Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000
Fréttir DV
Kurr um Útgerðarfélag Breiðdælinga hf.:
Varla komist hjá hags-
munaárekstrum
- segir Ríkharður Jónasson varaoddviti sem keypti fyrirtækið af hreppnum ásamt sveitarstjóranum
Hreppsnefnd Breiðdalsvíkur seldi
í janúar hlut sinn i Útgerðarfélagi
Breiðdælinga hf. Kaupendur voru
varaoddviti og sveitarstjóri hrepps-
ins. Nokkur kurr kom upp meðal
íbúa hreppsins sem þótti þetta bein
ávísun á hagsmunaárekstra hrepps-
félagsins og stærsta vinnuveitanda
staðarins.
Breiðdalshreppur stofnaði Út-
gerðarfélagið 27. janúar 1999 eftir að
Vísir í Grindavík hafði keypt Bú-
landstind á Djúpavogi ásamt kvóta
og frystihúsið í Breiðdalsvík var
skilið eftir kvótalaust. Þá stóð þetta
280 manna pláss eftir algjörlega
lamað og fullkomin óvissa rikti um
framhald atvinnumála. Byggða-
stofnun veitti fyrirtækinu 36 millj-
óna króna lán i mars 1999. Byggða-
stofnun kom aftur til skjalanna og
sl. sumar var plássinu úthlutað 181
þorskígildistonni til fimm ára sem
sveitarstjóm samþykkti að setja á
frystihúsið. Kvótinn er talinn vera
um 90 milljóna króna virði þessi
fimm ár. Stjórnarformaður í fyrir-
tækinu var Ríkharður Jónasson,
varaoddviti hreppsins, og Rúnar
Björgmundsson sveitarstjóri var
framkvæmdastjóri.
Frá Breiðdalsvík
Hreppurinn stofnaöi Útgeröarfélag Breiðdalsvíkur hf. um rekstur frystihússins eftir aö ailur kvóti var horfinn úr pláss-
inu. Sveitarstjórnarmenn keyptu fyrirtækið síðan af hreppnum.
Hagsmunaárekstrar
Ríkharður Jónasson segir að í
svo litlu plássi sem Breiðdalsvík sé
varla hægt að komast hjá hags-
munaárekstrum. Hann segir vand-
lifað þegar einu mennirnir sem
nenni að standa í framkvæmdum
séu um leið þeir einu sem nenna að
sinna sveitarstjómarmálum. „Það
er erfitt að höggva á það ef enginn
annar vill taka þetta að sér.“
Rikharður segir að Rúnar sveitar-
stjóri sé að visu skráður fram-
kvæmdastjóri en hann starfi ekki
sem slíkur lengur, heldur meira
sem fjármálastjóri. Sjálfur segist
Ríkharður sinna hlutverki fram-
kvæmdastjóra og sjá um daglegan
rekstur ásamt verkstjóra.
„Þetta gengur þokkalega og við
vonumst til að við séum réttum
megin við núllið. Við erum með um
35 manns í vinnu og fáir dagar hafa
fallið úr í vinnslunni. Við vinnum
ýsu í frystingu og þorsk í flug og
íbúum er aftur farið að fjölga“, seg-
ir Ríkharður og vísar gagnrýnis-
röddum vegna kaupa þeirra félaga á
fyrirtækinu algjörlega á bug.
Harði áreksturinn á Reykjanesbrautinni í gær:
Einn lífshættulega
slasaður
- sex voru fluttir á sjúkrahús
Deilt um byggöakvóta
Miklar deilur spunnust vegna út-
hlutunar Byggðastofnunar á
byggðakvótanum. Þar var mest deilt
fyrir vestan og austan. Vísir í
Grindavík kom þar nokkuð við
sögu, m.a. vegna þátttöku í fyrir-
tæki á Þingeyri
sem fékk alla út-
hlutun ísafjarð-
arbæjar og
einnig vegna að-
komu að kvóta
Breiðdælinga.
Samningur var gerður á milli Út-
gerðarfélags Breiðdalsvíkur og Vís-
is um að Grindavíkurfyrirtækið,
sem áður var orðið eigandi að öllum
kvóta Breiðdælinga, sæi um að
veiða byggðakvótann líka. Samið
var um að Vísir legði á móti jafh-
mikinn kvóta til vinnslu eystra.
í lykilaðstöðu
Ríkharður Jónasson varaoddviti
bauð í hlut sveitarfélagsins í fyrir-
tækinu og fékk hann til liðs við sig
Rúnar Björgmundsson sveitar-
stjóra. Gekk hreppurinn formlega
til samninga við þá félaga í janúar
sl. og var gengið frá kaupunum í
febrúar. Ríkharður er enn skráður
stjómarformaður og Rúnar fram-
kvæmdastjóri. Þessir tveir menn
eiga nú um 70% hlut í félaginu.
Vildu ýmsir meina að þarna
væru þeir félagar
komnir á mjög
grátt svæði
stjómsýslulaga og
sætu í raun
beggja vegna
borðs. Þeir hafi
verið i lykilaðstöðu sem stjómend-
ur fyrirtækisins og um leið í stjóm
hreppsins. Engir aðrir hafi haft við-
líka yfirsýn yfir málið. Vegna vit-
neskju sinnar um stöðuna gætu þeir
þar með skarað eld að eigin köku.
Var þetta m.a. tekið fyrir á funheit-
um borgarafundi eystra.
Samkvæmt heimildum DV mun
Byggðastofnun enn hafa afskipti af
fyrirtækinu og er nú að ganga frá
breytingu á 36 milljóna króna láni
Byggðastofnunar auk vaxta til fyrir-
tækisins í víkjandi lán.
Gífurlega harður árkekstur þriggja
bíla á Reykjanesbraut við Straumsvik
í gærmorgun varð með þeim hætti, að
bíll á leið til Reykjavíkur fór yfir á
rangan vegarhelming á óbrotinni
línu. Fyrsti bíllinn í röð bíla á leið í
átt til Keflavíkur slapp naumlega
fram hjá honum. Annar bíllinn fékk
hann í hliðina, valt og hafnaði á ljósa-
staur. Hinn þriðji lenti framan á þeim
sem fór yfir óbrotnu línuna.
Einn af sex karlmönnum sem flutt-
ir vom á slysadeild eftir áreksturinn
hlaut lífshættulega áverka í slysinu.
Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var
farþegi í bílnum sem lenti framan á
þeim sem skipti um vegarhelming.
Hann er með alvarlega innvortis
áverka og mörg beinbrot og er haldið
sofandi í öndunarvél.
Tveir menn em talsvert mikið
meiddir og vora lagðir inn til frekari
athugunar. Annar þeirra, ökumaður
eins bílsins, er sá eini sem ekki var í
bílbelti og þykir mesta mildi að hann
slapp lifandi úr árekstrinum.
Hinir þrír mennimir eru minna
slasaðir og vora þeir sendir heim eft-
ir að þeir höfðu hlotið aðhlynningu
lækna í morguh. Tveir bílanna era
gjörónýtir og sá þriðji er mikið
skemmdur.
Reykjanesbrautin var lokuð í um
tvo tíma vegna slyssins og þrátt fyrir
að umferð væri beint um gömlu
Reykjanesbrautina mynduðust mikl-
ar biðraðir beggja vegna slyssins.
Ekki er vitað af hverju bíllinn fór
yfir á ranga akrein, en lögreglan i
Hafnarfirði rannsakar nú málið.
Það virðist sem einhveijir öku-
menn á Reykjanesbraut læri seint því
seinnipartinn í gær var lögreglunni
tilkynnt um glæfralegan framúrakst-
ur á Reykjanesbrautinni. -SMK
Höröur Kristjánsson
biaöamaöur
gjf
JiúCu-júBDicu-rf
HEILSUDÝNURNAR
Nýtt efni scm upphaflega var
NASA sem mótvægi á jieim þrýstingi
geimfarar verða fvrir við geimskot.
Liðagikt
Kviðslit
Bakverkir
Kynmé ykkw' Jrábœr ný veré tí
hmlmdýrmm &g rqjfm&gmtw&mm
Verðdœmi:
Visco-Medicott
90 cm m/botni
54.400.
Chiropractic eða
Visco Medicott
Queen 89.900.
King 119.900
Viseo-Medicott
90 cm m/Rafinaernsbotni
87.900.
Amerísku heilsudýnumar
/lí m 4*
Svefn&heilsa
HEILSUNNAR v£G
Chiropractic eru einu heilsudýnumar sem
eru þróaðar og viðurkendar af amerísku
og kanadísku kírópraktorasamtökunum.
Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því
með Chiroproctic þar á meðal þeir íslensku.
Lísthúsinu L ö 'U g a ,r d a I, sími 5 8 1 2 2 3 3 • Dalsbraut 1 » A k u r e y r ! , s í rr> í 4 6 1 1 1 5 0 • www.svtrfrtoghetlsa.is