinni," sagði Bragi Þór og bætti svo við: „Hreyfimyndasmiðjan er fjöl- skyldufyrirtæki og það kemur fyrir að ég elda ofan í kvikmyndatökulið- ið. Ég fékk þessa uppskrift hjá vin- konu hennar Jóhönnu eiginkonu minnar. Hún hafði gefið okkur þetta að smakka og mér leist svo vel á þetta að ég nappaði af henni upp- skriftinni við gott tækifæri. Þetta klikkar ekki viijir þú slá í gegn hjá konunni á blómlegum síð- kvöldum," sagði Bragi Þór sem að sögn eiginkonu hans er alveg ein- staklega rómantískur þegar hann tekur sig til. Blaðamanni lék for- vitni á hans fyrstu reynslu í matar- gerð. „Fyrst þegar ég eldaði fyrir konuna þá var það pastaréttur sem karl faðir minn hefur haft sem hefð hjá sér. Þetta var eitthvað sem aðeins var hægt að fá hjá honum. Ég hélt að ég væri sömu hæfileikum gæddur og hann. „0, boy, was I wrong.“ Annað eins klúður er held ég ekki hægt að hugsa sér. Þetta var stuttu eftir að við kynntumst og hún var svo kurteis við mig og kyngdi ósköpunum brosandi. Hún sagði mér svo síðar frá hversu hræðilegt þetta pasta hefði verið hjá mér. Síðan þá hef ég farið í pastaskóla Hinriks Þórhallssonar og lært mitt fag beint frá meistaranum og konan hefur ekki kvartað síðan," sagði Bragi. Rækjukokkteill Forréttur Rækjur í kokkteilsósu bornar fram með ristuðu brauði Núðluréttur A La Bragi Eftirréttur 1 dós sýrður rjómi 1/2 lítil dós majones 1 peli rjómi 1 msk. sinnep 1 tsk. karrí ltsk. pasta+pizza krydd 3 hvítlauksrif (pressuð) 1 púrrulaukur 1 paprika 10 cm skinka (skorin) nýir sveppir 1 pk. tortellini Öllu er blandað saman. Tortellini soðiö eftir leiðbeiningum og bland- að saman við. Allt sett í eldfast mót og mozzarella ostur settur ofan á rif- inn. Bakast við 200 gráður í 20 mín. Borið fram með salati og brauði. Bláber í rjóma Eftirréttur Uppskriftir Logandi jardarber Fyrir 6 500 g fersk jarðarber 50 g sykur 50 g smjör börkur og safi úr einni appelsínu 1/2 dl Grand Mamier 11 vanilluís Rífið börkinn af appelsínunni með rifjárni. Kreistið safann í skál. Brúnið sykurinn á pönnu, bætið í smjörinu og appel- sínusafanmn. Takið pönnuna af hitanum og hrærið i með sleif þangað tO sykurinn er uppleystur. Setjið aftur yfir hitann, bætið í berkinum og jarðarberjunum. Setj- Nykaup Þarsc’niferskltiikiiin býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. Bláber í sykri með þeyttum rjóma. „Ég vil að endingu skora á Gunnar Árnason hjá Hljóðsetn- ingu ehf. að koma með uppskrift. Hann hljóðsetur allar mínar aug- lýsingar og er mikill fjölskyldu- maður. Ég hefði gaman af að sjá í hans kokkabækur," sagði Bragi Þór að lokum. ið jarðarberin á pönnuna og veltið í sykurblöndunni, hellið líkjörn- um yfir og kveikið í (ekki nauð- synlegt). Berið fram með vanillu- ískúlu. Hollráð Verið varkár þegar kveikt er í vínanda á pönnu. Notið langar eld- spýtur - ekki kveikjara. Kveikið aldrei undir viftu eða innréttingu. Haldið pönnunni þannig að logamir valdi ekki hættu. Siglufjörður Nýr umboðsmaður l> »ví á Siglufirði er Sigurbjörg Gunnólfsdóttir, Laugarvegi 34, Sími 467 1286 og eftir kl. 13 sími 467 2067. Upplýsingar í síma 550 5 Félágsþjónustan Árbær og Breiðholt Starfsfólk vantar í félagslega heimaþjónustu fyrir 67 ára og yngri í Árbæjarhverfi. Starfshlutfall og vinnutími eftir sam- komulagi á dagvinnutíma. Laun skv. kjarasamningi Eflingar og Reykjavíkurborgar.Einnig vantar starfsfólk í sérverkefni í Breiðholti mánud.-fimmtud., frá kl. 15.00-18.00, og einnig aðra hverja viku frá kl. 16.00-19.00.Allar nánari uppl. veita Hlíf Geirsdóttir deildarstjóri og Svanhildur Hauksdóttir flokks- stjóri á hverfaskrifstofu Félagsþjónustunnar, Álfabakka 12, í síma 535 3300 eða 535 3360. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.