Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2000, Page 29
29 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000__________________________________________________ DV ____________________________________ Helgarblað Lanny L. Carroll ásamt 14 ára stúlku sem er upprennandi hestakona í Bandaríkjunum Hún heitir Christie Davis. Þau halda í tvær hryssur úr ræktun Lannys. kynna löndum mínum þessar dásam- legu skepnur og eíla útbreiðslu þeirra hér. Ég var með ákveðnar hugmyndir um hvemig ætti að gera þetta og hélt ég væri mjög snjall, sá besti í heimin- um, en fljótlega sá ég að ég vissi raun- ar allt of lítið hvemig best væri að standa að þessu. En þessi ár hef ég lært mikið. Ég hef hins vegar óbilandi trú á því að íslenski hesturinn öðlist vaxandi vinsældir í Bandaríkjunum og vegur hans muni vaxa þar um ókomin ár,“ sagði Lanny L. Carroll í Ohio. Hann hefur oft komið hingað til lands síðan hann kom fyrst árið 1975. M.a. vann hann við að setja upp rat- sjárstöðvamar fyrir bandaríska her- inn um og fyrir 1990. Þá kynntist hann Brynjari á Feti og hans góðu hrossum. „Hjá Brynjari fékk ég minn fyrsta hest, einstaklega góðan. Þá hélt ég að ég væri svo mjög góður reiðmaður en komst síðar að því hve lítið ég kunni. Síðan hef ég lært mikið og haft mikla ánægju af hrossunum. Meðan ég dvaldi á íslandi haíði ég hesthús í Keflavík og átti þar góðar stundir og hjá Brynjari lærði ég að hirða hesta og ég er að reyna að læra af honum hvemig á að rækta úrvalshross. I fyrstu hélt ég að Bandaríkjamenn ættu fyrst og fremst að kaupa dýmstu og bestu hestana en svo komst ég að því að margir af þessmn hestum vora allt of miklir gæðingar fyrir banda- ríska reiðmenn. Þeir þurftu að læra meira áður en þeir gætu náð þvi besta úr þeim. Ég hata hins vegar þegar menn era að flytja léleg hross til Bandaríkjanna í skjóli þess að stór hópur reiðmanna ráði ekki við vilja- mestu gæðingana. Því leita ég eftir vel tömdum góðum hestum, með hæfileg- an vilja, fyrir markaðinn. Síðan er ég með mína eigin ræktun og vonast til að ná árangri í henni. Þar hef ég notið vel vinar míns, Brynjars á Feti.“ Lanny lagði áherslu á að kenna krökkum og unglingum að ríða góðum hestum og ala þau upp í hestmennsk- unni. „Bandaríkjamenn eru snillingar að ala upp góða íþróttamenn. Á sama hátt þarf að ala krakkana upp sem góða reiðmenn á íslenskum gæðing- um. Slíkt mun auka veg íslenska hests- ins í Bandaríkjunum." Tamningamenn, vandið ykkar verk „Það sem ég vil sega við íslenska tamningamenn er þetta: Þið þurflð að vanda ykkar verk og margir ykkar þurfa að læra miklu meira. Það sem við þurfum fyrst og fremst era mjög vel tamin hross. Þau fáum við frá sum- um tamningamönnum en hross frá öðrum era alveg vonlaus vegna rangr- ar tamningar," sagði Karen Bortzman sem býr nærri Washington og hefur verið einn af stærstu innflytjendum ís- lenskra hrossa tO Bandaríkjanna und- anfarin ár. „Ég byrjaði á þessum inn- flutningi 1986 og um tima átti ég hest- hús í Reykjavík og á íslandi á ég hross og hef stundað ræktun á hrossum þar. Á íslandi er auðveldara að koma hryssunum imdir mjög góða stóðhesta því þar er úrvalið mun meira en hér. En nú á ég 6 stóðhesta hér í Bandaríkj- unum og þrír þeirra era fyrstu verð- launa hestar,“ sagði Karen. Góðir konuhestar Karen taldi að hross á íslandi væra tamin fyrir annan markað en þann bandaríska. Hún sagðist hafa verið oft á íslandi og líka mjög vel að ríða út í mikilli víðáttu og ríða hratt. En í Bandaríkjunum þyrftu menn öragg hross. Þar væri svo mikið um hættur og menn yrðu að vera alveg vissir um að geta komist fram hjá þeim og getað stoppað þegar á þyrfti að halda. „Kaupendur era mest að leita að hrossum sem á íslandi era kölluð góð- ir konuhestar. Flestir kaupendanna era vel stætt fólk á miðjum aldri og vill ekki fara á neitt nema það sem er alveg öraggt. Mínir uppáhaldshestar era 10 ára geldingar sem hafa hlotið mikla tamningu, t.d. hestur sem ung- lingur hefur notað í mörg ár til útreiða og í keppni. Þetta era einstaklega góð hross fyrir Bandaríkjamarkað, hross sem kunna alla hluti og geta kennt eig- anda sínum mikið.“ 10 þúsund dollarar Karen sagðist hafa um hundrað hross á stóra land og væri með mikil umsvif. Ungt fólk kemur til þess að læra að ríða þessum hestum og hún er oft með námskeið fyrir sína viðskipta- vini. „Ég hef fengið marga góða kenn- ara á mitt bú frá íslandi, eins og t.d. Magnús Lárusson, sem er góður vinur minn og kemur reglulega hingað og heldur námskeið." Karen sagði að algengt verð á is- lenskum hrossum í Bandarikjunum væri níu til tíu þúsund dollarar. Sum- ir kaupendur era tilbúnir að borga hærra verð fyrir rétta hrossið en það er fremur fátítt. Karen sagði að það væri sinn draumur að geta ræktað og selt góða íslenska hesta á um sjö þús- und dollara. Þá myndi markaðurinn stækka þvi fleiri hefðu ráð á að kaupa hesta. Persónuleg samskípti skipta miklu „Bandarískir kaupendur islenskra hrossa hafa mikinn áhuga á að vita sem mest um land og þjóð og þetta sér- staka hrossakyn sem þeir hafa tekið ástfóstri við. Mjög mikilvægt er fyrir þann sem vill selja hross á Bandaríkja- markað að skilja að þetta er markaður sem er mjög frábragðinn öllu öðra sem menn hafa kynnst. Hér skipta per- sónuleg samskipti mjög miklu og kaupendur leggja mikið upp úr því að læra sem allra mest um hrossin, reið- mennsku, tamningu, ræktun, uppeldi og einnig um land og þjóð. Bandarísk- ir kaupendur íslenskra hrossa era upp til hópa fólk sem hefúr góð fjárráð og leggur áherslu á að fá það sem það borgar fyrir. Fólk er ekki hriflð ef það kemst að því að einhver hafl verið að pretta það í viðskiptum," sagði Sara Conklin sem býr í New York. Sara taldi að kynbótasýningin skipti miklu máli fyrir bandaríska eigendur íslenskra hrossa. Hér hefur gefist ein- stákt tækifæri til þess að bera saman hross af misjöfnum gæðum. Margir eig- endur hrossa hér hafa aldrei komið til íslands, aldrei séð önnur íslensk hross en sín eigin og sinna næstu nágranna. Þessu fólki opnast nýr heimur og það skynjar hrossin miklu betur og allt öðruvísi en áður. Þetta fólk hafði litla þekkingu á því hvemig á að rækta hross; hvemig hryssur á að leiða undir einstaka stóðhesta. Þetta fólk er fúst að læra og það fer að kaupa betri hross. Smitast af gæðunum Sara hefur stundað hestamennsku allt frá bamæsku en hefur umgengist íslensk hross í um það bil 14 ár. „Bandarísk reiðmenning er mjög sér- stök og það er allt annað en auðvelt að fá atvinnuhestamenn til þess að líta við íslenskum hestum," segir Sara. Og hún bendir á að í Bandaríkjunum er til fólk sem kaupir mjög dýr keppnis- hross vegna þess að það getur farið með þau hross í keppni og unnið til verðlauna. En hún bætti við að ekki væra miklir möguleikar, a.m.k. ekki enn þá, fyrir eigendur islenskra hrossa að vinna til slíkra verðlauna en vonað- ist til að í framtíðinni ættu menn vax- andi möguleika á að keppa á íslensk- um hestum. „Öll keppni vekur áhuga í Bandaríkjunum," sagði Sara og sagði að mörg dæmi væra um að áhorfend- ur sem sjá íslensk hross keppa smitist af gæðum þeirra og vilja eignast slíka gripi. Myndir og texti Magnús Ólafsson Sara Conklin með hryssuna Þulu frá Hofi „Bandarískir kaupendur íslenskra hrossa hafa mikinn áhuga á aö vita sem mest um land og þjóð og þetta sérstaka hrossakyn sem þeir hafa tekiö ástfóstri viö. “ Svtítd Sdfiicf JÓLAHLAÐBORÐ í HLÖÐUNNI Óvenjuleg jólastemning í sveitinni í desember, fyrir smærri og stærri hópa. Rútuferð í sveitina Víkingahlaðborð Jólatónlist Eskimóabandið "Húfan" Harmonikuleikari Hópsöngur Grín og spaug Jólastemning í rútunni til baka. Nánari upplýsingar um Sveitfi Santn og bókanir í síma 862-3533 - eskimos®eskimos.is ESKIMOS ÆVINTÝRIÐ ÍUANR Sími 862-3533 e:mail: e s k i m o s @ e s k i m o s . i s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.