Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Síða 30
30
Helgarblað
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
DV
Sérstæð sakamál
Grunaði kærustuna sína um framhjáhald:
Blóðug
vinslit á
einni nóttu
Þau voru ung og ástfangin og
geröu áætlanir um framtíðina.
Gemot Buchner, sem var 20 ára, og
kærustunni hans, Inge Katner, sem
var fjórum árum eldri, var nefni-
lega alveg ljóst að framtíð þeirra
yrði sameiginleg.
„Við ætlum að gifta okkur á 25
ára afmælisdeginum mínum,“ sagði
Inge við alla sem vildu heyra. „Og
við erum þegar búin að panta sal á
Hotel Krumpendorf við Wörther-
vatn,“ bætti hún við.
Inge Ijómaði af hamingju og
kvöld eftir kvöld sat hún með
kærastanum sínum og setti saman
lista yfir gestina sem þau ætluðu að
bjóða til veislunnar. Það var rúm
fyrir 80 gesti og það lá við að það
væri ekki nóg.
Tók þátt í undirbúningi
brúðkaups vina sinna
Stundum kom besti vinur
Gernots, Patrick, sem var 18 ára,
við hjá þeim. Hann tók af ákafa þátt
í undirbúningi brúðkaups vina
sinna. Þremenningarnir höfðu
þekkst í mörg ár. Þau voru öll mús-
íkölsk og eitt sinn höfðu þau stofn-
að litla dcmshljómsveit. Þau spiluðu
í íjölskylduveislum og öðrum sam-
Kærastinn
Gemot Buchner
ætlaöi aö kvænast
Inge en hann var
heiftarlega
afbrýöisamur og
grunaöi hana
um
framhjáhald.
Stigapaiiurinn
Nágranni fann hinn látna sem haföi
blætt út.
komum í Karnten í Austurríki til
þess að afla sér aukatekna til við-
bótar við tekjurnar sem þau höfðu
af dagvinnunni.
Gernot starfaði
en Inge var vel liðin fóstra. Patrick
hafði bara ígripavinnu. Vinirnir
vörðu saman frístundum sínum
þegar þeir voru ekki uppteknir af
dagvinnu eða hljómsveitarleik.
Stundum fóru þau Gernot, Inge og
Patrick í göngu í fjöllunum við
heimabæinn Klagenfurt eða í sigl-
ingu á Wörthervatni.
Framtíðardraumarnir
breyttust í martröð
Það urðu hins vegar vinslit á
einni nóttu. Um var að ræða
ómerkilegan atburð sem leiddi til
þess að framtíðardraumarnir
breyttust í martröð.
Inge hafði verið úti seint um
kvöld með Patrick. Gernot, kærast-
inn hennar, hafði þurft að vinna yf-
irvinnu og á eftir hafði hann farið á
íþróttaæfingu með félögum sinum.
Hans var því ekki að vænta heim
fyrr en seint.
Inge og Patrick voru saman í
garðinum við Wörthervatn. Þetta
var i ágúst og himinninn var
stjörnubjartur. Patrick ræddi um
áætlanir sínar varðandi litlu hljóm-
sveitina þeirra. Inge hlustaði aðeins
með hálfu eyra því hún var með all-
an hugann við væntanlegt brúð-
kaup sitt og Gernots.
Það var orðið áliðið þegar Patrick
kvaddi Inge við dymar á heimili
hennar. Inge læddist inn í íbúðina
til að vekja ekki Gernot en hún
hefði ekki þurft þess. Gernot
var ekki sofandi. Hann
sat í eldhúsinu og
var eins og þrumu-
ský.
„Hvar hefur þú
verið?“ spurði
hann. „Og hvers
vegna kemur þú
svona seint?“ hróp-
aði hann.
Skildi ekkert í
bræði kærastans
Inge var orðlaus og
skildi ekkert í bræði
Gernots. „Þú hefur
aldrei fengið ástæðu
til að halda að ég
hafi verið þér ótrú,“
stundi hún loks
upp.
Gemot varð enn
æstari yfir þvi að
hún skyldi ekki
vilja segja honum
hvar hún hefði
Fóstran hamingjusama
Inge hlakkaöi ákaft til brúökaups síns og Gernots.
Vlnurinn
Patrick var handtekinn nokkrum klukkustundum eftir moröiö.
verið og með hverjum.
„Þú þarft ekkert að útskýra því
ég veit hvað gerðist," hrópaði hann.
„Þú hefur sofið hjá Patrick. Og þú
þarft ekki að setja upp þennan sak-
leysissvip. Ég tók alveg eftir því
hvað þú horfðir mikið á hann þegar
við vorum síðast saman. Það mun-
aði engu að þú klíndir þig upp við
hann. Þið hittist í leyni, er það
ekki? Eða hefur hann nauðgað þér?
Auðvitað, það er það sem hefur
gerst. Hann hefur nauðgað þér.
Hvemig var það, naust þú þess?
Hvers vegna barðist þú ekki á
móti?“
Inge starði á kærastann sinn og
hristi höfuðið. „Það er hræðilegt að
hlusta á þig. Það hefur ekkert gerst
á milli mín og Patricks, alls ekkert.
Og þú talar um nauðgun."
„Inge Ijómaði af
hamingju og kvöld
eftir kvöld sat hún
meö kærastanum
sínum og setti saman
lista yfir gestina sem
þau ætluðu að bjóða
til veislunnar. Það var
; rúm fyrir 80 gesti...“
Hún snerist á hæli og gekk inn í
svefnherbergið til þess að leggjast
til hvílu. Gernot sat áfram um stund
í eldhúsinu og velti sér upp úr dap-
urlegum hugsunum.
Hann hafði samband við Patrick
strax daginn eftir. „Þú hefur nauðg-
að Inge, svínið þitt. Þú sleppur ekki
auðveldlega frá þessu,“ sagði hann.
Patrick ýtti honum frá sér.
„Hættu þessu bulli. Ég hef ekki
snert kærustuna þina og það myndi
ég heldur aldrei gera.“
Næstu daga gerðu bæði Inge og
Patrick alvarlegar tilraunir til að
koma vitinu fyrir Gemot. Allar til-
raunir þeirra virtust hins vegar
styrkja grun hans og hatur. Þegar
Gemot hótaði loks að fara til lög-
reglunnar og kæra Patrick fyrir
nauðgun varð sá síðarnefndi hrædd-
ur.
Patrick hafði verið dæmdur skil-
orðsbundið fyrir þjófnað á reiðhjóli.
Kæra gæti leitt til þess að hann yrði
látinn afplána dóminn og það vildi
hann undir engum kringumstæð-
um.
Keypti veiðihníf
Hann reyndi að koma á fundi
með þeim öllum þremur svo að þau
gætu rætt út um misskilninginn.
Þegar það tókst ekki keypti hann
veiðihníf („Ég óttaðist það sem
Gernot kynni að finna upp á,“ sagði
hann síðar fyrir rétti). Hann faldi
hnífinn í frakkavasanum sínum og
hringdi bjöllunni hjá Inge og
Gemot.
Þau voru bæði heima og viðræð-
ur þremenninganna urðu skjótt
heitar og háværar.
„Við Patrick erum ekki svo vit-
laus að við eyðileggjum góða vin-
áttu með kynlífi," sagði Inge meðal
annars. En það var engu tauti kom-
ið við Gernot. Honum varð ekki
haggað. Hann hélt því enn fram að
Inge hefði haldið fram hjá honum
með Patrick. Að lokum sagði Inge:
„Það er erfiður dagur hjá mér á
morgun og ég þarf að fá svefn. Mér
finnst einnig að þið ættuð að fara að
sofa.“
Því næst yfirgaf hún ungu menn-
ina tvo. Þegar birti hafði endanlega
verið skorið á vináttuböndin.
Gernot lá í blóði sinu á stigapalli
fyrir utan íbúð þeirra. Hann hafði
komist þangað með erfiðismunum
eftir að besti vinur hans hafði
stungið hann. Hann hafði leitað sér
aðstoðar en vegna blóðmissis var
hann of veikburða til að geta hróp-
að á hjálp. Nágranni, sem var á leið
út til að kaupa brauð í morgunmat-
inn, fann Gernot.
Patrick hafði flúið frá staðnum.
Hann hafði fleygt veiðihnífnum i
runna utan við fjölbýlishúsið. Lög-
regluhundur fann síðar hnífinn í
runnanum. Lögreglumenn á eftir-
litsferð fundu Patrick í útjaðri bæj-
arins þar sem hann ráfaði um.
Réttarlæknar fundu sex stungu-
sár á líkama Gemots. Hann hafði
verið stunginn af miklu afli.
Patrick játaði á sig morðið og út-
skýrði að hann hefði verið hræddur
við það sem Gemot kynni að gera í
bræði sinni. Patrick var dæmdur í
13 ára fangelsi.
Það var auðvitað ekki haldin nein
brúðkaupsveisla í salnum á Hotel
Krumpendorf sem tekinn hafði ver-
ið frá fyrir afmælisdag Inge.
Myrti vegna ástar
Sieglinde dó af því að hún vildi ekki skilja.