Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 27. MAl 2000
65
DV
Tilvera
Mávurinn var
sæll og glaður
- og flaug með lærissneiðina okkar af grillinu
Þaö er Kittý Johansen sem er
matgæðingur vikunnar að þessu
sinni. Kittý starfar hjá Pharmaco
sem að undanfömu hefur víkkað
út starfsemi sína og er einnig með
umboð fyrir stærstu snyrtivöru-
merki í Evrópu.
„Ég bjó i Skotlandi um tíma og
fór þá í snyrtifræði í Edinborg og
hefur það nám nýst mér mjög vel
í því starfi sem ég er í dag og sé
ég um alla fræðslu og þjálfun fyr-
ir Clarins-snyrtivörur. Clarins
hefur verið leiðandi snyrtivöru-
merki í Evrópu i tugi ára. Starfið
hentar mér mjög vel þar sem ég
er mikil félagsvera og hef gaman
af að vera innan um fólk,“ sagði
Kittý, aðspurð um hvað drifi á
daga hennar.
Kittý á, eins og margir aðrir,
mjög skemmtilega reynslu í mat-
argerð.
„Fyrir tveimur árum bauð vin-
kona mín mér í mat og ákváðum
við að grilla rest af matnum frá
því kvöldinu áður. Hvorugar
erum við neinir grillmeistarar en
vinkona mín setti tvær kótelettur
og eina lærissneið á griliið. Þegar
kjötið var að verða tilbúið fórum
við inn að gera meðlætið, þetta
var gert með „stæl“ eins og okkur
vinkonunum einum er lagið þeg-
ar gera á eitthvað nýtt og verð ég
að viðurkenna að ég var hálf-
montin af okkur þar sem við vor-
um tvær stúlkur að grilla og allt
gekk áfallalaust - framan af. Eftir-
væntingin yfir útkomunni leyndi
sér ekki hjá okkur er við fórum
stoltar út til að ná í kjötið. Þegar
við komum út brá okkur heldur
betur i brún því þar var risastór
mávur við grillið, þvílíkt ánægð-
ur með lærissneiðina í gogginum
og flaug í burtu sæll og glaður.
Við vorum að vonum vonsviknar
en þetta var samt það fyndið að
við vorum ekkert að erfa þetta við
fuglinn sem hefur sennilega átt
glaðan dag,“ sagöi Kittý og hló er
hún rifjaði þetta upp.
„Faðir minn er algjör meistara-
kokkur og hann kenndi mér frá-
bæran rétt sem hann bjó til og
skirði því skemmtilega nafni Hot
Pot á la Mari. Hann langaði að
búa til rétt úr svartfugli eða
lunda. Mari er báturinn hans og
var því sjálfgefið að rétturinn
fengi þetta nafn.“
Hot Pot á la Mari
6 svartfuglabringur
eða lundabringur
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 gul paprika
1 stór bufflaukur
2 gulrætur
2-3 rif hvítlaukur
1 dós ananas (lítil)
1 dós bambo (lítil)
1/4 tsk. eða minna af Mild Ma-
dras Curry frá Rajah
1/2 tsk. Kebab Paste frá
Patak’s
1 matsk. Mango Chutney
l.matsk. Heinz Ketchup
1-2 tsk. Maggi-súputeningar
1-11/2 matsk. ostrusósa.
1-2 tsk. sojasósa.
1 peli rjómi
smjörlíki
Aöferö:
Svartfuglsbringumar eru skom-
ar í strimla. Þeir kryddaðir með
Garlic Pepper, Season All eða Mex-
ican Seasoning og steiktir í smjör-
líki eða ólífuolíu á vel heitri pönnu.
Kjötið er síöan sett í pott með köldu
vatni. Ekki setja of mikið vatn svo
soðið verði sterkt og gott. Þetta er
látið sjóða í ca 30 mínútur.
Á meðan kjötið er að sjóða þá er
allt grænmetið skorið niður, t.d.
paprikan í strimla, hvítlaukurinn í
smátt saxaðar sneiðar, gulrætumar
og laukurinn í meðalþunnar sneið-
ar, ananasinn er skorinn í bita en
safinn geymdur, bambo-dósin opn-
uð og safanum hellt af. Nú er wook-
potturinn settur á helluna með olíu
og allt grænmetið steikt. Fyrst lauk-
urinn og síðan allt annað græn-
meti, og þessu velt vel um leið og
steikt er. Nú skal hella safanum af
ana-nasnum yfir grænmetið og
öðru kryddi, sem getið er í upp-
skriftinni, bætt út í og þetta hitað
vel og bragðbætt eftir smekk.
Ef safinn verður of sterkur má
bæta rjómanum og soðinu af kjöt-
inu út í wook-pottinn en rétturinn á
að vera sterkur, eftir því sem meira
er haft með réttinum dofnar bragð-
ið, því má soðið vera nokkuð sterkt.
Nú er kjötið tekið upp úr pottinum
og það látið í wook-pottinn og þessu
öllu blandað vel saman og borið síð-
an á borð vel heitt í pottinum eða
djúpri skál með hrísgrjónum og
hvítlauksbrauði.
Borið fram með hrísgrjónum og
hvítlauksbrauði og góðu millisætu
hvítvini.
L'ppskriffcrr
mmm
Kaffi
kúlur
Einfalt - fyrir sælkera sem
kunna að meta kaffi
2 dl rjómi
2 msk. kaffi
500 g suðusúkkulaði
40 g smjör
suðusúkkulaði til að hjúpa
kakó til að velta upp úr
Rjómi og kaffi er hitað að suðu og
hellt yfir saxað súkkulaðið og
smjörið. Hrærið varlega saman.
Púdursykurs-
marens
Tertan er einfold og fljótgerð
en karamellan tekur lengri
tíma
Botnar
3 stk. eggjahvítur
150 g púðursykur
80 g sykur
Rjómakrem
3 dl rjómi
1/2 tsk. sykur
3/4 tsk. vanilludropar
um tegundum af sykri saman við.
Þeytið þar til sykur er vel uppleyst-
ur, smyrjið út tvo botna á
pappír (24 cm) og bakið við
150° C í 40 mín. Þeytið rjóma,
sykur og vanilludropa saman
og setji á milli botnanna. Setj-
ið ijóma, sykur og síróp sam-
an í pott og sjóðið við vægan
hita, þar til karamellan er far-
in að loða vel við sleifina. Setj-
ið þá smjörið og vanillu bland-
að saman við, takið af hitan-
um. Hrærjð þar til smjörið er
bráðið, kælið lítillega og
blandið þeytta rjómanum sam-
an við, kælið þar til hægt er að
setja ofan á tertuna. Kælið svo
tertuna í 3-4 tima áður en hún
er borin fram.
Kælið blönduna vel þar tO
hægt er að gera kúlur. Hjúpið
kúlurnar með súkkulaði og
veltið þeim upp úr kakói.
Karamellu-
bráð
2 dl rjómi
150 g sykur
40 g síróp
30 g smjör
1/2 dl þeyttur
rjómi
Þeytið eggjahvítur og bætið báð-
„Við vorum aö vonum vonsviknar en þetta var samt þaö fyndiö að viö vor-
um ekkert aö erfa þetta viö fuglinn sem hefur sennilega átt glaðan dag,“
sagöi Kittý Johansen.
verð
enn meiri verðlækkun
allf á al
opio laugardag 10-16
opið sunnudag 13 -17
(Síðasti dagur)
Bankastræti 11 • Sími 511 6211