Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 Fréttir DV Kurr um Útgerðarfélag Breiðdælinga hf.: Varla komist hjá hags- munaárekstrum - segir Ríkharður Jónasson varaoddviti sem keypti fyrirtækið af hreppnum ásamt sveitarstjóranum Hreppsnefnd Breiðdalsvíkur seldi í janúar hlut sinn i Útgerðarfélagi Breiðdælinga hf. Kaupendur voru varaoddviti og sveitarstjóri hrepps- ins. Nokkur kurr kom upp meðal íbúa hreppsins sem þótti þetta bein ávísun á hagsmunaárekstra hrepps- félagsins og stærsta vinnuveitanda staðarins. Breiðdalshreppur stofnaði Út- gerðarfélagið 27. janúar 1999 eftir að Vísir í Grindavík hafði keypt Bú- landstind á Djúpavogi ásamt kvóta og frystihúsið í Breiðdalsvík var skilið eftir kvótalaust. Þá stóð þetta 280 manna pláss eftir algjörlega lamað og fullkomin óvissa rikti um framhald atvinnumála. Byggða- stofnun veitti fyrirtækinu 36 millj- óna króna lán i mars 1999. Byggða- stofnun kom aftur til skjalanna og sl. sumar var plássinu úthlutað 181 þorskígildistonni til fimm ára sem sveitarstjóm samþykkti að setja á frystihúsið. Kvótinn er talinn vera um 90 milljóna króna virði þessi fimm ár. Stjórnarformaður í fyrir- tækinu var Ríkharður Jónasson, varaoddviti hreppsins, og Rúnar Björgmundsson sveitarstjóri var framkvæmdastjóri. Frá Breiðdalsvík Hreppurinn stofnaöi Útgeröarfélag Breiðdalsvíkur hf. um rekstur frystihússins eftir aö ailur kvóti var horfinn úr pláss- inu. Sveitarstjórnarmenn keyptu fyrirtækið síðan af hreppnum. Hagsmunaárekstrar Ríkharður Jónasson segir að í svo litlu plássi sem Breiðdalsvík sé varla hægt að komast hjá hags- munaárekstrum. Hann segir vand- lifað þegar einu mennirnir sem nenni að standa í framkvæmdum séu um leið þeir einu sem nenna að sinna sveitarstjómarmálum. „Það er erfitt að höggva á það ef enginn annar vill taka þetta að sér.“ Rikharður segir að Rúnar sveitar- stjóri sé að visu skráður fram- kvæmdastjóri en hann starfi ekki sem slíkur lengur, heldur meira sem fjármálastjóri. Sjálfur segist Ríkharður sinna hlutverki fram- kvæmdastjóra og sjá um daglegan rekstur ásamt verkstjóra. „Þetta gengur þokkalega og við vonumst til að við séum réttum megin við núllið. Við erum með um 35 manns í vinnu og fáir dagar hafa fallið úr í vinnslunni. Við vinnum ýsu í frystingu og þorsk í flug og íbúum er aftur farið að fjölga“, seg- ir Ríkharður og vísar gagnrýnis- röddum vegna kaupa þeirra félaga á fyrirtækinu algjörlega á bug. Harði áreksturinn á Reykjanesbrautinni í gær: Einn lífshættulega slasaður - sex voru fluttir á sjúkrahús Deilt um byggöakvóta Miklar deilur spunnust vegna út- hlutunar Byggðastofnunar á byggðakvótanum. Þar var mest deilt fyrir vestan og austan. Vísir í Grindavík kom þar nokkuð við sögu, m.a. vegna þátttöku í fyrir- tæki á Þingeyri sem fékk alla út- hlutun ísafjarð- arbæjar og einnig vegna að- komu að kvóta Breiðdælinga. Samningur var gerður á milli Út- gerðarfélags Breiðdalsvíkur og Vís- is um að Grindavíkurfyrirtækið, sem áður var orðið eigandi að öllum kvóta Breiðdælinga, sæi um að veiða byggðakvótann líka. Samið var um að Vísir legði á móti jafh- mikinn kvóta til vinnslu eystra. í lykilaðstöðu Ríkharður Jónasson varaoddviti bauð í hlut sveitarfélagsins í fyrir- tækinu og fékk hann til liðs við sig Rúnar Björgmundsson sveitar- stjóra. Gekk hreppurinn formlega til samninga við þá félaga í janúar sl. og var gengið frá kaupunum í febrúar. Ríkharður er enn skráður stjómarformaður og Rúnar fram- kvæmdastjóri. Þessir tveir menn eiga nú um 70% hlut í félaginu. Vildu ýmsir meina að þarna væru þeir félagar komnir á mjög grátt svæði stjómsýslulaga og sætu í raun beggja vegna borðs. Þeir hafi verið i lykilaðstöðu sem stjómend- ur fyrirtækisins og um leið í stjóm hreppsins. Engir aðrir hafi haft við- líka yfirsýn yfir málið. Vegna vit- neskju sinnar um stöðuna gætu þeir þar með skarað eld að eigin köku. Var þetta m.a. tekið fyrir á funheit- um borgarafundi eystra. Samkvæmt heimildum DV mun Byggðastofnun enn hafa afskipti af fyrirtækinu og er nú að ganga frá breytingu á 36 milljóna króna láni Byggðastofnunar auk vaxta til fyrir- tækisins í víkjandi lán. Gífurlega harður árkekstur þriggja bíla á Reykjanesbraut við Straumsvik í gærmorgun varð með þeim hætti, að bíll á leið til Reykjavíkur fór yfir á rangan vegarhelming á óbrotinni línu. Fyrsti bíllinn í röð bíla á leið í átt til Keflavíkur slapp naumlega fram hjá honum. Annar bíllinn fékk hann í hliðina, valt og hafnaði á ljósa- staur. Hinn þriðji lenti framan á þeim sem fór yfir óbrotnu línuna. Einn af sex karlmönnum sem flutt- ir vom á slysadeild eftir áreksturinn hlaut lífshættulega áverka í slysinu. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, var farþegi í bílnum sem lenti framan á þeim sem skipti um vegarhelming. Hann er með alvarlega innvortis áverka og mörg beinbrot og er haldið sofandi í öndunarvél. Tveir menn em talsvert mikið meiddir og vora lagðir inn til frekari athugunar. Annar þeirra, ökumaður eins bílsins, er sá eini sem ekki var í bílbelti og þykir mesta mildi að hann slapp lifandi úr árekstrinum. Hinir þrír mennimir eru minna slasaðir og vora þeir sendir heim eft- ir að þeir höfðu hlotið aðhlynningu lækna í morguh. Tveir bílanna era gjörónýtir og sá þriðji er mikið skemmdur. Reykjanesbrautin var lokuð í um tvo tíma vegna slyssins og þrátt fyrir að umferð væri beint um gömlu Reykjanesbrautina mynduðust mikl- ar biðraðir beggja vegna slyssins. Ekki er vitað af hverju bíllinn fór yfir á ranga akrein, en lögreglan i Hafnarfirði rannsakar nú málið. Það virðist sem einhveijir öku- menn á Reykjanesbraut læri seint því seinnipartinn í gær var lögreglunni tilkynnt um glæfralegan framúrakst- ur á Reykjanesbrautinni. -SMK Höröur Kristjánsson biaöamaöur gjf JiúCu-júBDicu-rf HEILSUDÝNURNAR Nýtt efni scm upphaflega var NASA sem mótvægi á jieim þrýstingi geimfarar verða fvrir við geimskot. Liðagikt Kviðslit Bakverkir Kynmé ykkw' Jrábœr ný veré tí hmlmdýrmm &g rqjfm&gmtw&mm Verðdœmi: Visco-Medicott 90 cm m/botni 54.400. Chiropractic eða Visco Medicott Queen 89.900. King 119.900 Viseo-Medicott 90 cm m/Rafinaernsbotni 87.900. Amerísku heilsudýnumar /lí m 4* Svefn&heilsa HEILSUNNAR v£G Chiropractic eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því með Chiroproctic þar á meðal þeir íslensku. Lísthúsinu L ö 'U g a ,r d a I, sími 5 8 1 2 2 3 3 • Dalsbraut 1 » A k u r e y r ! , s í rr> í 4 6 1 1 1 5 0 • www.svtrfrtoghetlsa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.