Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Fréttir
DV
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra:
Reyðarfjörður þolir
ekki risaálver
- mengunarhætta vegna staðviðra og hafstraumar órannsakaðir
Rey&arQöröur.
„Veðurstofan óttast aö ekki veröi endurnýjun á lofti í firðinum og aö mengun-
arefni geti safnast upp, “ segir Hjörleifur Guttormsson.
„Það er verk-
smiðjan sem kall-
ar á virkjanimar
og menn ættu
fyrst að velta fyr-
ir sér hvort ekki
sé eitthvað við
hana að athuga,“
segir Hjörleifur
Guttormsson,
fyrrverandi al-
þingismaður og
iðnaðarráðherra
og meðlimur
Náttúruvemdar-
samtaka Austur-
lands sem sendu í
gær frá ályktun
gegn stóriðju- og
virkjanaframkvæmdum á Austur-
landi.
Hjörleifur segir áhrif fram-
kvæmdanna við Kárahnúkavirkjun
vissulega risavaxna í öllu tilliti og í
því sambandi sé mörgum mjög
flóknum spumingum ósvarað og
fyrirsjáanleg mikil náttúruspjöll.
Hann telur engu að síður að menn
eigi fyrst að beina athygli sinni að
samfélagslegum og umhverfislegum
áhrifum risvaxins álvers á Reyöar-
firði.
Tvísýnt fyrir Reyðarfjörð
„Að setja allt að 480 þúsund tonna
verksmiðju niður í örsamfélag er
mjög tvísýnt samfélagslega séð. Það
yröi leiðinlegt samfélag sem kæmi
út úr því. Reynslan af slíkum samfé-
lögum í Noregi er að minnsta kosti
dapurleg. Síðan má spyrja hvort
umhverfi Reyðarfjarðar beri þessa
verksmiðju því þótt menn vandi sig
í mengunarvömum þá losar svona
verksmiðja heil ósköp. Veðurstofan
sagði i ítarlegri skýrslu í nóvember
í vetur að það væri mjög tvísýnt
með 240 þúsund tonna verksmiðju,
hvað þá stærri. Reyðarfjörður er
langur og þröngur með þúsund
metra háum fjöllum og óvanalega
miklu staðviðri sem tekur eiginlega
öllu fram í hliðstæðum fjörðum á ís-
landi. Það sem Veðurstofan óttast er
að við þessar staðviðrisaðstæður,
sem geta jafnvel varað vikum sam-
an, verði ekki endumýjun á lofti í
firðinum og að mengunarefni geti
safnast upp,“ segir Hjörleifur sem
telur alls ekki líklegt að verksmiðj-
an nái í gegnum lögformlegt um-
hverfismat. Hann bendir enn frem-
ur á að enn hafi engar rannsóknir
farið fram á hafstraumum í Reyðar-
firði þótt aðstandendur fyrirhugaðs
álver séu væntanlega að hugsa um
vothreinsun með tilheyrandi skolun
og losun i sjó.
Enn einn milljaröur í óvissu
Til viðbótar fyrri milljarða fjárfest-
ingum sínum vegna virkjunaráforma
á Austurlandi hyggst Landsvirkjun
leggja 1 milljarð króna í rannsóknir á
Kárahnúkavirkjun samhliða vinnu
Reyðaráls við rannsóknir og fjár-
mögnun álversins. Ekkert verður af
virkjunarframkvæmdum komist
verksmiðjan ekki í gegnum lögform-
legt umhverfismat og hið kostnaðar-
sama starf Landsvirkjunar þar með
væntanlega unnið fyrir gýg. „Það
liggur mest á undirstöðurannsóknum
vegna'verksmiðjunnar og að þær fari
frarn áður en menn leggja stórfé í
frekari virkjunarrannsóknir," segir
Hjörleifúr Guttormsson.
Þess má geta að 31. maí mun
skipulagsstjóri ríkisins birta úr-
skurð sinn vegna tveggja mögulegra
háspennulínustæða frá stöðvarhús-
inu neðan Teigsbjargs í Fljótsdal nið-
ur á Reyðarfjörð en allnokkrar at-
hugasemdir munu hafa borist vegna
þeirra áður en skilafrestur rann út
10. maí sl. -GAR
Margþætt áhrif
álvers
„Leiöiniegt sam-
félag sem kæmi
út úr því, “ segir
Hjörleifur Gutt-
ormsson um ál-
ver í Reyöarfirði.
Stjórnarformáður Hæfis segir álver mjög góða fjárfestingu fyrir lífeyrissjóði:
Lífeyrissjóöir til Reyöarfjaröar
- segir Reyðarál vinna í samráði við lífeyrissjóðina sem fylgist vel með
Hæfi hf. og Hydro Aluminium,
sem saman eiga Reyðarál hf., munu
fram til 1. febrúar 2002 leggja nokk-
ur hundruð milljónir króna vegna
undirbúnings að álveri á Reyðar-
firði.
Ætlunin er að útvega nýja hlut-
hafa að fyrirtækinu en Erlendur
Magnússon, stjómaformaður Hæfis
hf., segir enn ekkert liggja fyrir um
það hverjir þeir verða.
Auk hlutafjár upp á ótiltekna
milljarðaupphæð hyggst Reyðarál
leita eftir lánsfé á alþjóðamarkaði
til að fjármagna langstærstan hluta
framkvæmdanna, en verksmiðjan á
að kosta um 100 milljarða króna. Er-
lendur segir líklegast að öflun láns-
fjárins fari fram á svipaðan hátt og
fiármögnun Norðuráls, þ.e.a.s. með
verkefnisfiármögnun í umsjá
banka.
„Lánardrottnar munu horfa á
vænt tekjuflæði og á það hvaða
áhættuþættir kunna að setja strik í
reikninginn, hvort sem það er í fiár-
festingunni sjálfri eða í rekstrinum.
Við reynum því að fyrirbyggja þá
áhættu eins og hægt er til þess að
draga úr fiármagnskostnaði,“ segir
Erlendur um starfið sem fram und-
an er.
Óviss milljarðaupphæð
í hlutafé
Erlendur segir óljóst hversu mik-
ið hlutafé Reyðaráls hf. verður.
„Það er þó ljóst að það eru einhverj-
ir milljarðar. En það eru engar upp-
hæðir sem menn ættu að hafa
áhyggjur af að ekki sé hægt að út-
vega,“ segir hann.
Að sögn Erlends eru líklegustu
hluthafar í Reyðaráli, að frátöldum
Hæfi og Hydro og hugsanlegum er-
lendum fagfiárfestum, þeir fiárfest-
ar sem virkastir séu á hlutabréfa-
markaðnum hérlendis, þ.e.a.s. fiár-
festinga- og lífeyrissjóðir. „Þeir hafa
mestu kunnáttuna í að meta fiár-
festingar og hafa mestu burði til
slíkra stórverkefna. Ef enn lengra
er horft fram á veginn er mjög lík-
legt að fyrirtækið verði sett á al-
mennan markað þó það verði ekki
gert strax í upphafi," segir hann.
„Samanlagt gætu lífeyrissjóðimir
verið nokkuð stór hluthafi og það er
ekki ólíklegt að svo verði. Við erum
auðvitað í samráði og sambandi við
lífeyrissjóðina, enda eru þeir stórir
hluthafar í þessum fyrirtækjum
(sem standa að Hæfi) þannig að þeir
fylgjast vel með þessu máli og hafa
á því sínar skoðanir sem menn taka
tillit til. Ég held hins vegar að þetta
sé mjög góð fiárfesting fyrir lífeyris-
sjóðina vegna þess að verkefnið býr
til pening í langan tíma og tekju-
flæðið er óháð til dæmis íslenskum
sjávarútvegi þannig að með þessu
væru sjóðimir að dreifa áhættu og
sveiflujafna," segir Erlendur Magn-
ússon. -GAR
Veðriö í kvöld
Blæs enn úr norðri
Síödegis og í kvöld er gert ráð fyrir norðaustan
og austanátt, 5-8 m/s víðast hvar. Skýjað
verður að mestu norðan- og austanlands
og dálítil súld með köflum eöa þokuloft,
einkum viö sjóinn, en léttskýjað og stöku
síðdegisskúrir suðvestan til.
Sólargangur og sjávarföll
REYKJAVÍK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.17 23.15
Sólarupprás á morgun 03.32 03.03
Síðdegisflóö 13.19 17.52
Árdegisflóö á morgun 01.49 05.82
Skýiliigar á veðurtáknum
^*"*ViNDÁTT 10 4— HITl m -io" ^VINDSTYRKUR i metrum á sftkúmlu Íf: HEIOSKÍRT
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ o ALSKÝJAÐ
. o Ö w Q
RIGNING SKÚRIR SIYDDA SNJÓKOMA
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Allt eftir veðríi
Daginn lengir
Nú er daginn heldur betur tekið aö
lengja og virðist það alltaf koma manni
jafnmikið á óvart. Skiptir engu máli þó
maður sé borinn og barnfæddur hér á
landi. Margir eiga erfitt meö aö venjast
birtunni eftir langan og dimman vetur
og geta jafnvel ekki fest svefn á
næturnar. Aðrir eru birtunni fegnir og
skella sér í göngutúr t miðnætursólinni
eða leika golf fram undir morgun.
Veðrið á morgun
Léttskýjað víðast hvar
Á morgun er gert ráð fyrir aö léttskýjað verði víðast hvar en stöku
síðdegisskúrir sunnan til. Sums staðar á noröanverðu landinu má búast
við lítilsháttar rigningu meö köflum.
Mánudagur
Vindur: ( rf.—,
3-8 m/e \ \
Hiti 2* tii 7”
Eftlr helgl spálr
Veöurstofan hægrl
breytllegrl átt um mest
allt land. Skýjaö veröur
meö köflum, smáskúrlr og
fremur svatt.
Þriöjudagur
Vindur: //~j
5—10 m/%
Hiti 3° til 8”
Á þrlöjudag má enn búast
vlö hægrl breytllegrl átt
um mest allt land. Skýjaö
veröur meö köflum,
smáskúrlr og fremur svalt.
Gert er ráö fyrlr fremur
köldu veöri, skýjað veröur
meö köflum og smáskúrir
víöast hvar. Enn er spáö
hægrl breytilegri átt.
bmm*
AKUREYRI skýjaö 7
BERGSTAÐIR léttskýjaö 8
BOLUNGARVÍK skýjaö 4
EGILSSTAÐIR 5
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 10
KEFLAVÍK hálfskýjað 9
RAUFARHÖFN alskýjað 3
REYKJAVÍK léttskýjað 10
STÓRHÖFÐI úrkoma 8
BERGEN skýjaö 12
HELSINKI rigning 15
KAUPMANNAHÖFN skúrir 15
OSLÓ skýjaö 13
STOKKHÓLMUR 10
ÞÓRSHÖFN skýjað 9
ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 13
ALGARVE skýjaö 20
AMSTERDAM skýjaö 16
BARCELONA léttskýjaö 22
BERLÍN alskýjaö 16
CHICAGO skýjað 15
DUBLIN hálfskýjaö 11
HALIFAX alskýjað 11
FRANKFURT skýjaö 19
HAMBORG skýjaö 17
JAN MAYEN skýjaö 4
LONDON rigning 12
LÚXEMBORG skýjaö 16
MALLORCA léttskýjaö 25
MONTREAL alskýjaö 12
NARSSARSSUAQ léttskýjaö 7
NEW YORK heiöskírt 16
ORLANDO þokumóöa 23
PARÍS skýjað 20
VÍN léttskýjaö 24
WASHINGTON heiöskírt 18
WINNIPEG heiöskírt 8
mstmsmm,