Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Page 29
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 37 Helgarblað þó ekki við hæfi að ég færi að gefa sjálfum mér gullplötu - mér þótti það aðeins of hégómagjarnt." Þrátt fyrir velgengni Hallbjörns og nýju plötunnar var Hallbjörn ósáttur. „Ég var ósáttur við Frelsarann - að þetta skyldi vera þaö sem þyrfti til þess að vekja mig. Þessi plata vakti gríðarlega athygli og það rigndi yfir mig skemmtanabeiðnum næstu þrjú árin. Ég ferðaðist um landið þvert og endilangt þar sem ég flutti mína dagskrá og ég naut þess innilega að vera kominn aftur á stjá.“ Kántrýbær brennur En hörmungum Hallbjörns var ekki lokið með slysi afabarnsins. Nóttina 22. október 1997 brann Kán- trýbær og allar þær minningar sem vagga kántrýtónlistarinnar hafði að geyma. „Nóttina sem þetta gerðist fór ég út á planið héma fyrir framan og horfði á hjarta mitt fuðra upp. Bær- inn brann með öllu sem í honum var og hjarta mitt brotnaði enn eina ferðina. Ég gat engan veginn áttað mig á því hvað það var sem ég hafði gert til þess að verðskulda alla þessa baráttu og spurði Drottin að „Eftir gresjunni kemur maður“ Hallbjörn gaf út plötu áriö 1989 til þess aö fjármagna aögerð sem miöaöi aö því aö gefa einu barnabarna hans heyrnina aftur. Piatan seldist gríöarlega vel og meö réttu heföi Hallbjörn átt aö fá gullplötu. Þaö þótti honum þó heldur of hégómlegt. Draumurinn endurbyggöur Eins og þjóöin man þá brann Kántrýbær aöfaranótt 22. október 1997. Þaö er íslensku þjóöinni aö þakka aö bærinn var endurbyggöur - Kántríbær er eign þjóöarinnar. því hvað ég hefði mögulega gert. Tengdasonur minn kom til mín á meðan Kántrýbær stóð í ljósum log- um og lagði hönd sína á öxl mér og sagöi: „Við byggjum þetta allt aft- ur.“ Ég hugs- aði bara með mér: „Hann er bjartur, þessi!“ Mér fannst það ekki koma til greina og þótt ég væri tryggður þótt- ist ég vita að það væru ekki til pen- ingar fyrir því.“ Næstu daga rigndi yfir Hallbjöm stuðningsyfir- lýsingum frá landsmönn- um öllum þar sem þeir sögð- ust styðja við bakið á hon- um í erfiðri baráttu. „Ég var ekki viss hvemig ég átti að bregð- ast við þess- um símtölum ________ og bréfum sem rigndi yfir mig. Ég fékk þó hugdettu sem ég ákvað að fylgja eftir. Ég ætlaði að láta reyna á stuðning landsmanna - kanna hvort þetta væri jafnt á borði sem í orði. í framhaldi af því sendi ég út gíróseðla víða um land þar sem ég óskaði eftir því að fólk borg- aði eitt þúsund krónur til þess að endurbyggja Kántrýbæ. Ég átti svo sem ekki von á miklu en landsmenn létu ekki á sér standa. Áður en ég vissi af höfðu sex milljónir safnast til þess að endurbyggja Kántrýbæ. Það fer ekkert á milli mála að lands- menn eiga Kántrýbæ. Ég veit ekki með vissu hverjir það voru sem borguðu þúsundkallinn - margir borguðu mun meira - en til þess að taka af allan vafa segi ég ávallt að Kántrýbær er í eigu íslensku þjóð- arinnar." Hinn nýi Kántrýbær var opnaður 27. júní 1998 og það fer ekkert á milli mála hverjir eru eigendur staðarins. Þegar gengið er inn í Kántrýbæ hangir þar á vegg afsal Hallbjöms - þar sem Hallbjöm af- salar Kántrýbæ i hend- umar á þjóðinni. Andlit Skaga- strandar Sama ár og staður- inn var opnaður á ný var haldin önnur Kán- trýhátíð - sú sjötta í röðinni. Höfðahreppur stóð fyrir hátíðinni og hefur gert en Hallbjörn er óumdeilanlegt andlit hátíðarinn- ar út á við. „Sú hátíð gekk þokkalega,“ segir Hallbjöm en minnist hennar ekkert sérstaklega. „Árið á eftir gekk mun betur og sú hátíð var fjölmenn. Hing- að komu sex, sjö þúsund manns og sökum þess að við misreiknuðum okkur komum við ekki út í plús. Há- tíðin sem haldin var í ár hefur ekki verið gerð endanlega upp en ljóst er að ef allt gekk sem skyldi mun hún koma út í plús.“ En hvemig leið Hallbirni þegar hann gekk um götur Skagastrandar á nýliðinni Kántrýhátíð? „Ég get ekki sagt að ég hafi kiknað í hnjáliðunum. Þetta er að sjálfsögðu sigur - sigur Skagastrandar hversu vel þetta hefur gengið." Hallbjöm er hógvær þegar hann er spurður að því hvort hann sé ekki Skagaströnd holdi klædd - hvort það hafi ekki verið hann sem kom Skaga- strönd á kortið. „Ég myndi kannski ekki taka svo sterkt til orða sjálfur. Engu að síður hefur mér verið sagt að ég „eigi Skagaströnd", að það sé fyrir mína tilvist að Skagaströnd sé merkt inn á kortið. Ég vill lítið út á það gefa sjálf- ur. Hins vegar hefði ég ekkert á móti því að eignast Skagaströnd einhvern tíma - tíminn mun líklega leiða það í ljós hvort af því verður," segir Hall- björn og yfir andlit hans færist bros sem svo margir íslendingar þekkja. Framtíðin Hallbjörn hefur ekkert samið í tvö ár og segist ekki ganga með plötu „í maganum". „Það blunda ekki í mér nein lög. Einhvern daginn mun ég þó gefa út meira og ég hef gælt svolítið við það að gefa út jólaplötu sem yrði þá hin tíunda og síðasta í röðinni. Ætli hún muni ekki bara heita Kántrý jól.“ Hallbjöm segir að hann sé enn þá þungur marga daga og oft séu dimm ský sem sveimi yfir honum. Hann segist ekki geta sagt að hann sé glaður í hjartanu, „en ég hef þó trúna á Frelsarann og barnabörnin mín sem færa mér svo mikla gleði. Það er ekki loku fyrir það skotið að ég verði glaður í hjartanu - ég trúi því.“ -ÓRV Tilgangur lífsins / dag eru þaö trúin á Guö og barnabörnin sem gefa Hallbirni tilgang í lífinu. Hérna er hann ásamt fjórum af tíu. Frá vinstri: Linda Rós Ómarsdóttir, Eva Dís Gunnarsdóttir, afi, Auöur Valdís Grétarsdóttir og Alex Már Gunnarsson. Enn við stjórnvölinn Útvarp Kántrýbær sendir út kántrýtónlist allan sólarhringinn - alla daga ársins. Oftar en ekki má heyra rödd Hallbjörns glymja í viötækjum Skagstrendinga og nærsveitarmanna. Friðrik Þór Friðriksson man glöggt eftir fyrstu Kántrýhátíðinni: Eitt af mínum bestu verkum - segir kvikmyndagerðarmaðurinn um kvikmynd Kántrýhátíðin árið 1984 líður fólki seint úr minni. Á hátíðinni var mikið af mætum mönnum sem hafa sagt margar góðar sögur í seinni tíð. Einn þessara manna var kvikmyndagerðarmaðurinn Frið- rik Þór Friðriksson sem ákvað að kvikmynda hátíðina upp á sitt eins- dæmi. „Enn þann dag i dag þykir mér myndin sem þarna var gerð vera eitt af mínum bestu verkum,“ sagði Friðrik Þór þegar DV náði tali af honum í vikunni. „Ég fór ásamt öðrum kvik- myndagerðarmönnum og tók upp mynd um atburðinn sem síðar var sýnd í kvikmyndahúsum borgar- innar." Myndin þótti skemmtileg og þeg-____________________ ar menn eru minntir á hana muna Fríðrik Þór Fríðriksson sem hann gerði um hátíðina allir eftir henni. Af gæðum mynd- arinnar fara þó tvennar sögur -- sumir segja jafnvel að myndin hafi nú ekki alltaf verið í fókus og ann- að eftir því. „Þama skemmtu menn sér kon- unglega og þetta þótti nýbreytni svo ekki sé meira sagt,“ bætir Frið- rik við. Kálfar voru snaraðir, boð- ið var upp á nautaat og kúrekar riðu á barinn á hestum. „Hestarnir voru síðan eins og beljur á svelli þar sem gólfið var svo hált,“ segir einn gárunginn sem man glöggt eftir hátíðinni. „Á hverju kvöldi stóð síðan Hall- björn fyrir balli sem allir skemmtu sér konunglega á,“ bætti Friðrik Þór við í lokin og það skyldi engan undra þegar konungur kántrýsins tók að sér að skemmta fólki. -ÓRV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.