Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 72
NYR NISSAN PATROL IBfrettaskotið SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 1550 5555 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Hafnarfjörður: Mótorhjólaslys Maður slasaðist alvarlega í mótor- hjólaslysi á Reykjanesbraut i Hafnar- firði seinnipartinn í gær. Fólksbíl var ekið út úr húsagötu í Hafnarfirði og yfir Reykjanesbrautina “t veg fyrir mótorhjól sem lenti í hlið bílsins. Báðir ökumennimir voru flutt- ir á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Ökumaður bifhjólsins var lagður inn á sjúkrahús með innvortis áverka og beinbrot, en er þó ekki talinn í lífs- hættu. Ökumaður fólksbilsins slapp lít- ið meiddur, en bæði bíllinn og mótor- hjólið eru stórskemmd. Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú málið. -SMK Slys í strætó Roskin Kona datt út úr strætisvagni við Hlemmtorg í gærmorgun, eftir að hurð strætisvagnsins hafði lokast á hana. Vagnstjórinn og fleira fólk hlúði að konunni þar til lögregla og sjúkrabíll komu að. Farið var með konuna á slysa- 'ðeild Landspítalans i Fossvogi. Að sögn læknis þar hlaut konan talsverða áverka, en þó ekki alvarlega. -SMK Björgunarsveitarmenn Kallaöir út til leitar. Neyðarblys út af Seltjarnarnesi Neyðarblys sást á lofti um 2 sjómíl- ur út af Seltjamarnesi síðdegis í gær. Einnig töldu menn sig sjá appel- sínugulan fleka á floti þar rétt hjá. Þyrla sem var á flugi yfir svæðinu hringsólaði þar um án þess að sjá merki um menn í háska. Þá fóm björg- unarsveitarmenn frá Kópavogi og Sel- tjamamesi út á bátum án þess að fmna nokkuð. „Við erum á þvi að blysinu hafi ver- ið skotið frá landi,“ sagði talsmaður Slysavarnafélagsins i gærkvöld. -EIR SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA DV-MYND ÞOK Gengiö til kvöldverðar Abdullah II Jórdaníukonungur og Rania drottning hans á tröppum Bessastaöa í gærkvöld ásamt forseta íslands og Dorrit Moussaieff. Innan dyra beiö dýrindis kvöldveröur eftir ánægjulegan dag. Jórdönsku konungshjónin halda af landi brott í dag og viö tekur opinber heimsókn í Bandaríkjunum. Eldur í Krossinum Eldur kom upp í þurrkara i höfuð- stöðvum Krossins i Kópavogi í gær og varð af mikill reykur. Vistmaður á vistheimilinu Krossgötum, sem er dótt- urfélag Krossins, ætlaði að þurrka sófapullur í þurrkaranum en hann réð ekki við verkið: „Þetta er eins og þegar menn setja blauta lopapeysu í þurrkara, þá verðiu allt vitlaust," sagði Gunnar Þorsteins- son, trúarleiðtogi í Krossinum, þegar slökkvilið hafði ráðið niðurlögum elds- ins í þurrkaranum. „Þetta var sem bet- ur fer ekki mikið en hins vegar vil ég benda á að í Krossinum sjálfum er mikill eldur en hann brennir ekki.“ Ailt tiltækt lið slökkviliðsins var sent að Krossinum þegar tiikynning barst enda vitað af fólki inni í húsinu. Fólkið bjargaði sér út sjálft en reyk- kafarar þurftu að sækja einn mann inn í reykjarkófið. Var sá fluttur á sjúkra- hús með snert af reykeitrun. -EIR Slökkviliö viö Krossinn Þurrkari réö ekki viö blautar sófapullur. Þróun fangelsismála að breytast mjög - sérstaklega hvað varðar Litla-Hraun: Nær annar hver fangi inni fyrir fíkniefnabrot - hlutfallið mun að líkindum hækka á árinu vegna tveggja fjölmennra dómsmála Fjórir af hverjum tíu sakamönnum sem nú sitja inni á Litla-Hrauni, ann- aðhvort í afplánun eða gæsluvarð- haldi, eru þar vegna þess að lögregla og ákæruvald hafa fengið þá setta þar inn vegna fíkniefnamála sem aðal- brots. Þetta hlutfall getur hæglega hækkað á árinu. Nú sitja um 12 einstaklingar í gæsluvarðhaldi vegna svokcdlaðs stóra fíkniefnamáls og 11 menn vegna máls sem kennt er við e-töflur. Samkvæmt upplýsingum ákæruvaldsins má gera ráð fýrir að heOdartala sakbominga og dóma í þessum tveimur málum verði um eða yfir 40. Hvað varðar Litla-Hraun sitja 15 prósent af heildartölu fanga þar í dag - 8 menn - inni vegna manndráps eða tilraunar til manndráps. Einn af hveij- um þremur fóngum á Litla-Hrauni (17 menn) afþlána þar nú vegna auðgunar- brota. Tveir menn sitja inni á Hraun- inu vegna kynferðisbrota. Hér er ekki um að ræða tölur um heildarfjölda fanga á ís- landi heldur aðeins brotamenn í stærsta fangelsinu. „Brotin sem um er að ræða endurspegla þjóðfé- lagið hverju sinni,“ segir Erlendur Baldursson, af- brotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Fjórir af hverjum tíu föngum á Litla-Hrauni eru þar vegna fíkniefnabrota. Áður sat annar hver maður inni fyrir brugg Erlendur hefúr í þessu sambandi m.a. borið saman framangreind 40 pró- sent sakamanna sem nú sitja inni á Litla-Hrauni við 673 afbrotamenn sem sátu i sama fangelsi á áratugnum 1929-1938. Þá sat annar hver maður inni á Hrauninu (51 prósent) fyrir að hafa bruggað eða önnur áfengislaga- brot. Þetta voru um 338 menn. Ekki má gleyma þvi að þetta tímabil var að mestu leyti á bannárunum svokölluðu - áfengisbanni var aflétt árið 1935. Á þessum áratug var það hins vegar þannig að 7 prósent fanga sátu inni fyrir leti eða óhlýðni við valdstjómina en enginn fyrir umferðarlagabrot (ölv- unarakstur). í dag situr enginn inni fyrir leti og heldur enginn fyrir brugg en 13 prósent fanga á íslandi í dag sit- ur inni vegna umferðarlagabrota. Er- lendur segir það athyglisvert að hátt í helmingur fanga á Litla-Hrauni situr þar nú inni vegna neyslubrota á sama hátt og árin 1929-38 þó svo að umrædd neysla í dag sé meira mannskemmandi en áður var. Föngum fækkar enn Þó svo að mjög stór fikniefhamál séu í gangi sem stendur fer fóngum í fangelsum engu að síður almennt fækkandi. í dag eru 87 pláss á Litla- Hrauni - aðeins 53 þeirra voru nýtt í byrjun mai. Ástæða þess að fangelsis- fóngum fer fækkandi em m.a. önnur úrræði í refsimálum, s.s. samfélags- þjónusta, áfangaheimili fyrir brota- menn, meðferðir vegna áfengis- og fíkniefnamála og sektir. Á hinn bóginn er einnig ljóst að dómum með fangels- isrefsingu hefúr farið fækkandi síð- ustu misseri. „Föngum er að fækka, þeir hafa ekki verið eins fáir í langan tíma,“ seg- ir Erlendur. -Ótt Akureyri: Geysiharður árekstur DV, AKUREYRl:____________________ Geysilega harður árekstur tveggja fólksbíla varð á gatnamót- um Skarðshlíðar og Smárahlíðar á Akureyri skömmu eftir hádegi í gær. Önnur bifreiðin hafnaði á hliðinni uppi á gangstétt, og tók það langan tíma að ná ökumanninum út, en klippa þurfti toppinn af bíln- um til að það væri hægt. Hann var fjarlægður úr bílflakinu með mikilli varúð. Síðla dags í gær lágu ekki fyrir upplýsingar um hversu alvar- leg meiðsli hans voru. Ökumaður hins bílsins, svo og tveir farþegar voru einnig fluttir á slysadeÚd til aðhlynningar. -gk Á slysstaö Önnur bifreiöin hafnaði á hliöinni uppi á gangstétt, og varö aö klippa toppinn af bifreiöinni til aö ná ökumanninum út. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 i i i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.