Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 6
6
Fréttir
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
J>V
Konungbornir gestir í opinberri heimsókn hér á landi:
Blíðuveður heilsaði
Jórdaníukonungi
- konungshjónin halda af landi brott í dag í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna
Það var blíðuveður á Bessastöð-
um þegar Jórdaníukonungur,
drottning hans og foruneyti renndu
í hlað í gær. Eftir móttökuathöfn
Höfðinglegar móttökur
Hólmfríöur Bjömsdóttir klæddist
upphlut og gaf tignum gestum blóm.
Abdullah II í ÍE
Jórdaníukonungur vill aö þjóö sín
taki þátt í uþplýsingatækni og al-
þjóöavæöingu 21. aldarinnar. Kon-
ungi og forseta íslands var sýnd
starfsemi íslenskrar erföagreiningar.
Meö þeim er Kári Stefánsson, for-
stjóri íslenskrar erföagreiningar.
Rania Jórdaníudrottning
ræöir viö Dorrit Moussaieff, veröandi forsetafrú.
DV-MYNDIR GVA OG ÞÓK
ræddust forseti íslands og Abdullah
konungur stuttlega við og Rania
drottning kynnti sér starfsemi
Barnaverndarstofu. Að hádegis-
verði loknum hélt drottningin í leik-
skólann Jörfa við Hæðargarð en
konungurinn kynnti sér starfsemi
íslenskrar erfðagreiningar undir
leiösögn Kára Stefánssonar. Síðdeg-
is í gær var svo kynning á íslensk-
um hugbúnaðarfyrirtækjum á Hótel
Sögu. Dagskrá gærdagsins lauk með
hátíðarkvöldverði á Bessastöðum til
heiðurs Abdullah n og drottningu
hans.
í fylgdarliði konungshjónanna
eru m.a. tvö böm þeirra, fjölskyldu-
meðlimir, ráðherrar og hirðstjóri.
Auk vanalegrar öryggisgæslu í til-
efni komu þjóðhöfðingja á Bessa-
staði voru vopnaðir lífverðir kon-
ungsins.
Bæði Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, og Jórdaníukonung-
ur vonuðu að heimsóknin leiddi til
aukins samstarfs og viðskipta land-
anna. Konungurinn hugðist sérstak-
lega kynna sér tækni íslendinga á
sviði erfðagreiningar og nýtingar á
jarðhita, en jarðhita er að finna í
Jórdaníu þó hann sé ekki nýttur.
Hann sagði ísland því vera ákveðna
fyrirmynd á ýmsum sviðum. Spurð-
ur um þá sérstöku aðferð aö dulbúa
sig til að komast meðal þegna sinna
sagði hann hana gefast vel til að
kynnast af eigin raun hvemig kerf-
ið og ríkisstofnanimar virkuðu.
Á dagskránni í dag er ferð í
Svartsengi og þaðan er haldið i Bláa
lónið. Áætluð brottfór konungsins
er um hádegisbil en héðan heldur
hann í opinbera heimsókn til
Bandaríkjanna. -HH
________Sfli'" Umsjón:
Hördur Krístjánsson
Tveir í hóp
Guðlaug Þór
Þórðarson,
borgarfulltrúi og
D-listamaður,
sem talinn var
hafa villst er
hann átti að
taka þátt í golf-
keppni á útihá-
tíð í efra Breið-
holti um síð-
ustu helgi er kominn i leitimar.
Samkvæmt áreiðanlegum heimild-
um mun Gulli þó ekkert hafa verið
að villast. Ástæða þess að hann
mætti ekki til golfkeppni borgar-
fulltrúa var að hann átti í erfið-
leikum með að finna hátíðina
sjálfa. Stórhátíðin sem átti að vera
rós í hnappagat R-lista og sumar-
glaðningur til hverfisbúa var frem-
ur fámenn. Guðlaugur mun hafa
leitað uppi stærsta hópinn á svæð-
inu til að spyrjast fyrir um golf-
keppnina, en hvorugur viðmæl-
enda gat upplýst hann um málið...
Engin smápeð
Hestamaður-
inn Haraldur
Haraldsson í
Andra þykir
klár i viðskipt-
um við erlenda
hestajöfra. Sagt
er að hann láti
ekkert vaða
ofan í sig,
sama hversu
háum tignarstöðum viðskipta-
menn gegna. Innvígöir hestamenn
segja þetta ekkert skrýtið. Halli
hafi nefnilega góðan bakhjarl. í
sameiningu gætu hann og Jón
Ólafsson, heiðursformaður
íþróttadeildar Fáks, beitt konung-
legum uppruna til að fá hvern
sem er til að taka ofan. Að sögn
fróðra mun Jón vera afkomandi
Kristjáns Hálfdáns Jörgens
Kristjánssonar 9. Danakonungs
þó gögn um samband hans og
þjónustustúlku í hirð konungs
hafi verið afmáð. Jón er því ná-
frændi Margrétar Danadrottn-
ingar og Elísabetar Englands-
drottningar svo það er ekki við
nein smápeð að etja...
Síðasta verk Barböru
Ólafur Ragn-
ar Grímsson,
forseti íslands,
tilkynnti trúlof-
un sína og Dor-
ritar Moussai-
efif á blaða-
mannafundi á
Bessastöðum sl.
fimmtudag.
Þótti angurvær
blíða svífa þar yfir vötnum. Gam-
all allaballi hafði á orði að það
gæti varla verið að fyrrum félagi
hans, hörkupólitíkus og Möðruvell-
ingur, Ólafur Ragnar Grímsson,
hefði samið ræðuna. Hún hefði
verið svo silkimjúk og í takt við
bleika dragt Dorritar að engu væri
líkara en handritið hefði verið síð-
asta verk Barböru Cartland...
Össur loðinn?
Össur Skarp-
héðinsson þyk-
ir skemmtilegur
maður og til
alls líklegur
sem formaður
hins nýja
flokks Samfylk-
ingarinnar.
Ekki eru þó
allir á eitt sátt-
ir um sókn krata inn á miðjuna i
pólitíkinni og þykir þeir famir að
vera heldur hallir undir markaðs-
hyggjuna. Af því tilefni fæddist
þessi vísa:
Samfylking á miðju fer
flytur markaðsboðin.
Stefnuskrá og Össur er
ákaflega loðin.
-PK.