Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 29
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 I>V 29 Helgarblað Kvöldið sem John Westcott fór á sinn fyrsta fund hjá El- eutheros hafði hann enga hugmynd um hvert líf hans stefndi en hann vissi að hann vildi fyrir alla muni breytast. „Biðjið fyrir mér,“ hafði hann tilkynnt félögum sínum nokkrum mánuðum áður. Að því búnu tilkynnti hann unnusta sínum til átta ára að hann vildi slíta sambandinu þar sem hann ætlaði að afneita samkyn- hneigð sinni. „Þetta er ekki það sem Drottinn hefur ætlað okkur,“ sagði hann þar sem hann sat við eldhús- borðið og unnusti hans eldaði svína- kótilettur í kvöldmatinn. „Þetta er ekki það sem Guð hefur ætlað mér. Ég vildi aldrei vera þannig.“ Vilja iosna undan samkyn- hneigðinni Eleutheros, kristinn söfnuður sem auglýsir „frelsi frá samkyn- hneigð", virtist vera lausnin fyrir Westcott, 38 ára gamlan fjármála- ráðgjafa. í litlu herbergi safnaðarins með neonljósum í lofti og stálhús- gögnum á víð og dreif, gafst honum í fyrsta sinn færi á að kynnast öðr- um mönnum sem einnig voru að berjast gegn kynferðislegri freist- ingu til annarra karlmanna og sem þeir álitu ónáttúrlega. Sumir þess- ara manna voru giftir og héldu fram hjá eiginkonum sínum með öðrum mönnum. Margir þeirra höfðu orðið fyrir kynferðislegri misnotkun sem böm eða alist upp hjá einstæðri móður og skort foðurímyndina. Líkt og Westcott höfðu þónokkrir þeirra ætla sér að reyna slíkt? Þetta er meðal þeirra spuminga sem hafa vaknað eftir ráðstefnu á vegum samtaka bandarískra geð- lækna í Chicago i siðustu viku. APA hafði áætlað að efna til umræðna um hvort hægt væri að útrýma sam- kynhneigð með svokallaðri endur- áttunaraðferð þegar tveir ráðstefnu- gesta drógu þátttöku sína til baka á þeim forsendum að málið væri of viðkvæmt og pólitískt fyrir hlut- lausar umræður. Það að APA skyldi hætta við að efna til umræðna um málið vakti hins vegar hörð viðbrögð í herbúö- um Exodus Intemational sem eru regnhlífarsamtök kristinna safnaða fyrrum samkynhneigðra. „Ég er mjög vonsvikinn," sagði framkvæmdastjóri Exodus, Bob Davies. „Samtök fyrrum samkyn- hneigðra eru að komast i slíkt há- mæli að það ekki er lengur hægt að neita fullyrðingum okkar. Við mun- um ekki hverfa af vettvangi." Leiðtogar fyrrum samkyn- hneigðra segjast geta fært fram óyggjandi sannanir fyrir því að að hægt sé að snúa kynlífslöngunum til sama kyns upp í andhverfu sína. „Breytingin er aukaafleiðing innri lækningar," segir Richard Cohen, meðferðarfulltrúi frá Maryland sem notar aðferðir allt frá að vagga karl- kyns sjúklingum sínum í örmum sér yfir í að kenna sjúklingum að- ferðir við að taka á og leysa vanda- mál sín. „Með þvi að kafa í brunn- inn og í myrkustu afkima munu þeir koma niður á leyndarmál. Þeg- Er hægt að snúa kynhvöt manna tll sama kyns upp í andhverfu sína? Inn einnig átt við áfengis- og fikniefna- vandamál að stríða. Óháð bak- grunni voru þessir menn þó fyrst og fremst saman komnir þar eð þeir báni í brjósti sömu von um að losna undan samkynhneigð sinni sem þar með myndi bæta þeirra eigið líf og tilveru meira en orð fengju lýst. Munum ekki hverfa af vettvangi En er þetta mögulegt, og það sem meira er um vert, er hættulegt að Nýtt meðferðarform fyrir homma og lesbíur: í skápinn á ný - hefur vakið mikla umfjöllun og deilur á erlendri grund ar þeir hafa læknað sár sin munu þeir komast í tæri við kynhvöt sína. Afleiðing þess er að kynhvötin til sama kyns fjarar út.“ Mikill meirihluti ósammála Cohen viðurkennir að hann hafi aðeins náð viðunandi árangri með „lítinn hluta sjúklinga sinna" og flest- ir leiðtogar fyrrum samkynhneigðra segjast aðeins hafa ná fullum árangri í um 30 prósentum tilvika. „Það ligg- ur mikil vinna að baki,“ segir Cohen, „og það er ekki vinsælt á tímum skyndisúpa frá Campbell." Eins og gefur að skilja hafa um- mæli Cohens vakið hörð viðbrögð meðal samkynhneigðra og ekki síður meðal geðlækna og sálfræðinga. „Þú getur breytt hegðun einstaklinga með því að verðlauna þá og refsa á víxl,“ segir sálkönnuðurinn Christopher Wallis frá San Francisco. „Hins vegar er mun erfiðara að breyta innri til- veru þeirra. Hættan er sú að einstak- lingurinn fari að líta á líf sitt sem lygi og skörnm." Samtök geðlækna víða um Bandaríkin hafa tekið undir þessa skoðun Wallis og segja að slík- ar tilraunir ali aðeins á sektarkennd viðkomandi auk þess sem engar sann- anir hafi verið færðar fyrir þvi að hægt sé að breyta kynhvöt manna. John Westcott er þó ekki í þeirra hópi því hann ásamt þúsundum ann- arra homma og lesbía halda því fram að þau hafi „læknast" af samkyn- hneigð. Eftir stendur hins vegar að mikill meirihluti samkynhneigðra svo og almenningur er ósammála hug- myndum Cohens. Fólk spyr sig eðli- lega hvort þessum mönnum geti verið alvara eða hvort hér sé aðeins um að ræða öfgasinnaða hreintrúar- sinna sem vilja vekja athygli á mál- stað sínum. Hvað sem öðru líður hefur ten- ingunum allténd verið kastað.-KGP (Unnið upp úr grein í tímarit- inu Salon) Nóg aö gera hjá rithöfundimim Sigurði Pálssyni: Nýtt leikrit á fjalirnar og bók í smíðum „Þetta er tragikómidía sem byggist á tilfinningum og fram- vindu tilfinninga en er samt á gamansömum nótum,“ segir Sig- urður Pálsson um sitt nýjasta leik- rit, Einhver í dyrunum, sem verö- ur frumsýnt á Litla sviði Borgar- leikhússins í dag, laugardag. Leik- ritið fiallar i stuttu máli um fyrr- verandi leikkonu sem hefur lokað sig inni á heimili sinu og neitar að fara út. Hún fær hins vegar lítinn frið því það er alltaf einhver sem bankar upp á. Það er Kristbjörg Kjeld sem fer með hlutverk leikkonunnar en þetta er í fyrsta sinn sem hún sést á fiölum Borgar- leikhússins. „Það er alltaf spenn- andi að vinna með íslensk leikrit og það eina sem hægt er að segja um þetta verk er að þaö er marg- slungið," segir Kristbjörg sem vill ekki láta of mikið uppi fyrir vænt- anlega áhorfendur. Fáar sýningar núna Leikritið Einhver í dyrunum er ekki það eina sem Sigurður hefur verið að fást við í vetur. Um síð- ustu jól gaf hann út ljóðabókina Ljóðtímaskyn en fyrir hana hlaut hann tilnefningu til menningar- verðlaiuia DV og þessa stundina er hann að vinna að skáldsögu. Forsýningamar á hinu nýja leik- riti verða fiórar þessi mánaða- mótin en svo verður leikritið ekki sýnt fyrr en af fullum krafti í haust. „Það er hugsanlegt að það verði gerðar smávægilegar breytingar á sýningunni á haust,“ segir Sig- urður sem heldur öllum mögu- leikum opnum. Eri til hverra höföar þetta verk? „Ég held að verkið ætti að höfða til allra þeirra sem hafa á annað borð gaman af leikhúsi og tilfinningum,“ er skoðun Sigurð- ar. Sumarið er alla vega vel plan- lagt hjá honum. Það verður notað til skrifta en skáldsagan sem hann er með í vinnslu kemst von- andi í jólabókaflóðið: „Og ef ekki þá verður hún alveg ömgglega með næsta ár,“ skýtur skáldið inn í. -snæ Einhver í dyrunum er heitiö á leikriti eftir Sigurö Pálsson sem veröur frum- sýnt í Borgarlelkhúsinu í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.