Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Side 56
J<64______ Tilvera LAUGARDAGUR 27. MAl 2000 DV Taliö er víst aö eggaldin eigi rætur aö rekja til Indlands og þar hafi þetta ágæta grænmeti verið notað í matseld í aö minnsta kosti fjögur þúsund ár. Eggaldinplantan tilheyrir svokallaöri solanu- mættkvísl en til hennar heyra einnig kartöflur og tómatar. Eggaldin hefur löngum verið vinsælt í l matargerð Miö- Austurlanda, Ind- lands, Asíu og Suðaustur-Asíu en sagan segir aö aldininu hafi ekki verið fagnaö mjög þegar þaö var fyrst flutt til Evrópu á 14. öld. ítalir riöu á vaðið meö innflutn- ing eggaldins en þaö var ekki fyrr en 200 árum síðar aö íbúar landsins fóru aö meta eggaldin aö veröleikum. í dag er eggaldin algengt í matargerð viö Miöjaröarhafið. Eggaldin Nykaup Þar sein ferskleikinn býr Eggaldinmauk Uppskriftirnar eri fengnar frá Nýkaupi \ þar sem alit ' ráefni í þær fæst. Helga Mogensen hjá Hollum mat: Grískur eggaldinrétt- ur með smjörbaunum Ofnsteikt eggaldinmauk er kjörið sem snakk eða fylling í bakaðar kartöflur. Eggaldinið er skorið langsum og hvor helming- ur penslaður með ólífuolíu og siðan kryddaður með salti og pipar. Setjið í 190° heitan ofn í um 30 mínútur eða þar til aldin- kjötið er orðið meyrt. Takið eggaldinið úr ofninum og skafið kjötið innan úr því. Látið kólna og setjið í skál. Blandið saman við 100 g af mjúkum rjómaosti, 1 msk. af niðurskornum lauk, 1 smátt skornu hvítlauksrifi og slettu af sítrónusafa. Saltið og * piprið og til þess að fá enn betra bragð er gott að bæta út í 1 msk. af niðurskomu kóríander í lok- in. Setjið í kæli áður en borið er fram. Sumarlegt pasta Eggaldin passar prýðilega með mörgum pastaréttum. Hér er uppskrift að léttum og sumarleg- um rétti þar sem eggaldin spilar stórt hlutverk. í réttinn þarf tvö eggaldin, saxaða steinselju (2 msk), tvö hvítlauksrif og tvo lauka. Báðir laukamir eru smátt skomir. Ferskt basilíkum er einnig æskilegt í þennan rétt. Byrjið á að skola eggaldinin og skerið síðan í teninga. Stráið salti yfir og látið liggja í 25 mín- litur, gott er að snúa aldininu við annaö slagið. Hitið ólífuollu á pönnu og setjið eggaldinið út í ásamt lauknum og hvítlauknum. Saltið og piprið. Rétturinn er til- búinn um leið og eggaldinið er orðið mjúkt en í heild ætti mat- reiðslan ekki að taka meira en 15 til 20 mínútur. Um leið og pa- stað er soðið er innihaldi pönn- unnar bætt út í ásamt fersku basillkum og maturinn er til. Grísk litadýrð Sannarlega fal- legur og girni- legur réttur hjá Helgu. Dökk súkku- laði- mús Fyrir 6 200 g suðusúkkulaði 5 stk. eggjarauður 50 g sykur 1 1/2 dl rjómi 5 stk. eggjahvítur 30 g vanillusykur 2 msk. Grand Marnier-líkjör (má sleppa) Bræöið súkkulaðið í vatnsbaði eða örbylgju. Þeytið saman eggjar- auður og sykur uns létt og ljóst. Þeytið rjómann. Þeytið eggjahvít- urnar með vanillusykrinum uns þær eru stífar. Súkkulaðið á að vera vel volgt, ekki heitt, þegar öllu er blandað saman. Hrærið eggjarauð- unum út í súkkulaðið með þeytara. Því næst er rjómanum blandað í með sleikju og síðast eggjahvítu- blöndunni (og líkjömum, ef viil). Setjið í glös og stóra skál og látið stífna í kæli. Berið fram með þeytt- um rjóma og ávöxtum. Hollráð Hægt er að setja súkkulaðimús- ina í form og hvolfa á fat. Þá þarf að bæta í hana 4 blöðum af matarlími. Aðferð Baunimar em lagðar í bleyti í nokkrar klst. og síðan soðnar í ca BÐ mín. eða þar til þær em mjúkar í gegn en þó ekki famar að losna í sundur. Skerið eggaldinin í bita, setjið í sigti og stráið með salti og látið standa i £30 mínútur. Skolið og þerrið lauslega með klút. Hitið olíuna á pönnu og sparið hana ekki. Látið laukinn út í og látið hann Lystauki Hér er hugmynd að lystauka sem passar vel með köldum drykkjum í sumarblíðunni. Skerið eggaldin langsum í þunn- ar sneiðar, penslið með ólífuolfu og bragðbætið með salti og pipar. Setjið á heitt grill ^ og hitið þar til báðar hliðar eru brúnaðar. Kælið og legg- ið á borðplötu. Smyrjið með hvitlauk og mjúk- um kryddosti. Sker- ið í sneiðar, rúllið aldininu upp og festið með kokkteilpinna. í lokin er gott að láta nokkra dropa af tómat- vinaigrette á hvem pinna áður en borið er fram. „Við notum eggaldin töluvert í okk- ar matseld enda fínasta hráefni,“ segir Helga Mogensen sem rekur fyrirtækið Hollan mat í Brautarholtinu. HoOur matur er sérgrein Helgu og hún segir fyrirtækið sérhæfa sig í sendingum á mat tO hinna ýmsu vinnustaða. „Við höfúm fengið mikinn meðbyr þetta fyrsta ár og fóstum viðskiptavinum fjölgar jafnt og þétt. Grænmetisréttir höfða til æ fleiri og fólk er sífeOt að verða meðvitaðra um hvað það lætur ofan í sig,“ segir Helga en hægt er að gerast áskrifandi að hádegismat á virkum dögum hjá fyrirtæki hennar. Uppskriftm: ólífuolía 2 laukar, saxaðir 3 hvftlauksrif, í nokkrum sneið- um eða bitum 1 stórt eggaldin, skorið í 2 sm teninga 1 rauð paprika, í strimlum eða bitum 2 dósir tómatar 1-2 bollar soðnar smjörbaunir mýkjast en ekki brúnast. Bætið hvítlauknum saman við og því næst eggald- inum. Veltið þeim vel upp úr olíunni og hvít- lauknum og lát- ið maOa í nokkr- ar mínútur. Bætið þá paprik- um á pönnuna og leyfið þeim aðeins að maOa með áður en tómatamir fara út á. Þessu er síð- an leyft að maOa við vægan hita í nokkrar mínút- ur. Smakkað tO með salti og pip- ar. Setjið soðnar smjörbaunimar í eldfast mót og heOið grænmetis- sósunni yfir bakið í ofni við 170° í 25 mín. Þessi réttur er bestur bor- inn fram með góðu grísku salati (t.d. með fetaosti og rauðlauk) ásamt nýbökuðu hvítlauks- eða ólífubrauði. -aþ Næringargildi Eggaldin eru kaloríusnauð; aðeins 15 í hverjum 100 g. Einn helsti óvinur eggaldins í kaloriudeOdinni, ef svo má að orði kom- ast, er olían en aldinið dregur í sig mikla olíu við eldun en það er líka það sem gerir þetta fágæta grænmeti svo bragðgott. Lausnin fyrir þá sem vilja draga úr kaloríum er auðvitað að baka grænmetið. I eggaldinum er að flnna nokkurt magn B- og C- vítamína auk A-vítamínsins og karotíns sem finnst í berkinum. DV-MVND E.ÓL Gjörið svo vel! Helga Mogensen gefur lesendum girnilega uppskrift aö grískættuðum eggaldinrétti meö smjörbaunum. 1100 g af eggaldin eru: 15 kaloríur 0,9 prótein 0,4 g fita 2,2 g kolvetni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.