Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 64
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Æösta stjórn menntamála brýtur reglur um urðun úrgangs: Ráðuneytið flutti ruslahaug á fjall Menntamálaráðvmeytið hefur lát- ið flytja stóran haug af niðurrifnum gróðurhúsum og öðrum gömlum byggingum frá Laugarvatni áleiðis upp á Lyngdalsheiði. Ráðuneytið leysti til sín gróðurhúsin á síðasta ári, en þau stóðu á landi i eigu rík- isins. Haugnum var sturtað á mel- hom við mýrarfláka. Þar var áður gamalt ruslahaugsstæði þar sem úr- gangi var brennt. Nú er urðun úr- gangs á þessum stað bönnuð enda má forgun aðeins fara fram á stöð- um sem til þess hafa sérstakt leyfl á degi umhverfisins og taka gjald fyrir hana. Megnið af efninu var flutt á umræddan stað þriðjudaginn eftir páska en svo hitt- ist á að hann var dagur umhverfls- ins. Ætlun ráðuneytisins er að ýta jarðvegi yfir ruslahauginn einhvem næstu daga. Landið sem um ræðir er í ríkiseign. „Þetta er hið versta mál,“ sagði Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi Suðurlands, sem hefur haft sam- band við ráðuneytið vegna þessa máls. Hann sagði að búið hefði ver- ið að koma draslinu haganlega fyrir í gámum en síðan hefði það verið flutt á ofangreindan stað og sturtað þar. „Þetta er staður fyrir ofan vot- lendissvæði í jaðri Lyngdalsheiðar," sagði Birgir. „Hollustuvemd ríkis- ins óskaði eftir þvi fyrir tíu árum að brennslu á msli þama yrði hætt. Síðan hefur heilbrigðiseftirlitið ít- rekað tilmælin. Það er engin heim- ild til losun úrgangs þama uppi á fjalli. Það eru hreinar línur að öll förgun úrgangs er bönnuð nema á stöðum sem hafa til þess starfsleyfi. Það gildir einnig yfir byggingarúr- gang. Það eru hrein mistök hjá mönnunum að gera þetta.“ „Þessu var einfaldlega ekið á þann stað sem sveitarstjóri benti á,“ sagði Hermann Jóhannesson, yfir- maður byggingardeildar mennta- málaráðuneytisins. „Þetta er fyrr- verandi urðunarstaður staðarins og líklega hefur sveitarstjóra ekki ver- ið kunnugt um að það væri búið að leggja hann af. Það var engum mengandi efnum ekið upp eftir, þannig að það er út af fyrir sig ekki áhyggjuefni." Aðspurður um hvort ráðuneytinu hefði hugkvæmst að flokka haug- inn, fjarlægja hann af heiðinni og flytja hann til forgunar í Sorpstöð Suðurlands eftir að uppvíst varð að verið væri að brjóta reglur sagðist Hermann telja afskaplega ólíklegt að þess yrði krafist. „Ég held að þetta sé lítið mál sem stafar af mis- skilningi," sagði hann. Ekki náðist í Guðmund Rafn Val- týsson sveitarstjóra í gær. -JSS DV-MYND Velski markahrókurinn og fyrrverandi leikmaöur Uverpool og Juventus, lan Rush, er staddur hér á landi í tilefni af því að knattspyrnuskóla hans verður hleypt af stokkunum hér á landi um helgina. DV spáði rétt Skoðanakönnun DV um for- mannsslag Samfylkingarinnar, sem birt var 23. mars sl„ reyndist vera mjög nærri lagi. í kosningunum hlaut Össur rúm 76 prósent gildra atkvæða en Tryggvi Harðarson fékk tæp 22 pró- sent. í skoðanakönnuninni í mars mældist fylgi Tryggva það sama, eða 22 prósent, og fylgi Össurar 78 prósent, eða rétt tæplega tveim pró- sentustigum hærra en hann fékk í niðurstöðu kosninganna í gær. Sjá nánar bls. 2 -HKr. Hross smitaðist af vargfugli í Ölfusi: SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ ÞINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÖ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 CPCNIN.I A Mfil l/'rTCTI 1D CVDID uADA Viðvörun úr Seðlabanka: Fékk salmonellu af síldaráti Þjóðin verður að spara sem við stöndum frammi fyrir, verðbólga og við- skiptahalli, lagast ekki af sjálfu sér. Vandamálin krefjast aðgerða eða þá breyttrar hegðunar þjóðar- innar,“ sagði Ei- ríkrn- Guðnason seðlabankastjóri í gærkvöld um viðvörun Seðlabank- ans sem gefin var út í gær um leið Eiríkur Guönason - annars fer illa „Þau vandamál og bankinn kynnti ársfjórðungs- skýrslu sína. - Hvemig myndir þú orða þessa viövörun á mannamáli? „Þjóðin verður að spara. Ef hún gerir það ekki þá verður ríkið að gera það. Ella getur illa farið,“ sagði Eiríkur Guðnason seðla- bankastjóri. -EIR Salmonella hefur fundist í einu hrossi á bænum Egilsstöðum í Ölf- usi. Ekki hafa fleiri skepnur á bæn- um smitast. Salmonellan hefur að mestu verið bundin við svæði í Rangárvallasýslu. „Við teljum okkur vita smitleið- ina í Ölfusinu," sagði Katrín Andr- ésdóttir héraðsdýralæknir við DV. „Hrossið mun að líkindum hafa smitast í gegnum síld. Hrossunum hafði verið gefin síld í vetur og það sást til vargfugls hamast í síldar- tunnunni þar sem hún stóð heima við bæinn.“ Katrín sagði, að þetta tilfelli væri ekkert til að hafa sérstakar áhyggj- ur af. Það væri einangrað og ekki tengt faraldrinum fyrir austan. Búið væri að taka sýni úr öðmm skepnum á bænum og ljóst að salmonellan hefði ekki borist í þau. „Þetta getur komið upp hvar sem er og hvenær sem er á landinu. Salmonellan er úti um allt,“ sagði héraðsdýralæknirinn. -JSS — Kynferðis- leg mis- neyting - málið í rannsókn Lögreglan i Reykjavík er að rann- Scika kæm sem varðar kynferðislega misneytingu á rúmlega fertugri þroskaheftri konu. Skv. heimildum DV fór konan í síð- ustu viku inn á kafilhús í miðborg Reykjavíkur. Tveir menn tóku hana tali og bað annar maðurinn hana um að aðstoða sig á snyrtingunni. Konan játaði og fór með mannin- um á snyrtingu kafilhússins þar sem grunur leikur á að hann hafi misnot- að sér andleg bágindi konunnar. -SMK ísland kynnt fyrir milljónum áhorfenda Svanhildur Konráðsdóttir, útgáfu- og kynningarstjóri Menningarborgarinnar, útskýrði fyrir Matt Lauer, stjórnanda banda- ríska morgunþáttarins Today’s Show, hvers vegna nafnið hennar endar á dóttir. Þættinum, sem nær til um 10 millj- óna manna, var sjónvarpað beint frá Btáa lóninu í gærmorgun. Fengu áhorfendur margar fleiri upplýsingar um okkar farsælda frón og yar þátturinn ákaflega góð landkynning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.