Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 57
65
LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000
DV
Afmælisbörn
Clooney árinu
eldri
Kvennagullið og kyntröllið George
Clooney nálgast fertugt hraðbyri en
kappinn heldur upp á 39 ára afmæli
sitt í dag. Clooney þarf vart að
kynna fyrir íslenskum sjónvarpsá-
horfendum en hann hefur notið
óhemjuvinsælda í hlutverki barna-
læknisins Ross í Bráðavaktinni.
Fyrrverandi klám-
myndastjarna
Klámmyndastjarnan Traci Lords er 32
ára í dag. Traci sem fæddist í Ohio í
Bandaríkjunum hóf að leika í fullorðins-
myndum aðeins fimmtán ára gömul og
haföi þegar hún var 18 ára leikið í yfir 80
slíkum. Hún sneri baki við bláu myndun-
um á átjánda afmælisdegi sínum og hefur
síðan náð langt í hefðbundnum kvik-
myndaleik.
StjÖTimi5pá
Gildir fyrir sunnudaginn 7. maí og mánudaginn 8. maí
Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l:
Spa sunnudagsms
4?
Farðu út og gerðu eitt-
hvað sem veitir þér útrás,
þá á þér eftir að Uða bet-
ur. Kýldu á það sem þú þarft að gera í
stað þess að eyða orkunni.
Spa mánudagsins
Þú ert ofarlega í huga ákveðinnar
manneskju og skalt fara vel að
henni og ekki gagnrýna of mikið
það sem hún gerir.
Hrúturinn (21. mars-19. aoríl):
Spá sunnudagsíns
Ql
Þér hættir til að vera of fús
tíl að fóma þér fýrir aðra
og í dag ættir þú að hugsa
meira um sjálfan þig. Reyndu að klára
hluti sem þú hefur verið að draga lengi.
Þú ættir að hugsa þig vel um áður
en þú tekur að þér stórt verkefni
þvi að það gæti tekið meiri tíma
en þú heldur í fyrstu.
Tvíburarnir (21. maí-21. iúni):
Spá sunnudagsíns
Þú átt skemmtilegan
dag fram undan og
hverveitnema ástin
leynist á næstu grösum. Náinn
vinur þinn þarfnast þín.
Spá mánudagsins:
Samband þitt við vini þfna er gott um
þessar mundir og þú nýtur virðingar
meðal þeirra sem þú umgengst.
Happatölur þínar eru 4,18 og 23.
kjónlð (23..jú|í- 22. áSftst);
Spa sunnudagsins:
' Þér gengur vel að ráða
fram úr minni háttar
t vanda og hlýtur mikið
lof fyrir. Þú gengur í gegnum
erfitt tímabil í ástarmálum.
Spá mánudagsins
Óvæntur atburður setur strik í
reikninginn og gæti raskað áætlun
sem var gerð fyrir löngu. Vertu þol-
inmóður við þína nánustu í dag.
Vogln (23. sept-23. okt.l
Spa sunnudagsins
Oy Deilur í fjölskyldunni
hafa mikil áhrif á þig.
Deilumar eru þó ekki
eins alvarlegar og á horfðist og í
kvöld verður allt fallið í ljúfa löð.
Fyrri hluti dagsins verður rólegur
en þegar líður á daginn er hætt
við að þú haflr ekki tíma til að
gera allt sem þú þarft af gera.
Bogamaður (22. nóv.-2i. des.i:
Spá sunnudagsins:
- Ekki vera að reyna að sýna
fram á yfirburði þína í
j tíma og ótfma, lltillæti er
líklegra til að vekja aðdáun. Ekki er
óhklegt að þú farir í óvænt ferðalag.
Vinur þinn á í vanda og leitar til
þín eftir aðstoð. Reyndu að hjálpa
honum af fl-emsta megni. Kvöldið
verður rólegt og ánægjulegt.
Fiskarnlr (19. febr.
-20. marsl:
Spa sunnudagsins
1 Þú gætir þurft að fresta
einhverju vegna breyttrar
áætlunar á síðustu stundu.
Það verður létt yfir degmum, jafnvel þó
að þú lendir í smávægilegum illdeilum.
Þú þarft að fara varlega í fjármál-
um og foröast alla óhóflega eyðslu.
Ef þú ert sniðugur getur þú loksins
látiö gamlan draum rætast.
Nautið (20. april-20. maí.l:
Spa sunnudagsins
Það er lítið að gera í
félagslíflnu um þessar
Vssb^ mundir og það er gott
þar sem er kominn tími til að þú
takir þig á í námi eða starfl.
Þú hefur minna að gera í dag en þú
bjóst við en forðastu að sitja auðum
höndum. Reyndu að vera duglegur og
klára það sem þú þarft að klára.
Krabblnn (22. iúní-22. iúii):
Spa sunnudagsins
| Forðastu kæruleysi.
Það er mikið að gera hjá
þér um þessar mundir. Þér
gengur þó vel með allt sem þú tekur
þér fyrir hendur og hefur gaman af því.
Ákveðinn atburður sem átti sér stað
nýlega setur mikinin svip á líf þitt
þessa dagana og veldur þér leiða.
Reyndu að horfa á björtu hliðamar.
Mevlan (23. áeúst-22. sept.):
Spá sunnudagsins
Þú ert í góðu skapi í
\\ p- dag og færð góðar hug-
’ myndir. Hresstu upp á
minnið varðandi ákveðin atriði
sem eru að líða úr minni þér.
Spa mánudagsins
Vertu þolinmóður þó að einhver sýni þér til-
litsleysi og ætlist til of mikils af þér. Reyndu
að setja þig í spor annars fólks í stað þess að
hugsa alltaf hara um sjálfan þig.
Suorðdrekl (24. okt.-21. nðv.):
Spá sunnudagsins
Ekki vera of fljótur að
dæma fólk og felldu
* allan vafa um ágæti
einhvers, manneskjunni í hag.
Kvöldið verður rólegt.
Þú leysir verk sem þér var sett
fyrir í vinnunni vel af hendi en
það gæti gengið illa að leysa úr
ágreiningsmáli heima fyrir.
Stelngeltln (22. des.-19. ian.):
Spá sunnudagsins:
Það er gott að eiga
góða vini og þú þarft
_ mikið á þeim að halda
um þessar mundir. Ekki vera
feiminn við að leita til þeirra.
ESMMZMS
Dagurinn lofar góðu í sambandi við fé-
lagslífiö og er líklegt að þaö verði líf-
legt. Þú þarft að huga að eyðslunni og
passa að hún fari ekki úr böndunum.
Tilvera ^
Glæsilegt lúxushótel með tilkomu Tindastóls:
Hótelhaldarar létu
pússa sig saman
Nýgift í herbergi útlagans
Pétur og Svanfríöur, nýbúin að láta pússa sig saman, eru hér inni á herberg-
inu sem heitir eftir Gretti Ásmundarsyni. Takiö eftir hvað gömlu bitarnir skera
kiæöningarnar skemmtilega en herbergin í Tindastóli eru búin öllum helstu
þægindum, s.s. tölvum, og hóteliö er kjöriö til smærra ráðstefnuhatds.
DV. SAUÐÁRKRÓKI:
A Sauðárkróki hefur með endur-
gerð Hótel Tindastóls orðið til lús-
ux-heilsárshótel. Það er hreint með
ólíkindum hvað þeim Pétri Einars-
syni og Svanfríði Ingvadóttur hefur
tekist vel að gera upp þetta gamla
hús sem á sér ansi litríka sögu, fyrst
sem verslunarhús á Hofsósi og síð-
an í Grafarósi frá því nokkru fyrir
miðja síðustu öld, og síðan gegndi
það margháttuðu hlutverki eftir að
það var flutt til Sauðárkróks, þó
flestir þekki það sem hótel og gisti-
hús.
Sá mánuður sem nú er nýliðinn
hefur verið viðburðaríkur hjá þeim
Pétri og Svanfríði á Tindastóli. í
byrjun apríl opnuðu þau hótelið og
gestkvæmt var á Tindastóli vikum-
ar þar á eftir. Rétt áður en páskahá-
tíðin gekk í garð ákváðu þau síðan
að láta pússa sig saman í hjóna-
band.
Pétur gat þess í ávarpi sínu í teiti
í Jarlsstofu daginn eftir brúðkaupið
að gestir væru yflr sig hrifnir af
hótelinu en það er búið miklum
þægindum, svo sem tölvum á hverju
herbergi. Pétur sagði Tindastól að
þessu leyti fullkomnasta hótel á
landinu og nú væru önnur hótel að
fara út í tölvuvæðingu enda væri
sýnt að þetta hefði tekist ákaflega
vel á Tindastóli.
Það er gaman að heyra í Pétri
þegar hann kemst á flug, bjartsýnin
og jákvæðnin er hreint með ólíkind-
um. Þama í Jarlstofunni á skírdags-
kvöld fór hann til dæmis að tala um
það að Ingólfur Sveinsson í Lág-
múla á Skaga hefði komið í heim-
sókn. Ingólfur sem ólst upp í
brekkunni skammt frá Hótel Tinda-
stóli segist muna það vel þegar Bret-
inn var þar með sínar bækistöðvar
á stríðsárunum. Á lóðinni fyrir ofan
hótelið hefði verið komið fyrir
tveimur fallbyssum og Pétur sagði
að nú væri bara að útvega fallbyss-
umar koma þeim fyrir og lofa síðan
gestum að skjóta úr þeim viö hátíð-
leg tækifæri.
Margt við vígsluna
„Það var yndislegt að finna hvað
Skagflrðingar hafa mikinn áhuga á
þessu húsi. Það var frábært hvað
margir komu í heimsókn til okkar
við vígsluna og við fundum svo
sannarlega fyrir hlýjum og já-
kvæðum straumum," sagði Svan-
fríður Ingvadóttir, annar eigenda
Hótel Tindastóls, þegar opnað var
snemma í mánuðinum. Svanfríður
álítur að hátt í þrjú hundruð
manns hafi litið inn en rúmlega
220 skráðu sig í gestabókina sem lá
frammi. Greinilegt er að endur-
gerð Hótel Tindastóls hefur tekist
mjög vel og þar liggur frábær
hönnun og handverk að baki.
Gömlu viðimir, sem voru látnir
halda sér, setja mjög skemmtilegan
svip þar sem þeir skera klæðning-
ar bæði á veggjum og í lofti. í Hót-
el Tindastóli em tiu rúmgóð her-
bergi en alls getur Tindastóll tekið
við 28 manns í gistingu. Herbergin
em mjög falleg og búin lúxusþæg-
indum, s.s. tölvum á hverju her-
bergi. Þau bera nafn söguhetja
fomum úr Skagafirði, s.s. Grettis
Ásmundarsonar, Hrafna-Flóka,
Guðríöar Þorbjamardóttur og
Snorra Þorfinnssonar, en einnig
seinni tíma manna, svo sem Alex-
anders Jóhannessonar, frumkvöð-
uls flugmála, og þar hefur Pétur
Einarsson greinilega haft hönd í
bagga. Svanfríður Tindastóls-stýra
segir að hótelið hafi þegar fengið
mjög góð viðbrögð og talsvert sé
komið af pöntunum fyrir sumarið,
bæði frá einstaklingum og hópum.
„Við getum ekki annað en verið
bjartsýn eftir svo góða byrjun,"
segir Svanfríður.
-ÞÁ
Fyrstu skrefin
Margir krakkanna hafa aldrei fyrr tekiö þátt í leikrit, en stóöu sig samt meö prýöi.
Ræningjar og
annað gott fólk
DV, HÓLMAVlK:
Það var mikil ijölbreytni og efn-
isval vandað á árshátíð grunn-
skólans á Hólmavik fyrir
skemmstu, ljóðaflutningur, söng-
ur og dans. Sýnt var leikritið
Hans klaufi og elstu nemendurnir
veittu gestum innsýn í líf ræn-
ingja og annars góðs fólks í Kar-
dimommubæ undir leikstjórn
Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur
kennara. Allir skemmtu sér hið
besta, ekki sist hið unga efnisfólk,
sem sumt hvert var aö stíga sín
fyrstu skref á listabrautinni. Árs-
hátíð er haldin annað hvort ár á
móti þemaviku.
-GF