Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 32
32 Helgarblað LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 Jónas Franklín, læknir á Akureyri: - kærir sjúkrahúsið og vill fá starfið aftur „Mér finnst með þessari uppsögn ómaklega vegið að starfsheiðri mín- um og mannorði og mér finnst hafa verið komið fram við mig eins og einhvern glæpamann. Ég tel að brotið hafi verið á rétti mínum og vil berjast fyrir honum. Ég vil helst ekki þurfa að sækja þetta mál fyrir dómstólum landsins því ég bind vonir við að enn megi ná sáttum en sjái ráðuneytið enga ástæðu til að grípa inn í verð ég að gera það.“ Þetta segir Jónas Franklín, kven- sjúkdómalæknir á Akureyri, um samskipti sín við stjórn og yfir- menn Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri en 18 ára starfsferli Jónasar er nýlokið með uppsögn. Þegar Jónasi Franklin var sagt upp störfum sem lækni við kvenna- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri hafði hann verið fastráðinn þar frá október 1982 en hann kom fyrst til starfa sem ungur lækna- stúdent sumarið 1972. Uppsögnin áfall Þetta er ekki í fyrsta skipti sem erflðleikar eru í samskiptum for- stöðumanna sjúkrahússins á Akur- eyri og lækna þar því 1996 sagði Kristján Baldvinsson yfirlæknir upp störfum undir miklum þrýst- ingi frá stjórn FSA og nokkrum árum áður var Gauti Arnþórsson yfirlæknir einnig látinn hætta störfum við sjúkrahúsið. „Ég var á sínum tíma beðinn aö sækja um þessa stöðu þegar ég var í framhaldsnámi í Svíþjóð og ég var mjög sáttur við það enda við hjónin bæði innfæddir Akureyr- ingar og fognuðum því að fá tæki- færi til að setjast að á heimaslóð- um. Þessi uppsögn varð mér töluvert áfall. Ég veit vel að ég er ekki alltaf auðveldur í samstarfi, ég er ráðrík- ur og vil helst hafa hlutina eftir mínu höfði og rekst því illa í hóp. Samstarfið á deildinni hefur verið með þeim hætti undanfarin ár að ég hafði hugleitt að gera breyting- ar á starfstilhögun minni þar en ekki náð að ræða það neitt við stjórn sjúkrahússins sem mér fannst taka því illa. Ég átti gott samstarf við starfs- fólkið á deildinni almennt og tel að ég hafi verulegan stuðning í þeim hópi. Ég tel mig ekki hafa sýnt óviðunandi framkomu eða athafnir í starfi og uppsögnin var því fyrir- varalaus og samkvæmt því ólög- mæt.“ Þetta eru ástæðurnar Það var 31. janúar sl. sem stjóm FSA boðaði Jónas á sinn fund skömmu fyrir hádegi. Þar tilkynnti Halldór Jónsson forstjóri honum munnlega að honum væri sagt upp störfum með hefðbundnum þriggja mánaða fyrirvara frá 1. febrúar. Á þessum fundi rökstuddi Halldór uppsögnina munnlega og drap eink- um á fjögur atriði sem helstu ástæð- ur uppsagnarinnar. Þau eru: a) „samstarfsörðugleikar". b) „óviðunandi framkoma" sem annars vegar fælist í baktali og rógi og hins vegar „óhlýðni við löglegt boð yfirmanna". c) „ófullnægjandi árangur í starfí". Jónas segir að fyrir utan það að hann telji uppsögnina ólöglega þá telji hann hafa verið vegið að mann- orði sínu og starfsheiðri. „Sama dag og mér er tilkynnt um uppsögnina er allt starfsfólkið kallað á fund. Þar tilkynnir yfirlæknir kvennadeOdar því að mér hafi verið sagt upp störfum. Engar frekari út- skýringar voru gefnar af hálfu hans og starfsmannastjóra en sagt að þeir vildu mín vegna ekki rekja ástæður uppsagnarinnar. Þetta var það versta sem þeir gátu gert því fólk fór strax að gera sér í hugarlund að ég hefði brotið stórkostlega af mér. Þetta barst síðan um allan bæ.“ Jónas og Vilhjálmur Samkvæmt bestu heimildum DV hefur samstarf Jónasar og yfirlækn- is deildarinnar, Vilhjálms Kr. Andr- éssonar, lengi verið mjög stirt og i togstreitu og árekstrum þeirra á milli mun vera að flnna uppsprettu ósamkomulagsins. Vilhjálmur kom til starfa á FSA 1996, eftir að Krist- ján Baldvinsson lét af störfum, en Jónas sótti um starfið á móti hon- um. Kunnugir segja að Jónas og Vil- hjálmur hafi gert sér flest að deilu- efni, bæði meðferð sjúklinga og skipulag starfsins. Starfsandinn á deildinni var því oft mjög erfiður af þessum ástæðum og ýmsum fleiri áfóllum sem komu upp. I byrjun árs 1997 þótti ástandið vera orðið svo slæmt að Högni Óskarsson geðlækn- ir og Hulda Guðmundsdóttir félags- ráðgjafi voru fengin til þess að halda fundi með starfsfólki og bæta starfsandann. Þau héldu fjóra fundi á 12 mánaða tímabili og skiluðu skýrslu þar sem fram kemur það álit þeirra að Jónas eigi verulegan þátt í slæmum starfsanda og best væri ef deildin gæti „losað" sig við hann. Þessa skýrslu fékk Jónas ekki að sjá fyrr en eftir að honum var sagt upp í vetur og er verulega óá- nægður með það. Jónas leitar lögfræðinga Jónas var þegar í stað afar ósátt- ur við það hvemig að uppsögninni DV-MYNDIR: TEITUR Saumaklúbbur á Akureyri safnaði undirskriftum til stuðnings Jónasi þar sem skorað er á sjúkrahúsið að draga uppsögnina til baka. Nærri 400 skrifuðu á listann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.