Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 66
74
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Tilvera
x>v
Norræna húsinu
Flakk eða þeirri sérstöku til-
finningu að vera bæði heima og
heiman er ætlað að kynna mynd-1
list eftir unga norræna og al-
þjóðlega listamenn í íslensku
menningarsamfélagi. Listamenn-
irnir sem taka þátt í sýningunni
koma víðs vegar að og eru verk
þeirra allt frá málverkum,
skúlptúr, ljósmyndum, mynd-
böndum, innsetningum til gjöm-
inga.
• * Klassík _______________________|
■ TÓNLEIKAR I REYKHOLTSKIRKJU
Karlakórinn Stefnir hitar upp fyrir
komandi atburöi meö tónleikum í
Reykholtskirkju kl. 14. Einsöngvarar
meö kórnum verða Ásgeir Eiríks-
son, Birgir Hólm og Stefán Jóns-
son. Stjórnandi er Atli Guölaugsson
og undirleikari Siguröur Marteins-
son.
Leikhús
■ EINHVER I DYRUNUM Nýtt leikrit
eftir Sigurö Pálsson er sýnt í Borg-
arleikhúsinu í kvöld, kl. 19. Það
nefnist Einhver í dyrunum. Miöaverö
er kr. 2000 en síminn hjá liðinu
uppi í Borgarleikhúsi sem vill redda
því fýrir þig er 568 8000.
■ HINN FULLKOMNI JAFNINGI
Sýning Leikhópsins A senunni
(www.on-the-scene.net), Hinn full-
komni jafnlngi, hefur fariö víða og
sló m.a. í gegn í Drill Hall leikhúsinu
í London. Nú er sýningin komin aftur
í íslensku Óperuna þar sem þurfti
aö hætta sýningum fyrir fullu húsi í
fyrra. Sýningin hefst kl. 20. Síminn í
miöasölunni er 551 1475.
Fyrir bömin______________________
■ LOKAHNYKKUR Fjöldi barna
kemur saman á Arnarhóli í fýlgd leik-
skólakennara og flytur tónverkið
Þúsaldarljóö eftir Tryggva M. Bald-
vinsson við texta Sveinbjörns I.
Baldvinssonar. Dans viö verkiö
samdi Ólöf Ingólfsdóttir. Uppákom-
an er lokahnykkur í verkefninu 2000
börn í Reykjavík 2000.
■ VÖUJSPÁ Nýtt verk fyrir börn eftir
Þórarin Eldjárn veröur sýnt í Mögu-
leikhúsinu kl. 17 í dag. Það nefnist
Völuspá. Síminn í miöasölu Listahá-
tíöar er 552 8588.
Opnanir
■ EINN NULL EINN Plötusnúðurinn
Fos kemur frá Kaupmannahöfn og
opnar sýningu onoone gallerí kl 17 ,
Laugavegi 48b. Sýningin stendur til
27. júní.
■ PYR AÐ SKUGGA VATNS Í
GALLERI HLEMMI Bjarni Sigur
björnsson opnar sýningu sína Dyr aö
skugga vatns í Galleri@hlemmur.is,
■P Þverholti 5, kl. 17 T dag. Sýningin
stendur til 18. júní og er opin frá
fimmtudegi til sunnudags frá 14-18.
■ ftfli i fpí áhai nflHÚSIÐ í EYJ-
UM Sigurdís Arnarsdóttir opnar í
dag kl. 17 sýningu á myndverkum
sínum í Gallerí Ahaldahúsinu í Vest-
mannaeyjum. Sýningin, sem ber yfir-
skriftina Ast í maí, er síðasta sýn-
ingin af fjórumj sýningarööinni
Myndlistarvor íslandsbanka í Eyjum
2000. Sigurdís vinnur stórar myndir
af sjónvarpsskjá meö aöstoö tölvu-
og Ijósmyndatækninnar og flalla þær
allar um ástina á einhverju stigi.
Sýningin er opin þessa helgi og
næstu og er aðgangur ókeypis.
■ SÖGUBROT ÚR SJAVARÞORPI
A AKRANESI I tengslum viö sýning-
una Sjávarlist á Akranesi verður opn-
uö sögusýningin Sögubrot úr sjávar-
þorpi a bókasafninu í dag. Dagskrá-
in er hluti af samstarfsverkefni
Menningarborgarinnar og sveitafé-
laga og stendur sýningin til 9. júní.
> Sjá nánar: l.íflö eftir vlnnu á Vísi.is
Tónleikar í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld kl. 20.30:
Tónlistarmenn 21. aldar
Á sunnudagskvöld halda fjórir ung-
ir og efhilegir tónlistarmenn tónleika í
Salnum í Kópavogi. Ungmennin eru öll
nemendur í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og eru tónleikamir haldnir
í tilefni af 70 ára afmæli Tónlistarskól-
ans í samstarfi við Listahátið í Reykja-
vík.
Ari Þór Viihjáimsson fiðluleikari er
19 ára. Hann hóf tóniistamám eftir
Suzukiaðferðinni 5 ára gamall en hef-
ur verið nemandi Guðnýjar Guð-
mundsdóttur frá 1996. Guðrún Jó-
hanna Ólafsdóttir messósópran er 22
ára. Hún hefur stundað söngnám hjá
Rut Magnússon frá 1996 og hefur verið
í fullu námi í Tónlistarskólanum frá
því hún lauk stúdentsprófi 1997. Vik-
ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er
16 ára og er að ljúka grunnskólaprófi
nú í vor. Hann byrjaði að læra á píanó
5 ára gamall en Peter Maté hefur verið
kennari hans siðan 1995. Ámi Bjöm
Ámason píanóleikari er 18 ára. Hann
hóf píanónám árið 1990 og hefur verið
nemandi Halldórs Haraldssonar síðast-
liðin 5 ár. Ámi Bjöm leikur með Ara
Þór og Víkingur Heiðar með Guðrúnu
Jóhönnu en auk þess leika Ari Þór,
Víkingur Heiðar og Ámi Bjöm einleik.
Blaðamaður DV hitti þau Guðrúnu
Jóhönnu og Víking Heiðar að máli og
spurði þau um aðdraganda tónleik-
anna en þau hafa verið að undirbúa þá
á þriðja mánuð í samvinnu við kenn-
ara sína og skólastjóra Tónlistarskól-
ans.
„Við Víkingur byijuðum að vinna
saman í janúar. Þá byrjuðum við að
vinna að ljóðaflokknum sem við flytj-
um fyrir hlé, Ziegeunerlieder eftir Jo-
hannes Brahms," segir Guðrún.
„Upphaflega stóð til að við héldum
smátónleika saman en það er stór bón-
us að fá að spila í Salnum á Listahá-
tíð,“ bætir Víkingur við.
„Það er ótrúlega skemmtilegt tæki-
færi að fá að nýta þetta samstarf þar og
svo bættust við önnur lög sem ég hef
DV-MYND ÞOK
Mikill heiöur og viöurkenning
Ari Þór Vilhjálmsson, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Árni Björn Árnason og Víkingur Heiðar Ólafsson spila
á tónleikum í Salnum annað kvöld.
verið að æfa“
- Hafið þió komið fram saman áöur?
„Við Víkingur höfum komið
nokkrum sinnum fram saman áður en
við höfum aldrei komið fram öll fjögur
sarnan."
„Ég hef reyndar unnið áður bæði
með Ara og Áma Bimi,“ segir Víking-
ur.
„Já Víkingur er svo gamall í hett-
unni,“ segir Guðrún hlæjandi.
- Hvemig tilfinning er aó vera val-
inn fulltrúi ungra og efnilegra tónlist-
armanna?
„Það er fyrst og fremst ótrúlegur
heiður og viðurkenning,“ segir Víking-
ur.
„Þetta er mjög skemmtilegt og ómet-
anlegt tækifæri fyrir okkur sem erum
ung og búin að verja ómældum tíma í
tónlistina en höfum ekki reynslu af að
koma fram á svona stórum tónleikum.
Þetta er líka mjög mikill heiður og við
erum mjög þakklát," bætir Guðrún við
og Víkingur tekur undir.
Og Guðrún heldur áfram: „Mér
fmnst þetta líka mjög aðdáunarvert
framtak hjá Listahátíð í Reykjavík að
gefa ungu fólki tækifæri til að koma
fram.“
Guðrún og Víkingur stefna bæði að
því að leggja tónlist fyrir sig.
„Maður sér framtíðina þannig fyrfr
sér en það er auðvitað margt sem spil-
ar inn í. Draumurinn er sá að geta haft
atvinnu af tónlist," segir Guðrún.
„Þetta snýst líka um heppni, að vera
á réttum stað á réttum tíma,“ segir
Víkingur að lokum, „það eru svo
margir góðir."
Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og
kostar miðinn 1500 kr. -ss
Hestamenn í messu í Langholtskirkju:
Fimmtánda kirkjureiðin
Á morgun eru hestamenn boðnir
sérstaklega velkomnir í Langholts-
kirkju en þá verður hin árlega
kirkjureið. Hestamenn leggja upp á
gæðingum sínum frá félagsheimili
Fáks kl. 9.30 og kl. 10.30 frá hesthús-
unum við Bústaðaveg, en messan
hefst kl. 11.
Fimmtán ár eru sfðan kirkjureið-
in hóf göngu sína og hefur þessi sið-
ur haldist óslitinn æ síðan. Félagar
í Hestamannafélaginu Fáki munu
setja upp rafmagnsgirðingu við
kirkjuna og sjá um gæslu hestanna
á meðan á messu stendur.
Lesarar og tónlistarmenn við
messugjörðina verða margir og
koma allir úr röðum hestamanna.
Lárusar Sveinssonar trompetleik-
ara verður minnst sérstaklega í
messunni, hann lést síðastliðinn
vetur. Hann var, ásamt séra Sigurði
Hauki, Jóni Stefánssyni, Ólöfu Kol-
brúnu og Garðari Cortes upphafs-
maður þessarar messu og mætti
hann ríðandi úr Mosfellsbæ í nán-
ast öll skiptin og lék á trompet fyrir
viðstadda. Dætur hans, Hjördís
Elín, fngibjörg og Þórunn, munu
leika á trompeta í messunni.
morgun
/ fyrramáiið munu hestamenn leggja upp frá félagsheimili Fáks og hesthúsum við Bústaðaveg og
halda til messu í Langholtskirkju.
Bjarni Ei-
rfkur Sig-
urðsson,
skólastjóri
reiðskólans
Þyrils, flytur
ræðu og
Garðar
Cortes og
Ólöf Kolbrún
Harðardóttir
syngja ein-
söng. Ritning-
arlestur verð-
ur í höndum
Gunnars Eyj-
ólfssonar en
séra Kristján
Valur fngólfs-
son messar.
Eftir messu
gefst kirkju-
gestum kost-
ur á að kaupa
sér kjötsúpu í
safnaðar-
heimili kirkj-
unnar.
Árbæjar- og Breiðholtshverfi:
Fjölskylduhátíð í Elliðaárdal
- f jölbreytt dagskrá
Á morgun, sunnudag, efna söfn-
uðimir í Breiðholti og Árbæ til fjöl-
skylduhátíðar í samvinnu við ÍTR,
félagsstarfið í Gerðubergi, íþróttafé-
lögin, skátafélögin, kvenfélögin og
foreldrafélög skólanna í þessum
hverfum. Fyrirhugað er aö fólk
safnist saman við Árbæjarkirkju,
Breiðholtskirkju í Mjóddinni og
Hólabrekkuskóla og verður síðan
gengið fylktu liði að hátíðarsvæðinu
sem verður við skíðabrekkuna í Ár-
túnsholtinu.
Hátiðin hefst með fjölskylduguðs-
þjónustu þar sem sr. Guðmundur
Þorsteinsson predikar og kórar
syngja. Að guðsþjónustunni lokinni
hefst fjölbreytt dagskrá þar sem ýms-
ir aðilar úr hverfunum koma fram.
Einnig verður farið í leiki og er með-
al annars stefnt að reiptogskeppni
milli Árbæjar og Breiðholts og poka-
hlaupi presta. Þá verða ýmis leiktæki
á staðnum og sömuleiðis þrautabraut-
ir á vegum skátanna og íþróttafélag-
anna. Einnig verður boðið upp á
klettasig í Indíánagili. Síðast en ekki
síst verður boðið upp á grillaðar pyls-
ur og kaffi í boði ýmissa aðila í hverf-
unum. Að hátíðinni lokinni verða
ókeypis strætisvagnaferðir í Árbæjar-
og Breiðholtshverfi.