Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2000, Blaðsíða 41
53 ■' FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ 2000 3>V Tilvera Innkast og þre- föld kastþröng! Spilið í dag er mjög óvenjulegt, þó ekki sé sterkara til orða tekið. Reyndar kom það fyrir í alþjóðlegri keppni fyrir nokkrum árum en þar vöktu sérstaka athygli fjórir litlir grænir menn sem ekki höfðu sést fyrr við græna borðið. Til að einfalda málin þá verða þeir nefndir LGM 1, 2, 3, 4 og við skulum strax skoða spil dagsins. Reyndar hafði árangur þeirra verið það góður að menn fóru að geta sér til að brögð gætu verið í tafli. Keppnisstjóri mótsins ákvað þvi að fylgjast með einu spili LGM 1 og 2. Stefán Guðjohnsen skrifar um bridge vestur fylgdi lit þá virtist hann ánægður. Hann spilaði nú spaða upp á kóng og síðan litlu laufi. Staðan var þá þessi: V/N-S * 4 4» DG109 * G1096 * 9862 4 8 «♦ 65 4 KD83 * - 4 D109765 4* - -*■ - * G 4 KG «4 7 4 54 * 75 Þar sem LGM 1 og 2 sátu n-s þá gengu sagnir á þessa leið: Vestur Noröur Austur Suöur 3 4 dobl pass 3 grönd pass 4 grönd pass 6 grönd pass pass pass Nokkuð hart sagt á spilin sem oft er raunin þegar hindranasagnir eru að hækka sagnstigið. Glöggir lesendur sjá nú strax að spilið er vita vonlaust því hvorugur rauðu litanna brotnar. Samt með spaða út upp í gaffalinn væru komn- ir 11 toppslagir og stutt í þann tólfta með kastþröng. En vestur var ekki i sinni fyrstu keppni. Hann var þrautþjálfaður bridgemeistari og áöur en varði hafði hann spilað út laufdrottningu. Keppnistjórinn fylgdist nú með af miklum ákafa. Líklega myndi LGM 1 taka tvisvar tígul í þeirri von að liturinn brotnaði og spila síðan upp á kastþröng á austur. En því var ekki að heilsa. Áður en LGM 1 lét í fyrsta slaginn heyrð- ist dauft en ákaft suð í höfðinu á honum sem reyndar heyrðist ávallt þegar LGM þurfti að taka mikilvæg- ar ákvarðanir varðandi sögn eða úr- spil. Síðan þagnaði hljóðið og næstu slagir gengu hratt fyrir sig. í stað þess að prófa tígulinn tók LGM 1 ás og kóng í laufi, tígulás og og hjartaás. Síðan kom smásuð frá höfði hans og hjartakóngur. Þegar 7 IJrval - gott í hægindastólinn Vestur varð að drepa og spila spaða upp í gaffalinn. Austur átti af- kast í fyrri spaðann, en þegar kom að þeim síðari þá var hann í mikl- um vandræðum. Ef hann kastaði laufi eða hjarta þá myndi tilsvar- andi spil sagnhafa koma honum aft- ur í kastþröng með þá liti sem eftir stæðu. Austur gafst því upp og sagði: „Innkast og þrefold kastþröng í sama spilinu!" Keppnisstjórinn gat ekki leynt að- dáun sinni en spurði LGM 1 af hverju hann hefði ekki prófað tígul- inn fyrst. LGM lsvaraði með málm- hljóði, sem einkenndi raddir LGM: „Skipting varnarspilaranna var eins og opin bók eftir fyrsta slag. Opnun vesturs lýsti sjölit og hann hefði ekki spilað út laufadrottningu án þess að eiga gosa-tíu með henni. Laufáttan frá austri í fyrsta slag sýndi fjórlit, þannig að vestur hafði byrjað með þrjú spil í rauðu litun- um. Vamarspilaramir áttu fleiri hjörtu en tígla og þess vegna tók ég tvisvar hjarta. Ef ég hefði tekið tvisvar tígul þá hefði vestur átt kost á athyglisverðu afkasti." Keppnisstjórinn íhugaði hvað hann ætti við með „athyglisverðu afkasti" en flýtti sér síðan að hinu borðinu þar sem LGM 3 var að spila út gegn sama samningi eftir svipað- ar sagnir. LGM 3 suðaði í 30 sekúndur áður en hann lagði laufgosann á borðið. Sagnhafi hugsaði málið augna- blik og tók síðan tvo hæstu í tígli. LGM 3 kastaði lauftíunni og þar með var spilið óvinnandi. Keppnisstjórinn hristi höfuðiö en gat ekki annað en dáðst að árangri LGM-sveitarinnar. Auðvitað vann hún mótið en hverju sem um var að kenna þá hurfu þeir allir á braut áður en verðlaunin voru afhent og hafa ekki sést síðan. //* B ffirar S Rúna. tl /0p heldur þaö, - En hvernig ngur annars legruninni? » '/>11 0X7]* SérfraeÖingurinn. \ Fló?! Hún býst viö aö sjá þig í peysunni sem hún prjónaöi á þíg i afmælisgjöf. Fyrirgefðu hundur... en þú veröur sofa á jöröinni í nokkra daga. að? . __________________ © KFS/Disir. BULLS i 0<>4 8 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.