Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 JOV Fréttir íslenskur sjómaður fékk boð um að smygla fíkniefnum: Stuttar fréttir Boðnar 1,5 milljónir fyrir að vera burðardýr - lét vita af tilboði eiturlyfjaklíkunnar „Ég horföi furðu lostinn á mann- inn sem kinnroðalaust fór þess á leit við mig að ég smyglaði fyrir sig kílói af eiturlyfjum gegn gjaldi frá hafnarborg í Evrópu,“ segir háseti á flutningaskipi í samtali við DV. Sjómaðurinn, sem er fjölskyldu- maður og vill ekki láta nafns síns getið af ótta við þá eiturlyfjaklíku sem fór þessa á leit við hann, segist hafa sagt manninum skýrt og skor- inort að hann tæki ekki þátt í smygli á dópi. „Þessi maður, sem ég kannast lauslega við, hringdi í mig og spurði hvort ég gæti hitt hann til að ræða mál sem ekki væri hægt að tala um í síma. Ég varð nokkuð hissa þar sem ég vissi ekki að við ættum neitt sér- stakt vantalað en samþykkti þó að hitta hann. Erindið var þá að biðja mig að taka pakka frá hafnarborg í Evrópu og þiggja að launum eina og hálfa milljón króna,“ segir sjó- maðurinn. Þama hafi veriö um að ræða kíló af amfetamíni sem honum skiljist að sé 15 milljóna króna virði í inn- kaupum. Hann segir að þrátt fyrir neitunina hafi milligöngumaður- inn hringt nokkrum sinnum í sig til að þrýsta á að hann tæki að sér að vera burðardýr. „Hann ítrekaði að áhættan væri sáralítil sem engin en skattlausir peningar í boði. Það er vissulega rétt hjá honum þar sem einfalt er að fela slíkan pakka um borð í stóru skipi en samviska mín býður mér að taka ekki þátt í smygli á slíkum óþverra. Ég var orðinn mjög reiður vegna þessa þrýstings og íhugaði um tíma að berja dólg- inn en ákvað síðan að hrista hann af mér. Ég hef viðbjóð á þessum eit- urlyfjasmyglurum sem rústa líf ungs fólks og geri mér jafnframt grein fyrir þvf að þetta eru stór- hættulegir menn sem einskis svífast til að koma fram hefndum gagnvart þeim sem vinna gegn þeim. Það er viðbúið að kæmi ég fram undir nafni myndu þeir hefna sín á fjölskyldu minni,“ segir sjó- maðurinn. -rt Heimsmet Finna jafnað: Vélstjóri á Húsavík í hópi heimsmeistara - Tal-notendur 50.000 „Maður verður ekki heimsmeist- ari nema einu sinni, ekki ég alla vega,“ sagði Guðmundur Sigtryggs- son, fimmtíu þúsundasti viðskipta- vinur Tals, þegar DV heyrði í hon- um hljóöið í gærmorgun. Guðmund- ur vélstjóri tók titlinum af mestu rósemi og var með bátinn í viðgerð í Reykjavíkurhöfh þegar ljósmynd- ara DV bar að garði. Talsímann var hann búinn að eiga í u.þ.b. viku þegar hringt var í hann og honum skýrt frá málavöxt- um. „Mér flnnst þetta nú samt svo- lítill brandari í aðra röndina," segir nýbakaður fulltrúi íslenskra heims- meistara f farsímaeign og -notkun. Þann titil hlýtur Guðmundur einnig því nú standa íslendingar jafnfætis Finnum hvað varðar farsímaeign. Segja má að kaup Guðmundar á Tal- síma hafi því fleytt íslendingum upp að hlið Finna í farsímavæðing- unni. Fjöldi farsíma í notkun á íslandi, sem hlutfall af íbúafjölda, er nú 70,3% sem þýðir að alls eru um Heimsmethafi frá Húsavík Guömundur vélstjóri, fimmtíu þús- undasti viöskiptavinurinn, um borö í Aroni ÞH 105. Af þessu tilefni færði Tal Guömundi 50.000 króna inneign í símann. 197.000 farsímar í notkun. Þá eru virkir notendur 171.000 talsins en voru fyrir rúmum tveimur árum að- eins 50.000. Hingað til hafa Finnar verið heimsmeistarar en nú höfum við jafnað metin og skjótum þeim ef- laust ref fyrir rass á næstu vikum ef fram heldur sem horfir. Til saman- burðar má geta þess að í N-Ameríku er fjöldi farsíma um 30% af íbúa- fjölda en víðast hvar í Evrópu er hlutfallið 50 til 60%. En ekki á ís- landi, þetta snertir jú hina frægu höfðatölu. -HH Fjallamaraþon Þátttakendur leggja afstaö i þriggja sólarhringa keppnisferö um fjöll og firnindi. - Sjá nánar bls 58 80 milljónir boðnar í Tjarnargötu 30: Eigandinn vill fá 120 milljónir - fermetraverðið á 300 þúsund krónur Ég fékk tilboð í húsið upp Tjarnargata 30 — Mörg tilboö á ári. á 80 milljónir króna. Ég gerði gagntilboð upp á 120 milljónir og síðan ekki söguna meir,“ sagði Magnús Ólafsson, við- skiptafræðingur og eigandi að húseigninni að Tíarnargötu 30. „Ég hef átt húsið í ein 18 ár og fengið tilboð í það ár- lega. Sérstaklega frá kvótaeig- endum og öðrum slíkum. En þaö er svo mikill draugagang- ur í húsinu að ég veit ekki hvort nokkur getur búið þar nema ég og fjölskylda mín. Hér líður okkur vel þrátt fyr- ir allt,“ sagði Magnús. Miðað við tilboðið sem Magnús fékk í húseign sina, sem er 400 femetrar að stærð, er fermetraverðiö um 200 þúsund krónur. „Það er ásættanlegt verð á þessum stað,“ sagði fasteignasali sem inntur var eftir verðinu. Ef miðað er við gangntilboð Magnúsar upp á 120 milljónir króna þá er fermetraverðið komið upp í 300 þúsund krónur og ......það er toppverð," sagði sami fasteignasali. Það voru aðilar úr reykvískum fjár- málaheimi sem komu tilboöinu áleiðis til Magnúsar á Tjamargötu 30 og sömu aðilar tóku á móti gagntilboði hans. DV tókst ekki að fá staðfestingu um það hverjir stæðu aö baki tilboðunum. -EIR Suede-tónleikar í október Breska stórhljómsveitin Suede spilar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2000 19.-21. október. Búist er við allt að tvö þúsund erlendum tónleikagestum gagngert á hátíöina sem er hluti af Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000. Visir.is greindi frá. Ekki má breyta Forsætisráðherra segir það stríða gegn reglum Þing- vallanefndar að breyta notkun Hót- els Valhallar á Þingvöllum í sum- arhús og ekki geti orðið af því nema með því að flytja húsið á brott. RÚV greindi frá. Kærir Félag fasteignasala Hugbúnaðarfyrirtæki Kuggur ehf. kærði í gær Félag fasteignasala til Samkeppnisstofnunar. Ástæða Kuggs er sú aö félagiö hefur gert það að skilyrði fyrir inngöngu nýrra félaga að þeir kaupi hugbún- aðinn Húsvaka sem er 1 beinni sam- keppni við kerfi Kuggs, Húsval. Vis- ir.is greindi frá. Hjartasjúklingar mótmæla Stjórn Landssamtaka hjartasjúk- linga hefur samþykkt harðorð mót- mæli gegn auknum lyfjakostnaði. Samtökin vísa til þess að margir hjartasjúklingar eru mjög háðir sín- um lyfjum. Dæmi eru um allt að 73% hækkun á lyfjaskammti. Bylgj- an greindi frá. Menningarnótt Menningamótt í miðborginni verður haldin í fimmta sinn laugardaginn 19. ágúst næstkom- andi. Markmið menningamætur er að beina kastljós- inu að þvi blómlega menningarstarfi sem fram fer í borginni og kveikja áhuga á menn- ingarviðburðum hjá fólki á öllum aldri. Vísir.is hefur nú sett upp yfir- gripsmikla síðu þar sem hægt er að kynna sér allt það sem i boði verð- ur þessa nótt. Visir.is greindi frá. Víöa vantar fólk Vandræðaástand er víða á vinnu- markaðnum. Víða vantar fólk og hafa fyrirtæki leitað út fyrir land- steinana til að fá fólk í vinnu. Jón Baldvinsson, framkvæmdastjóri Ráðningarþjónustunnar, segir að ástandið hafi sjaldan verið eins slæmt. RÚV greindi frá. 2000 ferðamenn daglega Um 2000 erlendir ferðamenn komu til landsins dag hvem að með- altali í júlímánuði síðastliönum. Þann mánuð komu samtals rúmlega 59.600 erlendir ferðamenn tO lands- ins sem er fjölgun um 9000 frá sama mánuði í fyrra. RÚV greindi frá. Fjölmenni Hátt í 80 ungmenni komu á sam- verustund sem haldin var í Félags- miðstöðinni Frostaskjóli fyrir ungt fólk sem á um sárt að binda eftir hópslys að undanfomu þar sem ungt fólk hefur látið líflð eða slasast alvarlega. Bylgjan greindi frá. Bann viö rækjuveiöum Sjávarútvegsráðuneytið hefur gef- ið út reglugerð um bann við rækju- veiðum fyrir Norðurlandi. Reglu- gerðin tekur gildi frá og með 20. ágúst næstkomandi. Visir.is greindi frá. -KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.