Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 14
[ 14 LAUGARDAGUR 6. MAI 2000 Fréttir DV Skortur á lögreglunemum kemur niður á löggæslu: Omenntað afleysingafólk eitt á ferð - mistök ófaglæröra geta haft alvarlegar afleiöingar, segir yfirlögregluþjónn Brjálaður ökumaður í leit að stæði á háannatíma í miðbæ Reykjavikur ræðst á bílinn þinn og stórskemmir hann með því að bakka nokkrum sinnum inn i hliðina á honum. Þú hringir skelfíngu lostin/n á lögregl- una og tannlæknanemi í einkennis- búningi kemur þér til hjálpar. Eða þú vaknar um miðja nótt við að vopnað- ur innbrotsþjófur hefur brotist inn á heimili þitt. Þú hringir í lögregluna og nýútskrifaður stjómmálafræðing- ur kemur aðvífandi á merktum lög- reglubíl með ljós og sírenur í gangi. Flestir búast við lærðum lögreglu- þjónum 1 svona tilfellum. Þó er það svo að stór hluti einkennisklæddra lögregluþjóna á íslandi eru ófaglæröir lögreglumenn og oft hámenntaðir í einhverju allt öðru en löggæslu. Af- leysingafólkið hefur fengið vikunám- skeið í löggæslu. Samkvæmt bókinni á það að vera í fylgd með reyndari lög- regluþjónum en reynslan hefur sýnt að það er oft ekki framkvæmanlegt. í dag, 6. maí, átti að vera síðasti dagurinn til að skila umsókn í Lög- regluskóla rikisins fyrir skólaárið 2001. Einungis 40 umsóknir um 40 pláss í skólanum höfðu borist sl. fimmtudag og þar sem svo virðist að fátt ungt fólk hafi áhuga á því að gæta laga og reglu í landinu var skilafrest- ur umsókna framlengdur til 12. maí. Lág laun ein af ástæðunum Það átti að fjölga nýnemum um átta manns á skólaárinu 2001 til þess að fá fleiri faglærða lögreglumenn og fækka hinum ómenntuðu í þessari stétt landsins. Undanfarin ár hefur innan við helmingur umsækjenda komist inn í skólann en nú virðist sem ekki takist að fylla hann. Þessa dagana er sérstaklega er erfitt að fá faglærða lögregluþjóna til starfa úti á landi og höfuðborgarsvæð- ið finnur fyrir skortinum líka. Kemur þar ýmislegt til, svo sem nægt vinnu- framboð, lág laun lögreglumanna og það að með breyttum áherslum í fjöl- Sigrún María Kristinsdóttír blaðamaður skyldulífi fólks er vaktavinna minna spennandi en áður var. Eins er lög- reglustarfið oft vanþakklátt starf. Lög- reglumenn vinna með fólki og þótt mestur hluti starfsins sé fólginn í því að hjálpa borgaranum þá kemur það fyrir að þeir þurfi að beita valdi. Gunnlaugur V. Snævarr hefur unn- ið við Lögregluskólann síðan 1988. Hann er menntaður kennari og byrj- aði sem lögreglumaður í sumarafleys- ingum fyrir um þremur áratugum. Með lögum skal land byggja Sveinn Kristján Rúnarsson er lögreglunemi sem mun klára skólann í vetur. Mikiö er um ómenntaða lög- reglumenn í lögregluliöi landsins. Mennt er máttur Gunnlaugur V. Snævarr yfirlögregluþjónn undirstrikar mikilvægi þess aö hafa menntaöa lögreglumenn viö löggæslu landsins. „I góðæri í þjóðfélaginu eins og hef- ur verið undanfarin ár er það svo að lögreglumenn hverfa til annarra starfa," sagði Gunnlaugur. „Þegar kreppir að í þjóðfélaginu þá koma menn aftur.“ Grunnlaun lögreglumanna á Is- landi eru um 85.000 kr. Gunnlaugur sagði að ein af ástæðum lágra launa lögregluþjóna væri hversu auðvelt það hefur verið fyrir ófaglært fólk að fá vinnu í lögreglunni. Afleysingafólk auðfundnara „Minni kröfur eru gerðar til afleys- ingafólks heldur en lögreglunema," sagði Gunnlaugur. Það fær sama bún- ing og faglærðir lögregluþjónar og er í útliti á engan hátt frábrugðið reynd- um, menntuðum lögreglumönnum. „Mikið af þessu afleysingafólki er öndvegisfólk," sagði Gunnlaugur. Þetta eru oft háskólamenntaðir menn og margir standa sig mjög vel í starfi. Á móti kemur að þeir eru nærri al- gjörlega ómenntaðir í lögreglustörf- um. Gunnlaugur líkti þessu við að hann, sem yfirlögregluþjónn og kenn- ari, gæti setið inni á læknaskrifstofu og sagt fólki með kvef að það ætti að fara heim i rúm og fara vel með sig en hann væri ófær um að sjúkdóms- greina eða meðhöndla alvarlega sjúk- dóma. “Ef eitthvað alvarlegt væri að þá gæti ég gert einhverja vitleysu." Sem dæmi um mistök sem ófag- lærðir lögreglumenn hafa gert er árekstrarskýrsla sem kom inn á borð til Gunnlaugs nýverið þar sem ólærð- ur lögreglumaöur hafði komið að árekstri og fyllt út þartilgerða skýrslu. „Það var fleira rangt í skýrslunni en rétt,“ sagði Gunnlaugur. Lögregluþjónninn hafði algjörlega snúið við árekstrinum svo að sá sem var í 100% rétti var skrifaður í 100% órétti. Eins hafði hann skrifað í dálk fyrir hámarkshraða á akbrautinni „0 km/klst.“ Sem betur fer var skýrslan svo röng að tryggingafyrirtækið tók ekk- ert mark á henni, en málið hefði getað farið á annan veg. nemana árið 1967. Val á nemum fór þannig fram að lög- reglustjórar um land allt sendu um- sækjendur í skól- ann og var það þá oft sumarafleys- ingafólk sem fór í nám. Árið 1997 var umsóknarreglum í skólann breytt þannig að hver sem er gat sótt um, svo framarlega sem hann eða hún upp- fyllti inntökuskil- yrði. Konur eru sérstaklega hvattar til þess að sækja um skólann en síð- an 1997 hefur fjöldi kvenna í lögregl- unni tvöfaldast og núna eru rúmlega 40 konur af 655 lög- regluþjónum í al- mennu lögreglu- starfí á íslandi. Af þeim 40 umsóknum sem höfðu borist skólanum á fímmtu- dag voru niu umsækjendur konur. Nýnemar byrja í skólanum f janú- ar. Engin skólagjöld eru tekin og er stór hluti námsins launaður. Námið er ekki lánshæft. Umsækjendur í Lög- regluskóla ríkisins eiga að vera 20 til 35 ára gamlir íslenskir ríkisborgarar sem ekki hafa hlotið dóm fyrir refsi- verðan verknað. Öll hegningarlaga- brot, svo sem þjófnaður, skjalafals og líkamsárásir, gera umsækjanda óhæf- an. Ef fimm ár eru liðin frá því að refsingu lauk fyrir minni háttar brot Strangar um- sóknarregl- ur Litið er um menn á miðjum aldri í al- mennum störfum lög- reglunnar þar sem margir fara annaðhvort í skrif- stofustörf innan lög- reglunnar eða í önnur störf. Því sér fólk helst annaðhvort mjög unga lögregluþjóna eða eldri starfsmenn lögreglunnar á götum landsins, eða „afana og ömmumar og bamabörnin," eins og gárungar hafa kallað þetta. Lögregluskólinn útskrifaði fyrstu 110 107 105 sóttu um sóttu um 100 90 80 70 sp Árið 98 88 sóttu um $ Umsókarfrestur fyrir 2000 60 50 var framlengdur tð 12. maí. Pláss er fyrir 40 manns nú en aðeins 32 nemendur komust inn árin '97—'99. er hægt að líta fram hjá því, sagði Gunnlaugur. „Eins leggjum við ekki öll brot að jöfnu,“ sagði Gunnlaugur og tók sem dæmi að mun harðara er tekið á sölu á bruggi en ólöglegri silungsveiði á stöng. Lífsreynsla nauösynleg Fyrir Alþingi liggur frumvarp þar sem lagt er til að aldurshámarkinu verði breytt svo að eldra fólk en 35 ára komist inn í skólann ef það stenst öll inntökuskilyrði. Meðalaldur lögreglu- nema hefur lækkað um þtjú til fimm ár á seinustu 20 árum og núorðið er meðalaldurinn rúm 24 ár. Ekki kemur til greina að lækka lágmarksaldurinn því fólk, yngra en 20, ára hefur hrein- lega ekki þá lífsreynslu sem þarf til lögreglustarfa og ekki verður lífs- reynsla lærð í skóla, sagði Gunnlaug- ur. „Það skiptir miklu máli að þetta fólk hafi einhverja lífsreynslu því þetta getur verið harkalegur heimur sem mætir því. Ég held að ekki séu allir tvítugir tilbúnir að mæta því.“ En reyndir menn gera líka mistök og hafa þarf í huga að lögreglumenn þurfa oft að taka ákvarðanir á sek- úndubrotum sem geta haft mikil áhrif á framvindu mála. Umsækjendur verða að tala góða ís- lensku, eitt annað Norðurlandamál og ensku eða þýsku og hafa lokið tveggja ára almennu framhaldsnámi. Frum- varpið sem liggur fyrir Alþingi gerir einnig ráð fyrir að starfsþjálfun eða önnur menntun sem jafna megi við tveggja ára framhaldsnám verði tekin gild sem inntökuskilyrði. Þar yrði vegið og metið og til dæmis gæti hundaþjálfari fengið inngöngu í skól- ann en húsgagnabólstrari ætti aftur erfiðara um vik. Gunnlaugur átti von á að þetta frumvarp yrði samþykkt í næstu viku. Eins verða umsækjendur að vera andlega og líkamlega heilbrigðir, standast almenna læknisskoðun, hafa ökuskírteini og vera syndir. Núna tekur námið að minnsta kosti 12 mánuði sem er styttra en áður var. Þótt nám- ið sé styttra er það markvissara, sam- felldara og hnitmiðaðra en áður var því kennararnir fylgja nemendum allt árið, líka í starfs- þjáifún sem ekki var gert áður. Eins hefur framhalds- deild Lögreglu- skólans tekið við hluta af námi lögreglumanna með símenntunar- kerfl og sérnám- skeiðum. Það sem af er árinu hafa 242 lögregluþjónar nýtt sér endurmenntunardeild Lög- regluskólans. 40 sóttu um $ Árið '00 'j\úco^s'1=.d\ c wr f Nýtt efni sem upphaflega var |»róað fyi NASA sem mótvægi á þeim þrýstingi sem geimfarar verða fyrir við geimskol. Aðlagast að líkamshita Evrópskar o« Amerískar stærðir Listhusínu Laugarda Alltfyrir góðan svefn og hetri heilsu Kynniðykkur frábœr ný verð á dýnum og rafmagnsbotnum, Verðdœmi: Amerísku heilsudýnumar Ein viðurkenndasta heilsudýna í heimi Ein mest selda heilsudýna á landinu Visco-Medicott 90 cm jn/botni 54.400. Chiropractic eða Visco Medicott Queen 89.900. King 119.900 Visco-Medicott 90 cm Tri/Rafmagrisbotni 87.900. 2 2 3 3 Dalsbraut 1, Akureyri, simi 461 1150 ' eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því þar á meðal þeir fslensku. www.svefnogheilsa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.