Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 2
2_______
Fréttir
^ Fjöldi fólks tók á móti íslendingi í Boston í gær:
Islendingur náð aug-
um 70 milljóna manna
- segir Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra íslands í Bandaríkjunum
DV, BOSTON:
Víkingaskipiö Islendingur kom
til Boston í Massachusettsríki í
Bandaríkjunum í hádeginu í gær.
Mikil fjöldi fólks var viðstaddur
komuna, auk þess sem fjöldi blaða-
og fréttamanna fylgdist með þegar
skipið sigldi inn í höfnina í blíð-
skaparveðri. Koma skipsins hefur
vakið töluvert mikla athygli fjöl-
miðla vestanhafs. íslenska þjóðlaga-
hljómsveitin Embla spilaði islensk
þjóðlög ásamt því sem ráðamenn frá
Bostonborg fluttu ræður.
„Ferðin hefur gengið ákaflega
vel,“ sagði Gunnar Eggertsson, skip-
stjóri íslendings, við komuna til
Boston. „Við fengum töluvert mik-
inn straum þegar við komum upp
að ströndum Nýfundnalands á dög-
unum og síðan smábrælu á leiðinni
frá Kanada til Bandaríkjanna, án
þess að það hafi komið að sök.“
Hvorki Gunnar né aðrir meölim-
ir áhafnarinnar könnuðust við það
að dvölin um borð væri farin að
verða langdregin en viðurkenndu
þó að þau væru
oröin þreytt.
í næstu viku
mun íslendingur
verða til sýnis i
höfninni í Boston
og mun áhöfnin
tala við gesti og
gangandi. Veit-
Þreyttir en ánægðir
Áhöfn íslendings var þreytt en ánægð viö komuna til
Boston í gær. Skipið mun verða bundið viö bryggju í
Boston til 14. september.
ingastaðir í Boston munu margir
hverjir bjóða upp á íslenskan mat-
seðil og í dag mun Siggi Hall, í fé-
lagi við aðra matreiðslumeistara,
elda íslenskan flsk ofan í gesti sæ-
dýrasafnsins í Boston.
Jón Baldvin Hannibalsson, sendi-
herra íslands í Bandaríkjunum, var
einn þeirra sem tók á móti íslend-
ingi í gær.
„Þessi ferð hefur vakið griðarlega
athygli hérna vestanhafs og velflest-
ir fjölmiðlar hafa fjallað um málið.
Meðal annars hefur heimildamynd
verið sýnd á kapalkerfl héma úti og
náð augum 70 milljóna manna. Það
er engin spurning að þessi ferð er
fjárfesting sem hefur borgað sig og
vel það.“
Aðspurður sagði Jón Baldvin að
hann teldi þetta einnig koma til með
að skila sér í aukningu bandarískra
ferðamanna til íslands á þessu ári
og í framtíðinni en aukning er-
lendra ferðamanna til íslands hefur
verið mest frá Bandaríkjunum á sl.
ári.
„Það versta er kannski það að ef
þetta skilar sér fyllilega komum við
ekki til með að geta annað þessu. Á
íslandi eru einfaldlega ekki til hótel
handa öflu þessu fólki,“ bætti Jón
Baldvin við.
íslendingur heldur til Providence
í Rhode Island 14. september og það-
an verður förinni heitið til New
Haven í Connecticut. Síðasti við-
komustaður íslendings verður í
New York-borg 5. október. -ÓRV
Elvars Arnar
enn saknað
Lögreglan í
Reykjavík leitar
enn Elvars Arnar
Gunnarssonar, 33
ára gamals Reyk-
víkings. Síðast er
vitað um ferðir
hans við JL-húsið
við Hringbraut 6.
ágúst siðastliðinn.
Elvar Örn er
grannvaxinn, um
175 cm á hæð og með dökkt, stutt hár.
Að sögn Jónasar Hallssonar að-
stoðaryfirlögregluþjóns leituðu
hjálparsveitir árangurslaust að El-
vari Emi um síðustu helgi. Þá var
leitað með hundum á landi, fjörur
gengnar frá Seltjamamesi að Gróttu
og bátar sendir út. Einnig hafa hugs-
anlegar utanlandsferðir Elvars Am-
ar verið kannaðar en ekki virðist
sem hann hafl farið úr landi.
Eftir að lýst var eftir Elvari Emi í
fjölmiðlum bámst margar vísbend-
ingar en engin þeirra reyndist eiga
við rök að styðjast. -SMK
Hafnarfjöröur:
Eldur í skúr
Eldur kom upp í geymsluskúr
vestast í Hafnarfirði um tvöleytið í
nótt. Slökkviliðið mætti á svæðið og
gekk greiðlega að slökkva eldinn.
Rífa þurfti þakið af skúrnum sem
var einangrað með spónum. í skúm-
um voru geymd mótorhjól og
vélsleði. Talsverðar skemmdir urðu
á skúmum og því sem í honum var.
Lögreglan í Hafnarfiröi rannsakar
nú upptök eldsins.
DV-MYND EINAR J.
í fjötrum
Busavígslur eru með ýmsum hætti. Þessar fjötruðu dömur rakst Ijósmyndari DV á í miðbæ Reykjavíkur, en þær þurftu
að þola ýmislegt misjafnt við inngöngu í skólann sinn af hálfu efri bekkinga.
Framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.:
Umsóknir hrannast upp
- starf Fríhafnarforstjóra lagt niður
Fjölmargar umsóknir hafa þegar
borist um starf framkvæmdastjóra
nýstofnaðs hlutafélags Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar á Keflavíkuflug-
velli:
„Umsóknarfrestur rennur úr 15.
september og ný stjóm tekur við
rekstri flugstöðvarinnar um næstu
mánaðamót þannig að við verðum
að hafa hraðan á,“ segir Gísli Guð-
mundsson, stjómarformaður hins
nýja hlutafélags. „Við erum að leita
að framkvæmdastjóra til að gegna
veigamiklu starfi því flugstöðin
veltir 4 milljörðum á ári en tekjum-
ar koma að mestum hluta frá Frí-
höfninni."
Við ráðningu framkvæmdastjóra
flugstöðvarinnar verður starf for-
stjóra Frihafnarinnar lagt niður og
mun Fríhöfnin falla beint undir
framkvæmdastjóra. Launin sem í
boði eru fyrir nýjan framkvæmda-
stjóra em, samkvæmt heimildum
DV, undir milljón krónum á mán-
uöi.
Ómar Kristjánsson hefur gegnt
starfi forstjóra Flugstöðvar Leifs Ei-
ríkssonar undanfarin tvö ár og mun
hann vera í hópi fjölmargra ann-
arra umsækjenda um starf fram-
kvæmdastjóra. -EIR
Flug vöruflutningaflugvélar frá Afríku:
Fullt samráð
í tilefni af frétt í DV, 7. sept- |UjjL 4|p|n flugvél er á lista yfir flug-
ember, þar sem fjallað er um |S? | ;||1 vélar sem hafa sérstaka
flug vöruflutningaflugvélar frá t| tój undanþágu frá hávaöa-
Afriku á vegum Flugleiða, seg- reglum Evrópusam-
ir flugmálstjóri að fullt samráð >'*• J bandsins til að fljúga til
hafi verið milli Flugmála- pfr ' , , :}■ Evrópu. Úttekt sem gerð
stjórnar og samgönguráðherra I V ‘ ,/m var af eftirlitsmönnum
varðandi heimild tO umrædds flugöryggissviðs Flug-
flugs. Allt er varðar flugörygg- málastjórnar við komu
ismál er á valdsviði Flugmála- I—vélarinnar tfl íslands
stjómar en samgönguráðherra Þorgeir Pálsson leiddi ekkert í ljós sem
veitti flugréttarlega heimild til flu£málastjóri gæfi tjjefnj tjj ag hefta fer
flugsins, enda var um að ræða flug- hennar eða benti til að hætta stafaði
vél frá landi sem hefur ekki loft- af þvi að hún héldi áfram flugi sínu
feröasamning við ísland. Umrædd héðan.
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
x>v
Ríkið fer ekki að reglum
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borga-
stjóri sagði í viðtali
við Vísi.is að við-
skipti ríkisins færu
oft ekki í útboð, þar
með talin heilmikil
viðskipti milli
Landssímans og menntastofnana.
Hafa skipað flesta
Skipan nýs hæstaréttardómara er
af mörgum talin pólitísk og gegn
anda jafnréttislaga. Meirihluti dóm-
ara Hæstaréttar er skipaður af ráð-
herrum Sjálfstæðisflokksins. Dagur
sagði frá.
Ólögleg leiga félagsíbúða
í vöxt færist að óprúttnir eigend-
ur félagslegra íbúða í Reykjavík
leigi út íbúðir sínar án leyfis. Dagur
sagði frá.
Tannlæknar munnhöggvast
Reynir Jónsson, yf-
irtryggingatannlækn-
ir Tryggingastofnun-
ar ríkisins, höfðar
meiðyrðamál gegn
Gunnari A. Þormar
tannlækni vegna
ásakana Gunnars í
garð Reynis á aðal-
fundi Tannlæknafélags Islands og
vegna ásakana Gunnars í fjölmiðl-
um. Dagur sagði frá.
Flugvél út af brautinni
Farþegavél frá Flugfélagi íslands
lenti með nefhjól og annað aðalhjól
utan brautar í flugtaki á Reykjavik-
urflugvelli í gærkvöld.
Vaxandi óánægja
Alfreð Þorsteinsson borgarfull-
trúi sagði í Sjónvarpinu að vaxandi
óánægja væri innan Framsóknar-
flokksins með vinnubrögð einstakra
ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Gjaldskrá leigulína lækkar
Landssíminn lækkar verð fyrir
leigulínur i stofnlínukerfi sinu um
10 til 60 prósent.
Mannleg mistök
í sjóprófum í Héraðsdómi Vestur-
lands í Borgamesi i gær sagðist
skipstjóri ferjunnar Baldurs hafa
litið undan stefnu skipsins þegar
það steytti á skeri á dögunum. Mbl:
sagði frá.
Gistu í kirkjunni
Meðhjálparinn i Stórólfshvols-
kirkju á Hvolsvelli hefur tvisvar
orðið var við það í sumar að erlend-
ir ferðamenn hafi gist í kirkjunni og
segir að það hafi gerst áður. Mbl.
sagði frá.
Kristinn Guðbrandsson látinn
Kristinn Guðbrandsson, forstjóri
Björgunar hf., lést að heimili sínu á
miðvikudag, 78 ára að aldri. Krist-
inn fæddist í Raknadal við Patreks-
fjörð. Mbl. sagði frá.
Datt um skóreimar
Kona sem var á gangi fyrir utan
Iðnskólann í Reykjavík í gærmorg-
un var svo óheppin að stíga á
skóreimar sínar með þeim afleiðing-
um að hún féll á vélarhlíf bifreiðar
og slasaðist nokkuð. Mbl. sagði frá.
VISA-hnífurinn í Bónuskúnni
Bónus og VISA
hafa enn ekki náð
samakomulagi uni
greiðslukortavið-
skipti. Bónus vill að
þeir sem nota
greiðslukort greiði
hærra verð en
VISA neitar. Mbl.
-GAR
sagði frá.