Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 18
18
Helgarblað
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
DV
Magavandræði
hjá Friends-
stjörnunni
Hinn vinsæli leikari Matthew
Perry, betur þekktur sem
Chandler í Friends-þáttunum,
hefur ekki verið alveg heill
heilsu upp á
síðkastið.
Fyrir
skömmu var
hann lagður
inn á sjúkra-
hús í Los
Angeles
vegna mag-
ans en er nú
á batavegi.
„Maga-
verkirnir
voru óbærilegir en nú er ég út-
skrifaður og liður miklu betur,“
sagði Perry við blaðamann
People. Perry neitar hins vegar
að það sé eitthvað að lifrinni á
honum eins og fleiri erlendir
fjölmiðlar hafa haldið fram. M.a.
var það orðið altalað að dreng-
urinn þyrfti nýja lifur ef hann
ætti að halda lífi en það er sem
sagt sem betur fer ekkert til í
þeim sögusögnum.
Claudia óvinsæl
á Mallorca
Cfaudia Schiffer er ekki vel
liðin á MaUorca þessa dagana.
Girðingin sem hún hefur látið
reisa 1
kringum hús
sitt á vestur-
strönd eyj-
unnar fer
virkifega í
taugarnar á
yfirvaldinu.
Girðingin
veldur því
að ekki er
hægt að
ganga leng-
ur að vita einum sem er á
ströndinni.
Böövar Magnússon, fyrrum útibússtjóri Búnaöarbankans og nú skemmtanastjóri DAS, þykir liötækur á nikkuna
og segja menn aö hann blómstri hreinlega í nýja starfinu.
áhugamál og starf og fá borgað fyr-
ir það. Böðvar er nefnilega mikill
harmoníkuspilari og hefur um ára-
bil verið félagi í Harmoníkufélagi
Reykjavíkur auk þess að spila á tón-
leikum víðs vegar um landið. Áður
fyrr þandi hann nikkuna á árshátíð-
um Búnaðarbankans, nú glymur
hins vegar i hljóðfærinu suður í
Hafnarfirði. Böðvar gerir þó meira
en að koma fram fyrir áhorfendur
því hann sér um að halda uppi stuð-
inu þar á bæ og skipuleggja
skemmtidagskrá en þar er af nógu
að taka.
En hvemig stóð eiginlega á því að
þú ákvaðst að gera skemmtanastjóri
á DAS?
„Ég sá starfið auglýst og sótti ein-
faldlega um,“ segir Böðvar en að
sögn kunnugra blómstrar hann í
nýja starfinu.
Bjórkvöldfn vinsæl
„Mitt hlutverk er að taka á móti
þeim sem vilja koma fram og eins
að falast eftir listamönnum. Kórar
og tónlistaratriði hafa alltaf verið
vinsæl skemmtiatriði. Ég er með
hóp af aðstoðarfólki sem hjálpar
mér að halda utan um þetta, bæði
aðstandendur og starfsfólk hér á
Hrafnistu," segir Böðvar og ekki
veitir af af lýsingum hans að dæma,
þegar rúlla þarf hjólastólum inn og
út úr leikhúsum svo dæmi séu
nefnd og því fer best á að hafa snör
handtök.
„Við gerum okkur ýmislegt til
skemmtunar og spilum m.a. boccia,
félagsvist, skjótum pílum, spilum
bingó förum í leikfimi og eins er
púttvöllur á lóðinni. Þá dönsum við
alla fostudaga, hér er starfræktur
kór og bjórkvöldin eru alltaf vin-
sæl,“ segir Böðvar um starfsemina
sem fram fer á DAS.
Böðvar er heldur ekki i vafa um
að reynsla hans sem útibússtjóri
nýtist honum í nýja starfinu.
„í gamla starfinu reyndi náttúr-
lega mikið á mannleg samskipti og
það reynir ekki á síður á þau í
Fyrrum útibússtjóri gerist skemmtanastjóri á DAS:
„Þetta brýtur gegn venjum
eyjarinnar um það að allir veg-
ir skuli vera opnir fyrir al-
menning, þó að þeir liggi yfir
einkalóðir," skrifar Die Welt.
Lögreglan og ekki minnst fót-
gangandi íbúar eyjarinnar eru
alla vega mjög ósáttir við girð-
inguna og vilja hana burt svo
þeir geti áfram komist leiðar
sinnar meðfram ströndinni.
Úr banka á böll
- fær borgað fyrir það sem honum finnst skemmtilegast
Böðvar Magnússon er einn af
þessum mönnum sem starfa við það
sem honum þykir mest gaman að
gera. í 41 ár starfaði Böðvar hjá
Búnaðarbankanum, var m.a. útibús-
stjóri í Miðbæjar- og Austurbæjar-
útibúi, en þegar því sleppti og Böðv-
ar var orðinn sextugur ákvað hann
að söðla um og gerast skemmtana-
stjóri DAS í Hafnafirði. Með því má
segja að hann hafi orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að samræma
þessu starfi," segir Böðvar Guð-
mundsson, fyrrum útibús- og nú
skemmtanastjóri sem hefur
aldrei verið ánægðari.
\c-t'tí - Át-'Ax ...
Kynhvörf
Eftir að aldur færðist yfir mig hef ég
venjulega vaknað einhvern tímann úr
miðjum morgni um sexleytið, stigið
framúr og gengið hægum en þungum
skrefum fram í bæjardyrnar, gáð til veð-
urs, pissað á bæjarhelluna og tekið sól-
arhæðina. Síðan huga ég ögn að jarmi
fugla og fénaðar undir Snældubjörgmn
og signi mig. Svo geng ég aftur til hvílu
og verð andvaka.
í morgun gekk þetta allt sinn vana-
gang. Ég lét hugann reika, hugsaði sold-
ið um dauðann, já og lífið og allar þær
hremmingar sem þvi fylgja, ellina og
gamlingjamál, framtíð fegurðardrottn-
inga og sauðfjárbænda, velgengni Bjark-
ar, minn eigin hag, húsbréfin, ástandið í
Persíu eða Líbanon, eða hvar það nú er.
Svo fór ég að hugsa um það hvers vegna
konan mín hefði ekki látið það eftir mér
að steikja ketbollurnar sem voru í kvöld-
mat í gærkvöldi uppúr sméri, heldur
jurtafeiti, sem er í mínum augum leður-
feiti notuð til að smyrja beisli á haustin.
Og mér fannst ég hafa gilda ástæðu til
að undrast það að þessi kona sem lá
þarna í fastasvefni við hliðina á mér á
þessum fagra vormorgni skyldi telja það
einsog sjálfgefið að hún mætti sofa út, ef
sér byði svo við að horfa.
Það var semsagt rétt fyrir klukkan sex
í morgun sem ég stjakaði við konu
minni og spurði hana blíðlega, einsog
mér er svo einkar lagið, hvort hún skildi
það ekki að þegar ég fengi ketbollur þá
vildi ég hafa þær steiktar uppúr sméri
en ekki leðurfeiti. Svo ýtti ég aftur við
henni.
Þegar hún loksins vaknaði leit hún á
mig en sagði síðan:
„Ég held þú sért að breytast í kell-
ingu.“
Ég þagði við en komst svo að þeirri
niðurstöðu að líklega ætti hún kollgát-
una.
Líklega er ég að breytast í kellingu.
Stundum þegar konur eru mikið í
brennidepli langtímum saman kemst ég
einsog í undarlegt sálarástand. Ég hef
ekki þorað að segja frá því fyrr en núna
en um síðustu helgi, þegar Björk var að
slá í gegn og fegurðardrottningar fylltu
alla fjölmiðla, fór ég að hafa undarlegar
draumfarir. Þúsundir, milljónir eða
trilljónir af fegurðardísum sóttu að mér
úr öllum áttum og ég, gamli maðurinn,
hugsaði sem svo:
„Ég drukkna í þessu læraflóði."
Þá varð það mér til lífs í draumnum
að ég hætti að vera hinn drukknandi og
breyttist í drekkjandann. Ég hafði, í
draumnum, breyst úr karli í konu.
Og í morgun fann ég að draumurinn
hafði ræst.
Ég var orðinn kona.
Það fyrsta sem ég gerði í morgun var
að fara framúr og framá bað. Þar pissaði
ég sitjandi og kláraði svo á mér morgun-
verkin að hætti kvenna.
Við þessi hamskipti varð margt af því
sem áður var mér óskiljanlegt, deginum
Ijósara.
Nú skil ég hvað það er sem hefur stað-
ið í vegi fyrir frama mínum í lífinu.
Nú skil ég hversvegna ég er ekki
brunaliðsmaður, kafari, ráðuneytisstjóri,
fjallkóngur, bankastjóri, útkastari, skip-
stjóri, aðalritari Sameinuðu þjóðanna
eða jarðýtumaður.
Það er einfaldlega vegna þess að ég er
kona.
Núna, eftir að ég er orðinn kona verð-
ur mér óglatt þegar ég hugsa til þess
hvílíkt karlrembusvín ég hef verið í
gegnum tíðina.
Til marks um það má geta þess að á
meðan ég var karlmaður gaf ég fallegum
konum alltaf meiri gaum en ljótum kon-
um.
Mér fannst löngum að fallegar konur
ættu sífellt að vera á vappi um allar
trissur, flangsandi, daðrandi og duflandi,
stígandi í vænginn við mann og gefandi
undir fótinn eða hvað það nú heitir.
Ljótar konur fannst mér hins vegar ættu
ekki að vera mikið á ferli innanum fólk.
Þessi afstaða mín til ófríðra kvenna
hefur gerbreyst eftir að ég varð sjálfur
kona. Ófríð kona.
Nú hafa augu mín opnast fyrir því að
ljótar konur eiga tilverurétt einsog fal-
legar konur.
Það er sorglegt og svívirðilegt og raun-
ar brot á mannréttindum að í fegurðar-
samkeppninni sem er nýafstaðin var
ekki ein einasta ófríð kona. Og ekki
verður annað séð en laglausar konur
hafi verið gersamlega sniðgengnar á
kvikmyndahátíðinni þar sem Björk var
að slá í gegn. Þetta segir sína sögu og
verður ekki liðið öllu lengur.
Flosi