Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 6
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 Fréttir I>V Málefni íslands á loftslagsráöstefnunni í Haag: Landgræðsla verði leyfð til að binda kolefni - til mótvægis við aukna losun gróðurhúsalofttegunda „Viö íslendingar munum leggja einna mest áherslu á að land- græðsla verði leyfð sem aðferð til að binda kolefni til mótvægis við aukna losun gróðurhúsaloftteg- unda,“ segir Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðu- neytinu, um þau mál sem íslending- ar munu vinna að á loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag sem hófst á mánudag. Magnús segir að einnig sé áríðandi fyrir íslend- inga að hið svokallað „islenska ákvæði" fái frekari afgreiðslu til að hægt sé að tryggja aðild íslendinga aö samningnum. Styðja ekki hömlur Mörg stór mál liggja fyrir fundin- um og meðal þess er að ná sam- komulagi um hvaða leiðir eigi að fara til að standa við markmið Kyotobókunarinnar frá 1997 um að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Einnig verður fjallað um sveigjanleikaákvæði bókunarinnar Akureyri: Slökkviliöið sér um flugvöllinn DV, AKUREYRI: „Það er ákveðið að um áramótin tökum við yfir rekstur ílugvallar- slökkviliðsins. Stöðugildum íjölgar um 3,5 hjá okkur við þetta og við verð- um með sólarhringsvakt á ílugvellin- um og tvo menn þar á vakt á þeim tímum sem flugumferð er í gangi,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkvi- liðsstjóri á Akureyri. Samgönguráðherra, flugmálastjóri og bæjarstjórinn á Akureyri hafa und- irritað samning varðandi þessa yfir- töku slökkviliðsins. Sá samningur sem gerður var nær einnig til þess að slökkviliðið á Akureyri annast þjálf- un allra starfsmanna á landsbyggðar- flugvöllum en þeir eru 14 talsins. Að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar er gert ráð fyrir æfingum ailra flugvall- arstarfsmanna tvisvar sinnum á ári. Hvað varðar Akureyrarflugvöll segir Tómas Búi að slökkviliðið muni hafa umsjón og eftirlit með flugbrautinni og sjá um bremsumælingar og veður- gjöf, auk þess að hafa eftirlit með flug- sögutækjum. I skoðun er hvort byggð verður ný slökkvistöð á Akureyri en slökkvilið- ið þar er reyndar í nýlegri stöð við Ár- stig. Ef af yröi yrði byggð slökkvistöð nærri flugvallarsvæðinu en þó nærri miðbænum. Tómas segir þessi mál í skoðun. -gk sem tekur meðal annars til aðstoðar við þróunarríki og hvort iðnríki, sem fara í verkefni í þróunarlönd- unum sem leiða til minni losunar, eigi rétt á að fá hluta þeirra dreginn frá losuninni heima fyrir. Engar takmarkanir voru settar á losun frá þróunarríkjunum. Reiknað er með hörðum deilum á milli fulltrúa Bandaríkjanna og ESB-ríkjanna um hugsanleg við- skipti með losunarkvóta. Fulltrúar Bandaríkjanna vilja mikinn sveigj- anleika en ESB-fulltrúarnir vilja hömlur á viðskiptin og að engin þjóð fái aö kaupa eða selja meira en 50% af úthlutuðum losunarkvóta sínum. Að sögn Magnúsar hafa íslend- ingar fylgt þeirri meginlínu að styðja það að ekki verði settar tak- markanir á viðskipti með kvóta. „Við teljum að sú leið sé líklegri til árangurs til að það verði tryggt að þær aðgerðir sem nota á til að draga úr losun verði kostnaðarhagkvæm- ar og farið verði í að framkvæma þær þar sem það er ódýrast," segir Magnús. Skilningur á sérstööu Magnús segir að það skipti Islend- inga miklu máli að landgræðsla verði viðurkennd sem leiö til að binda kolefni og jafngildi því að dregið sé úr losun á gróöurhúsaloft- tegundum. I Kyoto hafi skógrækt verið viðurkennd sem aðferö til að binda kolefni en ekki liggi fyrir hvaða aðrar leiðir verði leyfðar og hvort eða hvenær landgræðsla verði að öllu leyti viðurkennd sem aðferð til að binda kolefni. „Það er mjög mikilvægt fyrir íslendinga að þau gróðurbótarverkefni sem þarf að vinna í landgræðslu hér heima ver- ið tekin til greina," segir Magnús. Hann segir að tölvert miklar deil- ur séu um það hvaða aðferðir eigi að leyfa og að hve miklu leyti. Tryggja verði að raunverulega sé verið að auka bindingu. „Reglurnar DVA1YND GYLR Jólin koma Bæjarstarfsmenn á Akureyri hafa undanfarna daga unniö höröum höndum viö aö setja upp jólaskreytingar í bænum, m.a. hafa þeir hengt jólastjörnur utan á Ijósastaura í miöbænum og voru viö þá iöju þegar þeir uröu á vegi DV í gær. Kynning á hvalveiðiáformum kostar sitt: 30 milljónir á tveimur árum - engar ákvarðanir samt teknar um að hefja hvalveiðar Ámi M. Mathiesen sjávarútvegs- Svanfríður Jónasdóttir alþingis- maður óskaði eftir því að sjávarút- vegsráðherra gerði skriflega grein fyrir ýmsum þáttum er tengjast kynningu á hvalveiðum Islendinga sem samþykk var í þingsályktun 1998. Þar er kveðið á um að rikis- stjórnin skuli hefja undirbúning að hvalveiðum, m.a. með því að kynna stefnu íslands. I svari ráðherra kemur fram að 30 milljónir eru ætl- aðar til kynningarstarfs á þessu og næsta ári. „Mér lék forvitni á að vita og taldi eðlilegt að þinginu yrði gerð grein fyrir því hvað menn hafa gert í málunum síðan 1998. Ég spurðist fyrir um það hvar þingsályktunar- tillagan heíöi verið kynnt og þá hverjum og hvað þær kostuðu," sagöi Svanfríður Jónasdóttir. ráðherra sagði í samtali við DV að hann hefði svarað þessum spurning- um Svanfríðar. Hann segir þó að engar ákvarðanir liggi fyrir um að hefja hvalveiðar á næstunni. I svari ráðherra kemur fram að í samræmi við þingsályktunina hefur verið lögð sérstök áhersla á að kynna stefnu íslands í hvalamálum á fundum sjávarútvegsráðherra með fulltrúum annarra þjóöa, full- trúum frjálsra félagasamtaka og blaðamönnum. Einnig kemur fram að i undirbúningi er sérstök kynn- ing á hvalamálum í Bandaríkjun- um. Þá er ráðuneytið að skoða hver áhrif innganga íslands í hvalveiði- ráðið að nýju hefði og þar meö hver lagaleg staða okkar yrði. I svarinu segir að unnið sé að málinu á Svanfríöur Jónasdóttir. Arni M. Mathlesen. grundvelli þingsályktunarinnar með það að markmiði að heíja hval- veiðar að nýju. Þá segir að á fjárlög- um ársins 2000 sé gert ráð fyrir að varið verði 15 millj. kr. til kynning- ar á stefnu íslands í hvalamálum og er sama fjárhæð áætluð til þessarar kynningar á næsta ári. Þegar hafa verið greiddar rúmar 8 milljónir króna vegna verkefnisins. Svanfríöur Jónasdóttir sagðist hafa gagnrýnt hvalveiðitillöguna á sínum tíma vegna þess að hún var algjörleg opin. „Þar var eingöngu um að ræða friðþægingu fyrir kosn- ingar. Frá því ég kom inn á þing 1995 fæ ég það æ meir á tilfínning- una að menn séu að reyna að þókn- ast þeim meirihluta þjóðarinnar sem sýnir sig í skoðanakönnunum um þessi mál. Hugsanlega er líka verið að reyna að róa ákafamenn um hvalveiðar í þinginu. Það er greinilegt að menn eru ekkert að flýta sér. Ég er með þingsályktunar- tillögu um það núna að íslendingar gangi aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið. Við eigum auðvitað að vera þar sem helst er tekist á um þessi mál, það þýðir ekkert að fara þá leið eins og gert var að fara í fýlu og rjúka heim.“ -HKr. Sandkorn mega ekki vera þannig að erfitt sé aö fylgjast með að farið sé eftir þeim því þá er hætta á misnotkun," segir Magnús og bætir við að það geti orðið vandamál þar sem víða í heiminum sé bæði verið að planta trjám og höggva tré. Að sögn Magnúsar eru menn hæfllega bjartsýnir á að það takist á fundinum að fá niðurstöðu varð- andi hið „íslenska ákvæði" sem gengur út á að tekið sé tillit til að- stæðna þar sem hagkerfi eru lítil eins og hér á landi og ákveðin verk- efni auki losunina hlutfallslega mik- ið. „Þessar sérstöku aðstæður ís- lendinga voru viðurkenndar þegar Kyotobókunin var gerð og við telj- um að það sé skilningur á þessari sérstöðu og hann hafi heldur aukist en hitt,“ segir Magnús. Hann telur að Islendingar þurfi einnig að taka á þessum málum eins og aðrar þjóðir en ekki megi setja meiri skyldur á okkur en aðra. -MA __________ÍgflJmsjón: Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.is Púður í Margréti Það hvessti skyndilega í þingsölum í.vik- unni þegar Mar- grét Frímanns- dóttir, varafor- maður Samfylk- | ingar, réðst af | hörku á Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra fyrir að bera ábyrgð á fjársvelti og yfirvinnu- banni fikniefnadeildar lögreglunn- ar í Reykjavík. Margrét, sem þótt hefur daufleg það sem af er kjör- tímabilinu, þótti sýna gamalkunna takta í ræðustóli og ráðherrann lá undir áföllum. Gömlum allaballa hlýnaði um hjartarætur við skot- hríð Margrétar og varð að orði að það væri allavega talsvert púður eftir í einni kanónu Össurar Skarp- héðinssonar í Samfylkingunni... Brotið á Jóni Ungir fram-1 sóknarmenn efndu til uppá- komu fyrir framan Alþing- f ishúsið á Áust- urvelli um há- degisbil í gær og þar opnuðu þeir formlega fyrir ESB-um- ræðuna með táknrænum hætti sem Halldór Ásgrlmsson fylgdi síðan eftir á fundi í gær. I sviðsetning- unni lék Jón Sigurðsson forseti talsvert hlutverk. Gárungar segja þó að eflaust hafi Jón Sigurðsson bylt sér harkalega í gröf sinni við að vera gerður að leikara í leiksýn- ingu ungra framsóknarmanna. Telja fróðir að með þessu athæfi hafi Frammarar framið mannrétt- indabrot á Jóni og þvingað hann án samþykkis til þátttöku í skrípa- leik. Hann sé búinn að standa vakt- ina á Austurvelli um áratugaskeið og hafi ekki átt þess kost að forða sér af vettvangi... Hver er hvað? Á miðvikudag hafði eignarhalds- félagið Hólshyma hlutabréfaskipti við Muirfield In- vestment AB í Svíþjóð. Lét Hóls- hyrna 3,5% af hlut sínum í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna í skiptum fyrir 17% hlut í Scandsea AB. Stjórnarfor- maður SH, Róbert Guðfinnsson, sagðist telja það í samtali við Mogga að mikil viðurkenning væri að fá þennan sænska fjárfesti inn í SH og mikill styrkur af því fyrir fé- lagið. Gárungar vilja hins vegar minna á að í sömu frétt kom fram að sænska fyrirtækið er nú ekki sænskara en svo að SH, sem Ró- bert er í forsvari fyrir, á þar 20% hlut og Hólshyrna á þar nú 17% hlut. Svo skemmtilega vill líka til að stjómarformaður SH er einnig stjórnarformaður Hólshymu... Býður heim vanda Gömlum fjósa-1 manni, sem frá ] barnæsku er mik- ill unnandi is- lenska kúastofns- ins, brá illilega í | brún þegar frétt- ist af ákvarðana- töku Guðna I Ágústssonar landbúnaðarráðherra um að leyfa innflutning fósturvísa úr norskum beljum. Gat fjósamaðurinn ekki setið þegjandi yfir þessari aðfór að íslenskum kúm og orti: Þessi kynbótadraumur er kolvitlaus Jjandi sem kalla md þjóðlegan ósió. Þessar tröllauknu kýr þaö er kunnugur vandi þœr komast ekki inn ífjósið. Fyrst róóherrann stundar alls konar hrekki úr ermi hann hönd lúti standa. Þvl beijurnar stœkka en bœndurnir ekki það býður heim dálitlum vanda. -Óþ2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.