Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Qupperneq 11
11 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 DV Skoðun Dulbúinn Dalmatíuhundur „Ég vil bara Nike. Það er svo fínt,“ sagði sú stutta við foður sinn sem reyndi að telja henni trú um að glimr- andi fin rauð úlpa gæti orðið henni skjól í vorhretinu. Þetta var einn *§§ þeirra daga sem húsbóndinn, þrúg- aður vegna fallandi vísareiknings, ákvað að láta heim- ilið njóta góðs af hagsýni sinni. Hann laumaðist því út með barnið snemma á laugardagsmorgni í skjóli þess að móðirin svaf. Stefnan var sett á Kolaportið þar sem hann vissi að hægt var að gera glimrandi kaup á alls kyns £ vamingi. Þriggja ára stúlku- barnið var frekar en feldi af minki eða öðrum skepnum. Það var með sér- stakri ánægju að hann borgaði 5 þúsund krónur fyr- ir feld- inn, húf- una og veskið á meðan barnið hjalaði í fangi Phans. í ánægju sinni yfir góðum kaupum splæsti hann í ís handa barn- inu og þau héldu glöð heimleiðis. Þegar þang- að kom var annað fjölskyldufólk komið á fætur og hann laumaðist með bamið og pokann afsíðis. Þar klæddi hann stúlkuna upp og kall- aði síðan fjölskylduna saman svo allir mættu sjá hve vel hefði tekist til. Inni í loðfeldunum glitti í ör- smátt bamsandlitið og stoltum fóð- urnum fannst hann ekki í annan Hún leit á mann sinn með alvörusvip. „Þetta er bara drasl úr nœloni, “ sagði hún og fimm þúsund kallinn á vörum hans hrökk til baka svo við lá að honum svelgdist á. tima hafa séð mannveru með feg- urri umgjörð. Honum þótti fjöl- skyldufólkið lengi að taka við sér og ítrekaði því að allir ættu að koma strax og sjá yngsta meðlim fjöl- skyldunnar. Það voru engin svip- brigði að sjá á þeim fyrstu sem komu og næstyngsta Konan gaf sig hvergi og benti honum ítrekað á aö börn sem ekki væri klædd samkvæmt viö- urkenndum for- múlum samfé- lagsins sættu einelti eöa stríöni leikfélaga. Myndin tengist ekki efni pistils- ins. grandalaust í aftursætinu þar sem feðginin óku í morgunbirt- unni til móts við hagsýnina. „Fæ ég ís?“ spurði hún en faðir- inn gaf ekk- ert út á slíkt enda var til- gangurinn sá að fata barnið upp en ekki að ausa í það sæt- indum. Smekkvísi Þrátt fyrir að hún væri ung að árum hafði hún þegar sýnt af sér smekkvísi í fatavali og hún kunni skil á öllum helstu viðurkenndum fatamerkjum. Það var nokkuð um liðið síðan feðginin höfðu farið saman i Kolaportið og sameiginlega höfðu þau ekki keypt föt síðan hún var á öðru ári. Þá höfðu þau farið í verslunarferð og ómálga bamið eignað- ist forláta pels sem fað- irinn taldi vera kosta- kaup. Kaupunum fylgdi húfa af sama sauðakyni og veski. Allur búning- urinn var loðinn og hann giskaði á að herleg- heitin væru úr kasmírull barnið spurði þurrlega; „Ertu búinn að dulbúa hana sem Dalmatíuhund?" Faðir- inn leit á hann og brúnimar sigu eitt augnablik en síðan sá hann að sér og sagði glaðbeittur. „Þú hefur ekkert vit á þess. Er mamma þín ekki að koma? Sú verður aldeilis hrifm,“ og það hlakkaði í honum vegna þeirra uppreisnar sem hann taldi sig eiga í vændum. Þegar móð- irin birtist sagði hún fátt en galopin augu hennar gátu bent til þess að annaðhvort væri hún stórhrifin eða skelfingu lostin. Hún gekk að barn- inu hægum skrefum og sem í leiðslu greip hún í feldinn. Maður hennar beið spenntur eftir einkunn- inni sem hann fengi og hann var með 5 þúsund kallinn tilbúinn á vörunum. „Þetta er líklega kasmírull," sagði hann og ætlaði að halda áfram lýsingunni á gæðum og verði þegar hann sá sér til undrun- ar að eiginkona hans til fjölmargra ára dró að sér höndina og með fylgdi lufsa af svarthvítum hárum. Nælon Hún leit á mann sinn með alvöru- svip. „Þetta er bara drasl úr næloni," sagði hún og fimm þúsund kallinn á vörum hans hrökk til baka svo við lá að honum svelgdist á. Hún benti honum á að sæist barnið á al- mannafæri gæti það orðið fórnar- lamb eineltis. Hann ákvað að hafa ekki fleiri orð um feldinn og fylgi- hluti en gekk til þess að klæða sveitt barnið úr hinu meinta næloni. Hann lagði ekki út í þann slag að verja kaupin opinberlega og klappaði sam- an lófunum og bauð fjölskyldunni í bUtúr tU Hveragerðis að skoða apann. Aðeins einu sinni eftir að innkaupin áttu sér stað kom tU tals að barnið færi í feldinn. Honum tU undrunar lagði kona hans tU að stúlkan færi í loðfeldinn og með húf- una og veskið á jólaball starfsmanna í fyrirtæki hans. Hann samþykkti það en þó skutu upp koUinum grun- semdir um að hún legði þetta tU í annarlegum tUgangi. Hann lét sig þó hafa það að fara með stúlkuna í þess- um umbúnaði og viðbrögð starfs- manna urðu á þann veg að eftir ball- ið var múnderingunni komið varan- lega fyrir inni í skáp. Honum tU áminningar minntist kona hans reglulega á að hún þyrfti að ryk- suga skápinn. Aðeins stolt hans stóð í vegi fyrir því að kápan færi í ruslið. Eftir þessa útreið ákvaö húsbóndinn að hafa hægt um sig og láta konu sina um fatakaup á börnin. Hann reyndi að vísu að malda i móinn þegar merkjavöru og einelti bar á góma og rifjaði upp þeg- ar hann á æskuárum gekk gjarnan í stoppuðum sokkum og dre ifbýlistútt- um og var stoltur af. Konan gaf sig hvergi og benti honum ítrekað á að börn sem ekki væri klædd sam- kvæmt viðurkenndum formúlum samfélagsins sættu einelti eða stríðni leikfélaga. Það ætti við frá því um miðjan leikskóla og upp í framhaldsskóia. Ekki var neinu tauti komið við konuna sem fullyrti að hún gæti sjálf séð hjálparlaust um að kaupa föt á skikkanlegu verði. Sköllóttur pels Það leið nokkur tími án þess að niðurbæld hagsýni hans brytist upp á yfirborðið. Stúlkan lærði að tala og háifsköllóttur pelsinn hékk inni í skáp og hélt áfram að fara úr nælonhárum sínum. Þar kom að út- gjöld heimilisins urðu til þess að hann sprakk og laugardagsmorgun einn læddust feðginin út. Hann flóttalegur en hún spennt þar sem góðgæti gat verið í vændum. Þar sem þau gengu inn í Kolaportið var það eitt á hreinu að hann myndi varast pelsa. Það var svo sem eðli- legt þar sem nú var vor og annar fatnaður heppilegri. „Vantar þig ekki úlpu?“ spurði hann barnið sem umsvifalaust sagði að mamma sín væri búin að velja á sig slíka flík en ætti bara eftir að kaupa hana. Hann hugsaöi með sér að rétt væri að kaupa úlpu á skikkanlegu verði en þar sem hann skynjaði þvermóðsku í barn- inu ákvað hann að dreifa huga hennar. í því skyni kom hann við í skódeildinni og keypti á hana rósótt kuldastígvél fyrir þrjú þúsund kall. Sjálfur ákvað hann að kaupa sér forláta leðurskó á svipuðu verði. Siðan skaust hann með barnið inn í bás þar sem úlpur í fjölbreyttum lit- um blöstu við. „Þessi er nú aldeilis flott,“ sagði hann við barnungann og veifaði flíkinni framan i hann. Stúlkan horfði á fóður sinn og myndaði skeifu á munn sér. „Við mamma viljum ekki svona úlpu,“ sagði hún og krosslagði hendur, svo ekki fór á milli mála að hún var með annan smekk en faðirinn. Hann gerði nokkrar tilraunir enn og dró fram eiturgræna úlpu og aðra gula en stúlkan neitaði svo mikið sem að máta. „Pabbi, við skulum bara koma heim,“ sagði hún með rödd sem varð ekki mis- skilin. Þegar heim kom hljóp hún í fang móður sinnar og sagði með sársauka i röddinni og benti á föður sinn: „Hann reyndi að kaupa á mig úlpu.“ Móðirin sýndi henni hlut- tekningu og leit á innkaupapokann í hendi hans. „Þetta eru kuldastíg- vél á stelpuna," sagði hann og skynjaði I þeim töluðum orðum að það var auðvitað vor og lítil not fyr- ir þann skóbúnað í næstu framtið. Hann flýtti sér því að bæta við að hann hefði gert góð kaup í skóm á sjálfan sig. „Þetta eru leðurskór sem geta allt að því nýst sem spari- skór.“ Hann ákvað að styrkja stööu sína með því að sýna verðandi spariskó á undan kuldabomsum stelpunnar. Þar sem hann slengdi þeim á borðið var kona hans já- kvæð og sagði skilningsrík að hann hefði einmitt vantað skó. Hún fór höndum um skóna og svo var að sjá að hún kynni vel að meta hagsýnis- framtakið. „En ég skil ekki hvað þú ætlar að gera með spariskó með stáltá," sagði hún. Reynir Traustason blaöamaöur m ME áður en stjórnina Viövörun til Blair „í dag sigrar óháði vinstri- frambjóðandinn Ken Livingstone í borgarstj órakosn- ingunum I London. Living- stone stýrði Lon- don þegar á ni- unda áratugnum Thatcher lagði borgar- niður. Spumingin er hvort hann sé ekki vinsælli meðal íbúa London en Tony Blair. Marg- ir kjósendur eru í raun hrifnir af stjóm Blairs en þeir eru þreyttir á sjálfsöryggi hans. Þeir nota London og Livingstone til þess að sýna óánægju sína án þess að það hafl miklar afleiðingar fyrir stefnu stjómarinnar á landsvísu. Þetta verður eins og viðvörun til Blairs. Samt geta borgarstjórakosningarn- ar haft afleiðingar þegar til lengri tíma er litið. Hingað til hefur vinstri vængurinn í Verkamanna- flokknum og breska verkalýðs- hreyfingin haldið kyrru fyrir. Nú sýnir Livingstone að það er hægt að ögra meginstefnu flokksins og samt sigra. Ef til vill kyndir það undir uppreisn vinstri manna." Úr forystugrein Aftonbladet 4. mai Sýndarréttarhöld „Játning fyrsta íranska gyðings- ins af 13 sem rétt- að er yfir í Shiraz fyrir njósnir, ásamt fréttum af frekari játningum á bak við luktar dyr, eykur á áhyggjur manna um að þessi „rétt- arhöld“ beri nafn með réttu. Þetta kyndir einnig undir rökstuddum gruni um aö réttarhöldin séu aðeins liður i bar- áttu harðlínumanna gegn hófsöm- um umbótasinnum. Harðlínumenn hafa reynt að gera lítið úr kosn- ingaúrslitum með handtökum og banni við útgáfu blaða. Njósnarétt- arhöldin geta grafið enn frekar undan herra Khatami. Réttarhöld, sem ekki taka mið af alþjóðlegum mannréttindum, gætu lamað til- raunir forsetans til að afla íran trúverðugleika erlendis." Úr forystugrein Washington Post 4. maí. Óvinir hins frjálsa orös „Afturkippur hefur komið í var- færnislegar um- bætur í íran að undanfömu. íhaldsöflin hafa tekið í taumana, útgáfa blaða hef- irn verið bönnuð og útgefendur handteknir. Það er óumdeilt að skipunin hafi komið frá hæstu stöðum. Þann 20. apríl síðastliðinn fullyrði andlegur leiðtogi landsins, Ali Khamenei, að viss umbótasinn- uð blöð græfu undan íslam og væru grundvöllur fyrir óvini írans. Fréttimar frá íran vekja óhug en þetta er langt í frá eins- dæmi. Um allan heim eru blaða- menn ofsóttir, áreittir, handteknir og meira að segja myrtir. Glæpur- inn er oft sá að þeir hafa reynt að segja sannleikann en það er kúgur- unum á móti skapi. Hið frjálsa orð er óvinur einræðisherranna. Óvinir hins frjálsa orðs eru ekki bara ríkisstjórnir. Þeir sem hætta sér inn á svæði skipulagðrar glæp- astarfsemi eru einnig í hættu. En það er fyrst og fremst óþol rikj- anna sem veita verður athygli. Það er gegn því sem mótmæla verður hátt. Ekkert ríki, ekki einu sinni einræðisríki, er til lengdar ónæmt fyrir alþjóðlegum kröfum. Hvers vegna eru mótmæli nauðsynleg? Svarið er einfalt. Tjáningarfrelsi er grundvallarmannréttindi. Úr forystugrein DN 3. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.