Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Síða 10
10
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m, vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Stíflur válda tjóni
Alþjóðlega stíflunefndin skilaði á fimmtudaginn áliti
sinu til Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðaþankans, ýmissa
rikisstjórna, orkuveitna og stórfyrirtækja, sem standa að
nefndinni og íjármagna hana. Niðurstaðan er, að stíflur
vatnsorkuvera séu oft skaðlegar efnahag þjóða.
Niðurstaða nefndarinnar mun leiða til þess, að Al-
þjóðabankinn og fleiri fjölþjóðlegar lánastofnanir munu
framvegis fara miklu varlegar í að lána fé til virkjana
vatnsfalla. Langtímaáhrif stíflugerðar verða hér eftir
könnuð miklu betur en áður hefur verið gert.
í sviðsljósi skýrslunnar eru hinar miklu breytingar,
sem verða á umhverfinu af völdum stíflugerðar. Meðal
annars myndast mikill aur og koltvísýringur, þannig að
vatnsorka er ekki lengur talin hin hreina og vistvæna
orka, sem margir íslendingar hafa viljað trúa.
Nefndin hefur einnig kannað efnahagslegar afleiðingar
eittþúsund virkjana viðs vegar um heiminn. Niðurstaðan
er, að ávinningur hefur verið langt undir væntingum og
i ýmsum tilvikum beinlinis neikvæður. Eru þó ekki enn
öll kurl komin til grafar í skráningu langtímaáhrifa.
Fyrir íslendinga er sérstaklega athyglisverð sú niður-
staða nefndarinnar, að pólitískar ástæður, en ekki efna-
hagslegar, valdi oft virkjunum fallvatna. Fjölyrt sé um
hagnað af orkuverunum, en í rauninni sé verið að útvega
mönnum vinnu og að þjónusta sérhagsmuni.
Við þekkjum dæmið um pólitískt orkuver frá Grímsár-
virkjun á Héraði, sem var svo vatnslítil, að erfitt var að
fá vatn í steypuna. Nú stendur enn til að virkja pólitískt
á Héraði, svo að menn geti fengið timabundna vinnu og
verktakar aflað sér tímabundinnar veltu.
Af taugaveiklun ráðamanna félagsins Afls fyrir Aust-
urland má ráða, að landauðn verði á Austfjörðum, ef ekki
verði af framkvæmum við Kárahnjúka. Af skýrslu Al-
þjóðlegu stíflunefndarinnar má hins vegar ráða, að
byggðaáhrif orkuvera séu síður en svo jákvæð.
Raunar sagði forstjóri Norsk Hydro, þegar hann kom í
haust, að fyrirtæki hans hefði áhyggjur af áhrifum Reyð-
aráls á innviði atvinnulífsins á Austfjörðum, þótt sam-
starfsaðilar hans á íslandi virtust ekki hafa þær. Hann
fylgist með umheiminum, en íslenzku aðilarnir ekki.
Við sjáum á loftslagsráðstefnunni í Haag og í skýrslu
Alþjóðlegu stíflunefndarinnar, hvað er að gerast i um-
heiminum. Við kostnað af stóriðju þarf að bæta kostnaði
við mengunarkvóta og við kostnað af orkuveri þarf að
bæta kostnaði við fjölmörg neikvæð áhrif.
Hingað til hefur slíkt ekki verið gert í dæmum þeirra,
sem gamna sér við Kárahnjúkaver og Reyðarál. Draum-
sýnir duga skammt, þegar til kastanna kemur. Þá neyð-
ast málsaðilar til að fara að taka tillit til kostnaðarliða,
sem alþjóðasamfélagið er að verða sammála um.
Þegar búið er að reikna allan kostnað í dæmið, verður
komið undirverð á orkuna frá Kárahnjúkavirkjun, svo að
ekki svarar kostnaði að leggja út í ævintýrið. Eigi að síð-
ur munu menn streitast við að reyna að virkja, af því að
málið er pólitískt, en ekki efnahagslegt.
Þannig hefur framvinda stóriðjumála verið að stað-
festa og mun áfram staðfesta þær skoðanir, sem koma
fram í skýrslu Alþjóðlegu stíflunefndarinnar, að slík mál
séu keyrð fram af pólitískum hagsmunum, en hinn efna-
hagslegi ávinningur sé aðeins hafður að yfirvarpi.
Því meiri tími, sem líður, þeim mun fleiri gögn hrann-
ast upp og þeim mun erfiðara verður fyrir menn að leggja
allt undir veðmálið um Afl fyrir Austurland.
Jónas Kristjánsson
____________________________________________LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
Skoðun E>V
Kenning um árekstur
í Barentshafi
Svona hljóðar samsæriskenningin:
12. ágúst 2000 lenti bandarískur kaf-
bátur, sennilega annaðhvort Memp-
his eða Toledo, i neðansjávarárekstri
við rússneska kafbátinn Kúrsk, best
búna kafbát rússneska flotans.
Áreksturinn olli sprengingu innan-
borðs í rússneska kafbátnum, flug-
skeyti sem tætti í sundur framhluta
hans og drap megnið af áhöfninni.
Bandaríski kafbáturinn, mjög laskað-
ur að vísu, hafði það til hafnar
nokkrum dögum síðar í Björgvin. Þar
var honum tjaslað saman til bráða-
birgða og svo siglt til Southampton á
Englandi í lok ágúst.
Yfirmenn rússneska flotans virðast
algjörlega sannfærðir um að ein-
hvern veginn svona megi skýra kaf-
bátaslysið mikla í Barentshafi í ágúst
sem valdið hefur griðarlegu uppnámi
í Rússlandi. Það breytir engu þó að
Bandaríkjamenn og önnur NATO-ríki
neiti því staðfastlega að nokkur kaf-
bátur á þeirra vegum hafi verið ná-
lægt Kúrsk þegar slysið varð.
Margir hafa bent á að samsæris-
kenningin sé fáránleg, ekki sist fyrir
það að hinn kafbáturinn hlyti þá
einnig að hafa laskast jafnmikið eða
meira en Kúrsk og vonlaust hefði ver-
ið að leyna því og koma honum vand-
ræðalaust til hafnar. En Rússar
standa bara enn fastar á sínu, eins og
hver neitun Bandaríkjamanna og
NATO herði þá bara enn frekar í
þeirri afstöðu sinni að árekstur hljóti
það einmitt að hafa verið.
Fjölmiðlar taka samsæris-
kenninguna alvarlega
Fjölmiðlar í Rússlandi hafa Qallað
mikið um Kúrsk-slysið upp á síðkastið
og meðal annars birt ýmislegt sem
talið er benda til að um árekstur hafi
verið að ræða. Eitt er mynd af banda-
rískum kafbáti við landfestar i Björg-
vin og myndin er sögð sýna að verið
sé að gera bráðabirgðaviðgerð á hon-
um. En talsmaður NATO heldur því
fram að myndin sé frá því fyrir 1994.
Rússneska sjónvarpstöðin NTV aflaði
sér upplýsinga um að bandaríski kaf-
báturinn Memphis hefði komið til
hafnar i Björgvin sex dögum eftir slys-
ið en talsmaður norska flotans fullyrti
að sú heimsókn hefði verið skipulögð
með margra vikna fyrirvara.
Sjónvarpsmenn á staðnum höfðu
tekið myndir af kafbátnum þegar
hann kom til hafnar en þegar rúss-
neska sjónvarpsstöðin vildi fá mynd-
böndin lánuð var þvi svarað til að
myndirnar hefðu skemmst vegna
tæknilegra mistaka og verið fleygt.
Þetta jók náttúrlega enn á tortryggni
Rússa.
Þau merkilegu áhrif eru af mikilli
fjölmiðlaumflöllun um hugsanlegan
árekstur að fólk er farið að taka þenn-
an möguleika góðan og gildan. Það er
mikil breyting frá því í sumar eftir að
slysið varð þegar enginn tók skýring-
ar rússneskra stjórnvalda trúanlegar.
Enn mikið fjallað um slysið
Er kannski eitthvað til í þessu þeg-
ar öllu er á botninn hvolft? Er mögu-
leiki á að þrátt fyrir allt hafi árekstur
valdið sprengingunni? Það er mun
líklegra að yfirmenn rússneska flot-
ans haldi fast við sögu sína af tveim
ástæðum:
Þetta er það sem þeir vildu gjarnan
trúa, að Vesturveldin beri með einum
eða öðrum hætti sök á slysinu. Á
hinn bóginn virðist sagan slá á gagn-
rýni heima fyrir, bæði um tildrög
slyssins og hina hörmulegu frammi-
stöðu yfirvalda við björgunaraðgerð-
ir.
Kúrsk-slysið er enn eitt helsta
fréttaefni í Rússlandi, einkum eftir að
kafarar byrjuðu að kafa eftir líkum
sjómannanna sem fórust með kaf-
bátnum.
Einn rússneskur fjölmiðill hefur
sett upp sérstaka vefsíðu sem er
helguð slysinu og björgunaraðgerð-
unum eingöngu (slóðin er
http:/ / www.kl41.ru).
Slysið og óvinurinn
Eftir Kúrsk-slysið í sumar og það
fjölmiðlafár sem því fylgdi héldu
margir að þessi atburður mundi hafa
varanleg áhrif á viðhorf Rússa til
stjórnvalda. Aldrei hafa komið fram
jafnháværar kröfur um að embættis-
og stjórnmálamenn segðu satt og
gæfu raunverulegar upplýsingar um
það sem gerst hefði.
Núna þremur mánuðum síðar er
hins vegar ekki að sjá að þróunin
muni verða í þessa átt. Stjómvöld
hafa þvert á móti fengið Qölmiðla í lið
með sér við að velta sér upp úr
ósennilegri samsæriskenningu og
reyna sem fyrr að tengja harmleikinn
við ytri óvini Rússa fremur en að
horfast í augu við hið hörmulega
ástand heima fyrir.
Nú síðast taldi flotinn sig hafa orð-
ið varan við ókunnan kafbát að snigl-
ast í kringum staðinn þar sem Kúrsk
liggur á sjávarbotni og hafist var
handa um að sprengja djúpsjávar-
sprengjur þar í kring undir því yfir-
skini að um „fullkomlega eðlilegar og
fyrirbyggjandi aðgerðir" væri að
ræða.
Þetta er mjög hættuleg þróun og
veit ekki á gott fyrir samskipti Rússa
við Bandaríkjamenn og NATO. Sagt
er að NATO-ríki taki óbeinum ásök-
unum Rússa með þögninni til að
spilla sambandinu ekki meira en orð-
ið er. En ástæðan fyrir því kann líka
að vera visst millibilsástand, meðal
annars vegna forsetaskipta í Banda-
ríkjunum. Og svo mikið er vist að eitt
af brýnustu verkefnum nýs Banda-
ríkjaforseta, hver svo sem það nú
verður, er að endurskilgreina sam-
bandið við Rússa.