Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 31
31
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
X>V__________________________________________________________________________________________________Helgarblað
Norski krónprinsinn er með einstæðri móður:
Fallinn fyrir
stúlku með fortíð
- norska þjóðin er ósátt við nýju kærustuna
Það hefur varla verið skrifað um
annað i norskum blöðum undanfar-
iö en ástarsamband Hákonar krón-
prins og stúlkunnar Mette-Marit
Tjessem Hoiby. Kærustur Hákonar
hafa reyndar alltaf vakið áhuga al-
mennings enda verður sú kona sem
hann velur sem eiginkonu sína
drottning þegar kemur að því að
hann taki við völdum í konungs-
höllinni. Engin af vinkonum prins-
ins hefur hins vegar hlotið eins
mikla athygli og Mette-Marit og í
landinu hefur skapast eins konar
Mette-Marit hysteria.
Saman síöan í sumar
Mette-Marit er 26 ára mannfræði-
nemi við háskólann í Ósló. Með
náminu hefur hún verið að vinna
sem þjónn en hún á einnig 3 ára
gamlan son sem heitir Maríus.
Mette-Marit er lýst sem sjálfstæðri
og jarðbundinni manneskju með
áhuga á ferðalögum og tónlist og
var hún m.a. skiptinemi í Ástraliu.
Parið kynntist fyrir þremur árum
en það var ekki fyrr en síðasta sum-
ar að eitthvað fór að gerast á milli
þeirra og síðan þá hefur parið svo
að segja verið óaðskiljanlegt. Mette-
Marit býr ásamt syni sínum og vin-
konu i vesturhluta Óslóarborgar en
sjálfur býr prinsinn einnig í íbúð í
þeim hluta borgarinnar. Hann er í
spænskunámi og tekur einnig lög-
fræðiáfanga við sama skóla og
Mette-Marit.
Barnsfaðirinn eiturlyfjasali
Það dylst engum að prinsinn er
mjög hamingjusamur með Mette-
Marit en sambandið hefur þó vakið
upp miklar umræður meðal norsku
þjóðarinnar. I fyrsta lagi eru sumir
ekki sáttir við það að Hákon skuli
velja sér konu sem ekki er með
blátt blóð en það sem fer þó meira í
taugamar á fólki er það að stúlkan
skuli vera einstæð móðir. Almenn-
ingur veltir fyrir sér hvaða stöðu
sonur Mette-Marit muni fá innan
konungsíjölskyldunnar ef parið
myndi giftast og hvort hann gæti
orðið erfmgi að krúnunni. Faðir
Þetta er konan sem stoliö hefur
hjarta norska krónprinsins. Hún heit-
ir Mette-Marit og er einstæö móöir
og afþeim sökum vilja margir Norö-
menn ekki fá hana sem drottningu.
Hákonar, Haraldur, valdi sér ekki
heldur konungboma konu sem eig-
inkonu en almenningur er fyrir
löngu orðinn sáttur við drottning-
una Sonju Haraldsen enda var hún
ekki einstæð móðir þegar hún gift-
ist kónginum þannig að því er ekki
saman að líkja. Til að bæta gráu
ofan á svart hvað vinsældir Mette-
Marit varðar þá er fortíð stúlkunn-
ar einnig skrautleg. Hún lifði og
hrærðist lengi í House-umhverfinu
innan um eiturlyf og mjög skraut-
legt fólk. Bamsfaðir hennar er t.d
síður en svo með hreint sakavott-
orð og er margdæmdur smá-
krimmi. Þetta hefur sitt að segja
um álit fólks á stúlkunni og mörg-
um finnst óviðeigandi aö Hákon sé
með stúlku sem kemur úr þessu
umhverfi.
Yngra fólkiö sáttara
Það er reyndar ekki öll norska
þjóðin á móti sambandi parsins því
í könnun, sem gerð var fyrir norska
blaðið Dagbladet, kom í ljós að
yngra fólkinu virðist vera alveg
sama og segir að Hákon geti verið
myndu vilja búa í norsku konungs-
höllinni en þjóöin vill ekki hvaöa
stúlku sem er í höllina. Konungs-
hjónin Haraldur og Sonja styðja val
sonar síns og vilja aö hann
láti hjartaö ráöa.
með hvaða konu sem er. Hann eigi
bara að fylgja hjartanu. Eldra fólk-
inu finnst hins vegar að konungs-
fjölskyldan veröi að vanda maka-
Hákon hefur aöallega tagt lag sitt
viö módelstelpur hingaö til en hefur
nú falliö fyrir stúlku meö fortíö.
Hann sá sig tilneyddan til aö ræöa
ástarsambandiö í sjónvarpsviötali
þar sem fréttirnar hafa valdiö miklu
fjaðrafoki meöal þjóöarinnar.
valið og fólk hefur jafnvel gengið
svo langt að segja að Hákon verði
að afsala sér tilkalli til krúnunnar
taki hann þessa stúlku fyrir eigin-
konu þar sem konungsfjölskyldan
eigi að vera gott fordæmi fyrir þjóð-
ina. Mette-Marit er ailavega ekki
talin vera gott fordæmi þar sem
hún hafi tengingu við dóp og sé ein-
stæð móðir. Umræðan hefur einnig
verið um það hvort konungs'-
fjölskyldan sé ekki orðin úrelt og
hvort ekki sé kominn tími til að
Noregur fái sér forseta í staðinn
fyrir kóng. Almenningi finnst alla-
vega konungsfjölskyldan oft ekki
hegða sér eins og eðalborinni kon-
ungsfjölskyldu sæmir og skemmst
er að minnast þess að þjóðin saup
hveljur þegar það fréttist að Hákon
hefði stigið fæti sínum inn á
hommabar. Hvað sem skoðunum
maima líður á konuefhi prinsins og
konungsíjölskyldunni yfirleitt þá
eru menn sammála um það að
Mette-Marit sé aðlaöandi og mynd-
arleg stúlka. Parið á sér mörg sam-
eiginleg áhugamál og Hákon er
ánægður með henni. En það hvort
maður er ástfanginn eða ekki skipt-
ir greinilega ekki mestu máli þegar
maður ert konungborinn. -snæ
Sviösljós
Ricky Martin kann svo sannarlega aö hreyfa sig á dansgólfinu og myndi
taka sig vel út í nýrri útgáfu af Durty Dancing.
|V
Ricky
Martin í
Durty
Dancing 2?
Jennifer Grey og Patrick Swayze
heilluðu áhorfendur í kvikmynd-
inni Dirty Dancing árið 1987. Nú er
hins vegar von á nýrri dansmynd og
þar með nýju danspari því sam-
kvæmt blaðinu Variety hefur kvik-
myndafyrirtækið Artisan Entertain-
ment og Miramax plön um að búa
til framhald af myndinni.
Þau sem koma til greina i aðal-
hlutverkin eru enginn annar en lat-
ínósmjörið Ricky Martin og Star
Wars stjaman Natalie Portman. Það
hefur nú þegar verið haft samband
við Portman og Martin og sam-
kvæmt frásögnum bandarískra
blaða hafa þau sýnt áhuga á því að
dilla sér saman á hvíta tjaldinu.
Alveg frá 1996 hefur kvikmynda-
fyrirtækið verið að spá í að gera
framhald af myndinni og var t.d
Patrick Swayze boðin dágóð summa
fyrir að taka hlutverk að sér í
myndinni en hann afþakkaði boðið.
Spuming er hvort sagan um hina
saklausu unglingsstúlku, sem verð-
ur ástfangin í danskennara, fellur
eins vel í kramið hjá fólki og fyrir
13 árum.
Vill ekki börn
Síðustu ár og misseri hafa
margir spáð og spekúlerað í
kvennamálum George Clooneys
og héldu flestir að um sfðir
myndi hann festa ráð sitt og
fjölga mannkyninu. Þessi hefur
ekki orðið raunin og í nýjasta
hefti Playboys birtist viðtal við
kappann þar sem álit hans hans
og afstaða til bameigna og fjöl-
skyldu er nokkuð afdráttarlaus,
svo ekki sé meira sagt. Þar kem-
ur m.a. fram að barneignir em
það síðasta sem hann myndi
taka þátt í. „Ég held að ég muni
ekki kvænast," segir Clooney f
ítarlegu viðtali. „Ég held aö hug-
myndin með að giftast sé að þá
ætli maður að stofna til fjöl-
skyldu og eignast böm. Ég hef
ekkert af því innra með mér sem
flestir hafa - að þeir verði að
fjölga sér. Ég yrði ekki góður
faðir. Og ef það þýðir að maður
eigi ekki að eiga börn þá á ég
svo sannarlega ekki að verða
faðir.“
Mamma rak
fleyg í milli
Fyrr í vikunni sögðum við frá
því að Liz Hurley og Hugh Grant
væri skilin að borði og sæng. En
hvað veldur þessum snögga endi
á þrettán ára sambandi þeirra?
Var ástæðan í raun og vem sú
að Grant vildi ekki eignast
böm? Margir höfðu haldið að
þar sem Liz gat fyrigefið Hugh
Divine Brown hneykslið hefði
samband þeirra komist yfir erf-
iðasta hjallann. Sagan kennir
okkur þó að veröldin er hverful
og mennirnir með. Samkvæmt
nýjustu heimildum mun hvorki
barnleysi né samband við hórur
vera ástæðan. Sumir af félögum
Grants hafa nefnilega stigið
fram eftir skilnaðinn og fullyrt
að Hugh hafi ekki viljað hafa
brothætt hjónaband þeirra á
bakinu á sama tíma og hann
annast sjúka móður sína sem
liggur á dánarbeði. Fynvola Gr-
ant, móðir Hughs, þjáist af
krabbameini og segja kunnugir
að mömmu gömlu hafi ætíð ver-
ið í nöp við Liz. Spuming hvort
mamma hafi togað í einhverja
spotta.