Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 65
73 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I>"V Tilvera Giuliani 56 ára Rudolph Giuliani fæddist í Brook- lyn þennan dag árið 1944. Giuliani hef- ur verið borgarstjóri New York borgar frá árinu 1994. Um skeið hugðist Giuli- ani bjóða sig fram til öldungadeildar Bandaríkjaþings og keppa þar með við frú Hillary Clinton. Nýverið hætti Giuliani hins vegar við framboð og er ástæðan talin tvíþætt; annars vegar skilnaður hans við eiginkonuna og hins vegar krabbamein sem hann greindist nýlega með. Afmælisbörn Joseph þrítugur Enski leikarinn Joseph Fiennes er þrítugur í dag. Joseph á að baki glæstan feril í leikhúsum Lundúna- borgar og í kvikmyndum. Hann er litli bróðir annars frægs leikara, Ralph Fiennes. Meðal frægra kvik- mynda Josephs er vert að nefna Elizabeth, þar sem hann lék á móti Cate Blanchett og Shakespeare in Love, en þar var mótleikari hans engin önnur en Gwyneth Paltrow. Stjörnuspá Cildir fyrir sunnudaginn 28. maí og mánudaginn 29. maí œm Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): Spá sunnudagsins: Þér gengur óvanalega vel 1 að einbeita þér og verður EÉsíi mikið úr verki. Þess vegna verður þú ekkert uppriflnn þegar stung- ið verður upp á skemmtun í kvöld. Spa mánudagsins: Þú ert fremur einmana um þessar mundir. Þú þarft sjálfur að gera eitt- hvað til að bæta þar úr þar sem ekk- ert gerist algjörlega án fyrirhafnar. Hrúturinn (21. mars-19. aprih: Breytingar eru í aðsigi, jafnvel búferlaflutning- » ar. Þú fagnar þeim þar sem þú hefur beðið þeirra lengi. Happatölur þínar eru 5, 28 og 30. Spá mánudagsins: Þér veitir ekki af að nýta morgun- inn vel til allra verka þar sem þú verður fyrir truflunum síðdegis. Þú færð fréttir af fjarlægum vini. Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Spá synnudagsins: ' Miklar breytingar verða á lífi þínu á næstunni. Þú fagnar þeim þar sem þér finnst tilveran hafa verið harla tilbreytingarlítil undanfarið. Spá mánudagsins: Mikiivægt er að þú haldir ró þinni þó að fólk sé eitthvað að æsa sig í kringum þig. Gefðu þér góðan tíma áður en þú tekur erfiða ákvörðun. Liónið (23. iúlí- 22. áeústl: Spá sunnudagsins: Vinur þinn endurgeld- ur þér gamla skuld sem þú varst nærri bú- inn að gleyma. Heimilisstörfin taka mikið af tíma þínum. Spá mánudagsins: Hikaðu ekki við að leita þér að- stoðar við að leysa erfitt verkefni sem þú þarft að leysa. Vinur þinn borgar þér gamla skuld. Vogín (23. seot.-23. okt.): Spa sunnudagsins: I Best er að tala hreint út um mál sem er farið að *,f verða talsvert þrúgandi í samskiptum vina. Þér kemur á óvart hve lausnin reynist einföld. Spá mánudagsins: Þú hittir gamlan vin og þið rifjið upp gömul kynni. Þetta kemur töluverðu róti á huga þinn. Kvöld- ið verður ánægjulegt. Bogamaðuf (22. nóv.-21. des.i: Spa sunnudagsins: ’ Þú ættir að finna þér _ nýtt áhugmál. Það gæti hleypt nýju lifi í tilveruna hjá þér. Þú verður fyrir óvæntu happi í fjármálum. Spá mánudagsins: Gerðu þér glaðan dag. Þú átt það virkilega inni þar sem þú hefur staðið í ströngu undanfarið. Ung- viðið er í stóru hlutverki. Rskarnir (19. febr.-20. marsi: Spa sunnudagsins: ’ Þú ferð á fjarlægar slóðir og kynnist nýjum háttum og siðum. Þú vinnur að undirbúningi þessa og miðar vel. Happatölur þínar eru 5,18 og 26. Spá manudagsins: Þér gengur ekki vel að koma þér að verki. Töluverð samkeppni rík- ir í kringum þig og hún gæti vald- ið dálitilli streitu. Nautið (20. april-20. maí.l: Kergja viröist vera að f hlaupa í mál sem er Nar bráðnauðsynlegt að leysa með einhverju móti. Þú ert fremur ráðalaus gagnvart þessrnn vanda. Spá mánudagsins: Þér verða falin flókin verkefni í vinn- unni og þú veist ekki alveg hvemig best er að snúa sér í þeim. Þegar þú loksins þorir að byija gengur allt vel. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Spá sunnudagsins: | Hætta er á misklíð milli vina. Ef þú átt einhverja sök ertu maður að meiri ef þú viðurkennir það og biðst afsökimar. Spa manudagsins: Áætlanir þinar ættu að standast ef þú fylgir þeim vel eftir. Þú þarft að vera vakandi fyrir nýjum tækifærum. Happatölur þínar eru 7,14 og 17. Mevian 123. áeúst-22. sept.): Spá sunnudagsins: ^ Vinur þinn biður þig að lána sér peninga. ’ Þú ættir aö fara var- lega, að minnsta kosti í að láta frá þér stórar upphæðir. Spa manudagsins: Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Tækifærin eru nefnilega allt í kringum þig ef þú bara kemur auga á þau. Vinir standa saman. Sporðdreki (24. okt.-21. nóvö: Spá sunnudagsins Þú gerir einhveijum fgreiða. Þú þarft ekki að sjá eftir því þar sem þú færð hann margfalt endurgoldinn. Happatölur þinar eru 7, 17 og 36. Spá mánudagsins: Hætta er á misklíð í vinnunni. Ef hún snertir þig ekki beint er best að blanda sér ekki í málin. Þér verður falin aukin ábyrgö. Steingeltln (22. des.-19. ian.l: ISr Nauðsynlegt er að fólk ræði saman um þá stöðu sem upp er komin í fjölskyldunni. Þar þarf að leysa ákveðið mál sem best verður gert með samstíUtu átaki. Spá mánudagsins: Þeir sem ekki eru ástfangnir nú þegar, verða það svo um munar á næstunni. Rómantíkin tekur öU völd. Háskólinn opnar dyrnar fyrir almenningi um helgina: Mjög af hinu góða - segir Gísli Pálsson mannfræðingur sem fjallar sjálfur um erfðavísindi Gísli Pálsson mannfræðingur „Ég held aö háskólinn hafi á undanförnum árum opnaö gáttirnar og þessi dagskrá nú sé ekkert einsdæmi." Háskóli íslands býður almenningi í heimsókn um helgina undir yfir- skriftinni Líf í borg. Fjöldi fræði- manna og annarra borgara halda er- indi er snúa að ólíkustu hliöum borgarlífsins. Erindunum er raðað niður eftir þemum til að auðvelda gestum að finna efni við sitt hæfi. Meðal efnisflokka eru Borgarfjöl- skyldan, Huliðsheimur Reykjavík- ur, Kirkja og trú í borg, Tíminn og tímamót, Útivist og borgarskipulag og svo mætti lengi telja. Eftirtekt vekur dagskráin Borgarlikaminn sem haldin er í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskólans frá 14.00 til 16.45 í dag og síðan 10.00 til 13.00 á morg- un. Aðalbyggingin er aukinheldur skreytt myndum af líkömum borg- arinnar sem nemendur hafa valið í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Gísli Pálsson, prófessor í mann- fræði, er annar umsjónarmanna dagskrárinnar. Hann segir það mik- inn feng að fá Evelyn Fox Keller, prófessor í sögu og vísindaheim- speki, til landsins en hún sé heimskunn fyrir umfjöllun sína um lífvísindi og sérstaklega erfðafræði: „Keller mun opna þessa dagskrá með fyrirlestri sínum, Genetics in the next millenium. í honum spyr hún m.a. róttækra spurninga um erfðahyggju, þá hugmynd að allt stýrist af genum, t.d. alkóhólismi og afbrotahneigð. Þetta verður ekki síst spennandi þar sem hún hefur unnið að bók um þetta efni sem kemur út á næstunni.“ Rétt er að benda á að þótt fyrirlestur Keller sé á ensku eru öll önnur erindi flutt á íslensku. Erfðatæknin umdeiid Sjálfur flytur Gísli ásamt Krist- fnu Erlu Harðardóttur erindi sem nefnist Líkamlegur varningur: „Við erum að fjalla um rannsókn þar sem við könnum viðhorf til lífsýna, líffæra og erfðaupplýsinga. Hvemig líkamseindum er safnað og hvaða reglur gilda um varðveislu og með- ferð þeirra. Á að gefa þau eða selja á opnum markaði? Viðfangsefni mannfræðinga er að bera saman ólík viðhorf en skoðanir em afskap- lega skiptar en það er ekki okkar hlutverk að taka afstöðu til þeirra.“ Nokkrir íslendingar koma að þessari rannsókn sem er hluti af samnorrænu verkefni, auk þess sem evrópskir fræðimenn em vinna sambærilegar rannsóknir. Gísli segir afstöðu almennings til erfðavísindanna misjafna eftir löndum: „Lýtalækningar og líf- tæknin hafa tekið stórstígum fram- forum á sama tíma og frelsi mark- aðarins hefur aukist. Það er síðan afskaplega misjafnt hvort tengslin þar á milli eru friðsamleg eða valda deilum líkt og hér varð með gagnagrunnsfrumvarpið. Við höf- um safnað að okkur gríðarmiklu efhi um þær deilur en fleiri hundr- uð blaðagreinar hafa verið skrifað- ar nú þegar. Við skoðum m.a. tfðni þeirra á ólíkum tímabilum og inn- tak greinanna sem er afskaplega breytilegt." Lýtdlœkningar og líftœknin hafa tekið stórstígum framför- um á sama tíma og frelsi markaðarins hefur aukist. Það er síðan afskaplega mis- jafnt hvort tengslin þar á milli eru frið- samleg eða valda deilum líkt og hér varð með gagna- grunnsfrumvarpið. Háskólinn opinn Háskólinn hefur oft á tíðum verið gagnrýndur fyrir að vera lokuð stofn- un og fræðimenn hans sakaðir um að vera í litlum tengslum við samfélagið. Þetta segir Gísli Pálsson ekki vera rétt: „Ég held að háskólinn hafi á undanfómum árum opnað gáttimar og þessi dagskrá nú sé ekkert eins- dæmi. Þá era fræðimenn óhræddir við að tjá sig um málefiii líðandi stundar á opinberum vettvangi. Þessi opnun núna er Ijóslega mjög af hinu góða og háskólinn ætti tvímælalaust að halda áfram á sömu braut.“ Það er rétt að hvetja abnenning að taka Lifi í borg opnum örmum og fjölmenna upp í Háskóla í dag og á morgun. Ókeypis aðgangur er að öllum dag- skrárliðum og námsmenn selja veit- ingar á stúdentakjörum. -BÆN * Krakkar drifu upp tombólu - senda bágstöddum í Suður-Afríku ágóðann DV. ESKIFIRDI:_________________________ Þrjár ungar stúlkur á Eskifirði af- hentu nýlega fulltrúum Rauða kross Suður-Afríku afrakstur tombólu sem þær héldu. Peningamir verða notaðir til að aðstoöa fátæk börn á Western Cape-svæðinu þar í landi. Á myndinni, sem var tekin við fé- lagsheimilið Valhöll í blíðunni í gær, eru talið frá vinstri: Douglas Davidson, Kristin Jónsdóttir, 8 ára, Iðunn Kara Valdimarsdóttir, 6 ára, Vala Jónsdóttir, 3ja ára, og Zulfan Davidson. -HG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.