Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
DV
23
Helgarblað
Kóngurinn
vinsæll
Jack Nicholson sannaði það svo
sannarlega við síðustu óskarsverð-
launaafhendingu að hann er kóngur-
inn í Hollywood. Með svöl sólgleraug-
un gjammaði hann fram í fyrir kynn-
inum Billy Crystal og reytti af sér
brandarana hingað og þangað. Þegar
hann svo veitti Warren Beatty verð-
laun fyrir ævistarf hans tóku þeir fé-
lagarnir sér góðan tíma og spjölluðu
vítt og breitt og fóru með gamanmál -
meðan óskarstónlistin slökkti niður í
öðrum verðlaunahöfum jafnskjótt og
þeir tóku til máls. Annars eru víst
gömlu félagamir eitthvað ósáttir við
nýju kærustuna hans - hina ægifögru
Löru Flynn Boyle. Þótt Nicholson sé
orðinn 63 ára er hin þrítuga Boyle nú
alveg í það elsta fyrir kónginn og læt-
ur hann vist ekki ganga yflr sig. Hún
á meira að segja að hafa yfirgefið hót-
el þeirra Jacks á nýársnótt og það
með fótin hans með sér. Því neitar
talskona Boyles þótt hún viðurkenni
að rifrildið hafi átt sér stað. Og bætir
við að gamlir félagar Jacks séu að
dreifa dylgjum um hana því þeir séu
hreinlega öfundsjúkir. Kóngurinn hef-
ur ekki lengur tima fyrir þá.
Notaðar búvélar
á kostakjörum
Mikil verðlækkun
Mikið úrval
é = = i Ingvar
s s s -= Helgason hf.
Sœvarhöfba 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070
Fax: 587 9577- www.ih.is - Véladeild -E-mail: veladeild@ih.is
Sarneinci&i
lífeyrissjóSurinn
Arsfundur 2000
Ársfundur Sameinaða lífeyríssjóðsins áríð 2000 verður haldinn mánudaginn 15. mai kl. 16:00
að Grand Hótel; Reykjavík, Sigtúni 38.
Dagskrá
— 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóósins.
— 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
— 3. Önnur mál löglega upp borin.
Fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um 7% aukningu áunninna réttinda umfram verðbólgu.
Þeim sjóðfélögum sem hafa áhuga á kynna sér tillögur um breytingar á samþykktum Sameinaða lífeyríssjóðsins er bent
á að hægt er að nálgast þær á eftirfarandi hátt:
1. Á skrifstofu sjóðsins að Borgartúni 30, Reykjavík
2. Fá þær sendar með því að hafa samband í síma 510-5000
3. Fletta þeim upp á heimasíðu sjóðsins á slóðinni www.lifeyrir.is
Sameinaði lífeyrissjóðurinn er 4. stærsti lífeyrissjóður landsins og voru heildareignir hans 39,6 miUjarðar í árslok
1999. Rekstur sjóðsins gekk afar veL á árinu 1999 og er tillaga um réttindaaukningu lögð fram í Ljósi þess. Raunávöxtun
sjóðsins var 17,8% og rúmLega 10.000 sjóðfélagar greiddu til hans.
Reykjavik 17. april 2000,
stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins
Borgartún 30 • 105 Reykjavík • sími 510 5000 • fax 510 5010 • mottaka@lifeyrir.is * lifeyrir.is