Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 72
NYR NISSAN PATROL
IBfrettaskotið
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í stma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
1550 5555
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Hafnarfjörður:
Mótorhjólaslys
Maður slasaðist alvarlega í mótor-
hjólaslysi á Reykjanesbraut i Hafnar-
firði seinnipartinn í gær.
Fólksbíl var ekið út úr húsagötu í
Hafnarfirði og yfir Reykjanesbrautina
“t veg fyrir mótorhjól sem lenti í hlið
bílsins. Báðir ökumennimir voru flutt-
ir á slysadeild Landspítalans í Foss-
vogi. Ökumaður bifhjólsins var lagður
inn á sjúkrahús með innvortis áverka
og beinbrot, en er þó ekki talinn í lífs-
hættu. Ökumaður fólksbilsins slapp lít-
ið meiddur, en bæði bíllinn og mótor-
hjólið eru stórskemmd. Lögreglan í
Hafnarfirði rannsakar nú málið. -SMK
Slys í strætó
Roskin Kona datt út úr strætisvagni
við Hlemmtorg í gærmorgun, eftir að
hurð strætisvagnsins hafði lokast á
hana. Vagnstjórinn og fleira fólk hlúði
að konunni þar til lögregla og sjúkrabíll
komu að. Farið var með konuna á slysa-
'ðeild Landspítalans i Fossvogi. Að sögn
læknis þar hlaut konan talsverða
áverka, en þó ekki alvarlega. -SMK
Björgunarsveitarmenn
Kallaöir út til leitar.
Neyðarblys út af
Seltjarnarnesi
Neyðarblys sást á lofti um 2 sjómíl-
ur út af Seltjamarnesi síðdegis í gær.
Einnig töldu menn sig sjá appel-
sínugulan fleka á floti þar rétt hjá.
Þyrla sem var á flugi yfir svæðinu
hringsólaði þar um án þess að sjá
merki um menn í háska. Þá fóm björg-
unarsveitarmenn frá Kópavogi og Sel-
tjamamesi út á bátum án þess að
fmna nokkuð.
„Við erum á þvi að blysinu hafi ver-
ið skotið frá landi,“ sagði talsmaður
Slysavarnafélagsins i gærkvöld. -EIR
SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES
SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT
PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINNI
SÍMI 581 1010
SPENNANDI KOSTUR FVRIR HÓPA
DV-MYND ÞOK
Gengiö til kvöldverðar
Abdullah II Jórdaníukonungur og Rania drottning hans á tröppum Bessastaöa í gærkvöld ásamt forseta íslands og
Dorrit Moussaieff. Innan dyra beiö dýrindis kvöldveröur eftir ánægjulegan dag. Jórdönsku konungshjónin halda af
landi brott í dag og viö tekur opinber heimsókn í Bandaríkjunum.
Eldur í
Krossinum
Eldur kom upp í þurrkara i höfuð-
stöðvum Krossins i Kópavogi í gær og
varð af mikill reykur. Vistmaður á
vistheimilinu Krossgötum, sem er dótt-
urfélag Krossins, ætlaði að þurrka
sófapullur í þurrkaranum en hann réð
ekki við verkið:
„Þetta er eins og þegar menn setja
blauta lopapeysu í þurrkara, þá verðiu
allt vitlaust," sagði Gunnar Þorsteins-
son, trúarleiðtogi í Krossinum, þegar
slökkvilið hafði ráðið niðurlögum elds-
ins í þurrkaranum. „Þetta var sem bet-
ur fer ekki mikið en hins vegar vil ég
benda á að í Krossinum sjálfum er
mikill eldur en hann brennir ekki.“
Ailt tiltækt lið slökkviliðsins var
sent að Krossinum þegar tiikynning
barst enda vitað af fólki inni í húsinu.
Fólkið bjargaði sér út sjálft en reyk-
kafarar þurftu að sækja einn mann inn
í reykjarkófið. Var sá fluttur á sjúkra-
hús með snert af reykeitrun. -EIR
Slökkviliö viö Krossinn
Þurrkari réö ekki viö blautar sófapullur.
Þróun fangelsismála að breytast mjög - sérstaklega hvað varðar Litla-Hraun:
Nær annar hver fangi
inni fyrir fíkniefnabrot
- hlutfallið mun að líkindum hækka á árinu vegna tveggja fjölmennra dómsmála
Fjórir af hverjum tíu sakamönnum
sem nú sitja inni á Litla-Hrauni, ann-
aðhvort í afplánun eða gæsluvarð-
haldi, eru þar vegna þess að lögregla
og ákæruvald hafa fengið þá setta þar
inn vegna fíkniefnamála sem aðal-
brots. Þetta hlutfall getur hæglega
hækkað á árinu.
Nú sitja um 12 einstaklingar í
gæsluvarðhaldi vegna svokcdlaðs stóra
fíkniefnamáls og 11 menn vegna máls
sem kennt er við e-töflur. Samkvæmt
upplýsingum ákæruvaldsins má gera
ráð fýrir að heOdartala sakbominga og
dóma í þessum tveimur málum verði
um eða yfir 40.
Hvað varðar Litla-Hraun sitja 15
prósent af heildartölu fanga þar í dag -
8 menn - inni vegna manndráps eða
tilraunar til manndráps. Einn af hveij-
um þremur fóngum á Litla-Hrauni (17
menn) afþlána þar nú vegna auðgunar-
brota. Tveir menn sitja inni á Hraun-
inu vegna kynferðisbrota. Hér er ekki
um að ræða tölur um
heildarfjölda fanga á ís-
landi heldur aðeins
brotamenn í stærsta
fangelsinu.
„Brotin sem um er að
ræða endurspegla þjóðfé-
lagið hverju sinni,“ segir
Erlendur Baldursson, af-
brotafræðingur hjá
Fangelsismálastofnun
ríkisins.
Fjórir af hverjum tíu föngum á Litla-Hrauni eru
þar vegna fíkniefnabrota.
Áður sat annar hver maður
inni fyrir brugg
Erlendur hefúr í þessu sambandi
m.a. borið saman framangreind 40 pró-
sent sakamanna sem nú sitja inni á
Litla-Hrauni við 673 afbrotamenn sem
sátu i sama fangelsi á áratugnum
1929-1938. Þá sat annar hver maður
inni á Hrauninu (51 prósent) fyrir að
hafa bruggað eða önnur áfengislaga-
brot. Þetta voru um 338 menn. Ekki
má gleyma þvi að þetta tímabil var að
mestu leyti á bannárunum svokölluðu
- áfengisbanni var aflétt árið 1935.
Á þessum áratug var það hins vegar
þannig að 7 prósent fanga sátu inni
fyrir leti eða óhlýðni við valdstjómina
en enginn fyrir umferðarlagabrot (ölv-
unarakstur). í dag situr enginn inni
fyrir leti og heldur enginn fyrir brugg
en 13 prósent fanga á íslandi í dag sit-
ur inni vegna umferðarlagabrota. Er-
lendur segir það athyglisvert að hátt í
helmingur fanga á Litla-Hrauni situr
þar nú inni vegna neyslubrota á sama
hátt og árin 1929-38 þó svo að umrædd
neysla í dag sé meira mannskemmandi
en áður var.
Föngum fækkar enn
Þó svo að mjög stór fikniefhamál
séu í gangi sem stendur fer fóngum í
fangelsum engu að síður almennt
fækkandi. í dag eru 87 pláss á Litla-
Hrauni - aðeins 53 þeirra voru nýtt í
byrjun mai. Ástæða þess að fangelsis-
fóngum fer fækkandi em m.a. önnur
úrræði í refsimálum, s.s. samfélags-
þjónusta, áfangaheimili fyrir brota-
menn, meðferðir vegna áfengis- og
fíkniefnamála og sektir. Á hinn bóginn
er einnig ljóst að dómum með fangels-
isrefsingu hefúr farið fækkandi síð-
ustu misseri.
„Föngum er að fækka, þeir hafa
ekki verið eins fáir í langan tíma,“ seg-
ir Erlendur. -Ótt
Akureyri:
Geysiharður
árekstur
DV, AKUREYRl:____________________
Geysilega harður árekstur
tveggja fólksbíla varð á gatnamót-
um Skarðshlíðar og Smárahlíðar á
Akureyri skömmu eftir hádegi í
gær.
Önnur bifreiðin hafnaði á
hliðinni uppi á gangstétt, og tók það
langan tíma að ná ökumanninum
út, en klippa þurfti toppinn af bíln-
um til að það væri hægt. Hann var
fjarlægður úr bílflakinu með mikilli
varúð. Síðla dags í gær lágu ekki
fyrir upplýsingar um hversu alvar-
leg meiðsli hans voru. Ökumaður
hins bílsins, svo og tveir farþegar
voru einnig fluttir á slysadeÚd til
aðhlynningar. -gk
Á slysstaö
Önnur bifreiöin hafnaði á hliöinni uppi á gangstétt, og varö aö klippa toppinn
af bifreiöinni til aö ná ökumanninum út.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
i
i
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4