Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000
I>V
\ W53t
I lukkupotti áskrifenda
eru vinningar
verðmætí 700.000 hr.
Ert þú áskrifandi?
I aðalvinning er fullkomið heimabíó
frá Bræðrunum Ormsson, Lágmúia 8-9.
Loewe Xelos 32" Videoscreen 100Hz
Dolby Digital sjónvarp
útvarp, geislaspiiari
og DVD, 5x30RMS W hátalarar.
Þetta eru græjurnar sem hafa hlotið verðlaun
hjá virtum tæknitímaritum um heim allan og alla langar
DREGID 31.ÁGÚST
Vikulega í allt sumar
Vikulega er heppinn
áskrifandi dreginn út
og hlýtur hann vöruúttekt
að verðmæti 30.000 krónur,
frá versluninni
Sparsport, Nóatúni 17.
láskrift
3 - borgar sig
550 5000
SPAR SPORT
TOPPMERKI A I AGMARKSVERÐI
BRÆÐURNIR
▼
ORMSSON
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
Helgarblað
Hannes Þorsteinsson hefur hannað flesta golfvelli landsins:
Með holur
á heilanum
Golfíþróttin hefur átt sí-
auknum vinsældum að
fagna hér á landi og telst
nú vera sú íþrótt á eftir
knattspymunni sem hvað
flestir landsmenn stunda.
Golfvellir hafa sprottið upp
úti um allt land og golfsett
er hægt að kaupa á næstu
bensínstöð. DV hafði uppi á
manninum sem hannað
hefur á fjórða tug af þeim
um 60 golfvöllum sem finn-
ast á landinu, Hannesi Þor-
steinssyni.
Golfvöllur er ekki bara vel slegið
tún með fullt af holum þó svo þeim
sem ekki stunda íþróttina geti virst
það í fyrstu. Á bak við hvem golfvöll
liggur mikil hugmyndavinna og braut-
ir era lagðar og mótaðar eftir ákveðn-
um forsendum. Þetta getur Hannes
Þorsteinsson, formaður golfklúbbsins
Leynis á Akranesi, staðfest enda er
hann eini íslendingurinn sem getur
með réttu titlað sig golfvallarhönnuð
en hann hefur hannað meirihluta allra
íslenskra golfvalla.
Hannes, sem er fæddur og uppalinn
á Akranesi, smitaðist af golfáhuganum
í gegnum fóður sinn, Þorstein Þor-
valdsson sem var einn af stofnendum
Leynis. Á sínum yngri árum var Hann-
es mjög öflugur í golfinu og var m.a.
fyrsti klúbbmeistari golfklúbbsins en
hann hefur reyndar imnið þann titil
alls átta sinnum. Hann var einnig í
unglingalandsliðinu á sínum tíma, var
í mörg ár starfsmaður golfvallarins á
Akranesi og er í dag formaður golf-
klúbbsins. Hvemig það kom til að
Hannes gerðist golfvallarhönnuður má
rekja til ársins 1968 þegar Hannes var
16 ára gamall en þá hannaði hann sinn
fyrsta golfvöll.
„Ákveðið var að halda samkeppni í
golfklúbbnum á Akranesi um hug-
mynd að níu holu golfvelli. Ég skilaði
inn hugmynd sem varð svo fyrir val-
inu og eftir henni var golfvöllurinn
stækkaður úr sex holum í níu,“segir
Hannes sem á enn þessa fyrstu teikn-
ingu sína, gerða með vaxlitum á mask-
ínupappír. Eftir þetta barst orðspor
hans út og hlutimir undu einfaldlega
upp á sig og golfvellimir urðu fljótlega
fleiri.
Líffræði og landafræði
Þar sem ekki var til neitt nám í golf-
vallarhönnun á þessum tíma lá leiö
Hannesar í líffræði og landafræði i Há-
skóla Islands en að hans sögn þá hefur
það nám reynst honum vel í starfmu
sem golfvallarhönnuður.
„Þessi menntun hefur komið sér
einstaklega vel þar sem maður verður
t.d. að kunna skil á grastegundunum
og geta lesið loftmyndir,“ segir Hannes
og bætir við að það sem skiptir þó
mestu máli sé að maður verði að hafa
alhliða innsýn í golfið ætli maður að
hanna golfvefti.
Fyrir fimm ámm fann Hannes loks-
ins nám við sitt hæfi en þá var hann
reyndar búinn að skipuleggja fjöldann
allan af golfvöllum. Honum fannst
hann hins vegar þurfa að vita hvar
hann stæði miðað við þekkta golfvall-
arhönnuði erlendis svo hann skráði
sig í námið.
„Þetta er 2 ára nám sem samtök
breskra golfvallaarkitekta stendur á
bak við og er það eina viðurkennda
námið á þessu sviði í Evrópu,“ segir
Hannes sem er eini Skandinavíubúinn
sem lokið hefur náminu og er hann nú
meðlimur fyrrgreindra samtaka.
„Kröfur almennings eru alltaf að
verða meiri til islenskra golfvalla. Fólk
ferðast meira og vill gjarnan spila hér
við sömu aðstæður og það getur spilaö
við erlendis."
Aðhyllist náttúruvernd á golf-
völlum
Meðal þeirra valla sem Hannes hef-
ur hannað er Korpúlfstaðavöllur, Odd-
fellowvöllurinn og hraunvöllurinn í
Hafnarflrði. Það eru ýmsir straiunar
og stefnur í hönnun golfvalla eins og
ööra og aðhyllist Hannes íhaldssem-
ina.
„Mitt prinsipp er að raska landslagi
og lífríki sem minnst. Ég er ekki hrif-
inn af þessum amerísku „fancý“ golf-
völlum með hekturum af tilbúnum
tjömum og sandflákum, gosbrannum
og álíka þar sem öllu golfvallarlandinu
er umsnúið eingöngu fyrir augað,“ seg-
ir Hannes og bendir á að það sé vel
hægt
að halda upprunalegum sérkennum
og lífríki golfvallarsvæðisins. Gott
dæmi um það má sjá á fyrrnefndum
golfvöllum.
„Svæði utan brauta eiga að vera
sem mest villt náttúra," segir Hannes.
Þá benti hann á að golf og fuglalíf fari
t.d alveg prýðisvel saman.
„Sjáið bara golfvöllinn á Seltjamar-
nesi. Menn sem þekkt hafa svæðið frá
upphafi golfvallar þar eru sammála um
að fuglalífið þar aukist eftir að golfvöll-
urinn kom, þar sem fuglamir njóta
verndar kylfmga og starfsmanna, t.d.
fyrir vargftigli og öðrum afræningjum
sem fælast mannaferðir," segir Hann-
es.
Vill völl í Viðey
Hannes hefur að sjálfsögðu lika sin-
ar skoðanir á hinni margumtöluðu
hugmynd um golfvöll
í Viðey.
„Ég er ábyrgur fyrir 11 ára gamalli
tillögu að 18 holu golfvelli í eynni og ég
hefði aldrei lagt þessa tillögu fram ef
ég teldi hana á einhvem hátt ógna líf-
ríki Viðeyjar. Margir telja eyna van-
Ekta golfvallargras
„ Venjulegt gras þolir ekki að vera slegiö niöur í 3-4 milíimetra, þaö deyr
bara. Því höfum viö veriö aö rækta upp sérstakt golfvallargras sem í eru
erföafræöilegir dvergar og þola þessa meöferö, “ segir Hannes og er
stoltur af Garöavellinum, golfvelli Akraness, þar sem hann segir aö sé
besta golfvallargras landsins.