Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
Neytendur
I>V
Vissir þú að
- í Japan er vinsælasta áleggið á
pitsur kolkrabbi!
- hver Bandaríkjamaður etur að
meðaltali 11 kíló af tómötum árlega
en helmingur þess er í formi
tómatsósu af einhverju tagi.
- epli, laukur og kartöflur bragð-
ast öll eins. Prófaðu að halda um
nefið og bita í hvert um sig, svo
lyktarskynið þvælist ekki fyrir. Allt
bragðast þetta með sætum keim.
- það eru til yfir 15.000 tegundir
af hrísgrjónum.
- sítrónur innihalda meiri sykur
en jarðarber.
- í Japan er mest seldi barnamat-
ur í krukkum sardínur!
) - 88% af mjólk er
vatn og aðeins 12%
föst efni sem hafa
næringargildi.
- til eru yfir 400
þekktar tegundir af
náttúrulegum osti.
- að meðalfjölskylda í USA, 4
manna, etur um og yfir 6000 pund
(3000 kg) af matvælum árlega.
- það þarf um það bO 2000 kaffi-
blóm til að nægar baunir fáist í
hálft kíló af kafíi.
- árið 1920 var
heimabakstur
brauða stundaður á
yfir 70% heimila.
- Earl Tupper fann
upp og stofnsettir
verksmiðju með
plastílát árið 1945.
Það varð byrjunin á
hinu risastóra Tupp-
. erware-veldi sem nú
teygir sig um allan
heim og ekki þykir neitt heimili
með sjálfsvirðingu sem ekki státar
af plastílátum í litaröð.
- fyrsti örbylgjuofninn var kynnt-
Dansskólarnir að hefja vetrarstarfið:
Má bjóöa þér
upp í dans?
Dansskólar borgarinnar eru flest-
ir farnir að innrita nemendur fyrir
komandi vetur. Fjölbreytt úrval af
danskennslu er í boði fyrir þá sem
hafa áhuga á að setja á sig dans-
skóna og fá sér snúning. Bæði geta
pör og einstaklingar farið í dans-
tíma. DV skoðaði úrvalið hjá
nokkrum dansskólum i Reykjavík.
Hjá Dansskóla Sigurðar Hákonar-
sonar er meðal annars hægt að læra
kántrí-línudans en slíkt námskeið
stendur yfir í 14 vikur og er klukku-
tíma í senn og kostar 11.000 krónur
og það sama á við um námskeið í
salsa, mambó og merenge. Þeir sem
fara hins vegar á tvö slik námskeið
fá helmingsafslátt á því síðara.
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar
býður einnig upp á barna- og sam-
kvæmisdans fyrir börn frá 4 ára
aldri en barnanámskeiðin kosta
8900 krónur og eru í 14 vikur. Hver
tími er 50 mínútur og sá síðasti er
jólaball. Dansskóli Sigurðar Hákon-
arsonar býður fjölskylduafslátt og í
vetur verða meðal kennara erlendir
gestakennarar.
Dans fyrir alla
Danssmiðjan er með námskeið
fyrir börn frá 3 ára aldri og fyrir
yngstu börnin, 3 til 6 ára, kostar
námskeið í almennum bamadöns-
um 7.900 krónur. Hver timi er 45
mínútur og kennt er í 14 skipti og
síðan endað á jólaballi. Fyrir eldri
bömin kostar námskeiðið hins veg-
ar 8.900 krónur. Fyrir þá sem hafa
áhuga á að skella sér i kántrídans
hjá Danssmiðjunni kostar nám-
skeiðið 9.900 krónur og er klukku-
tími í senn og 14 skipti alls. Salsa-
tímar eru 50 mínútur og kostar 14
tíma námskeið 8.900 krónur. Dans-
smiðjan kennir víða um höfuðborg-
arsvæðið.
Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar
býður upp á margs konar námskeið.
Meðal þess er námskeiö sem kallað
er Social Foxtrot, sem er aðallega
fyrir fullorðna, en á því eru allir
Dans
Fjölbreytt úrval af danskennslu er í boöi fyrir þá sem hafa áhuga á aö setja
á sig dansskóna og fá sér snúning. Bæöi geta pör og einstaklingar
fariö í danstíma.
dansar nema valsar kenndir og búið
er að gera dansana plássminni
þannig að þeir henti á dansleikjum.
14 vikna námskeið í bamadönsum,
auk jólaballs, kostar 9.300 krónur og
er hver tími 50 mínútur. Línudansa-
námskeið kostar 9.900 krónur og er
það tíu tímar en hver tími er ein
klukkustund. Einnig fylgir bók
námskeiðinu og í henni er að fmna
lýsingar á dönsunum. 10 tíma salsa-
námskeið kostar líka 9.900 krónur.
Hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldsson-
ar er boðið upp á ókeypis kynning-
artíma bæði fyrir börn og fullorðna
og gefinn er systkinaafsláttur. Þar
er lögð áhersla á að allir geti komið
og lært dans. -MA
EEI32
Danssmiöjan
Dansskóli
Sigurðar Hákonarsonar
Dansskóli
Heiðars Ástvaldssonar,
ur til sögunnar árið 1947. Bamadansar -14 vikur 8.900 staögreitt
- meðalending þurrkara er 18 ár, Bamadansar -15 vikur 8.900
þvottavélar 13 ár, uppþvottavélar 12 ár, ísskáps 20 ár, eldavélar 18 ár og vatnshitara 13 ár. Línudans —10 tímar
Línudans —14 tímar 9.900 11.000
Salsa, mambó, merenge 8.900 11.000
Dans fyrir keppnispör 14.000
tár \ Hjón á námskeiði 24.000
_JJiSJ Böm, yngri en 6 ára 7.900
9.900
Vistmenn - vinna fýrir jöröina
Vistmenn eru fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í vistvænum lausnum og
ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana,
sveitarfélaga og skóla um meöferð á
lífrænum úrgangi.
Fyrirtækið veitir ráðgjöf um end-
urvinnslu og sorpflokkun og býður
hentugar lausnir fyrir flokkunina.
Vistmenn selja nokkrar tegundir
af heimajarðgerðartönkum og
fræðsla er í boði um hvernig á að
breyta matarleifum í mold á
nokkrum mánuðum. Þeir hafa verið
í samstarfi við nokkur sveitarfélög
sem hafa hvatt íbúa til heimajarð-
gerðar, því það getur sparað sveitar-
félögum umtalsverðar upphæöir ef
fólk jarðgerir heima. Nefna má sem
dæmi að ekki þarf að sækja annaö
sorp til fjölskyldu,
sem jarðgerir matarleifar, nema á
2-3 vikna fresti (yfirleitt vikulega
núna), fyrir utan að víða þarf að
aka sorpi um langan veg að urðun-
arstað.
Meðai sveitarfélaga sem Vist-
menn eru i samstarfi við eru Akra-
nes, Reykjavík,
Súðavík, Siglufjöröur, Hvamms-
tangi og Hrísey.
Kvartanir vegna nýbygginga
Mikið af kvörtunum hefur borist
Neytendasamtökunum í sumar
vegna nýbygginga. Ástæðan fyrir
því er að í kaupsamninga skortir að
sett séu inn ákvæði um að farið sé
eftir ákveðnum stöðlum þegar ný-
byggingum er skilað til kaupenda.
Til er íslenskur staðall um nýbygg-
ingar en hann er númer 51 og segir
meðal annars til um hvenær ný-
byggingar geta talist fokheldar og
hvemig frágangi eigi að vera hátt-
að.
Neytendasamtökin vilja benda
kaupendum nýbygginga á að láta
setja ákvæði í kaupsamningana um
að farið verið eftir þessum islenska
staðli.
Með því er hægt að koma í veg
fyrir að kaupendur lendi í vandræð-
um vegna nýrra bygginga.
i
Það er gott...
... að frysta epli. Fyrst þarf að
skera þau í sneiðar og leggja þau í
bleyti smástund í sítrónusafa bland-
aðan með vatni svo þau mislitist
ekki. Látið svo sneiðarnar í sjóð-
andi vatn í tvær mínútur og kælið í
ísköldu vatni í tvær mínútur og lát-
ið renna af þeim. Sneiðið niður
með ostaskera eða beittum hníf og
frystið í hæfilega stórum einingum.
... að eiga kökuprjón til
að kanna hvort kökumar
séu fullbakaðar, en með
honum má einnig stinga
göt á grænmeti eins og
eggaldin og kartöflur áður
en það er bakað.
... að búa til eplamauk og
frysta í plastpokum eða litl-
um ílátum.
... að fara vel undirbúinn
í helgarinnkaupin og
vikuinnkaupin. Vera búinn
að borða (jú, það skiptir máli), gefa
börnunum að borða líka ef þau fá að
fara með og fara á þeim tíma sem
álagið er heldur minna, t.d. að
morgni eða i miðri viku. Best er að
kaupa til vikunnar í einu, aflt nema
ferskvöru, en til þess þarf að vera
búið að ákveða hvað á að vera í
matinn þá vikuna.
... að eiga hýðis-
hníf með hreyfan-
legu blaði til að af-
hýða ýmsa ávexti
og grænmeti.
... að slökkva á
ljósum í herbergj-
um sem ekki er
verið að nota
hverju sinni.
Einnig á raftækjum
sem eyða rafmagni
ef aðeins er slökkt
á þeim með flar-
stýringu. Raf-
magnsveitan hefur
gefið út afbragðs
bæklinga þar að
bomir hafa verið í
lútandi sem
hvert hús.
... að stilla ofnana vel í húsinu til
að spara hitakostnað. Ekki láta einn
ofn ganga á fuflu, þá fer vatnið of
heitt út úr húsinu og hitareikning-
urinn verður mun hærri. Þetta er
sérstaklega mikið mál í fjölbýlishús-
um þar sem einn aðili getur hækk-
að heildarrreikninginn verulega,
bara með því að vera kærulaus og
láta hitann vera of háan hjá sér á
þeim forsendum að það skipti ekki
máli, þetta sé sameiginlegt.
... að nota sólblómaolíu ef bragðið
á að vera hlutlaust, sesamolíu tfl að
krydda austurlenska rétti en bal-
samedik til að fá fram sætsúrt bragð
sem sumum þykir óviðjafnanlegt.
Ólífuolía er óviðjafnanleg til steik-
ingar og í salöt en best er að kaupa
aðeins bestu tegund af jómfrúrolíu.
Beint samband
við neytendasíðu
Lesendur sem vilja ná sambandi
við neytendasíðu DV hafa til þess
nokkrar leiðir.
í fyrsta lagi geta þeir hringt í
beinEm síma: 550 5821.
Faxnúmerið er: 5505020 og svo er
það tölvupósturinn en póstfangið er:
vigdis@ff.is.
Tekið er á móti öllu því sem
neytendur viija koma á framfæri,
hvort sem það eru kvartanir,
hrós, nýjar vörur eða þjónusta -
eða spumingar um eitt og annað
sem kemur upp á í daglegu lífi.
Sé umsjónarmaður ekki við er
tekið við skUaboðum.
Vigdís Stefánsdóttir
umsjónarmaður neytendasíðu