Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 8
8 Viðskipti Umsjön: Viðskiptablaðið Heildarfjárhæð samþykktra húsbréfalána minnkar - áætlað markaðsvirði húsbréfa á þessu ári lækkar Heildarfjárhæð samþykktra húsbréfalána minnkaði í ágúst um 22,4% frá því í ágúst í fyrra. Heildarminnkun á þeim mánuð- um sem liðnir eru frá áramótum, miðað við sömu mánuði í fyrra, er 5,3%. Áætlað markaðsvirði húsbréfa er 31,8% minna í ágúst en í sama mánuði í fyrra. Heildar- lækkunin á árinu er 14,8%. Áætlað markaðsverð það sem hér kemur fram er áætlað út frá meðalávöxtunarkröfu seldra hús- bréfa í viðkomandi mánuði á Verðbréfaþingi íslands. Heimild íbúðalánasjóðs til útgáfu húsbréfa á ári hverju er bundin við ákveð- ið áætlað markaðsvirði húsbréfa, sem gert er ráð fyrir að afgreidd verði vegna lána sem samþykkt eru í hverjum mánuði. Þannig gera áætlanir sem liggja að baki fjárlögum ráð fyrir að áætlað heildarmarkaðsverð þeirra hús- bréfa sem gefin verða út á móti samþykktum lánum verði um 31 milljarður króna á yfirstandandi ári. Afgreiðsla húsbréfanna fer fram nokkru eftir að samþykkt er að veita lánin og getur þá raun- 901US08 vixnk ' Kr.500.000 HOSBRÍ X/. #*VM-2-t09. Rry*i*rit- fn í. /««" skMtdar verulegt markaðsverð húsbréfa hafa breyst. Sem dæmi um þann tímamun sem líður frá samþykki fyrir láni og fram að afhendingu húsbréfanna má nefna að fjárhæð þeirra fasteignaveðbréfa sem af- greidd hafa verið út úr húsi og ekki hefur verið skilað inn aftur til að skipta þeim fyrir húsbréf nemur rétt rúmlega þeirri fjár- hæð sem samþykkt er mánaðar- lega. Fjöldi umsókna um hús- bréfalán minnkar Fjöldi umsókna um húsbréfalán minnkaði í ágúst samanborið við ágúst í fyrra. Fleiri umsóknir bár- ust fyrstu tvo mánuði þessa árs en í sömu mánuðum í fyrra, en frá því hefur umsóknum fækkað. Heildar- fjöldi umsókna í ágústlok er 7,1% minni í ágúst en í ágúst í fyrra. Haldi þessi þróun áfram og lág- marksáætlun fjárstýringarsviðs gangi eftir má þvi búast við þvi að heildarútgáfa húsbréfa á árinu 2000 verði allt að 4 milljörðum króna lægri en fjárlög gera ráð fyrir. Fjárstýringarsvið íbúðalánasjóðs hefur tekið áætlun sína varðandi lánveitingar og áætlað mark- aðsvirði húsbréfa á þessu ári til endurskoðunar miðað við þær hreyfingar sem átt hafa sér stað á fasteigna- og verðbréfamörkuðun- um. Þannig er nú gert ráð fyrir því að húsbréf verði seld á markaði með 7% meðalaffollum, en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 3% meðalaffollum. Einnig hefur áætlaður fjöldi af- greiddra lána verið endurskoðaður. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá íbúðalánasjóði. Upplognar upplýsingar á Netinu notaðar til að hækka gengi félaga - bandaríska fjármálaeftirlitið ákærir 33 aðila Búnaðarbankinn spáir 0,40%-0,45% vísitöluhækkun Búnaðarbanki íslands gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,40-0,45% á milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður 12 mánaða hækkun vísitölunnar 4,3%, sem er lægsta 12 mánaða breyting frá því í ágúst á síðasta ári. í Hálffimm fréttum Búnaðar- banltans Verðbrcfa kcmur fram að í forsendum spárinnar munar mest um verðhækkanir á fotum og skóm enda eru útsöluáhrif ágústmánaðar að ganga til baka. Þá er gert ráð fyrir 0,5% hækkun húsnæðisliðarins, hækkun inn- anlandsflugs, lyfja og heilsurækt- ar. Lækkun bensínverðs og far- símasímtala vega á móti. Gert er ráð fyrir að launaskrið og lækk- un á gengi íslensku krónunnar hafi áhrif á verð ýmissa viðhalds- og þjónustuliöa og hækki vísitöl- una um 0,1%. Bandaríska fjármálaeftirlitið (SEC) hefur ákært 33 aðila, fyrirtæki og einstaklinga, fyrir að hafa svik- samlega beitt Intemetinu til þess að hækka gengi bréfa rúmlega 70 fyrir- tækja. Samanlagt er álitið að með birtingu rangra upplýs- inga hafi aðilamir hækkað gengi bréfanna um 1,7 miiljarða dollara eða sem samsvarar tæp- lega 140 milijörðum ís- lenskra króna. Fram kemur í frétt frá Bloomberg að meðal ákærðu er bifvélavirki, bíl- stjóri, útvarpsmaöur og fýrirtæki sem framleiðir sjálfkælandi dósir. Eitt fyrirtækjanna, Heartsoft, sem framleiðir kennsluhugbúnað, birti á vefsíðu sinni fréttir um sölusamn- inga við erlend ríki og að fyrirtækið hefði náð samkomulagi um fram- leiðslu á vefskoðara fyrir böm. Þess- ar fréttir vom uppspuni frá rótum, eingöngu til þess fallnar að hækka gengi bréfa fyrirtækisins. Tveir æðstu stjómendur fyrirtækisins, Benjamin Shell og Jimmy Butler, hafa sæst á að greiða 260 þúsund doll- ara í sekt fyrir afbrotin. Þá hefúr Michael Furr, sem er út- varpsmaður og hlutabréfaspekúlant í Kalifomíu, verið ákæröur fyrir að hafa með útvarpsþætti sínum og tölvupósti stuðlað að hækkun bréfa 26 félaga. Við svo búið seldi haxm hlut sinn í félögunum og hagnaðist á því um meira en 3,4 milljónir dollara. Upplognar spár Tveir Þjóöverjar, Tost- en Prochnow og Dennis C. Haas, hafa jafiiframt verið ákærðir fyrir að hafa á vefsíðu sinni, Stockreporter.de, birt spár um af- komu og gengi 64 félaga án nokkurr- ar innstæðu eingöngu til þess að stuðla að hækkun gengis þeima. Prochnow og Haas hafa báðir sam- þykkt aö greiða 212 þúsund dollara í sekt fyrir athæflð. Kanadíski dósaframleiðandinn Chill Tech Industries, sem segist framleiða sjáifkælandi dósir, er sak- að um að hafa vísvitandi birt rangar upplýsingar um þessa þekkingu sína og væntanlega sölu hennar. Bæði fyr- irtækið sjálft og forstjóri þess, Lee Gahr, munu sæta sektum vegna upp- átækisins. Rangar upplýsingar látnar í té Stjómendur veffyrirtækisins CancerOptions.com, sem býöur upp á krabbameinsrannsóknir á Netinu, stuðluðu að hækkun gengis bréfa fyr- irtækisins með þvi aö láta greining- ardeildum verðbréfafyrirtækja í té rangar upplýsingar. Á þeim upplýs- ingum byggðu verðbréfafyrirtækin síðan ráðleggingar sínar til við- skiptavina og bréf félagsins hækk- uðu. Jafnframt er Cancer- Options.com sakað um að hafa birt rangar upplýsingar og skýrslur á heimasíðu sinni. SEC segir að bréf fleiri félaga hafi einnig hækkað vegna rangra upplýs- inga og meðal þeirra era nefiid til sögunnar Plus Solutions og New Directions Manufacturing sem nú ber heitið American Soil Technologies. Félögin sjálf vora þó ekki sökuð um misferli. Frá árinu 1995 hefúr SEC birt 180 ákærur vegna hlutabréfamisferlis á Intemetinu, þar af hafa 64 verið ákærðir það sem af er þessu ári. Þar á meðal er ákæra á hendur háskóla- nemanum Mark Jakob sem í síðasta mánuði kom á framfæri upploginni fréttatilkynningu varðandi Emulex sem leiddi til þess að bréf félagsins hrundu í verði. Dr. Mark Gurney til liðs við deCODE Dr. Mark Gumey, sérfræðingur í erfðavísindum, hefúr verið ráðinn til deCODE genetics og verður hann næstæðsti yfirmaður prótína- og lyQarannsókna (Vice President for Target Discovery). Um er að ræða ný- stofnaða stöðu og verður hlutverk Gumeys að hafa yfiramsjón með þró- un og framleiðslu lyfja með hliðsjón af þeim árangri sem genarannsóknir fyrirtækisins munu leiða af sér. í fréttatilkynningu, sem íslensk erfðagreining sendi frá sér af þessu tilefni, kemur fram að Gumey starf- aði áður hjá Pharmacia Cor- poration þar sem hann gegndi stöðu framkvæmda- stjóra erfðarannsókna. Hjá Pharmacia var hann fyrir rannsóknarhópi sem upp- götvaði og einangraði ensím er gegnir lykilhlutverki í myndun alzheimer-sjúk- dómsins. Gumey hlaut BA- gráðu í líffræði frá Uni- versity of Califomia í San Diego árið 1975 og fékk dokt- orsgráðuna í Califomia Institute of Technology fimm árum siðar. Hann Kári Stefánsson. hlaut MBA-gráðu í Northwestem University’s Kellogg School of Manage- ment árið 1994. í tilkynningunni lýsir Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, yfir mikilli ánægju með að hafa fengið Gurney til liðs við fyrirtækið og segir að sú reynsla og sérþekking sem hann búi að í lyfjageiranum eigi eftir að auka möguleikana á þró- un nýrra lyfja og muni því efla fyrir- tækið í baráttunni við erfðasjúk- dóma. Sjálfur segist Gumey vera spenntur að takast á við þetta krefj- andi verkefhi. „Með því að ganga til liðs við deCODE býðst einstakt tækifæri því aögengi fyrirtækisins að erfðaupplýsingum heillar þjóðar eiga sér enga hliðstæðu. deCODE er í fararbroddi í einstaklega kraftmik- illi grein og ég hlakka til að takast á við að halda áfram uppbyggingu þess árangurs sem náðst hefur með rannsóknum fyrirtækisins," segir Gurney. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000 DV HEILDARVIÐSKIPTI 1373 m.kr. - Hlutabréf 366 m.kr. j - Ríkisvíxlar 385 m.kr. MEST VIÐSKIPTI o Íslandsbanki-FBA 222 m.kr. O Grandi 35 m.kr. j o Össur 22 m.kr. MESTA HÆKKUN O Stáltak 4,9% | O Opin kerfi 2% [ O Íslandsbanki-FBA 1,9% j MESTA LÆKKUN O Járnblendifélagiö 8,5% O Bakkavör Group 6,5% O Eignarh.fél. Alþýðub. 4,7% ÚRVALSVÍSITALAN 1531,3 stig Breyting O 0,327% j Óbreyttir vextir í Bretlandi Seðlabankinn í Englandi ákvað að halda vöxtum óbreyttum í 6% sjö- unda mánuðinn í röð. Hagfræðingar höfðu búist við óbreyttum vöxtum svo ákvörðunin kom ekki á óvart. Ákvörðunin var í samræmi við góða þróun pundsins gagnvart evrunni og hækkandi olíuverði. Þrátt fyrir þetta spá flestir sérfræðingar því að vextir muni hækka áður en árið er liðið. MESTU VIÐSKIPTI M síöastliöna 30 daea o Íslandsbanki-FBA 640.389 © Marel 629.494 j © Össur 470.749 j © Baugur 270.454 \ o ísl. hugb.sjóöurinn 193.395 j ESZEHEBnD... síöastliöna 30 daea 1Q Hl.b.sj. Búnaðarbanka 42 % | © Skeljungur 16% © Delta hf. 14% O Íslandsbanki-FBA 11% © Pharmaco 10% síöastllöna 30 daea j O Vaki fiskeldiskerfi hf. -21 % © SR-Mjöl -18 % O SH -15 % j o Þormóöur Rammi -15 % © Tæknival -14 % i Arsenal semur við Granada-fjölmiölasam- steypuna Arsenal og breska fjölmiðlasam- steypan Granada Media hafa samið um samstarf félaganna. Samkomu- lagið felur m.a. í sér að fyrir um það bil 5,5 milljarða króna eignast Granada 5% hlut í Arsenal, 50% hlut í AFC broadband en það er fé- lag sem heldur utan um sýningar- og fjölmiðlarétt Arsenal. Einnig tek- ur Granada að sér að vera nokkurs konar umboðsaðili fyrir viðskipta- og fjölmiðlahagsmuni Arsenal. MMl.HU:! BBdow jones 11259,87 O 0,45% j Enikkei 16501,55 O 1,23% Bís&p 1502,51 O 0,69% ■nasdaq 4098,35 O 2,12% ESftse 6378,40 O 1,40% Hdax 7359,01 O 0,19% ricAC40 6826,11 O 0,12% 08.09.2000 kl. 9.15 KAUP SALA IfaÍDoHar 82,470 82,890 SBpund 118,190 118,790 8*1 Kan. dollar 55,850 56,200 ESoönsk kr. 9,6670 9,7210 j R ! Norsk kr 8,9800 9,0300 j S3 Sænsk kr. 8,6420 8,6900 14—In-matk 12,1222 12,1950 | 18 Fra. franki 10,9878 11,0538 OÍBelg. franki 1,7867 1,7974 □ Sviss. franki 46,5300 46,7900 CShoII. gyllini 32,7062 32,9028 ^Þýsktmarfc 36,8514 37,0728 Dh líra 0,03722 0,03745 j CSAust. sch. 5,2379 5,2694 ; í’.'' IPort. escudo 0,3595 0,3617 | l.«. ISná. peseti 0,4332 0,4358 [~*~l Jap. yen 0,78180 0,78650 H ii írskt pund 91,516 92,066 SDR 107,0200 107,6600 j Hecu 72,0750 72,5081 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.