Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 21 gerðarmaður gerði kvikmynd um atburðinn og var hún sýnd í sjón- varpi. Að sögn Smára Ólasonar tón- listarfræðings er kvikmyndin að mestu leyti byggð á frásögn hans en hann var einn af þeim sem upplifðu hræðslu og áfall þessa kvölds. Hann sagðist þó vera ósáttur við sumt í myndinni, enda hefði Ágúst ekki fengum loks ákveðna beiðni um að stöðva þetta og þá spóluðum við bara yfir afganginn af upptökunni og enduðum á þvi sem fyrirfram hafði verið ákveðið, lagi Bítlanna, „It’s Been a Hard Day’s Night“. Ég hef ekki komið í Selið síðan.“ Hef enn skömm á þessu Bjöm Óli Hallgrímsson hrl. er frá Keflavík og var einn af þeim sem var mjög brugðið. „Mig minnir að ein fyrsta setningin í útvarpinu hafi byrjað eitthvað á þessa leið: „Vegna þess ógnarástands, sem nú ríkir á suðvesturhorni landsins." Ég sá fyr- ir mér sprengjuárás á heimili mitt og foreldra minna. Ég hef enn skömm á þessu og þessum mönnum og ekki síst að kennarar skyldu líða þeim að ganga svona langt." Bjöm sagðist hafa beðið kennara um hjálp til þess að komast í síma svo að hann kæmist í samband við fjöl- skyldu sína í Keflavík en hefði feng- ið þau svör að bíða og sjá. „„Bíða og sjá, bíða og sjá,“ þessi orð liða mér seint úr minni. Minnir mig jafnvel á einhvers konar sadisma,“ sagði Björn. Fannst ráfandi um bæinn Stefán Pálsson sagði aftur á móti að Eiríkur kennari hefði margreynt að stöðva útsendinguna, komið í eldhússdymar og að lokum hefði jaðrað við að hann beitti valdi. „Við vissum ekki að ástandið væri svona alvarlegt frammi eða uppi og fannst þetta bara fyndið þá. Sjálf höfðum við aldrei heyrt alla spóluna i einu, bara bút og bút og gerðum okkur ekki grein fyrir hversu raunveru- legt þetta væri fyr- ir þá sem hlustuðu á, ómeðvitandi um að þetta væri gabb.“ Það er e.t.v. erfitt að ímynda sér að 16-17 ára unglingar hafi trúað á svona og lík- lega væri erfiðara að finna upp á einhverju svipuðu nú á tímum. En Selið var nokkuð einangrað frá annarri byggð, enginn sími, ekkert sjónvarp og engin tengsl við um- heiminn önnur en útvarpið sem bekkjarráðsmenn höfðu þarna yfir- tekið. Sögur herma að ein stúlkan úr hópnum hafi fundist ráfandi um Hveragerði síðar þetta kvöld og hafi jafnvel enn ekki jafnað sig. Varð að kvikmynd Ágúst Guðmundsson kvikmynda- „Til þess að reyna að sýna stillingu og til að róa samnemendur mína settist ég svo niður og fór að borða nestið mitt! Ég átti svo að stjóma fjöldasöng um kvöldið og ég get bara sagt að það var eins og að draga dauðan hund að reyna að fá fólk til að syngja.“ Kvöldvökurnar í Selinu hafa alltaf veriö tilhlökkunarefni meöal þeirra nemenda sem þar hafa dvaliö. Víst er að ef veggir heföu eyru og mál gæti margur selsveggurinn sagt fróölegar en misskemmtilegar sögur afatburöum sem átt hafa sér stað innan þeirra. Kátir nemendur og kennarar í Selinu um líkt leyti og gabbiö áttl sér staö. Lengst til vinstri er Eva Hreinsdóttir greinarhöfundur. Tveir kennarar, Eiríkur Haraidsson t.v. og Vatdimar Örnólfsson t.h., voru báöir staddir í Selinu hiö örlagaríka kvöld 1965. borða nestið mitt! Ég átti svo að stjóma fjöldasöng um kvöldið og ég get bara sagt að það var eins og að draga dauðan hund að reyna að fá fólk til að syngja." Smári sagði að atburðir þessa kvölds hefðu að mörgu leyti breytt lífsskoðun sinni og að hann væri nú mikill friðar- sinni. Hræðsla og reiði Anna Pálsdóttir, upplýsingafull- trúi hjá Heilsustofnun N.L.F.Í., sagðist vita til einhverra sem enn ættu erfitt með að tjá sig um atburði þessa kvölds. Anna var ein af þeim sem hlupu upp á efri hæð í Selinu og upp í koju þegar „gamanið" var byrjað. „Dóttir mín var þá mjög ung og í pössun í Reykjavík og hræðslan vegna hennar var jafn yfirgengileg og reiðin sem ég upplifði þegar upp komst, að þetta væri gabb. Eftir á fannst mér að kennarar hefðu átt að stöðva þetta löngu fyrr. Þetta var allt of vel útfært og ég veit ekki enn hver röddin var eftirherma og hver raunveruleg. Alla vega var þetta mjög vanhugsaö „sprell." Baldur Guðlaugsson hrl. neitar þvi ekki að hann hafi orðið dauð- hræddur og sagði að þetta hafl ver- iö mjög raunverulegt. „Mig minnir að raddir Jóns Múla og Jóhannesar Arasonar hefðu lesið aðalfregnim- ar, og gott ef rödd Bjama Benedikts- sonar ávarpaði ekki þjóðina ásamt fleiri röddum stjómmálamanna. Einhverjir eftirmálar urðu út af þessu, blaðaskrif og jafnvel var hót- að ákærum en þetta dó síöan út eins og margt annaö.“ ist þá nokkuð en það einkennlega var að hann trúði aftur á fréttimar þegar hann kom inn í Seliö í hóp meðnemenda sinna. Ég frétti svo af nemendum grátandi eða í losti uppi á lofti, fór upp og þegar ég kannaði ástandiö fór ég niður og lét stöðva þetta." Eiríkur sagði að eftir á hefði þetta allt minnt sig á Hitchcock- mynd. „Ég hugsa nú að aðalvið- brögð nemenda hafi verið reiði og sársauki yfir því að láta plata sig svona. Foreldrar urðu einnig marg- ir reiðir og heilmikil og erfið eftir- mál urðu af þessu fyrir okkur kenn- ara.“ Spólurnar týndust Þegar nemendur höfðu loks sarrn- færst um að þetta hefði verið plat að loknu Bítlalaginu „It’s Been a Hard Day’s Night" var sem einhvers kon- ar múgæsing gripi um sig. Nemend- ur hópuðust þá í kringum for- sprakkana, margir með illyrðum. Var eins og allir vildu gera þeim eitthvað eða ráðast á þá og muna sumir eftir þessu eins og bekkjar- ráðsmenn hefðu verið króaðir af úti í horni. Þetta var allt mjög sér- kennileg reynsla og líkust nútíma sálfræðitrylli. Segulbandsspólurnar með þessari frægu eða illræmdu upptöku finnast ekki þrátt fyrir ít- arlega leit. Er talið liklegt að ein- hverjir hafi fengið þær til láns og gleymt að skila þeim. Handritið, sem upptakan var gerð eftir, er einnig glatað. -eh I>V Helgarblað MR-ingar stíga dans á kvöldvöku í Selinu Margirgamiir MR-stúdentar eiga Ijúfar minnmgar úr Selsferðum og vitaö er um þó nokkra sem kynntust í þessum feröum og hafa ekki slitiö samvistir síöan. verið viðstaddur og hann hefði ekki haft samband við sig aftur. Eins og aðrir sem talað var við sagðist Smári aldrei mundu gleyma þessu kvöldi. „Þetta var algjör bomba en varð að nokkurs konar hrollvekju í mynd Gústa. Ég trúði þessari útsendingu Selsútvarpsins gjörsamlega. Ég var hjálparsveitar- maður á þessum tíma og fyrsta hugsun mín var að bjarga fólki og að ég ætti að vera á þessu svæði." Smári sagðist hafa haft orð á því við kennara að fárán- legt væri að hefja ekki strax vamar- ráðstafanir, t.d. að setja sandpoka fyr- ir gluggana í Sel- inu. Kennarar tóku lítt undir þá hug- mynd enda hefðu þeir vitað um ráða- bruggið. „Ég verð nú að viðurkenna . að kjarnorkustyrj- öld var þá ekki mín sterkasta hlið frekar en nú; ég hafði aðallega kynnst vamarstörfum hvað varðar jarðskjálfta og aðrar náttúruham- farir. Til þess að reyna að sýna still- ingu og til að róa samnemendur Erflð eftirmál Eiríkur Haraldsson kennari sagð- ist í samtali við fréttaritara hafa vit- að um ráðabruggið. Honum hefði aftur á móti verið tjáö að þetta hefði verið gert a.m.k. einu sinni áður og taldi ekki ástæðu tU þess að skipta sér af þessu, sérstaklega þar sem í fyrri skiptin hefði þetta allt runnið út í sandinn og enginn trúað á þetta. „Ekki bjóst ég við svona viðbrögð- Útsendingin var svo raunveruleg að ekki leið á löngu þar til mikill ótti fór að grípa um sig. Eftir því sem fleiri fregnir bárust greip um sig ofsa- hrœðsla meðal margra nemenda. Sumir flúðu út, margir hlupu upp á efri hœð og upp í koju og margir nem- endur fengu bókstaflega slœmt taugaáfall. um. Ég var niðri mestaUan tímann og mér fannst flestir vera frekar ró- legir þar í fyrstu. Þó fór ég út fyrir húsið meö einum nemanda sem var mjög óttasleginn. Við gengum niður að Varmá og á leiðinni sagði ég hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.