Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 ÐV Helgarblað Gotti er einn aðalhönnuður íslenska skófyrirtækisins X-18: Konur sleppa sér yfir skóm, karlar yfir fótbolta „Ég hef séð konur hreinlega öskra upp yfir sig vegna skópars. Fyrir margar konur eru skór eins og fótbolti hjá körlum. Þetta er sýki og alveg eins og karlamir mega missa sig yfir boltanum missa kon- ur sig vegna skófatnaöar," segir Jó- hann Gottfreð Bemhöft, öðm nafni Gotti, sem er einn af aðalhönnuðun- um hjá íslenska skófyrirtækinu X18. Þær eru líka ófáar konumar sem hafa misst sig vegna hönnunar hans og það ekki bara á íslandi. X18 hefur nefnilega heldur betur verið að gera það gott þessi 2 ár sem fyr- irtækið hefur verið við lýöi og em skór frá fyrirtækinu nú seldir vítt og breitt um heiminn. Sýnishorn af hönnun Gotta. Hannað yfir 2000 skópör Gotti er hreinræktaöur Reykvík- ingur og lærður auglýsingahönnuð- ur frá Los Angeles. Áður en hann fór að hanna fyrir X18 hafði hann aöallega verið að vinna við gerð sjónvarpsefnis. „Ég hef alltaf haft áhuga á hönn- un og tísku og hef t.d. oft stíliserað Gotti er eini íslenski starfandi skóhönnuðurinn á landinu Hingaö til hefur X18 aðallega framleitt skófatnaö á kvenmenn en þaö gæti farið aö breytast. myndatökur. Ég hafði hins vegar ekki komið neitt nálægt skóhönnun áöur en ég fór aö vinna hjá X18. Reyndar hafði ég teiknað eitt skó- par á blað og sú teikning varð til þess að ég fékk vinnuna hjá X18,“ segir Gotti og bætir við að sú teikn- ing sé enn ekki orðin að alvöru- skóm en svo er reyndar einnig um margar hugmyndir Gotta. „Ætli ég sé ekki búinn að hanna um 2000 gerðir af skóm en aðeins brot af þeim hafa farið í framleiðslu," segir Gotti og útskýrir að það sé heljar- innar prósess frá því að hugmyndin kvikni og þar til að úr verði skór. Bara það að þróa einn skó getur kostað frá einni og háifri milljón upp í allt að átta milijónir. Skrýtin hugsun íslenskir fatahönnuðir hafa sprottið upp eins og gorkúlur síð- ustu árin en skóhönnuðir eru sjald- séðari. „Ég held ég sé eini starfandi ís- lenski skóhönnuðurinn," segir Gotti og giskar á að það sé vegna þess að hér á landi séu ekki til vélar til þess að framleiða skó. Framleiðsla X18 fer að mestu fram í Kína og það þýð- ir mikil ferðalög fyrir Gotta. En hvernig gengur samstarfiö við Kínverjana? „Það gengur bara vel þó svo að við fáum sjaldnast það sem við biðj- um um svona í fyrstu tilraun. Þó þeir skilji alveg hvað við erum að biðja um er hugsunarhátturinn hjá Kínverjunum allt annar en hjá okk- ur. Þeir vilja alltaf gera hlutina á sem ódýrastan hátt og skilja ekki að við viljum borga meira fyrir gæð- in,“ segir Gotti og hlær. Háir hælar þægilegir! Aðspurður um hvar hann fái hug- myndimar af skónum sínum svarar Gotti því til að það sé markaðurinn sem ráði þar mestu ferðinni. Skóm- ir einfaldlega þróist samhliða fata- tískunni hverju sinni. „Tvær stærstu meginkröfumar sem mark- aðurinn gerir í dag er að skórnir séu þægilegir og á sanngjömu verði,“ segir Gotti sem finnst skófatnaður íslendinga alls ekki vera svo slæmur en sjálfur gengur Gotti aðallega í þægilegum götu- skóm. „Þaö er gaman að sjá hversu fjölbreytt tiskan er í dag. Þegar ég var að alast upp þá vom bara allir í eins skóm. í dag eru fyrirmyndim- ar fleiri og fólk getur valið og hafn- að sem er mjög gott,“ segir Gotti sem er þó alls ekki hrifinn af hvaða skóm sem er. „Mér er illa við að konur séu að pína sig til þess að ganga i skóm sem ekki eru þægileg- ir. Það er engin ástæða til þess,“ segir Gotti og bendir á að háhælað- ir skór geti líka verið þægilegir. „Það er eiginlega hollara fyrir kon- ur að ganga á háum hælum heldur en svona skóm sem er eru með þykkum, jafnháum botni. Þeir fara einfaldlega illa bæði með fætur og bak,“ segir Gotti og er greinilega ekki hrifmn af þeirri skótísku. Fram undan hjá Gotta er heljarinn- ar hönnunarvinna á sandölum því fyrirtækið er nýbúið að skrifa und- ir miiljarðasamning um skósölu til Bandaríkjanna. „Það er spennandi verkefni en kreíjandi þar sem við ís- lendingar höfúm eiginlega ekki svo mikið vit á né reynslu af sandöl- um,“ segir Gotti sem klárar þó verk- efnið örugglega fínt. -snæ Á Netinu er hægt að kaupa föt og annað glingur úr heimi kvikmyndanna: Klædd upp eins og kvikmyndast j arna Marga dreymir um það að verða kvikmyndastjama og hér er lík- lega komin lausnin fyrir þá sem hafa enga leikræna hæfileika. í gegnum Netið getur maður nú klætt sig upp eins og kvikmynda- stjama og keypt ýmsa fylgihluti úr bíómyndum. Heimasíðan http://www.asseen- onscreen.co.uk sérhæfir sig nefni- lega í sölu á fötiun og öðm dóti úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Varningurinn er alls ekki í ódýrari kantinum en hvað væri maður líka ekki til í að gefa fyrir það að líta út eins og eftirlætisleikarinn? Heima- síðan verður reyndar ekki opnuð formlega fyrr en 1. júni en nú þeg- ar hafa reyndar nokkur sýnishom verið lögð út til sölu. Þar á meðal eru Vuamet-sólgleraugu eins og Tom Cruise notaði í myndinni Jerry Maguire. Einnig er hægt að ná sér í Fancy a Fuck-bol úr mynd- inni Notting Hill eða stálmöppu úr Matrix. Ef þessir hlutir freista þín ekki þá lofar heimasíðan fleiri spennandi tilboðum i júni. Það er því um að gera að hafa augim hjá sér næst þegar þú horfir á þinn eft- irlætis-sjónvarpsþátt eða ferð í bíó því það er aldrei að vita nema heimasíðan hafi einmitt þau föt leikaranna sem þú kolféllst fyrir til sölu. Þessi skyrta, sem er eins og skyrtan sem Leonard Di Caprio notaöi í myndinni Beach, er meöal þeirra hluta sem til sölu eru á stjörnuheimasíðunni þar sem maö- ur getur leitaö að stjörnufötum eft- ir heitum á sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.