Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2000, Blaðsíða 46
54 •■Tilvera LAUGARDAGUR 6. MAÍ 2000 X>V Rómantík á Signubökkum - París er paradís paranna 1 hugum margra er París ein rómantlskasta borg heimsins. Þó halda megi fram að hún sé aðeins stór og óhrein borg á árbakka fá flestir glampa í augun og fara að tala um vorið og ástina eða eitt- hvað álíka kjánalegt. Vor og haust eru að margra mati skemmtilegasti tíminn til að heimsækja París því þá eru veður þar oft bærileg. Yfir hásumarið getur orðið óbærilega heitt og þá nær mengun og molla slíku flugi að einungis innfæddir geta þolað við en í ágúst yfirgefa þeir flestir borgina. í París mætti dvelja í marga daga við það eitt að skoða lista- söfn, merkar byggingar, snuðra á flóamörkuðum og hlusta á nið ald- anna eins og hann bærist frá veðruðum veggjum og steinlögð- um strætum þessarar öldnu borg- ar. Lítum á nokkur ómissandi at- riði. Bestu söfnln Frægasta listasafn heims og eitt það stærsta er Louvre-safnið í gamalli konungshöll í hjarta bæj- arins. Sagt er að gangamir i Lou- vre séu samtals 17 kílómetrar að lengd en ekki er þörf á að ganga það allt til að sjá fræg málverk. Við innganginn er hægt að kaupa prýðisgóð kort sem á eru merkt frægustu verk safnsins, s.s. Mona Lisa, Venus frá MUo og ótal fleiri. Á Louvre er list gegnum aldimar tU 19. aldar. Orsay-safnið er steinsnar hand- ar árinnar frá Louvre og eru bygg- ingamar að stofni tU gömul járn- brautarstöð. Þar er list frá 19. og 20. öld og skrautfjaðrir safnsins eru höggmyndir Rodins og mál- verk frönsku impressionistanna. Pompidou-safnið er ein frægasta bygging Parísar á seinni timum. Safnið opnaði aftur nýverið eftir gagngerar endurbætur. Þar er gott safn nú- tímalistar og m.a. myndir eftir Erró og Dieter Roth. ÖU þessi söfn er hægt að skoða undir leiðsögn en einnig má fá afbragðsgóða bæklinga og kort í anddyri sem gera leið- angur upp á eigin spýtur mjög auð- veldan. Glæsilegustu torgin Place de la Concorde er rétt hjá Louvre-safiiinu. Þar stendur stein- súla ein mikU kom- in aUa leið frá Eg- yptalandi og er 3500 ára gömul. Hér stóð fallöxin sem sneið höfuð margra af i kjölfar frönsku stjórnar- byltingarinnar. Beint vestur frá torginu liggur hin fræga breið- gata Champs Elysées tU Sig- urbogans. Á sumrin er Par- isarhjól starf- rækt í garðinum við torgið og er þá hægt að kaupa sér snún- ing í því fyr- ir 70 'FZfiFZ&L franka eða svo og fást þrír hringir fyrir. Hjólið er nógu hátt tU þess að í góðu veðri gefist óviðjafnan- legt útsýni yfir borgina efst úr því, sérstaklega snemma á sunnudegi þegar umferð er ekki mikU. Mörgum finnst Concorde-torgið eitt hið glæsUegasta í heimi en París státar af fleiri faUegum torg- um og má þar nefna Place de Vos- ges sem er í 4. hverfi kenndu við Marais eða mýrina. Þetta er elsta torg Parisar, frá 1612, og óspUlt með öUu. Einnig mætti nefna Place Vendóme i 1. hverfi og Place de Victoires í 2. hverfi. Ekkert gefur eins góða tilfinn- ingu fyrir stórborg eins og að sitja við torg og virða fyrir sér mannlif- ið. Þar er lifað sérstöku torglífi sem er óþekkt í svölu íslensku veð- urfari. Besta útsýnið Mörgum ferðamönnum finnst gaman að prUa upp í eitthvað eða upp á eitthvað tU þess að sjá yfir nánasta umhverfi sitt. Mörg tæki- færi bjóðast tU þess í París. Eitt væri að nefna Eiffeltuminn sem er trúlega eitt frægasta mannvirki borgarinnar en þar er oft löng röð eftir hinu merka útsýni. Sama má segja um tuma og rið Notre-Dame eða Vorrar Frúarkirkju. Ef menn nenna að pjakka upp foma stiga gefst afar fagurt útsýni yfir mið- borg Parísar en það getur þurft aö hinkra í röð. Af Sigurboganum er einnig faUegt útsýni. Margir segja að besta út- sýnið yfir París sé af efstu hæð verslunarmiðstöðvarinn- ar La Samaritaine sem stend- ur skammt frá Louvre- safninu i miðri París. Þar er veitingastaður einn virðulegur fyrir þreytta verslunargesti og borg- in liggur við fætur manna aUan hring- inn. í Mont- pamasse- tuminum í 14. hverfi, sem er eini skýja- kljúf- ur- IT\ inn í París, er hægt að þjóta upp á 56. hæð í einni hröðustu lyftu í Evrópu. Hún fer upp 56 hæðir á 38 sekúndum. Margir ganga um Montmartre- hæðina þar sem Sacré-Cœur-kirkj- an gnæfir við loft. Af kirkjutröpp- unum þegar kvöldsólin slær bjarma á þreytta elskendur er óviðjafnanlegt útsýni yfir þökin í París og hægt að þekkja nokkur frægustu kennUeiti borgarinnar. Hvernlg kemst ég á stað- fnn? Það er hægt að ferðast með strætó, leigubUum, rútum og lestum í París. Besta og þægUegasta aðferð- in er samt að nota neðanjarðarlest- ina, le métro. Fyrir einn miða sem kostar 8 franka (88 kr. ísl) er hægt að vafra um borgina þvera og endi- langa og skipta eins oft og maður þarf. Mjög skýrt og gott skUtakerfi, í inngöngum, á pöUunum og inni í vögnunum, gerir nær ómögulegt að vUlast. Þetta er sú aðferð sem heimamenn nota tU aö komast mUli staða og gefur skemmtUega sýn inn í mannlífið. Útsýnið er þó snöggtum betra úr strætó og er hægt að kaupa camet eða búnt 10 miöa, sem gUda jafnt í strætó sem metró, á 55 franka. Hvað kostar þetta? Stakur miði í metró kostar 88 krónur. KaffiboUi kostar 70-300 krónur eftir því hve fint kaffihús- ið er og hvort þú sýpur það við barinn eða sitjandi úti á stétt. Það er dýrast á stéttinni. Bjór, 33 cl., kostar 150-300 krónur eftir stöð- um. Það er hægt að borða í Paris fyr- ir 1000 krónur á mann og upp úr. En það sem ljær París sína töfra er iðandi litríkt mannlífið, andrúms- loft margra alda menningar, stríða og átaka og matarmenningin fjöl- breytta. AUt þetta kostar i raun- inni ekki neitt nema opinn huga, augu og eyru. Paris Engin borg hefur á sér eins rómantíska ímynd og París aö vori. Vikulegar gönguferðir Á hverjum sunnudegi ieggur hópur íslands Center upp frá Ráöhústorgi og gengur síöan um gamla bæinn. Kaupmannahöfn: Gönguferð á íslendinga- slóðum Á tímabUinu 7. maí tU 1. október í sumar stendur íslands Center í Kaup- mannahöfn fyrir vikulegum göngu- ferðum á íslendingaslóöir í borginni. Ferðimar verða famar á hverjum sunnudegi þetta tímabU og hefjast stundvíslega kl. 11. Lagt verður af stað frá H.C. Andersen styttunni á Ráðhús- torgi og gengið sem leið hggur um gamla bæinn með viðkomu á stöðum sem sérstaklega snerta sögu íslands bæði fym og nú. Á Kolatorgi verður gerður stuttur stans og fólki er gefinn kostur á að fá sér hressingu. Gönguferðin endar kl. 13 í Jónshúsi þar sem safn Jóns Sig- urðssonar verður skoðað. Þátttöku- gjald fyrir fuUorðna er dkr. 100 en ókeypis fyrir böm yngri en 12 ára. Leiðsögumenn í þessum sívinsælu gönguferðum eru: Guðlaugur Arason rithöfundur og Bjarmi Guðlaugsson námsmaður. Hópum er gefmn kostur á leiðsögn um íslendingaslóðir utan þessa tíma ef minnst 5 manns er í hópnum. Nánari upplýsingar í síma: +45 21908207 eða +45 20427056. Framnás: Sænsku- námskeið Norræna félagið á íslandi, í sam- vinnu við Nomæna félagið í Nombott- en i Norður-Svíþjóð, gefúr 15 íslend- ingum kost á 2ja vikna sænskunám- skeiði við lýðháskólann i Framnas dagana 30. júlí tU 11. ágúst nk. Um- sóknarfrestur er tU 7. maí nk. Um- sóknareyðublað og allar nánari upp- lýsingar um kennsluform og kostnað er hægt að fá á skrifstofu Norræna fé- lagsins, Bröttugötu 3b, Reykjavik, simi 5510165. Hátækni á herbergi 217: Fjarstýrð lykt og fuglasöngur Hótelherbergi gerast æ tækni- væddari ef marka má nýjustu fréttir frá Arc de Tri- omphe-hótelinu í París en þar hef- ur herbergi 217 verið tölvuvætt svo um munar. Kostnaður við framkvæmdimar hljóp á mUljónum en hugmynd hót- elhaldaranna er að gjörbreyta upplifun hótel- gesta. Þeir sem gista í herbergi 217 geta með tölvubúnaði breytt lýsmgu, hljóðum og lykt í herberginu með því einu að nota flarstýringuna. Þá geta þeir sem kunna lítt að meta óhljóð í vekjara- klukkum vaknað við fúglasöng eða öldunið og tU að auka enn á stemning- una er hægt að stilla búnaðinn þannig að blómailmur fylgi með. Gisting á herbergi 217 kostar um 30 þúsund krónur. Franska hótelkeðjan Sofitel hyggst koma upp fleiri hátækni- herbergjum á næstu misserum og geta gestir hótelkeðjunnar í Feneyjum, Köln, Amsterdam, Genf og London val- ið að gista á slíku herbergi. Fuglasöngur Á herbergi 217 er hægt aö stilla fuglasönginn í botn aö morgni og jafnvel yfir- gnæfa hávaöa sem fylgirgjarna öskukörlum sem eru aö sinna morgunverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.