Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 x>v Fréttir Mikið í húfi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag: Afstaða Bandaríkj- anna ræður úrslitum „Síðasta tækifærið til að bjarga jörðinni.1' Þótt ekki séu allir sammála þess- ari fullyrðingu ýmissa umhverfis- verndarsamtaka er hitt ljóst að þátt- takendanna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Haag í Hollandi þessa dagana bíður mikið verk. Tilgangur ráðstefnunn- ar, sem hófst í vikubyrjun og stend- ur til loka þeirrar næstu, er að finna leiðir til að draga úr losun gróður- húsalofttegunda út i andrúmsloftið sem flestir geta sætt sig við. Því verður víst tæpast á móti mælt að hitastig á jörðinni fer hækkandi. í rannsókn sem birtist fyrr í þessum mánuði kemur fram að við lok 21. aldarinnar geti svo farið að hitastigið hefði hækkað um allt að heilar sex gráður á Celsíus. Jafnmikil hækkun á jafnskömmum tíma á sér ekkert fordæmi. Sérfræð- ingar sem stóðu að rannsókninni eru sannfærðir um að maðurinn eigi sök á þessu, að hluta til að minnsta kosti, ef ekki að mestu leyti. Manninum aö kenna „Við verðum sífellt vissari í okk- ar sök um að drjúgur hluti hækk- andi hitastigs er til kominn vegna athafna mannanna," segir Geoff Jenkins sem starfar við Hadley- rannsóknarstofnunina í loftslags- breytingum við bresku veðurstof- una. Já, vísbendingarnar um hækk- andi hitastig af völdum gróðurhúsa- áhrifanna verða sífellt fleiri. Jöklar eru farnir að hopa og á þessu ári uppgötvaðist að myrkustu hafdjúp- in eru meira að segja orðin hlýrri en áður. Á síðustu eitt hundrað ár- um hefur hitastig á yfirborði jarðar hækkað um hálfa gráðu á Celsíus, eða svo. Vísindamenn óttast að ef svo heldur fram sem horfir geti hækk- andi hitastig haft hrikalegar afleið- ingar fyrir heimsbyggðina. Eitt af áhyggjuefnum manna er hærra yfir- borð sjávar. Ekki þarf nema einn metri að bætast við, til dæmis vegna bráðnunar jökla, til að ýmis eyríki eins og Maldiveyjar og Mars- halleyjar fari hreinlega á bólakaf. Þurrkar og skógareldar Meiri öfgar i veðurfarinu eru hins vegar þær breytingar sem all- ur þorri almennings mun verða mest var við. Víst þykir að gróður- húsaáhrifin muni hafa í för með sér meiri þurrka og skógarelda á einum stað en að annars staðar rigni meira en áður og flóð færist 1 vöxt. Þetta er hluti vandamálanna sem ■ fulltrúar 180 þjóða á loftslagsráð- stefnunni þurfa að glíma við og helst finna einhverja lausn á. Eitt er víst að þeir hafa ekki efni á að svo líti út sem þeim hafi mistekist ætl- unarverk sitt. Á loftslagsráðstefnunni í Kyoto fyrir þremur árum náðist sam- komulag um markmið í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. I samkomulaginu er kveðið á um að draga eigi úr los- uninni um rúm fimm prósent miðað viö það sem var árið 1990. Því á að LOFTSLAGSRAÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJOÐANNA YFIRBORÐ SJAVAR 1880-1980 Yfirborð heimshafanna hækkaði um 10 til 25 sentímetra á þessu tímabili. Að miklum hluta var um að kenna 0,3 til 0.6 gráða hækkun hitastigs á yfirborði jaröar — Meðalhæð yfir- borðs sjávar 1880 LOSUN I HEIMINUM Losun frá þróuðu ríkjunum mun árið 2010 verða 18 prósentum meiri en árið 1990 nema gripið verði til aðgerða Mestu framleiðendur koldíoxíðs (C02)árið 1995 ^ Milljónir tonna tP (eingöngu eldsneytisbruni) Gróðurhúsa- lofttegundir Koldioxíð 0,4 50-200 Metan 0,6 12 Nituroxíð 0,25 120 CFC-12 0,0 50 HCFC-22 5,0 12 Perflúormetan 2.0 50.000 Brennisteinshexaflúoríö 5.0 3.200 Magn C02 andrúms- loftinu t heiminum Hlutar af milljón REGN I HEIMINUM HITASTIG A YFIRBORÐI JARÐAR Ráðherrar og erindrekar frá 180 ríkisstjórnum funda þessa dagana í Haag í Holiandi um ieiðir tii að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Að minnsta kosti 55 aðilar að sáttmála SÞ um loftslagsbreytingar verða að staðfesta samkomulagið sem gert var í Kyoto árið 1997 um að draga úr losun gróöurhúsa- lofttegunda til að þaö gangi í gildi. Til þessa hafa aðeins 30 þróunarlönd gert það 2000-2100 Líkön gera ráð fyrir að yfirborð sjávar muni hækka um 15 til 95 sentímetra til viðbótar fyrir árið 2100. Það gerist vegna hitaþenslu sjávar og ferskvatns frá bráðnandi jöklum Besta spa Mest Lægst Þjóðir sem verða fyrir ahrifum 2100 2080 2060 2040 2020 REUTERS =!| Breytingar yfir landi, 1900 til 1994 B Vaxandi m Minnkandi +0,6 Frávik frá heimsmeöaltalinu 15,08 gráöur á celsíus +0,4 +0,2 -0.2 -0,4 -0,6 1860 1870 1880 1890 1900 1910 1920 1930 1940 1950 1960 1870 1980 1990 2000 Loftslagslíkin spá því að árið 2100 hafi hitastig hækkað um 1 til 3,5 gráður á celsíus Heimild: Umhverfisstofnun SÞ/GRID-ArendalHeim vera lokið á árunum 2008 til 2012. Eitt hundrað og áttatíu ríki undir- rituðu bókunina i Kyoto en til þessa hafa aðeins þrjátíu riki staðfest hana. Iðnríki eins og Bandaríkin eru ekki þar á meðal. Skógar teknir meö Bandaríska sendinefndin í Kyoto fékkst að lokum til að skrifa undir samkomulagið í skiptum fyrir að fá inn tvö ákvæði, annars vegar um viðskipti með losunarkvóta og hins vegar um að skóglendi sem dregur í sig koldíoxíð, helstu gróðurhúsaloft- tegundina, veiti eins konar afslátt á samdrætti í losun. Þjóðir Evrópusambandsins hafa verið afskaplega tregar til að fallast á hugmyndir Bandaríkjanna, þótt þær hafi linast í andstöðu sinni um miðja vikuna. Evrópuþjóðirnar telja að auðugustu ríki heimsins eigi að leggja meira á sig til að draga meira úr losuninni á heimavígstöðvunum. „Við stöndum frammi fyrir mikl- um vanda þar sem stærsta iðnríkið í heiminum hefur ekki einu sinni lagt samkomulagið frá Kyoto fyrir þingið," segir sir Crispin Tickell, fyrrum sendiherra Breta hjá Sam- einuðu þjóðunum. „Á þessu vett- vangi eru Bandaríkjamenn þrjót- arnir. Þeir hafa ekki fylgt Kyoto eft- ir og samt menga þeir manna mest. Þeir eru aðeins 4 prósent íbúa heimsins en samt losa þeir 25 pró- sent allra gróðurhúsalofttegunda.“ Lykilhlutverk í baráttunni Sumir sérfræðingar gagnrýna til- lögur Bandaríkjamanna um að fá að nota skóglendi til að soga i sig koldí- oxlð í stað þess að draga úr losun þess. David Sandalow, formaður bandarísku sendinefndarinnar, vís- ar gagnrýninni á bug. „Skóglendi og ræktarland gegna lykilhlutverki í hringrás kolefnis og það er ekkert vit í því að taka þau ekki með í reikninginn í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifunum," segir Sandalow. Og bætir við að með því að stuðla að aukinni ræktun skóga og annars lands verði hægt að standa vörð um fjölbreytni lífrlkis- ins og gæði drykkjarvatns. En jafnvel þótt fulltrúarnir í Haag fallist í faðma og samþykki allar tillögurnar sem liggja fyrir fundinum og hrindi þeim siðan i framkvæmd mun það ekki duga til að lækka hitastig á jörðinni um nema brot úr einni gráðu. Hækkun hitastigsins sé í raun óafturkræf. Kyoto fyrsta skrefið Geoff Jenkins frá Hadley rann- sóknarstöðinni segir að markmiðin sem sett eru fram í samkomulaginu frá Kyoto séu aðeins fyrsta skrefið. „Ef við ætlum okkur að draga sem mest úr hækkandi hitastigi af völdum gróðurhúsaáhrifanna verðum við að draga úr útblæstri Mótmælt í Haag Kjarnorkuandstæðingar komu til Haag í vikubyrjun og efndu til mót- mæla fyrír utan ráðstefnuhöllina þar sem ioftsiagsráðstefna SÞ er haldin. um sextíu prósent eða meira á næstu áratugum," segir Jenkins. Rannsóknir Jenkins og félaga hans sýna að meira að segja sextíu prósent samdráttur í losun gróður- húsalofttegunda muni aðeins leiða til þess að hitastig hækki ekki um meira en 2 gráður fram til ársins 2100. Það þýddi að yfirborð sjávar myndi hækka um þrjátíu senti- metra. Orkumálaráðuneyti Bandaríkj- anna birti niðurstöður nýrrar rann- sóknar í vikunni þar sem skoðað er hvort Bandaríkin geti dregið úr notkun sinni á jarðefnaeldsneyti. í skýrslunni kemur fram að verði gerðar breytingar á orkustefnu Bandaríkjanna, breytingar sem ekki kosta mikið fé, verði hægt að draga allverulega úr losun koldi- oxíðs. Þrjár leiðir til bjargar Vísindamennirnir sem gerðu skýrsluna benda á þrjár leiðir til að draga verulega úr orkunotkun, og þar með úr losun koldíoxíðs, án þess að efnahagslífið bíði skaða af. í fyrsta lagi þurfi að gera meiri kröf- ur um orkunýtingu, í öðru lagi þurfi að auka fjárframlög til rann- sókna hins opinbera og einkafyrir- tækja í orkumálum og í þriðja lagi þurfi að taka upp kerfi þar sem fyr- irtæki sjái sér hag í því að draga meira úr losun koldíoxíðs en þeim ber skylda til. Marilyn A. Brown, helsti höfund- ur skýrslunnar, segir að ekki aðeins myndi losun gróðurhúsalofttegunda minnka heldur yrðu orkureikning- ar fyrirtækja og almennings lægri, landið yrði ekki jafnháð innfluttri olíu og nú er og loks yrði dregið úr loftmengun og súru regni vegna minni útblásturs verksmiðja og bíla. Brown stjórnar rannsóknum á orkunýtingu og endurnýjanlegri orku í Oak Ridge rannsóknarstofn- uninni. James Hansen, forstöðumaður Goddard geimrannsóknastöðvar bandarísku geimferðastofnunarinn- ar NASA, bendir á það í grein í Los Angeles Times að til sé lausn á hækkandi hitastigi á jörðinni og byggist hún á heilbrigðri skynsemi. Heilbrigð skynsemi „Það eru tvö atriði í þessari heil- brigðu skynsemdarlausn á gróður- húsaáhrifunum,“ segir Hansen 1 grein sinni. í fyrsta lagi, segir hann, verðum við að draga úr vexti loftmengunar og í öðru lagi megum við ekki brenna jarðefnaeldsneyti hraðar en við gerum nú. „Það þýðir að vaxandi orkuþörf verður að mæta með aukinni nýt- ingu og með því að innleiða tækni sem framleiðir lítið eða ekkert af koldíoxíði," segir Hansen. Hvoru tveggja er hægt að ná fram en ólíklegt er að það gerist fyrir slysni. Beita þarf tækni sem dregur úr loftmengun. Árlegur vöxtur los- unar koldíoxíðs hefur verið fjögur prósent en er nú kominn niður í eitt prósent. Til að eitthvert gagn verði af verður að draga enn frekar úr honum þannig að hann verði eng- inn, eða jafnvel minni en nú er. En hvað svo sem menn gera er ekki hægt að vænta árangurs fyrr en eftir langan tíma. Loftslagsbreyt- ingum má nefnilega líkja við risa- stórt olíuflutningaskip að þvi leyt- inu að mjög erfitt er að hægja á ferðinni. Áð hluta til vegna þess að loftslagsbreytingar eru svo flókið fyrirbæri, þar sem breytingar á ein- um stað geta haft víðtækar afleið- ingar þúsundir kílómetra í burtu eða einhvern tíma í fjarlægri fram- tið. Byggt á BBC, The Guardian, The New York Times, The Sunday Times, Libération, The Los Ang- eles Times og Reuters.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.