Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 26
26 Helgarblað LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 dv Svikult gamal- menni Söngkonan Cynthia Basinet er óhress með kvennamál Jack Nicholson að því er fram kemur I spjallþætti Chauns Haydens. Basinet segist hafa verið með Nicholson í þrjú ár áður en þessi 63 ára gamli kvennabósi hvarf á braut og fór tO Laru Flinn Boyle. „Ég fékk engan viðbúnað," segir hin 38 ára gamla söngkona. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég væri þessi týpa sem myndi vaða eld og brennistein fyrir ást- ina, sérstaklega fyrir þetta svikula gamalmenni. Þegar ég fór út í þetta vissi ég hvað var í húfi en samt dái ég hann. Hann var mér allt,“ segir Basinet sem er niðurbrotin eftir að hann yfirgaf hana fyrir Laru. Elvis hræddur viö Börbru Elvis Presley lét einhvem timann þau orö falla í návist Börbru Streisand að hann væri hræddur við hana. „Ég kom á tónleika hjá þér og ég kom aftur til að sjá þig og þú horfðir aldrei í augun á mér,“ kvartaði Elvis við Börbru. „Það eina sem þú gerðir var að lakka á þér neglumar." Þessa visku ásamt fleiru er að finna í nýútkominni bók, „Ertu með byssu i vasanum? Reynsla kvenna af völdum í Hollywood". í bókinni kemur einnig fram að áður en kvikmyndin Thelma og Louise kom út hafi Streisand og Goldie Hawn verið í samningaviðræöum um að leika saman í sams konar kvikmynd sem átti að heita Syst- ur. Börbru fannst hins vegar sem hún væri hlunnfarin og Goldie fengi betra stykki á meðan Goldie fannst það sama um Börbru. Á endanum hættu báðar við ailt saman. Heygarðshornið • • Sigríður Ósk Lárusdóttir, umsjónarmaður með öflun blóðgjafa fyrir Blóðbankann: Bankinn blómum skrýddur Þriðjudagurinn 23. maí. Ég vakn- aði við vekjaraklukkuna rétt fyrir kl. 7, eins og flesta aðra morgna. Færði manninum mínum gjöf í rúmið því hann átti afmæli, ákvað að geyma það að syngja afmælis- sönginn til kvölds. Börnin fengu að sofa lengur þar sem þau voru aö fara i próf. Ég fletti dagblöðunum til að fara yfir hvort birtar hefðu verið greinar, auglýsingar og fréttatil- kynningar sem við hjá Blóðbankan- um höfðum sent í tilefni alþjóða- dags blóðgjafa. Blóðbankinn og Blóðgjafafélag íslands hafa haldið daginn hátíðlegan sl. þrjú ár með ýmsum hætti. íslensk garðyrkja og Blómabúðin við Hagamel gáfu blómaskreytingar til að skreyta Blóðbankann. Það var þvi ánægju- legt að mæta til vinnu kl. 8 og sjá Blóðbankann blómum skrýddan. Við höfðum ákveðiö að hafa lengri opnunartíma en venjulega. Þurfum blóð alla daga ársins Ég hóf daginn á því að senda símbréf á útvarps- og sjónvarps- stöðvamar til að minna á okkur, það hafði ég reyndar einnig gert daginn áður. Fjölmiðlarnir eru okk- ur sem betur fer velviljaöir. Við þurfum að hafa fyrir því að ná í blóðgjafana, en daglega þurfum við á 60-70 blóðgjöfum að halda til að anna eftirspum sjúkrahúsanna. Við vonuðumst til að fá 100-120 manns þennan dag til að gefa blóð því lag- erstaöan hjá okkur var ekki góð. Virkir blóðgjafar, þ.e. þeir sem gefa blóð einu sinni eða oftar á ári, em um 9000. Það fer í hönd sá tími sem erfiðara verður aö ná í blóðgjafana því þeir eru að fara í sumarfrí. Júnímánuður hefur alltaf verið erf- iður og ekki ósjaldan hefur þá heyrst neyðarkall frá Blóðbankan- um. Blóðgjafar bregðast þá alltaf vel við en það er eins og það gleymist að við þurfum að fá blóð aila daga ársins. Við íslendingar getum verið þakklátir fyrir að til sé fólk sem er tilbúið að koma nánast hvenær sem er að gefa blóð, að eiga fóik sem gef- ur með hjartanu. Nýskipaðir fram- kvæmdastjórar Landspítala-há- skólasjúkrahúss heiðruöu starfsfólk Blóðbankans meö komu sinni í til- efni dagsins og skoðuöu þau hús- næði Blóðbankans. Fjallað var um alþjóðablóðgjafadaginn í hádegis- fréttum Bylgjunnar. Eftir hádegið komu fréttamenn frá Skjá einum og tóku viðtal við mig og blóðgjafa og tóku myndir sem síðan voru birtar í kvöldfréttum þeirra. Út að borða Vinnudegi lauk kl.17.30. Alls gáfu 97 blóðgjafar blóð þennan dag sem var mjög gott. Þeir sem gáfu blóð þennan dag og það sem eftir lifði Oll flottustu lögin Einhvern veginn kom þaö manni ekki á óvart á dögunum þegar fréttastofa Skjás eins birti frétt um að á nýafstöðnu þingi hefðu þing- menn VG talað mest allra þing- manna. Og ekki bara mest heldur miklu meira en mest: Þingmenn VG, sex að tölu, töluðu meira en gjörvallur þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins og enn magnast málæðið þegar haft er í huga að tveir þing- menn VG, þau Ámi Steinar Jó- hannsson og Þuríður Backman, eru ekki í hópi tíu málgefnustu þing- mannanna. Eftir öllum sólarmerkj- um að dæma eru það með öðrum orðum fiórir þingmenn VG sem haft hafa orðið einkanlega á síðasta þingi. Og Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson eru þar í tveimur efstu sætunum. Steingrím- ur J. þurfti meira að segja að fá míkrófón í sætið sitt þegar hann átti við fótarmein að stríða og mað- ur er eiginlega dálítið hissa á því að hann skyldi ekki líka fá sérstakan hljóðnema til að hafa með sér á kló- settið til að geta haldið ræðu það- an... Og er nokkuð að því að þingmenn VG skuli vera mælskir? Bendir það ekki til öflugrar stjómarandstöðu? Sýnir það ekki að þeir era alltaf vakandi, alltaf á tánum, alltaf til- búnir að standa vörð um velferðar- vikunnar fengu rauða rós, einnig fengu sumir blóðgjafar blómvönd. Það var íslensk garðyrkja sem gaf þessi blóm og voru blóðgjafarnir mjög ánægðir með þetta framtak. Stoltust var ég af því að dóttir mín gaf blóð í fyrsta skipti. Þegar ég kom heim var sonur minn að lesa fyrir enskupróf, næstsíðasta prófið á þessu vori. Við ákváðum að fara út aö borða fiölskyldan til að halda upp á afmæli húsbóndans. Fórum á Lónið, Hótel Loftleiðum, og var þaö mjög gott, ánægjuleg stund. Við mæðgumar fórum síðan í stutta gönguferð um vesturbæinn en þeir feðgamir fóru heim að lesa. Vin- kona mín kom síðan í heimsókn með síðbúna afmælisgjöf til mín. Ég var kominn í háttinn kl. 23. Treysti mér ekki til að lesa, hef gert tilraun til að hlusta á kassettu með leikrit- inu Sölumaður deyr eftir Arthur Miller þrjú eða fiögur kvöld í röð, sofnaði enn út frá því. Gleymdum að syngja afmælissönginn. saaaa Guðmundur Andri Thorsson skrifar í Helgarblaö DV. kerfið og minna á gildi samhjálpar og sameignar? Sennilega. Því ekki það. Og allt er þetta fólk prýðilega mælskt og ákaf- lega óþreytandi að vara við vélum markaðarins, því illa sem kann að hljótast af einkavæðingu, gróða- hyggju og taumlausri sérhyggjunni „Og er nokkuð að því að þingmenn VG skuli vera mœlskir? Bendir það ekki til öflugrar stjómarand- stöðu? Sýnir það ekki að þeir eru alltaf vakandi, alltaf á tánum, alltaf til- búnir að standa vörð um velferðarkerfið og minna á gildi samhjálpar og sameignar?“ sem allt er að drepa. Og ekki verður Kolbrúnu Halldórsdóttur nógsam- lega hrósað fyrir það að neyða, í frægum sjónvarpsþætti, Áma John- sen til að horfast í augu við afleið- ingamar sem viðhorf fólks á borð við hann til samkynhneigðra geta haft fyrir unga menn. Samt fer ekki hjá því að manni verði hugsað til Tom Lehrer og þess sem hann sagði um spænsku borg- arastyrjöldina og lagði sósíalistum í munn: „They may have won the war but we had all the best songs.“ Þeir unnu að vísu stríðið en við átt- um öfl flottustu lögin. Þetta virðist ætla að loða viö marga vinstrimenn. í tilviki VG-fólks virðist það líta á pólitík eins og málfund og þingstörf sem eina óslitna kappræðu sem öllu varði að eiga síðasta orðið í - þetta sé með öðrum orðum spuming um að sigra í kappræöunni í ræðustól. Því miður er eins og vinstri mönnum hafi eins og löngum fyrr verið eftirlátinn ræðustóllinn þar sem þeir geta unað sér við lang- vinna orðsnilld á meðan ákvarðanir sem varða kjör okkar era teknar annars staðar. Síðan geta þeir farið heim sælir og glaðir í þeirri full- vissu að þeir hafi í dag einmitt kom- ist alveg sérstaklega vel að orði um einhverja ósvinnu sem þegar er orö- inn hlutur. Og þannig mun þetta kjörtímabil líöa. Á meðan Ámi Johnsen, for- maður samgöngunefndar, fær niu milljarða til ráöstöfunar af fé al- mennings til að kaupa sér leið i efsta sæti í nýju kjördæmi halda þingmenn VG árunni hreinni í ræðustól Alþingis og vinstri menn geta haldið áfram aö hafa rétt fyrir sér, óflekkaðir af áhrifum á kjör al- mennings í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.