Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Side 14
14
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
DV
Fréttir
Kennaraverkfallið getur varað í mánuði
Hvikum
hvergi
Nafn: Elna Katrín Jónsdóttir
Staða: Formaöur Félags framhaldsskólakennara
Efni: Kjaradeila framhaldsskólakennara
Gerir þú ráð fyrir löngu
verkfalli?
„Ef stjómvöld ætla að halda
áfram aö hunsa þessa kjaradeilu,
þá erum við undir það búin að
vera í löngu verkfalli, sem gæti
varað í einhverja mánuði. Það er
óæskilegt og skaðlegt, en það þarf
tvo til að semja. Það er ekkert
sem getur leyst þessa kjaradeilu
annað en að menn setjist niður og
geri sér einhverja raunhæfa mynd
af því hvaða fjármuni þarf til að
leysa deiluna."
Opna yfirstandandi viðræður
um nýtt launakerfi möguleika á
samningum?
„Ekki raunverulega. Samnings-
aðilar eru sammála um að það sé
líkega til góðs að taka upp nýtt
launakerfi, þ.e. breyta launaröð-
unarkafla kjarasamningsins meira
til samræmis við það sem tíðkast
í hinu nýja launakerfi, sem mjög
margir ríkisstarfsmenn, aðrir en
við, hafa tekið upp, þar með talið
nær öll félög í Bandalagi háskóla-
manna. I því felst ákveðið endur-
mat á störfum kennara, námsráð-
gjafa og þeirra skólastjómenda
sem eru í félagi framhaldsskóla-
kennara með tilliti til launa. En
þá er óútkljáð mál hvaða laun
fara inn í þetta nýja umhverfi. Þá
er ósvarað hvort og hversu mikið
menn eru tilbúnir að koma til
móts við kennara vegna breytinga
á þeirra störfum sem tengjast
nýju aðalnámsskránni."
Standa á kröfunum
Eruð þið tilbúin að færa yfir-
vinnuna meira inn 1 dagvinn-
una?
„Náist viðunandi árangur varð-
andi raunverulegar kauphækkan-
ir til kennara þá má vel skoða
hvort heppiiegt sé að færa eitt-
hvað úr yfirvinnu í dagvinnu,
m.a. til þess að vinna þá enn frek-
ar að því markmiði að hækka
meðaldagvinnulaunin og auka
hlut þeirra í meðalheildarlaunum.
En við viljum ekki ræða um það í
staðinn fyrir þær kröfur um
launahækkanir sem við höfum
sett fram.
Eftir samningana 1997 skildi
með ykkur og fólki í samsvar-
andi störfum í BHM:
„í upphafi árs 1997 varð ljóst,
að ríkið var farið að ýta að mönn-
um hugmyndum um nýtt launa-
kerfi, sem þá voru mjög fjarri því
að vera sá búningur sem nýja
launakerfið er í nú. Ekkert af
BHM-félögunum hefði fallist á
þær. Þaö var ekki fyrr en að stétt-
arfélögin töldu sig búin að tryggja
sinn samningsrétt og möguleika á
að hafa áhrif á kjör félagsmann-
anna að umræðan fór á skrið. Þá
var komið fram á sumar 1997.“
Veðjuðu kennarar ekki ein-
faldlega á rangan hest og sátu
eftir í miðlægum kjarasamn-
ingi?
„Nei, það hefðu orðið að vera
einhverjar raunhæfar forsendur
fyrir okkur til að fara út í vinnu-
staðasamninga. Það var og er enn
engin hefö fyrir þvi að hver fram-
haldsskóli sé rekinn sem sterk
ríkisstofnun. Aðstaðan til að fara
út í vinnustaðasamninga, með
einhverjum raunhæfum vonum
um að forstöðumenn skólanna
myndu fara út og afla fjár til að
greiða þær viðbótarkauphækkanir
sem eingöngu var samið um á
vinnustöðunum, var ekki fyrir
hendi.“
Fóruð þið of bratt í verkfallið
nú og létuð verkfallsviljann
ráða meiru en samningsvilj-
ann?
„Það má spyrja sig hvort það er
of bratt að fylgja eftir kröfum sín-
um þegar búið er að flytja málið í
eitt og hálft ár. Ef við hefðum
staðiö í þeim sporum að launaþró-
un okkar hefði fylgt þeim saman-
burðarhópum sem tengdir voru
við okkur 1997, þá má vel vera að
biðlundin hefði verið meiri. En
vorið 1999 vorum við þegar byrjuð
með mjög ákveðnum hætti að
vekja athygli fiármálaráðherra,
menntamálaráðherra og allra sem
á okkur vildu hlusta, eða öllu
heldur vildu ekki hlusta, á því að
forsendur kjarasamnings kennara
frá 1997 væru brostnar.
Út í sandinn
Undirbúningsviðræður voru í
febrúar og mars, sem runnu út í
sandinn því ríkið mátti ekki
heyra minnst á launin. Upp úr 30.
júní hófum við samningaviðræður
af fullum krafti á grundvelli við-
ræðuáætlunar, sem samningsaðfi-
ar voru sammála um. Málinu var
vísað til ríkissáttasemjara 2. októ-
ber. Er það eitthvert sérstakt
bráðlæti að rúmlega mánuði síðar
fylgi menn kröfum sinum eftir. Ég
segi nei. Við byggjum á því að
lögum um stéttarfélög og vinnu-
deilur var breytt fyrir fiórum
árum. Þá var mönnum gert með
lögum að gera sér viðræðuáætlan-
ir. í greinargerð með lögunum var
yfirlýst markmið aö stefna bæri
að þvi að nýr kjarasamningur
lægi fyrir þegar sá gamli rynni út.
Þessi endalansi skœting-
ur út í kennarastéttina
er að verða einhver leið-
inlegasti þjóðarósiður
sem ég veit um. “
Við tökum þessi lög alvarlega."
Þið setjið fram kröfur upp á
samtals 60-70 prósenta hækkun
á launum. Eru svona háar kröf-
ur ekki út úr kortinu?
„Laun kennara eru í sögulegu
lágmarki, bæði heildar- og grunn-
laun. Meðalheildarlaun liggja í
211-220 þúsund. í þeiri tölu liggur
gríðarleg yfirvinnukennsla. Kraf-
an er að byrjandinn hafi í lok
tveggja ára samningstíma náð því
að fá 190 þúsund krónur fyrir fullt
starf við kennslu. Meðalmaðurinn
hafi um 240 þúsund krónur í
grunnlaun fyrir fulla kennslu. Ég
spyr því hvort það sé heilbrigt að
klifa alltaf á þessum prósentum
þegar allir vita að launin eru
svona lág. Við verðum að trúa því
að sá kjarasamningur sem verður
gerður verði ekki bara ávísun á
eitt verkfallið enn. Hvorki við né
samfélagið megum við því að ekki
verði geröur mannsæmandi samn-
ingur við kennara. Það þarf að
verða svo veruleg breyting á sjálf-
um laununum, að kennarar telji
að nú sé þannig gert við þá að
starfi þeirra og skólanum sé
þokkalegur sómi sýndur, að menn
þurfi ekki að ganga með það á
bakinu að það sé sífellt verið að
sparka í skólana og skíta út kenn-
arana. Þessi endalausi skætingur
út í kennarastéttina er að verða
einhver leiðinlegasti þjóðarósiður
sem ég veit um.“
Er haustönn framhaldsskóla-
nema ónýt?
„Nei, en ég tel að verkfall sem
fer mikiö yfir háifan mánuð sé
líklegt til að strika út þann mögu-
leika að menn geti útskrifast um
áramót eða
það megi ljúka
prófum fyrir
áramót. Ég er
þeirrar skoð-
unar að menn
veröi að líta
svo á að jafnvel þó svo að það taki
lengri tíma aö semja þá ættu
menn í lengstu lög að hugsa sér
að skólaárið lengist í hinn endann
og menn verði að ráða fram úr
því hvemig nám nemenda á þessu
ári kemst í höfn.“
Óvinsæl uppbótarkennsla
Ná kennarar þá því inn á
aukakennslu í vor sem þeir
tapa í verkfalli í vetur?
„Aukakennsla eftir verkfall er
ekki vinsælt umræðuefni á meðal
kennara. Þeir eru búnir að fá nóg
af því að láta grenja út úr sér
þessa uppbótarkennslu sem þeir
vfija margir hverjir ekki fara í af
því þeim finnst hún draga úr
vægi verkfallsins og láta síðan
kasta skít í sig á eftir fyrir að
hafa farið í hana.“
Það er talaö um að verkfallið
fái lítil viðbrögð úti í þjóðfélag-
inu. Fólk búist við því eins og
hverju öðru náttúrulögmáli að
kennarar leggi reglulega niður
vinnu. Er raunin sú?
„Við höfum tilfinningu fyrir
þessum sljóleika. Það getur vel
veriö að það sé eitthvert þjóðar-
einkenni okkar íslendinga að
þetta sé allt í lagi svo lengi sem
allir geti reddað sér einhverri
vinnu. Ég held að menn muni
vakna upp við
mjög vondan
draum. Þama er
verið að raska til-
veru ungmenna á
mjög viðkvæmum
aldri. Þá er dýrt
spaug að raska skólastarfi. Hins
vegar held ég að verulega mikill
hluti almennings hafi þá sannfær-
ingu að kjör kennara verði að
batna, annars gangi þetta ekki
upp. Meðbyr er þvi fyrir hendi. Á
hinn bóginn óttast margir, of mik-
ið að mínu mati, þessa köldu
höfnun og fyrirlitningu ráða-
manna gagnvart heilli stétt
manna í svona alvarlegri kjara-
deilu. Ég get ekki trúað því að
meiri hluti íslensku þjóðarinnar
taki undir það orðfæri sem bæði
forsætisráðherrann og fiármála-
ráðherra hafa viðhaft um þessa
kjaradeilu."
EZSBHKá:
Jóhann S. Sigþórsdóttir
blaðamaöur
Framhaldsskólinn:
Saga kenn-
araverkfalla
Þrjár vikur
Árið 1985 sagði þorri allra kenn-
ara í framhaldsskóla upp störfum.
Um var að ræða uppsagnaraðgerð
sem farið var í þar sem kennarar
höfðu enn ekki fengið verkfaOsrétt.
Uppsagnirnar tóku gildi 1. mars.
Flestir kennaranna sneru til vinnu
sinnar þremur vikum síðar. Þetta
var eina kjaraaðgerðin sem kennar-
ar áttu mögulega á þeim tíma og
raunar fyrsta tímamótaaðgerðin
sem framhaldsskólakennarar lögðu
út í.
Tvær vikur
Árið 1987 tóku gildi ný lög um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Með þeim lögum öðluðust
stéttarfélögin innan BHM hvert um
sig samningsrétt og verkfallsrétt.
Áður var aðalkjarasamningsréttur-
inn hjá bandalögunum en sérkjara-
samningsrétturinn hjá stéttarfélög-
unum. Verkfallsréttur félaga innan
BHM var þá enginn, heldur fór mál-
ið fyrir kjaradóm ef samningar náð-
ust ekki. Á vormánuðum 1987 fóru
framhaldsskólakennarar í verkfall,
sem og íleiri félög háskólamanna.
Verkfallið stóð í 15 daga. Þeir kjara-
samningar skiluðu all nokkrum
launahækkunum til kennara.
Sex vikur
Árið 1989 fóru tólf félög í BHM í
sameiginlegar aðgerðir, þar á meðal
Hið íslenska kennarafélag með
þorra fram-
haldsskóla-
kennara. Þá
var lögð fram
sameiginleg
kröfugerð.
Uppistaðan í
henni var að
koma laun-
um háskólamanna í ríkisþjónustu á
svipaðan grundvöll og sem var við
lýði hjá háskólamönnum á almenn-
um markaði. Verkfallið stóð í sex
vikur. Þeir kjarasamningar sem
gerðir voru vorið 1989 voru afnumd-
ir með lögum 1990 þegar sett voru
bráðabirgðalög á þá.
Sjö vlkur
Árið 1995
fóru fram-
haldsskóla-
kennarar og
grunnskóla-
kennarar í
verkfall. Það
verkfall stóð í
sjö vikur og
skilaði litlum ávinningi miðað við
herkostnað. Þó var lækkuð kennslu-
skylda í framhaldsskólum og kenn-
arar fengu um stund kauphækkun
sem lagfærði kaupmátt þeirra.
? vikur
Þriðjudaginn 7. nóvember sl.
hófst verkfall kennara í framhalds-
skólum landsins. Lítið sem ekkert
hefur þokað í samningaviðræðum,
að mati formanns Félags framhalds-
skólakennara, þrátt fyrir nær dag-
lega fúndi hjá ríkissáttasemjara eft-
ir að verkfaílið hófst. -JSS