Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2000, Síða 26
^______
Tilvera
FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2000
DV
Meðgöngutími Dagblaðsins síðsumars 1975:
Fjörutíu dagar og
fjörutíu nætur
Dagblaöið stofnaö
Stofnfundur Dagblaðsins hf. var haldinn sunnudaginn 7. september, gert var hlé á störfum og stólum komiö fyrir í
anddyri hússins þar sem starfsmenn og nokkrir fleiri tóku þátt í að stofna einstakt fyrirtæki. Hér eru á mynd þeir
Jónas Kristjánsson, ritstjóri DB, Björn Þórhallsson, Benedikt Jónsson, starfsmaður DV, Sveinn R. Eyjóifsson, fram-
£ kvæmdastjóri Dagbtaösins, og Jón Birgir Pétursson fréttastjóri.
17 Vísismenn meðal 23
fyrstu starfsmanna
Sá sem þetta ritar var Visismað-
ur í 13 ár og fréttastjóri þess blaðs
Lögbannsturninn
Utandyra var söluturn sem vakti
mikla athygli en í bás í höllinni gafst
fólki kostur á að verða áskrifendur.
Það er óhætt að fullyrða að áskriftir
seldust eins og heitar lummur.
DAGBLAÐID kom glóövolgt úr
^pressunni upp úr hádeginu mánu-
daginn 8. september 1975. Fyrstu
eintökin fóru aö renna í gegnum
pressuna í Blaöaprenti klukkan
rétt rúmlega hálftvö, sautján mín-
útum eftir aö prentun á keppi-
nautnum, Vísi, lauk þennan dag.
Dagblaöiö var strax í byrjun bylt-
ing og stór nýjung í íslenskum
blaöaheimi, djarft og ágengt blaö
sem vann fyrir venjulegt íslenskt
fólk en hafnaöi þunglamalegu
kerfi þess tíma. Eftir þessu blaöi
var beöiö með mikilli óþreyju og
blaöið brást ekki vonum lesenda
sinna. Lungann úr sumrinu höföu
áform um stofnun blaösins veriö í
fréttum og vakið forvitni og vonir
fólks. Þúsundir geröust áskrifend-
*ar að blaöinu óséöu, áöur en þaö
kom á markaö. Enn aðrar þús-
undir voru orðnar litlir hluthafar
í fyrirtœkinu þegar það kom á
markaö.
Sprengja féll á miðbæinn
Fyrstu blöðunum var ekið í
sendiferðabíl frá Blaðaprenti i
Síðumúla 14 niður í miðbæ. Þar
beið eftir þessu fyrsta blaði ungt
sölufólk, sem var 200 til 300 talsins
í upphafi Dagblaðsins, og lesendur
j^em biðu blaðsins í blíðu haust-
veðri í Austurstrætinu, við apó-
tekið. Gatan minnti á vel lukkaða
menningarnótt, fólk stóð hvar-
vetna og las eða umkringdi sveitta
blaðasalana og beið þess að hreppa
eintak. Móttökumar voru glæsi-
legar og blaðið líkaði vel alveg frá
fyrsta blaði; það mátti strax heyra
á fólkinu.
Áttundi september var sigurdag-
ur fyrir hóp fólks sem hafði lagt
mikla vinnu og krafta í að koma
þessu blaði út. Á ritstjóm blaðsins
var korkur dreginn úr kampavíns-
flösku og menn skáluðu fyrir til-
verunni og glæstri framtíð Dag-
blaðsins. Það er ekki ofmælt að
starfsmenn á ritstjórn voru
^.allslæptir eftir margra vikna und-
irbúning að fæðingu þessa blaðs
og lítið glas af frönskum eðalveig-
um verkaði furðu sljóvgandi á
menn. Þannig gleymdum við loka-
hnykkniun, sölunni á götum borg-
arinnar. Við sváfum á verðinum
allt þar til síminn hringdi og eigin-
kona, stödd i miðbænum, spurði
hvort ekki ætti að mynda hama-
ganginn í miðborginni. Það væri
allt orðið vitlaust i kringum blaða-
salana. Og Bjamleifur og Björg-
vin, ljósmyndarar blaðsins, þustu
á staðinn og komu til baka með
eftirminnilegar myndir.
Blaðið sem kom út þennan
morgun, 40 síðna tvískipt blað, var
prentað í 37 þúsund eintökum
samkvæmt prentskýrslu Blaða-
prents. Þetta stóra upplag var rifið
út á stuttri stund. Vísir hafði
prentað rúm 23 þúsund eintök
þennan dag. Elii Már afgreiðslu-
stjóri stýrði sínu fólki eins og her-
foringi, kominn nóttina áður frá
sólarströnd, og dreifði nú blaðinu
vítt og breitt á höfuðborgarsvæð-. /
inu og út á land og jafnvel tii út- ,
landa. t
Allt of fá eintök höfðu verið f
prentuð, það var ljóst, allt var '
uppurið á afgreiðslu. Líka var /
ljóst að annað stærsta blað *
landsins fæddist þennan dag og ‘
Mogginn mátti passa sig. f
BlAfírn
Ríkinu gefið langt nef
Undirbúningurinn ac
þessu fyrsta tölublaði Dag- f
blaðsins tók tímann sinn -
mér reiknast til að það hafi
verið „fjörutíu dagar og f
fjörutíu nætur“ eins og .
sagt hefur verið, allavega /
skeikar þar ekki miklu, /
en trúlega voru undir- ’
búningsdagar og -nætur /
fleiri hjá frumkvöðlun- |
um, Sveini og Jónasi. t
Allt frá því um mitt f
sumar var stofnun Dag-
blaðsins rædd og und- j
irbúin. Hópur manna t
hittist kvöld eftir *
kvöld og bollalagði '
um stofnun blaðsins.
Heimili Jónasar Kristjáns-
sonar og Kristínar Halldórsdóttur,
konu hans, vestur á Seltjamamesi
var oftar en ekki fundarstaðurinn
og hvíldi allmikil launung yfir
þessum samkomum. Þar var skraf-
að og skeggrætt tímunum saman
og langt fram á nótt. Hundruð at-
riða þurfti að ákveða, meðal ann-
ars nafn blaðsins, og komu all-
mörg til álita. Sem betur fer völdu
Frum-
buröurlnn
Fyrsta tölublað Dagblaðsins með
fjörmiklar fréttir á forsíðu. Blaðið var annars nokk-
uð litlaust miðað við það sem síðar varð.
menn rétta nafnið, Dagblaðið, ein-
falt og virðulegt nafn. Það var hiti
í mannskapnum, menn voru fullir
af hugsjónum og hugmyndirnar
streymdu fram í stríðum straum-
um. Menn vildu stofna alvörudag-
blað sem væri laust við að þjóna
kenjum og dyntum stjómmála-
flokkanna, blað fyrir fólkið. Það
var vitað að öll önnur dagblöð
voru á einn eða annan hátt hnýtt
aftan í flokkana. DB var því blað
með nýja hugmyndafræði í ís-
lenskri blaðamennsku.
Ráðuneytismaður, Björn Frið-
finnsson, hringdi í DB einn af
fyrstu dögunmn og sagði með all-
nokkru yfírlæti við fréttastjórann,
sem hafði gripið simann, að rikið
myndi að sjálfsögðu styrkja hið
unga blað og kaupa af þvi sama
skammt og af öðrum blöðum.
Þessu var þegar hafnað í fyrsta
simtali og bent á að ríkinu væri í
sjálfsvald sett hvort það keypti eða
keypti ekki Dagblaðið. Það blað
væri frjálst og óháð og ekki á rik-
isframfæri. Þetta þótti okkar
gamla fréttaritara við Mývatn á
Vísisárunum ekki fyndið, enda
vanur því að blöðin lægju í duft-
inu þegar þessi voldugi blaðakaup-
andi birtist með innkaup eða
„styrk“ fyrir að kaupa 250 blöð,
auk þess að ráða yfir auglýsingum
frá því opinbera.
í 9 ár en bauðst sama staða hjá
hinu nýja blaði. Það skal viður-
kennt að valið milli blað-
anna tveggja var
erfitt fyrst í stað. En
ákvörðunin hlaut þó
á endanmn að verða
sú að fylgja ágætum
félögum frá Vísi. Und-
irbúningur fór á fulla
ferð í ágúst og unnið
var af miklum eldmóði
og dugnaði allra sem
komu við sögu. Frá Visi
komu alls 17 starfsmenn
til að taka þátt í Dag-
blaðs-ævintýri sem eng-
inn vissi fyrir fram
hvemig tækist til, þar af
voru 8 blaðamenn, fjórir
handritalesarar, tveir ljós-
myndarar og fjórir af skrif-
stofu og afgreiðslu hjá Visi.
Alls voru fyrstu starfsmenn
blaðsins 23 talsins en næstu
daga og vikur fjölgaði tals-
vert í starfsliðinu, enda
reyndist blaðið meira fyrir-
tæki en jafnvel bjartsýnustu
menn höfðu þorað að vona.
Dagblaðið byrjaði með tvær
hendur tómar og ekki vantaði
að blaðinu væri spáð illum endi.
Húsnæði þurfti að leigja á tveim-
ur stöðum í borginni, að Síðu-
múla 12, sem er sambyggt Síðu-
múla 14, þar sem Vikan var með
ritstjóm og Axel Kristjánsson, að-
alræðismaður S-Afríku, með skrif-
stofu. Áður var þetta húsnæði nýtt
sem varahlutalager fyrir Fokker-
flugvélar Flugfélags fslands. Hluta
af þessu húsnæði fékk DB til um-
ráða, 3-4 herbergi, framköllunar-
kompu og myndasafn, auk ofurlít-
illar móttöku. Þegar búið var að
raða niður blaðamönnum kom í
ljós að ekkert skrifborð var til fyr-
ir ritstjórann, Jónas Krist-
jánssson! Hann lét sér lynda um
talsverðan tíma að sitja frammi á
gangi og ræða við viðskiptavini
þar og í símum hér og þar um rit-
stjómina.
Innréttingasmiöir af guðs
náð
Það gerðist um helgi að rit-
stjórnin hjá DB varð til. Þeir
bræður, Þorbergur og Páll Sævar
Kristinssynir, komu og gerðu
kraftaverkið. Þeir fengu sniðnar
spónaplötur hjá Árna Jónssyni hf.
og gerðu að litlum skrifborðsplöt-
um sem sátu á hliðum niður á gólf.