Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
- flúði heim með barn og eiginmann tveimur árum síðar
Sigríður Jóhannesdóttir alþingis-
kona var tvítug að aldri þegar hún
tók þá afdrifaríku ákvörðun að
flytja til Sovétríkjanna. Sigríður
hafði þá nýlokið stúdentsprófi og í
félagi við vinkonu sína Ingibjörgu
Haraldsdóttur, ljóðskáld og þýð-
anda, sótti hún um inngöngu í ríkis-
háskólann í Moskvu. Sigríöur segist
þá þegar hafa haft mótaðar pólitísk-
ar skoðanir enda kom hún úr rót-
gróinni verkamannafjölskyldu i
Reykjavík og höfðu móðir hennar
og faðir bæði verið virkir stuðn-
ingsmenn Sósíalistaflokksins eða
Alþýðubandalagsins eins og hann
hét síðar.
Spjallið við rússneska verkamanninn
breytti sýn hennar á Sovétríkin. Sig-
ríður, sem áöur hafði sagst vera
stalínisti, fékk menningarsjokk eftir
því sem á dvölina leið.
Varð fyrir menningarsjokki
Sjálf var Sigríður í Æskulýðs-
fylkingunni þar sem hún mótaðist
af vinstri gildum og allt varð þetta
til að efla hana í sannfæringunni
um yfirburði sósíalismans.
„Mig langaði mikið utan eftir
stúdentspróf en var búin að sækja
um í læknisfræði hér heima til von-
ar og vara því svörin frá Moskvu
létu á sér standa. Við vorum jafnvel
famar að gefa það upp á bátinn að
við værum að fara út þegar svarið
kom - og það raunar einhverjum
dögum eða vikum eftir að skólinn
var byrjaður," segir Sigríður sem
var ráðlagt að fara ekki í læknis-
fræði í Sovétríkjunum þar sem
erfitt gæti reynst að fá prófið viður-
kennt á íslandi.
Það var haustið 1963 sem Sigríður
steig fyrst á rússneska grund og
með „stjömur i augum“ eins og hún
segir sjálf frá. Stjömurnar dofnuðu
þó fljótt og þegar blákaldur raun-
veruleikinn blasti við var ljóst að sú
mynd sem Sigríður hafði gert sér af
Sovétríkjunum átti ekki fullkom-
lega við rök að styðjast.
„Það má eiginlega segja að ég hafi
orðið fyrir menningarsjokki þegar
ég kom þangað út. Það leit enginn
út fyrir að vera ánægður. Allir virt-
ust hafa nóg að bíta og brenna og
fötin héngu utan á fólkinu en það
var allt og sumt. Ég er ekki einu
sinni viss um að fólk hafi átt fót til
skiptanna og húsnæöi var lítið og
lélegt."
Sagðist vera stalínisti
Sigriður segir skólayfirvöldum
ytra hafa litist illa á þá staðreynd
að hún hafði lokið stúdentsprófi af
málabraut og því hafi hún verið
látin taka stúdentspróf upp á nýtt í
líffræði, stærðfræði og eðlisfræði a
lá rus.
„Ég lærði rússnesku sex tíma á
dag og var farið að dreyma heilu
setningamar áður en ég var farin
að skilja nokkuð," segir Sigríður
en viðurkennir að rússneskan hafi
komið nokkuð fljótt sem hún þakk-
ar stifri kennsluskrá.
Sigríður kynntist eiginmanni
sínum, Ásgeiri Árnasyni, þar ytra
en þónokkuð var um íslendinga í
Moskvu á þessum árum. Sigríði er
sérstaklega minnisstætt þegar hún
spjallaði í fyrsta sinn við rússnesk-
an verkamann og sá lífið og tilver-
una með hans augum.
„Einu sinni var okkur boðið
heim til tengdaforeldra Birgis
Karlssonar en hann var með rúss-
neskri stelpu. Okkur var náttúr-
lega boðið upp á rússneska smá-
rétti og súpur af öllum gerðum eins
og Rússa er háttur og eftir matinn
settumst við inn í stofu og fórum að
tala saman. Tengdafaðir Birgis
settist þama hjá okkur og ég fór að
spjalla við hann. í miðjum samræð-
um sagði ég svo við hann á brot-
inni rússnesku að ég væri
stalínisti," segir Sigríður og kímir
við enda féllu slík ummæli auðvit-
að í grýttan jarðveg á þessum tíma
- sérstaklega eftir endurskoðun
Rússa á voðaverkum Stalins. Hún
segist þó alls ekki hafa ætlað að
valda hneykslan með ummælum
sínum og henni hafi í raun gengið
gott eitt til. Á þessum tíma hafi það
nefnilega verið svo að íslenskir
bersevisar og bóhemar litu á orðið
Sigríður ásamt eiginmanni sínum 25 árum eftir baslið á stúdentagarðinum í Moskvu. Með þeim á myndinni er
„ vetrarmaöurinn", dóttursonur þeirra hjóna, sonur Esterar í Beilatrix.
Stand by your man
Jennifer Lopez hefur staðið við hlið
unnusta síns, Puff Daddy, i gegnum
súrt og sætt, og nú síðast meintan bar-
daga sem pabbi á að hafa tekið þátt í
og varð að dómsmáli. Sjálf segist hún
elska manninn og muni allt fyrir
hann gera. Vinur hennar og nætur-
klúbbseigandi, Ojani Noa, hefur hins
vegar þetta um málið að segja: „Jenni-
fer segist elska Puff en alltaf þegar
hún talar um hann hljómar hún eins
og hún sé óhamingjusöm. Hún er
mjög ákveðin svo að það kæmi mér
ekki á óvart að hún þrauki í gegnum
þessa erfiðleika. Puff er áhrifamikill í
tónlistarbransanum og Jennifer vill
verða stórstjarna eins og Madonna,“
segir Noa um Lopez. Stóra spumingin
er því hvort Jennifer sé að púkka upp
á Puffy til að bjarga eigin ferli.
Óður
leikstjóri
Ekki er sérstaklega kært á milli
leikstjórans David 0, Russells, sem
leikstýrði Þremur kóngum, og George
Clooneys sem lék í sömu mynd. „Þetta
var hættulegur tími,“ sagði Clooney.
Við tökur myndarinnar greip Clooney
nefnilega eitt sinn inn í atburðarásina
eftir að leikstjórinn hafði hellt sér yfir
einn aukaleikarann. „Russell byrjaði
að skalla mig og hrópaði: kýldu mig
djö.... kýldu mig!“ sagði Clooney frá í
viðtali nýverið. „Svo tók hann mig
hálstaki og brjálaðist. Ég tók um háls-
inn á honum. Ég ætlaði að drepa
hann. Drepa hann! Þetta var svo sann-
arlega, og án undantekningar, versta
atvik sem ég hef upplifað," sagði Cloo-
ney um rimmuna við leikstjórann óða.
„stalínisti" sem eitthvað gáfulegt
og merki um pólitiska framsýni.
,JÉg man að hann varð mjög
hnugginn við þessi orð mín og
sagði að ég væri bara bam og
skildi ekki raunverulega hlið máls-
ins. Af þessu tilefni sagði hann mér
sögu af manni sem hafði kvartað
yfir því í vinnunni hvað kartöflur
væru orðnar dýrar. Það skipti hins
vegar engum togum og næsta dag
mætti hann ekki til vinnu. Hann
var horfinn. Allir þögðu yfir þessu
og það eina sem vinnufélagar hans
þorðu að gera var að hengja matar-
poka á hurðarhúninn heima hjá
honum handa ekkjunni.“
Sigríður segir sögu verkamanns-
ins hafa breytt viðmóti hennar til
Sovétríkjanna og eftir þetta hafi
hún farið að kíkja nánar á bak við
tjöldin og áttað sig á hvemig mál-
um í þjóðfélaginu var raunverulega
háttað.
Ætluöu að taka barnið
Og það var fleira sem dró til tíð-
inda hjá henni á meðan hún bjó í
Moskvu. Sigríður kynntist nefnilega
tilvonandi eiginmanni sínum, Ásgeir
Ámasyni, meðan hún var við nám en
hann nam kvikmyndafræði við
Moskvuháskóla. Eftir að hafa lært
rússnesku og bókstaflega tekið stúd-
entspróf upp á nýtt í raungreinum
hóf hún nám í líffræði á öðram vetri
sínum þar. Hún var þá með barni og
síðar um veturinn, eftir að barnið
var komið í heiminn, kúldruðust Sig-
ríður, Ásgeir og frumburðurinn í
einu herbergi á stúdentagarði í aðal-
byggingu skólans. „Ég var búin að
vera alveg fárveik af meðgönguveiki.
Það var svo löng biðröðin í þvotta-
húsið í skólanum að ég varð að þvo
bleiurnar frammi á gangi,“ segir Sig-
ríður um vistina og barnauppeldið á
stúdentagarðinum.
Það sem gerði málið alvarlegra var
að samkvæmt reglum skólans var
bannað að vera með böm á stúdenta-
garðinum. Um síðir komst málið úpp
og hótuðu yfirvöld að taka bamið frá
foreldrunum og koma því fyrir á
bamaheimili. Þó ekki af þeirri teg-
und sem við þekkjum hér heima
heldur átti bamið að vera í umsjá
ríkisins og foreldrarnir gátu komið i
heimsókn á sunnudögum.
„Þetta varð auðvitað til þess að við
ákváðum að koma heim. Við gældum
við þá hugmynd fara út aftur næsta
haust en gátum ekki hugsað okkur
að skilja barnið eftir á íslandi," segir
Sigríður sem ákvað að lokum að gefa
líffræðina upp á bátinn en tók þess í
stað kennarapróf og starfaði sem
kennari í mörg ár áður en hún sneri
sér að þingmennsku.
-KGP
Helgarblað_________________________________________X>V
Sigríður Jóhannesdóttir alþingiskona fór utan að læra líffræði í Moskvu:
Með stjörnur í augum